Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 43 Um öryggi sjómanna á minni bátum Á LOKADÖGUM þingsins voru samþykkt þrjú lagafrumvörp sem öll varða öryggi sjómanna, eitt þeirra var frumvarp til breytinga á lögum nr. 113/1984, um atvinnu- réttindi, vélstjóra, vélfræðinga og vélavarða. Um það tók aðeins einn þingmaður til máls í umræðu á Al- þingi utan framsögumanns Pálma Jónssonar, Guðmundur Hallvarðs- son 16. þingmaður Reykvíkinga, sérstakur talsmaður sjómanna á Aiþingi. Um málið er m.a. eftir hon- um haft í þingtíðindum: „Það er dálítið hjákátlegt að menn kannski á bátum undir 20 rúmlestum sem hér er gerð krafa til að skuli hafa farið á námskeið og hlotið svokallað atvinnuskírteini, vélgæslumaður (VM), að eftir námskeið sem haldið hefur verið á vegum vélskóla þá eiga þessir aðilar að hafa þessi svo- kölluðu réttindi sem eru upp að 300 hestöflum á skipi allt að 20 rúmlest- um, sem eru með aðalvél minni en 221 kílóWatt. Nú er það oft svo að þegar sjómenn á þessum minni bát- um koma að landi og fara að landa sínum afla þá kemur þar stór vöru- flutningabíll til að taka við aflanum og vélin í þeim bil getur verið allt upp í 600 hestöfl. Ekki hafa þeir bíistjórar frekari réttindi en sam- bærilegum þeim sem þeir hafa þá hlotið hvað varðar meirapróf bifreið- arstjóra." Og síðar segir þingmaður- inn: „Því segi ég það að þeir aðilar sem hér eru á hinum smærri bátum hafa vissulega öðlast líka mikil rétt- indi hvað varðar þekkingu og reynslu, réttindi kannski af guðs náð.“ Við lestur þessara ummæla vakna margar spurningar. Þingmaðurinn ber saman kröfu um þekkingu bíl- stjórans á vörubílnum, sem sækir fiskinn niður á bryggju í fískibátinn og kröfu um réttindi vélgæslu- mannsins um borð. Samkvæmt lögum um akstur þyngri vörubifreiða, eiginþyngd+ farmur, en 3,5 tonn, skulu bifreiða- stjórarnir hafa lokið hinu svokallaða meiraprófi. Námstími er allt að 6 vikur, þar af fara rúmlega 22% til kennslu bíltækni, sem fjallar eins og nafnið bendir til, um tæknibúnað bifreiðarinnar. Það er því afar villandi, sem lesa má út úr ummælum Guðmundar, að lítillar þekkingar sé krafist af bílstjóranum á þessu sviði. Hitt er svo annað mál, en skiptir þó öllu máli í þessum samanburði, að hve miklu leyti, eru þessi störf sambæri- leg. Ef vörubíll stöðvast vegna bilunar á leið sinni frá bryggjunni og upp í fiskvinnsluhús. Hvað gerist, ekki nokkur skapaður hlutur annar en bíllinn er bara stopp, það er enginn í hættu, ekki bílstjórinn, ekki mögu- legur farþegi, enginn. Verði bátur vélarvana, á rúmsjó, eða nálægt landi í álandsvindi, þá er sjómaðurinn/sjómennirnir í bráðri lífshættu, þrátt fyrir nútíma björg- unartæki, um það vitna fjölmörg dæmi sem óþarft er að tína hér til. Þess vegna er samanburður af þessu tagi alveg út í hött, í besta falli hlægilegur. Til að tryggja öryggi, er fest í lög kvöð um ákveðna þekkingu á vél- búnaði til handa þeim sem stunda sjó á þessum minni bátum. Kröfurn- ar eru fyrst og síðast settar fram til þess að tryggja þeirra eigið ör- yggi, öryggi sjómannanna, ekki að tilefnislausu. Við höfum heyrt allt of oft, eða lesið fréttir um það, að smábátar verði fyrir óhöppum vegna bilana en á tímabilinu frá 13. mars 1994 til júní sama ár urðu 10 bátar 10 brl. og minni að fréttaefni vegna óhappa til sjós. Þar af sex vegna vélarbilana, tveir vegna leka, einn strandaði og annar brann, Andrea II., hér úti á Faxaflóanum. Andrea II. var ætluð til siglinga með sjó- stangaveiðimenn, allt að 15 manns í senn þar meðtalin áhöfn. Til allrar hamingju var báturinn án farþega þegar óhappið átti sér stað. Um borð voru tveir unglingspiltar, annar hafði lokið 30 tonnunum en vantaði siglingatíma, en hinn var án réttinda þótt lögum samkvæmt ætti að vera skráður vélavörður á bátinn. Við eftirgrennslan hefur mér skilist að flest bendi til þess að eldurinn hafi átt upptök sín í vélarúminu þó ekki hafi verið kveðið uppúr um það enn. í umræðunum á þingi kom þingmað- ur okkar sjómanna einnig inn á þá Hér er um nauðsynleg- an þátt að ræða, segir Helgi Laxdal, til þess að tryggja öryggi sjómanna. miklu þekkingu sem margir þeir ráða yfir sem stundað hafa sjó í gegnum tíðina án rétt- inda. Um það eru, það ég best veit, flestir sam- mála, enda var til þess tekið í frumvarpinu þar sem þeir fá atvinnu- réttindi án þess að sitja námskeið sem fæddir eru á árinu 1934 eða fyrr og sinnt hafa vél- stjórn á báti 11 brl. eða minni í 10 ár. Um þá sem fæddir eru á árinu 1945 eða fyrr og hafa fyrir 1. sept. 1996 stundað þessi störf í 5 ár, gilda einnig sér- ákvæði, þeir öðlast réttindi með þátttöku í námskeiði án próftöku. Að þessu skoðuðu er mér ekki alveg ljóst af hvaða tilefni þingmað- ur okkar sjómanna kvaddi sér hljóðs um málið og hélt fram í langri ræðu að verið væri að veitast að þess- um hópi sjómanna, kreija þá þekkingar sem ekki væru not fyr- ir. Það er alrangt. Aft- ur á móti er það skoðun mín að hér sé um nauð- synlegan þátt að ræða til þess að tryggja ör- yggi þessara manna og að öryggi þessa hóps sjómanna verði mun betur tryggt með til- komu laganna en áður var. Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar allra. Höfundur er formaður VSFÍ. Sherwood MEIRIBASSI BEIRIHUÓMUR LÆGRfl UEBÐ mA FM I »0 190 ’f '■'% r / Philips SBC 3360 _ er málið!! ŒM TIL ALLT «Ð 3« MÁNAÐA 77/ allt nð £4 mánaðe RADCREtOSLUR MABNARI 2x60W • 240W P.M.P.O Matrix Surround • Extra bassi ofl. ÚTVARP 30 stöðva minni FM/IVIW • Klukka „Smart Program'* minni KASSETTUTÆKI Auto Reverse, Dolby B High Speed Dubbing ofl.Sc i* GEISLASPILARI 1 bita og 8x oversampling 20 laga minni ofl. FULLKOMIN FJARSTÝRING sem stýrir öllum aðgerðum , , Rétt verö 63.900 Heimilistæki hf SÆTÚN 8 SlMI 569 1500 Umboðsmenn um land allt •i Helgi Laxdal
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.