Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL1995 51 MINNINGAR BJÖRN JÚLÍUSSON + Björn Júlíusson fæddist í Stafholti í Vestmannaeyjum 1. október 1921. Hann lést á Landspítalanum 6. mars síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Fossvogskirkju 15. mars. SÍÐASTA jólahátíð var í huga þess, sem skrifar þessar línur, stund óvissu, ótta og vonar. Veikindi Björns Júlíussonar voru alltaf í hug- anum. Þar kom líka til að mér hafði um nokkurt skeið fundist litarhátt- ur á andliti hans ekki eins og hann átti að vera. Samt fann hann ekk- ert til fyrr en hálfum mánuði áður en sjúkdómurinn greindist. Er þetta ekki rannsóknarefni fyrir læknis- fræðina? Og nú, þegar við erum að kveðja mann sem helgaði krafta sína til hjálpar þeim sem eru veik- ir, vildi ég nefna þetta til umhugs- unar. Mér fmnst það vera í sam- ræmi við minningarnar um hann. Og þá kemur fram í hugann svo margt sem skeði, sumt fyrir löngu síðan. Það mun hafa verið rétt upp úr 1940, við áttum þá heima á Tjöm- um undir Eyjafjöllum, þar sem land- ið er hólmi milli Markarfljóts og Ála. Ég fékk að sitja á hestvagni með honum til að flytja mjólkur- brúsana í veg fyrir bílinn. Þetta voru svona fimm til sjö kílómetrar hvora leið, og hesturinn rólaði hægt og sígandi. Ungur maður og barn sitjandi fremst í troginu á fjöl sem var þversum yfir vagnskúffuna. Hann var með taumana í höndunum og stjórnaði hestinum. Kannske tók hann mig með til að hafa ofan af fyrir mér og létta á móður minni smá stund. Það er líklegt að hann hafi viljað sýna henni hvað hann mat við hana öll sumrin sem hann fékk að vera í sveit, og svo dó mamma þeirra frá þeim ungum systkinunum. Mér fannst oft að hann hugsaði þannig, enda passar það við alla hans framkomu sem ég kynntist betur síðar. Hann vissi örugglega að hann átti rúm í hjarta móður minnar. Og faðir hans sagði við hana mörgum áratugum seinna: „Grettistök úr grýttum vegi greipstu til að hjálpa mér.“ Eg skynja enn hlýjuna og góðvildina sem kom í gegn í þessari ferð. Þó ég hafi vart verið nema fjögurra eða fimm ára, gerði ég mér grein fyrir að ég varð að sitja kyrr og fylgjast með því sem hann sagði. Hann gat verið svolítið óþolinmóð- ur. Og ég finn til svolítillar þvingun- ar þarna á vagninum, ég varð að hlusta og ég gerði það. Ég man enn það sem hann sagði um fuglana sem við sáum. Hvað hann sagði mér um mörkin á milli bæjanna, og um vötn- in sem við þurftum að fara yfir. Ég finn að þá strax bar ég virðingu og hlýhug til þessa manns. Næst man ég eftir honum þegar hann tók mig með í hina áttina frá bænum, berandi á bakinu og vað- andi ála Markarfljóts í heimsókn austur yfir. Ég varð líka þá að standa mig, halda mér fast svona og svona. Og hann áminnti mig um að passa það sem ég var með á bakinu. Þessar myndir í huganum eru orðnar meira en hálfrar aldar gamlar en þær eru svo vel í sam- ræmi við framhaldið. Þetta voru skólaár hans og hann hafði ekki mikinn tíma til að koma austur í sveit. Sumrin þurfti að nota til að vinna fyrir skólagöngu, og þá gátu peningarnir dugað til vetrarins. Þó að skólaárin hefði hann undir höndum bankabók frá föður sínum hreyfði hann aldrei við henni. Hann var með hærri ein- kunnir en hinir og hann tók að sér að kenna um leið það sem hann var búinn að læra. Honúm var boðið af skólastjóranum að hann fengi ókeypis nám í ákveðnum fræðum, svo vel stóð hann sig. En það var ekki það sem hann ætlaði sér að læra. En hann lét ekkert uppskátt fyrr en hann byijaði í læknisfræði. Vinna og aftur vinna, setið við að læra, hvergi slegið siöku við. En þegar síðasta prófið var búið komu þau austur hjónin og enn er mynd- in skýr í huga frá þessum árum af frænda mínum. Alltaf jafn ljúfur, hreinskiptinn og