Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 47 AÐSENDAR GREINAR Tilvistarkreppa þjóðríkisins Böðvar Eðvarð T. Jónsson Jónsson ALVARLEG mann- réttindabrot, hörm- ungar og hungursneyð af mannavöldum víða um heim leiða hugann enn á ný að þeirri til- vistarkreppu sem steðjar að hinu frjálsa og fullvalda ríki sem skipulagsformi í sam- félagi þjóðanna. Lengi hefur verið ljóst að þjóðir heims geta ekki einar og óstuddar, og jafnvel ekki fáeinar saman, tekist á við vandamál eins og mannréttindabrot, umhverfísmengun, hungursneyð, útbreiðslu kjamorku- vopna og alþjóðlega glæpastarfsemi svo eitthvað sé nefnt. Hver á að sjá til þess að ríki standi við gerða samninga meðan alþjóðlegt valds- umboð skortir til að koma lögum yfir þá sem bijóta þá? Þeim níðings- verkum virðast engin takmörk sett sem vinna má innan landamæra þjóðríkjanna með alla heimsbyggð- ina sem hjálparlausan áhorfanda. Óskorað fullveldi þjóðríkisins er hættuleg tímaskekkja. Upplausn og örvænting á alþjóðavettvangi mun aukast meðan ekki er reynt að reisa því skorður. Breski stjórnmálamað- urinn Denis Healy benti á þetta með þegar hann kom hingað til lands á síðasta ári, en viðhorf hans er að við þjóðum heims blasi tími einingar, samvinnu og samruna. í nýlegri bók sinni, „Global Paradox", bendir John Naisbitt á þá staðreynd að því stærra sem hagkerfí heims- ins verður, þeim mun voldugri verði minnstu þátttakendumir í því. Þetta dregur úr hættunni á því að litlar einingar hverfi í skugga hinna stóru og tryggir að alþjóðavæðing ógni ekki ijölbreytileika mannlífs. Breski sagnfræðingurinn Amold Toynbee, sem skrifaði um þessa þróun af mikilli skarpskyggni og nánast spá- mannlegu innsæi um miðbik þessar- ar aldar, gengur enn lengra og tengir hana saman við einingarvið- leitni innan trúarbragðanna. Þótt landfræðilegar einingar stækki em þeir margir sem vilja halda í hugmyndina um óskorað fullveldi þjóðríkisins - ekki síst þeir valdamenn og leiðtogar, sem þráfaldlegast hafa vanrækt þær skyldur og misnotað þau réttindi, sem það gefur. Eftir manníjöldar- áðstefnuna í Búkarest 1974 ritaði blaðamaður eftirmæli hennar: „Sumar þjóðir vilja heldur tortímast sem frjáls og fullvalda ríki en fóma hinu minnsta í þágu heildarinnar." í frægri skýrslu, sem var lögð fyrir Rómarklúbbinn fýrir 20 árum segir að vandamál heimsbyggðarinnar sé aðeins hægt að leysa með samvinnu á alþjóðlegum gmndvelli. Þetta fel- ur í sér slíka breytingu á hefð- bundnum viðhorfum að menn kveinka sér við tilhugsunina. Höf- undar skýrslunnar, Mesarovic og Pestel, segja til dæmis að leggja verði gmndvöll að nýju heimsskipu- lagi „þar sem sérhver einstaklingur upplyllir sitt hlutverk sem meðlimur alþjóðlegs samfélags". Þetta þýðir, að dómi þeirra félaga að mannfellir af völdum þurrka í Súdan myndi vekja sömu áhyggjur og viðbrögð í Þýskalandi og hungursneyð í Bæj- aralandi. Ef ekki tekst að bræða saman heiminn í sameiginlegt hnattrænt hagsmunakerfí, blasa við ennþá meiri átök, hatur og eyðilegging. Saman fer tvennt: hin sjálfstæða eining þjóðríkins og forræði „sterkra einstaklinga" og hags- munahópa, sem hanga á hverfulu valdi eins og hundar á roði. Stærri