Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 36
36 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR Siðbót og vorhreingerning ALMENNINGUR er aðkrepptur. Aðhaldsaðgerðir stjórnvalda í kjöl- far efnahagskreppu þjóðarinnar valda þar miklu. Þetta á einkum við um heilbrigðis- og trygginga- mál. Á sama tíma kemur hvert hneykslismálið á fætur öðru fram í ráðuneyti heilbrigðis- og trygg- ingamála og Tryggingastofnun rík- isins. Það getur ekki ríkt trúnaður milli almennings og stjómvalda við slíkar aðstæður. Heilbrigðisstéttir eru undir ströngu eftirliti heiíbrigð- isráðuneytisins og stofnana þess lögum samkvæmt. Til þessara stétta eru gerðar ríkar siðferðis- kröfur. Sömu kröfur verður að gera til stjómenda heilbrigðisráðu- neytisins og stofnana þess. Stjóm- völd verða að ganga fram með góðu fordæmi og sýna í verki hvers konar siðgæði þau vilja að ríki hér á landi. Til þess verða þau að gera hreint fyrir sínum dymm. Það er ekki sæmandi að sópa vandamálun- um undir teppi og treysta á gleymsku almennings eins og heil- brigðisráðherra gerir. Tryggingastofnun rikisins Með stuttu millibili hafa tveir tryggingayfirlæknar og aðstoðar- tryggingayfirlæknir látið af störf- um vegna skattsvika. Það er mikill persónulegur- og fjölskylduharm- leikur við slíkar aðstæður. Sam- starfsmenn em einnig harmi slegn- ir. Eðlilegt er að spurt sé hvort ekki hefði mátt koma í veg fyrir jafn hörmulega atburðarás og raun ber vitni. Hver er ábyrgð Trygg- ingaráðs og forstjóra Trygginga- stofnunar ríkisins í þessum málum? Þessum aðilum var kunnugt um að skattamál læknisins vom í athugun. Sýndu þeir ekki fádæma dóm- greindarleysi og sið- ferðisbrest með því að kanna ekki hjá skatt- yfirvöldum hvers eðlis þessi skattamál væru í ljósi reynslunnar af skattamálum forvera yfiræknisins í starfif Bar þessum aðilum ekki að koma vitneskju sinni áleiðis til heil- brigðisráðherra sem tók ákvörðun um skip- un í stöðu tryggingayf- irlæknis? Sama hlýtur að eiga við um skrif- stofustjóra í heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðuneytinu sem segir að „orðrómur" hafí gengið í ráðuneyt- inu um að verið væri að athuga skattamál læknisins sem síðan er veitt staða tryggingayfirlæknis. Ef þessir aðilar hefðu gengt skyldu sinni hefði aldrei komið til uppsagn- ar tryggingayfírlæknis sem þá hefði verið annar læknir. Ábyrgð þessara opinberu starfsmanna er mikil og því eðlilegt að spurt sé hvernig heilbrigðisráðherra og Al- þingi ætli að taka á þeirra málum. Þeir eiga einnig rétt á því að þeirra hlutur sé rannsakaður af lögskip- uðum aðilum til að fá úr því skorið hvort ásakanir um dómgreindar- leysi og siðferðisbrest í starfí eigi við rök að styðjast. Heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið Eitt af fyrstu verkum Sighvats Björgvinssonar sem heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra var að skrifa undir greiðslu til nýr- áðins skrifstofustjóra í ráðuneytingu upp á nokkrar milljónir vegna námsferða sem aldrei voru farnar. Hér var um klárt lögbrot af hálfu heilbrigðisráð- herra að ræða. Fyrir það hefur hann ekki verið látinn svara til saka. Forsætisráð- herra hefur þó látið hafa eftir sér í fjölmiðl- um að hann léti. þann ráðherra víkja sem bryti lög. Heilbrigðis- ráðherra getur ekki skotið sér und- an ábyrgð með því að segjast vera að staðfesta vilja fyrirrennara síns í starfí. Þá hefði hann átt að heim- ila greiðslur til næstsíðasta trygg- ingayfirlæknis fyrir sérstök verk- efni sem þáverandi heilbrigðisráð- herra óskaði eftir og greiða átti fyrir að hans ósk. Það gerði hann ekki. Hefði ekki verið hægt að koma í veg fyrir mistök heilbrigðisráð- herra? Hvaða hlutverki gegna emb- ættismenn í ráðuneytum? Ber þeim ekki að vekja athygli ráðherra á ákvæðum laga og reglna sem við eiga við ákvörðun á málum í ráðu- neytingu? Geta þessir sömu emb- ættismenn, sem af ákveðni fylgja eftir að undirmenn þeirra og stofn- anir fari eftir umræddum reglum, undanskilið sjálfa sig með því að láta sem þeir þekki ekki reglurnar? Að sjálfsögðu