einlægur, hvergi til að þykjast meiri maður af því að hafa lært. Þar sem tekið var til hendi varð maður að standa sig við hlið hans. Stundum fórum við á hestbak saman, en hann hafði heima hjá föður mínum haft mjög gaman af góðum hestum. Og enn sé ég eftir að geta ekki boðið honum á bak nógu góðum hesti. Á þessum árum fóru allir ungir menn hér á vertíð til Vestmanna- eyja. Eins gerði undirritaður. Oftast lá leiðin fyrst til Reykjavíkur og þaðan til Eyja. Þar tók frændfólkið á.móti eins og unglingurinn væri aftur að koma heim. Vinsemdin og góðvildin er eitt af því sem ekki gleymist. Einu sinni þurfti skrifari að leggjast inn á spítala, og þá var Björn starfandi læknir í Eyjum og við sjúkrahúsið. Þá eru handatil- tektirnar eftirminnilegar þegar hann var að koma og athuga bet- ur. Þó búið væri að greina sjúkdóm- inn, varð hann að vera alveg viss. Hann kom inn í stofuna í hvíta sloppnum sínum á fleygiferð, höfuð- ið eins og svolítið á undan, og svipti sér niður á rúmið hjá sjúklingnum. Má ég sjá, sagði hann eldsnöggt. Svo athugaði hann það sama sem hann var búinn að skoða mörgum sinnum áður. Jú, jú, það er alveg öruggt. Seinna fluttu þau hjónin til Reykjavíkur, þar sem hann starfaði að sinni sérgrein, bamalækningum, við Landspítalann. Ef einhver í ættinni veiktist var talað við Bjössa, eins og hann var kallaður af ætt- ingjunum. Og það var ansi oft sem skyldfólk hans notaði sér frænd- skapinn, auðvitað vegna þess að hann vildi allt fyrir alla gera. Kannske fékk hann læknishæfi- leikana frá afa okkar sem ekki var lærður læknir, en var til dæmis svo laginn við að binda um beinbrot að læknir sem þekkti hann sagðist ekki þurfa að líta á það sem Jón batt um. Og saga er til um að Jón— - hafí fundið lausn á því sem læknir gekk frá. Kannske megum við trúa að hann hafi fylgst með sonarsyni sínum, og þá hlýtur hann oft að hafa verið glaður. Bjöm var trúaður maður og honum fannst stundum að hann fengi stuðning einhvers staðar frá. Oft hringdi ég til hans ef eitt- hvað var að og þá lá hann ekki á liði sínu við að hjálpa. Og þegar ég þurfti aftur á læknishjálp að halda fyrir sjálfan mig, fylgdist hann með öllu og sagðist senda^. mig út ef ekki gengi hér eins og best væri hægt. Allt eins og fyrst þegar við sátum saman á vagninum og fórum yfir Fljótið. Sama um- hyggjusemin, sama nákvæmnin, ósérhlífnin og fórnarlundin. Faðir hans sagði að þegar hann hefði verið ungur hefði hann látið leikfé- lagana beija á sér án þess að launa fyrir sig. Samt kom það alltaf í gegn síðar á lífsleiðinni að hann var öðmm mönnum fremri á flestum sviðum. Að leiðarlokum er efst í huga þakklæti, miklu meira þakklæti í hjartanu en orð geta borið, fyrir að hafa fengið að vera samferða Birni, fyrir að hafa átt hann að vini. - Kæra Þómnn, ég votta þér og börnum ykkar, tengdabömum og barnabörnum mína dýpstu samúð. Grétar Ilaraldsson. SÆMUNDUR BJÖRNSSON + Sæmundur Björnsson fæddist í Vík í Mýrdal 7. maí 1972. Han dó af slysförum 27. júlí 1994. For- eldrar hans voru hjónin Kolbrún Matthíasdóttir og Björn V. Sæmunds- son, Ránarbraut 9, Vík í Mýrdal. Bræð- ur Sæmundar eru Matthías Jón og Ingi Már, búsettir í Vík. Sæmundur læt- ur eftir sig unnustu, Kristínu Olafsdóttur frá Leik- skálum í Dalasýslu, og dóttur, Sædísi Birnu. Sæmundur starf- aði við margvíslegar bygginga- framkvæmdir, meðal annars hjá Byggingafélaginu Klakki, en það er verktakafyrirtæki sem foreldrar hans eiga. Útför hans fór fram frá Víkurkirkju 6. ágúst 1994. HANN Sæmi frændi okkar er dá- inn. Getur það verið? Hann sem var alltaf svo fullur af lífsorku og þrótti. En það skiptir vist ekki neinu máli þegar höndin þunga fellur. Margs er að minnast í sambandi við Sæma og margar eru minning- arnar