Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ERLEIMT LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 27 Klaus Kinkel Nauðsyn á nánara samstarfi Bonn. Reuter. EVRÓPA og Bandaríkin eiga að vinna betur saman að því að leysa alþjóðleg vandamál en það er óþarfi að koma nýrri skipan á Atl- antshafssamstarfið. Kemur þetta fram í grein eftir Klaus Kinkel, utanríkisráðherra Þýskalands, og birtist í dagblaðinu International Herald Tribune í fyrradag. Kinkel er á öðru máli en flestir kunnustu stjórnmálamenn í Þýska- landi, Frakklandi og Bretlandi en þeir vilja nýjan Atlantshafssamn- ing, sem gangi lengra en samstarf- ið innan Atlantshafsbandalagsins, NATO, og vinni að stöðugleika um allan heim. „Það skiptir ekki mestu að breyta Atlantshafssamstarfinu, heldur að finna lausnir á þeim vandamálum, sem Evrópa og Bandaríkin geta aðeins un,nið að sameigintega," segir Kinkel og leggur áherslu á, að NATO verði áfram burðarásinn en taka verði meira tiilit til pólitískra, umhverfis- legra og efnahagslegra þátta. ---------♦ ♦ ♦---- Lettar og Rússar deila um flóttafólk Rijja. Reuter. HÓRÐ deila hefur blossað upp milli Rússa og Letta um örlög 105 flótta- manna frá Miðausturlöndum og Asíu, sem hafa verið sendir fram og aftur milli Rússlands og Eystra- saltsríkja með lestum í rúma viku. Lettneska utanríkisráðuneytið gagnrýndi Rússa fyrir að taka ekki við flóttamönnunum, sem segjast flestir koma frá írak. Lett- ar segja að fólkið sé að reyna að komast til Svíþjóðar með ólögleg- um hætti og að það hafí komið beint frá Rússlandi. Rússar líti hins vegar á þetta sem lettneskt vanda- mál. Lettar hafa meinað fólkinu að fara úr lest í Riga þrátt fyrir að það hafí hvað eftir annað verið sent þangað aftur frá Rússlandi. „Okkur er sama hversu lengi þetta gengur - við sendum þau alltaf til baka,“ sagði talsmaður lögregl- unnar. 59 farast er þota hrapar í Rúmeníu íkarest. Reuter. 59 MANNS biðu bana þegar far- þegaþota af gerðinni Airbus A310 hrapaði skömmu eftir flugtak á leið frá Búkarest til Brussel. Sjón- arvottur sagði að sprenging hefði orðið í afturhluta þotunnar áður en hún hrapaði. „Vélin gjöreyðilagðist og enginn komst af,“ sagði í yfirlýsingu frá eiganda þotunnar, rúmenska ríkís- fiugfélaginu Tarom. Þotan hrapaði á túni nálægt þorpinu Balotesti, norðan við Búkarest, þrem mínút- um eftir flugtak frá alþjóðaflugvell- inum Otopeni. Útiloka mistök flugmanna Nicolae Brutaru, forstjóri flugfé- lagsins, vísaði því algjörlega á bug að flugmönnunum hefðu orðið á mistök. Hann vildi þó ekki gefa neinar skýringar á atburðinum, hinum alvarlegasta í sögu flugfé- lagsins. Hann sagði að sérfræðing- ar á vegum Airbus hefðu verið sendir til að rannsaka málið. Brutaru sagði að veðrið hefði ekki verið slæmt, þrátt fyrir snjó- komu. Tíu manna áhöfn var í þotunni og 49 farþegar — 32 Belgar, níu Rúmenar, þrír Bandaríkjamenn, tveir Spánverjar, Frakki, Hollend- ingur og Tælendingur. „Ég varð mjög hræddur þegar ég sá fyrst sprengingu og vélina fljúga of lágt með eld í afturhlutan- um,“ sagði sjónarvottur. „Síðan varð önnur sprenging þegar vélin kom til jarðar, það var gífurleg sprenging.