ríkjasambönd kreijast meiri sam- vinnu og umfram allt samráðs, þar sem leiðarljósið er hagsmunir heild- arinnar. Þannig hyllir undir það, Valið stendur annars- vegar á milli meiri öngþveitis og glundroða á alþjóðavettvangi, segja þeir Böðvar Jónsson og Eðvard T. Jónsson, og hinsvegar alþjóðahyggju. að með eðlisbreytingu þjóðríkisins hverfí flokka- og sérhagsmunapóli- tík með þeirri spiliingu og skrum- skælingu mannlegs samfélags, sem henni fylgir. Naisbitt bendir einmitt á þetta í bók sinni - í stað vinstri og hægri stefnu koma svæðisbund- in sjónarmið annarsvegar og hins- vegar alþjóðleg, tvær hliðar á einni og sömu mynt. Fjöldi þjóða hefur viðurkennt þessa staðreynd, ef ekki í orði þá á borði. Hinar gömlu, stoltu og fijálshuga menningarþjóðir Evr- ópu hafa tekið upp samstarf sem ef að líkum lætur leiðir til sam- einaðrar Evrópu, sem lýtur jrfirþjóð- legu dóms-, löggjafa- og fram- kvæmdavaldi í mikilvægum mála- flokkum. Valið stendur annarsvegar á milli meiri öngþveitis og glundroða á alþjóðavettvangi og hinsvegar alþjóðahyggju, sem byggir á heils- hugar viðurkenningu á sameigin- legum hagsmunum, einingu og bræðralagi allra manna. Kjami þessa sjónarmiðs var settur fram á síðustu öld af Bahá’u’lláh, höfundi bahá’í trúarinnar, í eftirfarandi orð- um: „Jörðin er eitt föðurland og íbúar þess mannkynið." Þessi orð eru ekki síst merkileg fyrir það að þau voru sögð fyrir meira en hund- rað árum, á gullöld þjóðríkisins. Bahá’u’lláh spáði á síðustu öld um sameiningu þjóða heimsins og trúarbragða þess. Það sem er merkilegast við sýn hans er að hann sér alla mannlega viðleitni sem ' hluta af einu þroskaferli sem hefur aðeins eitt markmið: allsheijar- bræðralag þjóða heims, einingu í fjölbreytileika hinnar mannlegu flölskyldu. Þróunin hefur sýnt að þetta er ekki aðeins fróm ósk- hyggja eða draumórar. Lýðræði og þingræði hafa leyst einveldi og harðstjórn af hólmi - þjóðir heims- ins byijuðu síðan að sameinast og renna saman í stærri einingar. Bah- á’u’lláh sagði tæpri öld fyrir stofnun Sameinuðu þjóðanna, að sá tími mundi koma að þjóðir heims fórn^- uðu hluta af óskoruðu forræði sínu til að tryggja sameiginlegt öryggi til alþjóðlegrar stofnunar. Öll ríki heims ættu aðild að henni og hún færi fyrir þeirra hönd með alþjóð- legt framkvæmdavald sem m.a. fæli í sér að koma lögum yfír þá sem ógnuðu heimsfriðnum. Þessu ferli er hvergi nærri lokið. Lítið og ófullkomið þjóðabandalag eins og Evrópusambandið er ekki fylling þessarar þróunar heldur upphafíð á ferli, sem leiða mun til friðsamlegr- ar sameiningar allra þjóða heims. Spádómum Bahá’u’lláh um hnignun og fall konungsvelda, gjör- breytta stjórnarhætti, heimsstyij- aldir, hnignun siðferðis og allsheij- arumbrot, sem í fyllingu tímans fæða af sér nýja sameinaða veröld friðar og réttlætis hefur verið lítill gaumur gefinn hingað til. En það er full ástæða til að taka þá alvar- lega því þeir eru að rætast fyrir augum okkar. Böðvar Jónsson er lyfsali á Akureyri og Eðvarð T. Jónsson er starfsmaður Pósts og síma í Reykjavík. ísland og hafið Hugmynd um menningarmiðstöð sj ávarútvegsins í Reykjavík HÉR VERÐUR reynt að draga upp mynd sem gæti