sem við eigum um hann heima, þar sem hann var í sveit svo mörg sumur og við iitum eiginlega á hann sem stóra bróður. Okkur langar því að minnast hans í þessum línum. Margt var brallað og baukað á þessum árum og mörgum stundum eyddum við bræðrabörnin öll í okkar eigin heimi, sem var fyrir ofan svo- kallað sker heima á Múla. Þar var oft mikið um að vera, bæði við að smíða og rífa kofa, hugsa um búféð okkar í kindabúunum að ekki sé talað um að gera við og keyra einka- bílinn okkar, er var gamall Gipsy sem stóð þarna vélar- og dekkja- laus, en það skipti víst ekki neinu máli þegar ímyndunaraflið var í hámarki. Það var sem sagt alltaf hægt að finna sér eitthvað til að bralla, þó svo að foreldrum okkar hefði nú ekki alltaf líkað allt vel sem við brölluðum og það hafi ekki ver- ið vel séð þegar við komum haug- blaut heim er við höfðum verið að veiða eða synda í Grófará — en það skipti okkur ekki neinu máli hvað þetta gamla fólk var að rausa. En svo liðu árin og Sæmi hætti að dvelja allt sumarið heima, en aldrei stóð á honum að koma austur, þó svo hann væri í fullri vinnu í Vík, ef hann vissi af heyi sem þurfti að koma inn, ef það átti að fara að smala, eða bara ef eittthvað lá fyr- ir sem hann vissi að hann gæti eitthvað að- stoðað við. Eitt er okk- ur sérstaklega minnisstætt, en það var dag einn á miðju sumri að Sæmi kom inn úr dyrunum heima, öllum að óvörum og heilsaði og spurði strax hvort hann mætti hringja í mömmu sína og láta hana vina hvar hann væri niðurkominn. Þá hafði hann komið austur með rútunni og labbað frá þjóðveginum og heim — en af hveiju? Jú, hann vissi að það átti að fara að binda. Já, svona var hann Sæmi frændi okkar — alveg óútreiknanlegur á alla vegu. Orð Kahlils Gibran, „þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá huga þinn og sjáðu að þú grætur vegna þess sem var gleði þín,“ eru orð sem okkur systkinin finnst eiga við er við kveðjum í hinsta sinn elskulegan frænda okkar og vin. Elsku guð, þú sem vakir yfir okk- ur alltaf, viltu styrkja unnustu hans, Kristínu, litlu dótturina Sædísi Birnu, foreldra hans, Bjössa og Kollu, bræður hans, Matta og Inga, afa hans og ömmu, Munda og Hönnu og Matthías og Jónu og alla þá fjölmörgu sem misst hafa svo mikið með Sæma. Munið öll að tíminn læknar sárin og deyfir sárs- aukann. En minning þín er mjúk og hlý og mun oss standa nærri. Með hverju vori hún vex á ný og verður ávallt kærri. Ef lífsins gata á lausnir til þær ljóma bak við dauðans þil. Og því er gröfin þeim í vil, sem þráðu útsýn stærri. (Magnús Ásgeirsson) Elsku frændi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Lára og Sæinundur, Múla. GUÐMUNDUR SVEINSSON + Guðmundur Sveinsson fæddist í Djúpuvík í Strandasýslu 11. desember 1946. Hann lést á Borgarspítal- anum 17. febrúar síðastliðinn og fór útför hans fram frá Hafnarfjarðarkirkju 24. febr- úar. ÞAÐ ER margs að minnast og margt sem ég vildi þakka þegar ég kveð kæran vin og félaga, Guðmund Sveinsson, kennara við Öldutúns- skóla í Hafnarfirði. Ég man hann fyrst fyrir u.þ.b. þijátíu árum. Þá vorum við bæði í skóla í Reykjavík og áttum stundum samleið í „strætó“. Hann var hæg- látur að eðlisfari en þó brá stundum fyrir glettni í svipnum enda virtust hann og félagi hans oft skemmta sér vel. Ég kynntist Guðmundi samt ekki fyrr en ég hóf kennslu við sama skóla og hann. Þegar hann gekk um skólann fór það ekki milli mála hver var á ferð- inni. Þannig markaði hann spor í hugum samferðafólksins með sinni hlýju og vinsemd og góðu glettni. Það leiddist engum í návist hans. Hann lét sig varða hvernig fólki leið og var tilbúinn að létta öðrum áhyggjur og hjálpa því að sjá já- kvæðu hliðar málanna eða þær gam- ansömu og þar hindruðu