Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSEIMDAR GREINAR Sýnishorna- stefna Alþýðu- bandalagsins ÞEIR, sem horfðu á umræður formanna stjórnmálaflokkanna á Stöð 2 á fimmtudags- kvöld, sáu, að Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubanda- lagsins, var í miklum vanda. Hann hafði ekk- ert sérstakt fram að færa og var raunar sleginn út af laginu í upphafi þáttarins, þeg- ar minnt var á fram- göngu hans á Alþingi annars vegar og sið- bótarstefnu flokks hans hins vegar. Alþýðubandalagið hefur reynt að bijótast „inn í umræð- una“ með útspili Ólafs Ragnars með málefnasamning fyrir nýja vinstri stjóm. Fyrirheit um slíkan samning Alþýðubandalagið ætl- aði með leynd að vera hugmyndasmiður nýrr- ar vinstri stjómar með sáttmála hennar, segir Björn Bjamason og mótmælir því, að hann hafí farið með rangt mál varðandi tvíhliða samning Olafs Ragnars við ESB. sæti í utanríkismála- nefnd, hefur þó ekki séð ástæðu til að kynna meðnefndarmönnum sínum þar slíkan texta, sem nú er auðvitað úr- eltur og til einskis nýt- ur. Hann hefur að því leyti leikið sama laumu- spilið og nú, með stjóm- arsáttmála vinstri stjómarinnar. Mér hefur nú borist í pósti frá Alþýðubanda- laginu Sýnishom af hugsanlegum samningi íslands og Evrópusam- bandsins um viðskipti og samvinnu frá því í júní 1992. Skil ég nú, hvers vegna Ólafur Ragnar lagði þetta skjal aldr- ei fram í utanríkismálanefnd, þar sem menn eru gjörkunnugir EES- samningnum. í plagginu er aðeins að finna umorðun á ákvæðum samn- ingsins um Evrópska efnahagssvæð- ið, með einhveijum stílbrögðum Al- þýðubandalagsins. Það er því rétt sem ég sagði í grein minni; þessi samningur ðlafs Ragnars við ESB var aldrei fullsam- inn. Hins vegar er til eitthvert sýnis- hom af samningi, sem er í raun hvorki fugl né fiskur. Ólafur Ragnar Grímsson getur lagt stund á slíka sýnishomastefnu gagnvart erlendum ríkjum, sem ekkert vita um brölt hans. Hann getur hins vegar ekki haldið sátt- mála nýrrar ríkisstjómar leyndum fyrir íslenskum kjósendum. Hann hlýtur að leggja hann fram fyrir kosningar. Höfundur er þingmaður Sjálf- stæðisflokksins í Reykjavík. Björn Bjamason Alþýðuflokkurinn og umbótamálin Viðskiptafrelsi - hagur neytenda FULLYRÐA má að jafnróttækar skipu- lagsumbætur og breytingar í fijáls- ræðisátt í viðskiptum hafa ekki verið gerðar á jafnskömmum tíma og á starfstíma ráð- herra Alþýðuflokksins í viðskiptaráðuneytinu frá 1988. Markmið breytinganna hefur verið að auka athafna- frelsi í viðskiptum, efla samkeppni í hag- kerfinu og setja traustar og sann- gjarnar almennar leik- reglur á þessu sviði. Löggjöfin á þessu sviði er orðin nútímaleg, fijálslynd og byggist á sömu meg- inhugmyndum og gerist og gengur í nágrannaríkum okkar. Að hluta til hafa breytingarnar verið gerðar vegna aðildar íslands að Evrópska efnahagssvæðinu. Fjármagnsmarkaðurinn Með lögum um verðbréfasjóði voru settar ítarlegri reglur um starfsemi þeirra en áður giltu, m.a. um fjárfestingarstefnu og aðskiln- að frá verðbréfafyrirtækjum. Með breytingum á lögum um viðskipta- banka og um sparisjóði árið 1992 voru teknar upp nýjar alþjóðlegar eiginfjárreglur fyrir banka og sparisjóði. Tilgangur þessara breyt- inga var bæði sá að samræma regl- ur hér á landi alþjóðlegum reglum en ekki síður að gera ríkar kröfur til fjárhagslegs styrks banka og sparisjóða þannig að þeir geti stað- ist áföll. Á sviði gjaldeyrismála hafa ráð- herrar Alþýðuflokksins rutt úr vegi áratuga gömlu hafta- og skömmt- unarkerfi. Frá 1990 hefur markvisst verið unnið að því að bijóta niður gjaldeyris- múrana, ýmist með breytingum á reglu- gerð eða lögum. ís- lendingar búa nú loks við algert frelsi í gjald- eyrismálum. Á síðustu árum hefur færst í vöxt að óheiðarlegir aðilar noti fjármála- fyrirtæki til að koma illa fengnu fé í um- ferð, þ.e. þvætti pen- inga. Undir forystu Alþýðuflokks- ins var ákveðið 1992 að ísland skyldi taka þátt í alþjóðlegu sam- starfi