ekki. Æðstu embætt- ismenn ráðuneyta eru til að gæta Hrafn Vestfjörð Friðriksson stöðugleika í stjómsýslu landsins með því meðal annars að gæta þess að farið sé að lögum og regl- um. Mikilvægt hlutverk þeirra í því sambandi er að vera viðkomandi ráðherra til halds og trausts í þeim málum og koma í veg fyrir afdrífa- rík mistök. Valdi þeir ekki hlut- verki sínu ber þeim að segja af sér eða sæta viðeigandi viðurlögum ella. Hvað hefur heilbrigðisráð- herra gert í málum viðkomandi starfsmanna sinna? Á ekkert að gera? Ætlar forsætisráðherra ekk- ert að gera í máli heilbrigðisráð- herra? Að túlka lögin að geðþótta Fyrir tæpum fjórum árum gaf heilbrigðisráðuneytið út það álit sitt að lögin um heilsuvernd í skól- um nr. 61/1957 væru fallin úr gildi. Álitið byggði ráðuneytið á einni almennri lagagrein í grunn- skólalögum frá 1990. Með áliti sínu átti embætti skólayfirlæknis sem á sér stoð í 3. gr. laganna um heilsuvernd í skólum að hafa verið fellt niður. Skólayfírlæknir taldi álit ráðuneytisins lögleysu og kærði málið til umboðsmanns Al- þingis. Umboðsmaður staðfesti að Heilbrigðisráðherra, segir Hrafn V. Friðriksson, getur ekki skotið sér undan ábyrgð. öllu leyti áliti skólayfirlæknis (mál 678/1993) að embætti hans væri lögbundið samkvæmt 3. gr. lag- anna um heilsuvernd í skólum og að lögin væru í gildi. í millitíðinni hafði heilbrigðisráðherra Sighvat- ur Björgvinsson lagt niður starf yfirlæknis í heilbrigðisráðuneytinu sem gegndi störfum skólayfir- læknis samkvæmt lögum. Ekki hefur verið skipaður nýr skólayfir- læknir og heilbrigðisráðherra fer því ekki að lögum með því að láta sem lögin um heilsuvernd í skólum nr. 61/1957 og sérstaklega 3. gr. laganna séu ekki til. Verður ekki séð að ráðherrann beri málefni skólabarna sérstaklega fyrir brjósti. Umboðsmaður Alþingis sendi Alþingi álit sitt eins og venja er. Hvað ætlar Alþingi að gera í málinu? Hvað ætlar forsætisráð- herra að gera í máli heilbrigðisráð- herra? Annað dæmi um stjórnsýslu- hætti heilbrigðisráðherra er út- gáfa reglugerða um tilvísana- skyldu og greiðslur Trygginga- stofnunar ríkisins til sérfræðinga. Kostnaðarforsendur ráðuneytisins sem ákvörðun ráðherra byggir á eru dregnar í efa og reynar talið að ákvörðunin komi til að kosta ríkissjóð mun meira en spara átti. Lagagrunnur reglugerðarinnar er dreginn í efa. Alþingi samþykkti tillögu heilbrigðisráðherra um heimild honum til handa að setja reglugerð um tilvísanir ef sparnað- ur væri að því. Heimildin er í svo- nefndum „bandormi“ ríkisstjórn- arinnar sem samþykktur var í tímaþröng á Alþingi eins og alltof oft á sér stað á löggjafarsamkundu þjóðarinnar. Margir alþingismenn stóðu í þeirri trú að ekki stæði til að framfylgja ákvæðinu heldur væri með því verið að styðja heil- brigðisráðherra í samningaviðræð- um við sérfræðinga. Þrátt fyrir það setur heilbrigðisráðherra nefndar reglugerðir sem eru svo illa unnar að ganga munu til sög- unnar sem dæmi um það hvernig ekki á að vinna í stjórnsýslu ís- lands. Það mun sannast á næst- unni. Vinnubrögð af því tagi sem hér er lýst er ekki hægt að sætta sig við. Taka verður í taumana og sýna að löggjafínn og fram- kvæmdavaldið eru til fyrir fólkið í landinu en ekki leiksoppur misvit- urra ráðamanna hvetju sinni. Sið- bótar og vorhreingerningar er þörf í þessum málum. Höfundur er fyrrverandi yfirlæknir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins og skólayfirlæknir. Námsmönnum fjölgar í lánshæfu námi í kosningarhríðinni að undanfömu hafa menn gripið til ótrúlegra talnablekkinga, m.a. þegar umræðan snýst um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Talsmenn stjómarandstöðu hafa gripið til fráleitra, ós- annra staðhæfínga um að þúsundir manna hafí hrakist frá námi í því skyni að reyna að sýna fram á að ný lög um sjóðinn séu óalandi og ófeijandi. Staðreyndin er þvert á móti sú að námsmönnum í láns- hæfu námi hefur fjölgað umtalsvert á gildistíma laganna og að aldrei hafa fleiri ís- lenskir námsmenn stundað fram- haldsnám en einmitt nú. Mest er þó ef til