“ Hræðileg aðkoma Sprengjuhótun hafði borist á sömu flugleið 15. mars en engin sprengja fannst eftir að þotunni var lent í Timisoara. Skömmu eftir að Airbus-þotan hrapaði í gær var innanlandsflugvellinum í Búkarest lokað eftir að óþekktur maður hafði hringt og sagt að sprengju hefði verið komið þar fyrir. Litið var eftir af þotunni og brak- ið var á víð og dreif. „Við börð- umst við eldana í einn og hálfan tíma,“ sagði einn slökkviliðsmann- anna. „Aðkoman var hræðileg, höf- uð, fætur og hendur út um allt innan um brak þotunnar." Tarom hefur verið að endurnýja flugvélaflota sinn smám saman frá hruni kommúnismans árið 1989, með kaupum á Boeing 737 og Air- bus þotum. Fyrir átti flugfélagið aðallega sovéskar þotur. Ennfremur hefur verið reynt að bæta alþjóðaflugvöllinn i Búkarest í samvinnu við þýskt fyrirtæki, en stundum hafði komið fyrir að villt- ir hundar hlypu á flugbrautunum. Þetta er í þriðja sinn sem þota af gerðinni A310 Airbus hrapar, en hún var tekin í notkun árið 1983. Reuter Enginn komst lífs af LÖGREGLU- og slökkviliðs- menn skoða brak Airbus-þot- unnar sem fórst nálægt Búk- arest í gær með 59 manns innanborðs. Enginn komst lífs af. Þotan á minni myndinni er sömu tegundar og sú sem fórst. Þetta er í þriðja sinn sem þota af gerðinni A310 Airbus hrapar, en hún var tekin í notkun árið 1983. Kcutcr Búast ekki við að loforðin verði efnd JACQUES Chirac, fyrrverandi forsætisráðherra Frakklands, lagði í gær leið sína í sundlaug í borginni Epinal í þeirri von að afla sér þar f ylgismanna vegna forsetakosninganna eftir þrjár vikur. Þar voru aðallega börn fyrir en hann gaf sig engu að síður á tal við þau. Sam- kvæmt nýlegri skoðanakönnun hefur Chirac tapað fylgi en er þó enn talinn nokkuð öruggur um sigur. Önnur könnun bendir hins vegar til þess að kjósendur hafi litla trú á að Chirac muni breyta miklu sem forseti. Ein- ungis 42% kjósenda sögðust telja að hann myndi ráðast í þær umfangsmiklu umbætur á frönsku þjóðfélagi sem haim hefur lofað, nái hann kjöri. Gera framsal Serba mögulegt EFRI deild þýska þingsins samþykkti í gær lög sem gera fyrstu stríðsréttarhöldin frá því í lok heimsstytjaldarinnar síðari möguleg. Verður Serb- inn Dusan Tadic framseldur og leiddur fyrir stríðsglæpa- dómstólinn í Haag en hann er ákærður fyrir morð, bar- smíðar, pyntingar og nauðg- anir á Króötum og múslimum í fangabúðum Serba. Dregur framboð sitt til baka JEAN-Francois Hory, fram- bjóðandi Róttæka flokksins í Frakklandi dró í gær framboð sitt í forsetakosningunum til baka. Sagðist hann gera það til að vinstrimenn gætu samein- ast um einn frambjóðanda, sós- íalistann Lionel Jospin. Fylgi Hoiys var innan við 1% sam- kvæmt skoðanakönnunum. Friðarvið- ræður í hnút BRESKIR embættismenn áttu í gær óvæntar viðræður við fulltrúa Sinn Fein, stjórnmála- arms írska lýðveldishersins, til að reyna að leysa þann hnút sem friðarviðræðumar á Norður-írlandi eru komnar í. Verður reynt að greiða fyrir viðræðum írskra og breskra ráðherra um málið. Dæmt í Korsíkumáli DÓMSTÓLL í Frakklandi dæmdi í gær sex manns í fangelsi vegna slyss á Korsíku árið 1992 en þá fórust sautján manns þegar áhorfendapallar hrundu á knattspymuleik. Háttsettur fulltrúi frönsku stjómarinnar, sem talinn var tengjast slysinu, var hins veg- ar sýknaður og vakti sá úr- skurður mikla reiði ættingja þeirra er létust. Tveir hlutu tveggja ára dóma fyrir mann- dráp og sviksamleg vinnu- brögð en hinir fjórir hlutu vægari dóma. Barist í S-Líbanon ÍSRAELSKUR hermaður og leiðtogi Hizbollah-skæmliða- samtakanna, létu í gær Iífíð í átökum í suðurhluta Lfbanons á milli ísraelskra hersveita og múslimskra skæruliða. Fjórir til viðbótar særðusL Átökin brutust út á sama tíma og heimsókn Andrej Kozyrev, utanríkisráðherra Rússlands, til Beirút hófst en ætlun hans er að blása lífí í friðarviðræð- urnar í Mið-Austurlöndum. Bílsprengja í Alsír EINN maður lét lífíð og tveir slösuðust í bílsprengju í borg- inni Tizi Ouzou í Alsír í gær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.