um aðgerðir gegn peninga- þvætti. Gildi þess sýndi sig seint á árinu 1994 þegar í ljós kom að belgískt fjárglæfrafyrirtæki reyndi að nota íslenska banka til að þvætta peninga. Félagaréttur Sett voru á árinu lög um einka- hlutafélög. Þau geta verið í eigu eins manns eða fleiri og ákvæðin um þau eru að ýmsu leyti einfald- ari en ákvæði um hlutafélög. Þessi nýja löggjöf er kærkomin fyrir þá einStaklinga sem vilja stofna til atvinnurekstrar en jafnframt nýta sér kosti hlutafélagsformsins. Samkeppni í viðskiptalífi Ein mikilvægustu lög síðari ára fyrir íslenskt viðskiptalíf eru án efa hin nýju samkeppnislög sem sett voru snemma árs 1993. í þeim er gengið út frá samkeppni sem meg- inreglu og lagt bann við hvers kon- Fullyrða má að jafn rót- tækar skipulagsumbæt- ur o g breytingar í frjáls- ræðisátt í viðskiptum, segir Jón Baldvin Hannibalsson, hafa ekki verið gerðar á jafn- skömmum tíma og á starfstíma ráðherra Al- þýðuflokksins í við- skiptaráðuneytinu frá 1988. ar aðgerðum sem eru til þess falln- ar að skerða samkeppni. Þessi lög eru mikilvæg fyrir smáfyrirtæki og einstaklinga í atvinnurekstri sem starfa í samkeppni við opinber fyrirtæki og stofnanir. Neytendamál Löggjöf um neytendamál hefur lengst af verið fremur fábrotin á íslandi og áhugi stjórnmálaflokka fremur beinst að því að veija rétt framleiðenda en neytenda. Alþýðu- flokkurinn hefur skorið sig úr á þessu sviði. Á árunum 1991-1994 voru sett fjölmörg lög sem miða að því að skapa almennar sann- gjarnar leikreglur á þessu sviði og tryggja hag neytenda. Höfundur er utanríkisráðherra og formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. Jón Baldvin Hannibalsson og lítt trúverðug, á meðan hvorki er vitað um efni hans né á hvaða flokkaforsendum hann er reistur. Raunar hafði Ólafur Ragnar það helst fram að færa í sjónvarpsþættin- um, að hann ætlaði að ráða Bryndísi Hlöðversdóttur, annan mann á lista flokksins í Reykjavík, til starfa hjá ríkinu, kæmist hann til valda' Að- stoðarmenn Ólafs Ragnars lenda yfirleitt í öðrum flokkum, eins og framboð Þjóðvaka sýnir nú. Útúrsnúningur en ekki Ieiðrétting Miðvikudaginn 29. mars birtist hér í blaðinu, á þeim stað, þar sem sagt er frá hinu markverðasta í kosninga- baráttunni, lítil klausa undir fyrir- sögninni: Bjöm Bjamason leiðréttur. Var þetta bréf til ritstjóra Morgun- blaðsins frá Einari Karli Haralds- syni, framkvæmdasijóra Alþýðu- bandalagsins, sem samdi þessa fyrir- sögn á texta, þar sem hann snýr út úr grein eftir mig í blaðinu 28. mars. I grein minni velti ég því fyrir mér, hvort Ólafur Ragnar Grímsson hefði nokkru sinni gengið frá fuil- búnum texta að tvíhliða samningi ísiands og Evrópusambandsins, þeg- ar hann, höfundur útflutningsleiðar- innar, snerist gegn aðild íslands að ‘ Evrópska efnahagssvæðinu. Fuilyrti ég aldrei, að einhver texti hefði ekki verið saminn. Ólafur Ragnar, sem á Sterkir hlekkir o g veikir ÉG VAR að þvo mér um hendurnar í vinnunni um daginn og þá gerðist það að armbandið mitt datt af mér ofan í va- skinn. Þetta er gull- armband, samsett úr hlekkjum og gáfu systur mínar mér það í fertugsafmæl- isgjöf. Það tók síðan nokkurn tíma að endurheimta arm- bandið úr vatnslásn- um með tilheyrandi leit að réttu verkfær- Júlía unum, vaskafötu og Hannam allan tímann í stressi yfir að það væri bara týnt og tröll- um gefíð. Þegar ég loks hélt á því í hendinni og sá að einn hlekkurinn hafði farið í sundur tautaði ég við sjálfa mig: „Keðjan er víst aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn." Nokkru síðar, þegar ég settist nið- ur til að skrifa þennan pistil fannst mér sagan um keðjuna einmitt upplögð til að leggja út frá. Harley Davidson" stíll Vekjaraklukkur Tilvalin fermingargjöf Vekur meö ekfa mötorhjóla- drunum og framljóaiö kvlknar .