orðið til þess að vekja áhuga borgaryfir- valda, fyrirtækja, stofnana og samtaka í sjávarútvegi, ferða- þjónustu og öðrum gi-einum til að taka höndum saman, t.d. í formi hlutafélags- eða styrktaraðildar, en þó undir forystu borgar- innar. Lagt er til að Reykjavíkurborg og Reykjavíkurhöfn freisti þess að fá til liðs við sig aðila í sjávarútvegi _og ferðaþjónustu í borginni t.d. LÍU, Granda, Eimskip, Samskip, Sö- lusamtök fískiðnaðarins og fleiri, til að koma á fót eins konar menn- ingarmiðstöð sjávarútvegsins. Við getum kallað hann ísland og hafið. Tímabær hugmynd íslendingar lifa á því sem sjórinn gefur og það er löngu tímabært að Reykjavík eignist myndarlega stofnun sem gerir skil þessum þátt- um í þjóðlífinu fyrr og nú og undir- striki mikilvægi Reykjavíkur fyrir íslenskan sjávarútveg. ísland og hafið mun höfða til breiðs hóps og vera allt í senn sögusýning og lif- andi safn, upplýsingamiðstöð um nýjustu tækni í sjávarútvegi, fróð- leiksnáma um lífríki hafsins og sjávarréttamiðstöð. Húsnæði Auðvitað væri æskilegt að teikna og byggja slíka miðstöð frá grunni og vitað er um unga arkitekta sem hafa haft slíkar stofnanir að prófverkefnum. Sá tími mun koma, en fyrst um sinn mætti nýta eitthvað af því húsnæði sem nú stendur meira og minna autt vestur við bátahöfn, þ. á m. eru hús í eigu Granda hf., sem gætu hentað til þessarar starfsemi. Aðkoma og útísvæði ímyndum okkur að við séum komin niður að höfn á góðum degi til að skoða ísland og hafíð. Á athafnasvæði utanhúss er lítið síldarplan þar sem stelpur salta síld á sunnudögum og syngja sjó- mannalög, hér er hjallur með grá- sleppunetum, skreið hangir á trön- um, saltfiskur til breiðslu, gamall vörubíll með tunnum og kall að dytta að trillubát og taka í nefið. Hann býður gestum upp á dorg- ferðir um höfnina þegar vel viðrar og hver veit nema hann spili líka á harmonikku. Bátar standa uppi og bátasmiður sinnir viðgerðum. Hér er fískbúð með fersku sjávar- fangi og allt minnir á raunverulegt vinnu-umhverfi í sjávarplássi hvar sem er á íslandi. Sögusýning Innandyra er einföld en áhrifa- mikil sögusýning um siglingar nor- rænna manna og landafundi íslend- inga í vestri, um sjósókn á opnum bátum, veiðarfæri og fískverkun, um skreiðarsölu á miðöldum, Björn G. Björnsson skútuöld og saltfisk um aldamót, um síldarævintýri og hvalveiðar, um sögu fiskverndar, fískifræði og hafrannsókna og sögu þorska- stríða, sem hófust á 15. öld og eru víst orðin tíu. Framsetningin er nútímaleg með stórum myndum, kortum, textum og vel völdum munum, og skýringartextar eru á íslensku og 3-4 öðrum tungumál- um. Lífríki hafsins Kjami þessara merku stofnunar og helsta aðdráttarafl er glæsileg sýning um lífríki hafsins umhverfis landið og þær skepnur sem þar lifa - og við lifum á. Lifandi fiskasöfn eru vinsæl um allan heim og hér er loks komið veglegt íslenskt sjó- dýrasafn þar sem undirstaða þjóð- lífsins, þorskurinn, syndir um í makindum og helstu fískitegundir sem lifa í hafinu umhverfís Island eru til sýnis. Hér eru einnig upp- stoppaðir fiskar, safn skelja, kuð- unga og annarra sjávardýra og stærsta skepna jarðarinnar, steyði- reyðurinn, teygir út sér á