vill um vert að LÍN hefur verið forðað frá greiðsluþroti, dregið úr fjárþörf sjóðsins og skammtímalánum skuldbreytt, sem tekin voru ótæpilega árin 1988—91. Þetta vita forráða- menn námsmannasamtaka. Þeir hefðu því átt að styðja viðleitni menntamálaráðherra á þessu sviði og stjórnar LÍN. Því miður eru þeir of uppteknir af þjónkun við pólitíska flokka til þess. Slík vinnubrögð eru ekki góð hags-munagæsla fyrir náms- menn. Fjöldi lánþega og námsmanna Blekkingar stjómarandstöðu að því er varðar LÍN, og jafnvel fulltrúa námsmanna, eru yfírleitt fólgnir í því að leggja að jöfnu þróun lánþegafjölda sjóðsins annars vegar og ijölda námsmanna hins vegar sem stunda lánshæft nám. Þar er auðvitað um algjörlega ósambærilegar tölur að ræða. Þetta sést best með því að taka dæmi. Á skólaárunum 1988 til 1990, þ.e. ráðherratíð Svavars Gestssonar, fækkaði stúdentum við Háskóla íslands, en lán- þegum úr þeirra hópi fjölgaði um 755 manns, eða 37%. (Sjá meðf. myndrit.) Fróðlegt væri að sjá hvemig stjórnar- andstaðan túlkar þessar tölur miðað við málflutninginn eins og hann hef- ur verið. Spyija má: Hvaða ólög um LÍN urðu til þess að fækka stúdent- um í tíð Svavars Gestssonar? Hvers vegna „þurftu“ 37% fleiri stúdentar allt í einu lán til þess að geta stund- að nám? Fólki fjölgar í námi en færri taka Ián Meginstaðreyndin sem blasir við í þessari umræðu er í fyrsta lagi að námsmönnum í lánshæfu námi hefur fjölgað á gildistíma laga um LÍN og í öðru lagi taka færri til þess lán. Lánþegum LÍN hefur fækkað á sama tíma sem námsmönnum í lánshæfu námi fjölgar. Skýringin er m.a. sú að til lánþega LÍN töldust áður menn sem hættu í námi með ófullnægjandi Mestu varðar að styrkja stöðu LÍN, segir Stein- grímur Ari Arason, svo hann geti gegnt mikilvægu hlutverki sínu fyrir námsmenn til framtíðar. námsárangur. Þessir menn teljast ekki lengur lánþegar sjóðsins. Lán- þegahugtakið er því ekki hið sama og áður. Síðast en ekki síst reyna örugglega mun fleiri að komast hjá því í lengstu lög að taka námslán og bjarga sér án þess. Þetta ætti að vera gleðiefni þeim sem hafa fyrir aðalslagorð kosninganna: „Stöðvum skuldasöfnun heimilanna“. Það er engu líkara en sumir tali út og suður í þeirri umræðu og haldi því fram að það sé takmark í sjálfu sér að sem flestir taki námslán! Tilbúnar tölur Svo rökþrota eru talsmenn stjóm- arandstöðu í umræðunni um Lána- sjóð íslenskra námsmanna að nota tölur sem þeir hljóta að vita að eru algjörlega tilbúnar um meinta fækk- un fólks í framhaldsnámi með börn á framfæri og fólks af landsbyggð- inni. Fullyrða má að LÍN aðstoðar fólk í námi með böm á framfæri betur en nokkurs staðar þekkist Steingrímur Ari Arason Fjöldi námsmanna og lánþega IÍN í Háskóla íslands _______________H Námsmenn M Lánþegar_____________ FJOLDI námsmanna og lánþega LÍN í Háskóla íslands. a.m.k. í Evrópu. Sem dæmi má nefna að einstæð móðir með eitt bam og 210.000 króna sumartekjur hefur 96.000 krónur til ráðstöfunar alla mánuði ársins og eru þá meðtalin námslán, barnabætur (sem hafa ekki áhrif á rétt til námslána) og fleiri greiðslur. Væri hún með tvö böm hefði hún til ráðstöfunar 136.000 krónur á mánuði. Hvem er verið að hrekja frá námi með slíkri fyrir greiðslu? Hagur námsmanna greiðsluþroti forðað Fjöldi námsmanna þarf á aðstoð LÍN að halda. Nálægt helmingur þeirra íslenskra námsmanna sem eru í lánshæfu námi nýtur aðstoðar sjóðsins. Hag þess fólks væri illa komið ef ekki hefði tekist að forða sjóðnum frá greiðsluþroti sem blasti við 1991. Á því ári þurfti núverandi ríkisstjóm að útvega sjóðnum tæp- lega 1.400 milljónir króna til þess að hann gæti staðið við skuldbinding- ar sínar og gera í framhaldi af því ýmsar ráðstafanir til að reisa fjárhag hans við. Eitt meginmarkmið menntamálaráðherra og stjómar sjóðsins á kjörtímabilinu var að treysta stöðu LIN þannig að sjóður- inn gæti gegnt mikilvægu hlutskipti sínu fyrir námsmenn og þjóðina alla. Höfundur er varaformaður sljómar LÍN. * * K w lEY/ -ILL/ 5 88 55 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.