(/„//-//ri,! úra- og skartgripaverslun Axel Eiríksson úrsmiður ISAI'IRDl• ADAI-STRÆTI22-SIMI 94*3021$ AI.FABAKKA 16*MJODI)»S!MI 870706 Neytendur eru eins og hlekkir í keðju. Ef samstaða þeirra er góð og hver og einn gætir þess að ekki sé brotið á rétti hans eða heildar- innar er keðjan sterk. Sá málsvari sem neyt- endur hafa aðgang að, finnist þeim á sér brotið, eru Neytendasamtökin. Neytendasamtökin voru stofnuð fyrir ríflega fjörutíu árum og til- gangurinn var að skapa sterkt afl neytenda sem hefði umsagnarrétt í málum sem snerta okk- ur íslendinga sem neyt- endur. Einnig var hugsunin sú að samtökin væru nokkurs konar eft- irlitsaðili sem gæti kæft hvers kon- ar óréttmæti gagnvart neytendum i fæðingu. Verksvið Neytendasam- takanna er sífellt að stækka, þ.e. fleiri og fieiri mál er varða neytend- ur koma þar inn á borð, oft að beiðni ríkisvaldsins. Samt hafa rík- isstyrkir til íslensku Neytendasam- takanna verið smánarlega litlir og hlýtur það að benda til áhugaieys- is ráðamanna. Neytendasamtökin eru að iangstærstu leyti starfrækt með félagsgjöldum félagsmanna, þ.e. hátt í 90% og af því má sjá að starfsgetan er mjög háð fjölda félagsmanna. Á hinum Norðurlöndunum og í Evrópu þykja slík samtök sjálfsögð og víða eru þau algjörlega ríkisrek: in eins og til dæmis í Svíþjóð. í þessum löndum þykir það sjálfsögð þjónusta við neytendur að þeir eigi sér slíkan málsvara. Neytendur verða að virkja afl sitt, segir Júlía Hannam, með aðild að Neytendasam- tökunum. Sameinuðu þjóðirnar sendu frá sér leiðbeiningar um neytendavemd sem samþykktar voru á allsheijar- þingi Sameinuðu þjóðanna þann 15. mars 1985. Þessar leiðbeiningar ná til meginreglna á átta sviðum neyt- endaréttar og miða að því að styrkja stefnumörkun til vemdar neytend- um í einstökum ríkjum. Leiðbein- ingar þessar voru sendar til allra aðildarlanda, þar á meðal íslands, og ætlast var til að þær væru tekn- ar alvárlega. Hérlendis voru þær ekki teknar alvarlegar en svo að þær lentu ofan í skúffu og liggja þar víst enn. Neytendasamtökin hafa nú í til- efni Alþjóðadags neytendaréttar, sem er 15. mars ár hvert, orðið sér úti um þessar leiðbeiningar, látið þýða þær á íslensku, legið yfir þeim og spáð í hvar við stöndum gagn- vart þeim. Það er augljóst að sára- lítið hefur gerst hér á landi, en hér verða þó aðeins nefnd þijú atriði. Samkvæmt leiðbeiningunum eiga ríkisstjómir að gera ráðstafanir til þess að neytendur geti á fljótlegan, ódýran og aðgengilegan hátt náð bótum þegar brotið er á rétti þeirra. íslensk stjómvöld hafa ekki gert neitt á þessu sviði, heldur hafa Neytendasamtökin haft frumkvæði með stofnun kvörtunarnefnda við úrlausn réttmætra bótakrafna neyt- enda. Samkvæmt leiðbeiningunum eiga ríkisstjómir að ýta undir neytenda- fræðslu, m.a. í menntakerfínu. Þama hafa íslensk stjómvöld brugð- ist. Samkvæmt leiðbeiningunum á að vemda neytendur gagnvart ein- hliða, stöðluðum samningum og úti- lokun frumréttinda í samningum. Reynslan sýnir hins vegar að nánast ekkert er gert í þessum málum ef ekki berast athugasemdir frá sam- tökum á borð við Neytendasamtök- in. Þar má nefna sem dæmi breyt- ingar á samningum kreditkortafyrir- tækja og Stöðvar 2. Neytendur verða sjálfir að virkja afl sitt og láta til sín taka. Það geta þeir meðal annars gert með aðild sinni að samtökunum og þátt- töku í starfinu ef þeir em áhuga- samir um neytendamál. Starfshópar eru nær stöðugt í gangi i fjölmörg- um málaflokkum sem allir heyra undir neytendamál og á flesta þeirra er minnst í leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna. Félagsmönn- um er velkomið að taka þátt í starfi með þessum hópum ef þeir hafa áhuga á því. En á meðan neytendur setja málsvara sinn, Neytendasamtökin, á bás með bókaklúbbum og glans- tímaritum er ég hrædd um að róður- inn geti reynst þungur. Neytenda- vitund þjóðarinnar er þá á lægra stigi en ég hafði vonað. Neytenda- aflið ekki eins sterkt og það gæti verið og hætt er við að keðjan renni í vaskinn óafturkræf! Höfundur cr fjármilnstjóri Neytendasamtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.