rúmum 30 metrum, holur að innan eins og langur, dimmur gangur, og þar eru lítil búr með smærri sjávardýrum. Hér má fræðast um ástand fiski- stofna, mengun sjávar, umhverfis- mál og fleira sem snertir ísland og hafið á lifandi og áhrifaríkan hátt. Sj ávar útvegssýning ísland og hafið er einnig fasta- sýning fyrirtækja, stofnana og samtaka í sjávarútvegi og sjávar- iðnaði þar sem sýnt er á einum stað allt það nýjasta í tækni, upp- finningum og framförum í veiðum og vinnslu, veittar upplýsingar og ráðgjöf. Hér er aðstaða fyrir kynn- ingar, fundi og litlar sýningar á tækjum og framleiðsluvörum til sjávarútvegsins. Sjávarafurðir Hér er áherslan lögð á sjávarafl- ann sjálfan og þann fjölbreytta varning sem íslendingar framleiða úr sjávarfangi og hér má fræðast um mismunandi aðferðir við fisk- verkun fyrr og nú; þurrkun, söltun, frystingu, niðurlagningu, bræðslu og hvað eina, og greint er frá sölu og dreifingu sjávarafurða fyrr og nú og umbúðir sýndar, allt í sam- vinnu við fyrirtæki og samtök sjáv- arútvegsins. Sjávarréttamiðstöð í tengslum við sjávarafurðadeild- ina er sjávarréttamiðstöð, eins og heitir á ensku „Seafood center“, og hjarta hennar er notalegur veit- í þessari grein fjallar Bjöm G. Björnsson um menningarmiðstöð sjáv- arútvegsins í Reykjavík. ingastaður með útsýn yfir báta- bryggjurnar þar sem færustu kokk- ar bjóða upp á það besta í íslensk- um sjávarréttum. Líf og menning í gamla bæinn ísland og hafíð er hugmynd sem hlýtur að verða að veruleika fyrr eða síðar. Hver þáttur í starfsem- inni hefur sitt sérstaka aðdráttar- afl og saman mynda þeir eina spennandi heild. Island og hafið mun verða lyftistöng fyrir mannlíf- ið í gamla bænum, til upplýsingar, skemmtunar og fróðleiks innlend- um og erlendum ferðamönnum á sumrin, skólafólki yfír vetrartím- ann og íslenskum fjölskyldum í sunnudagsbfltúr árið um kring. Atvinna og aðsókn Þegar velt er upp hugmyndum eins og þessari þarf að skoða hlut- ina í stóru samhengi, allt helst í hendur, ekki síst menningarmiðlun og ferðaþjónusta. Og öll mál eru í raun atvinnumál. Sé vel að öllu staðið í slíkri stofnun sem hér hef- ur verið lýst, fræðilegum grunni, sýningum, fiskasafni, veitingastað, minjagripaverslun og aðstöðu til kynninga og sérsýninga má vel gera ráð fyrir að lsland og hafið dragi til sín dijúgan meirihluta þeirra erlendu gesta sem heim- sækja landið á ári hveiju (1994: 180.000) og þá eru heimamenn og skólanemendur ótaldir. Ef einhver dugur er í okkur ætti slík sjávarútvegsmiðstöð hér úti í miðju Atlantshafi að vera svo glæsileg og einstök að menn legðu leið sína yfír hafið langa leið gagn- gert til að beija hana augum. Þeir, sem hafa áhuga á að leggja þessari hugmynd lið, eru beðnir að gera það við menningarmálanefnd Rey kj avíkurborgar. Höfundur er leikmyndahönnuður og dagskrárgcrðarmaður. STEINAR WAAGE f SKÓVERSLUN Stœrðin 19-24 • Litir: Blár, rauður, grænn. Verð kr. 1.995 5% Staðgreiðsluafsláttur Póstsendum samdægurs STEINAR WAAGE SKÓVERSLUN Domus Medica, Egilsgötu 3, sími 18519 Kringlunni, Kringlunni 8-12, sími 689212 V Toppskórinn, Veltusundi, sími 21212 J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.