veikindin á éngan hátt. Guðmundur var áhugasamur um nýjungar í skólastarfinu og hann var líka fastheldinn á það sem hon- um fannst hafa reynst vel. Hann fylgdi sínum áhugamálum fast eftir ef hann taldi að það væri til hags- bóta fyrir skólann. Hann var jafnan tilbúinn að taka málið upp að nýju seinna og endurskoða það. Þetta sýnir vel hve hann bar hag skólans fyrir bijósti. Það fundum við líka vel í veikindum hans, því ef hann varð hressari þá var hann mættur í skólann til að vinna að ýmsum verkefnum þó hann gæti ekki farið í kennsluna. Þegar við Guðmundur unnum með sömu árganga undirbjuggum við kennsluna saman og unnum prófin saman. Einu sinni var ég veik þá sendi Guðmundur mér eintak af prófi sem þeir hinir í árganginum höfðu samið svo ég gæti yfirfarið það og gert við það athugasemdir og sent til baka um hæl svo hann gæti gengið frá því. Þetta var samvinna sem við vorum bæði mjög ánægð með. Einu sinni brugðum við út af vananum og skiptum milli okkar námsgreinum þegar semja átti próf- in. Mér leið eitthvað illa með þessa ábyrgð og hrigndi í Guðmund að kvöldlagi. Þá fannst honum ekkert sjálfsagðara en að skreppa upp í skója og skoða þetta próf og leggja blessun sína yfir það. Guðmundur hafði gaman af sögu . og bókmenntum. Hann las mikið og skoðaði hlutina frá ýmsum sjón- arhornum þá dró hann oft fram nýja og spaugilega hlið á málunum. Það er áreiðanlegt að þáttur Guð- mundar í skólastarfinu varð til að bæta það og gera það skemmtilegra. Guðmundur hafði gaman af að skemmta bæði sér og öðrum. Hann var mjög góður söngmaður og var oft forsöngvari í hópnum. Oft skemmti hann starfsféiögum sínum og öðrum með söng og gríni. Hann var einn af þeim sem myndaði söng- hópinn Randver sem gerði garðinn frægan. Sá hópur var myndaður af kennurum innan skólans. Nú hin síðustu ár var hann einn af hópnum „Björn og húnarnir", einnig saman- settur af félögum innan skólans sem skemmti félögum sínum á góðri stund. Það var einmnitt ein slík góð stund, stuttu fyrir jólin, sem Guð- mundur tók þátt í, okkur hinum til óblandinnar ánægju. Það var gott að sjá hvernig nokkr- ir félagar okkar mynduðu eins kon- ar skjaldborg um Guðmund þegar veikindi hans uppgötvuðust. Þeir spiluðu bridge í frímínútum, eftir skóla eða hittust heima, hver hjá öðrum. Og það var létt yfir spila- borðinu. Hlátur og grín voru þar efst á baugi. Þó Guðmundur bæri ekki sín mál á torg fann maður glöggt hvem hug hann bar til fjölskyldu sinnar. Guð- mundur átti góða konu og þau hjón- in voru samhent í því að hlúa sem_ best að börnunum og þeirra áhuga- málum. Móður Guðmundar kynntist ég fyrst þegar ég var þrettán ára, þá unnum við á sama stað. Alltaf var hún hress og kát. Hún gerði sér einnig far um að tala við okkur krakkana og hlusta á okkur. Svona var Guðmundur líka. Hann kunni að hlusta og leggja svo eitthvað gott og oft skemmtilegt til mál- anna. Hann var afar góður félagi. Það er því stórt skarð höggvið í okkar hóp. Með þakklátum saknaðarhuga kveð ég Guðmund Sveinsson. Andinn svífur enn sem fyr yfir vatni tæru, w opnast himins dýrðardyr Drottins bömum kæm. (V. Briem) Við hjónin sendum Gullu, Sveini, Kristmundi, Helgu, Emmu og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð blessi ykkur og styrki. Guðrún Guðnadóttir. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fytgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- w perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins ú netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasfðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað víð meðallínubil og hæfilega linulengd — cða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skirnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.