Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 52
52 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Látinn er Ein- ar Pálsson bóndi á Steindórs- stöðum. Fæddist á Húsafelli í Hálsa- sveit 27.11. 1915 og lést 21. mars síðastliðinn. For- eldrar hans voru Ragnhildur Sig- urðárdóttir frá Vilmundarstöð- um, f. 14.5. 1885, d. 25.2. 1979, og Páll Þorsteinsson frá Húsafelli, f. 18.7. 1885, d. 4.3. 1965. Systkini Einars voru Ingi- björg Ragnhildur, f. 10.10. 1918, hún er ein systkinanna á lífi, á heima á Steindórsstöðum, Þorsteinn, f. 20.10. 1920, d. 1990, bifreiðasmiður í Reykja- vík, og Ástríður, fædd 1.10. 1925, d. 7.4. 1990. Einar var ókvæntur og barnlaus. Einar verður jarðsunginn frá Reykholtskirkju í dag, 1. apríl, og hefst athöfnin kl. 14. Á VORJAFNDÆGRI barst um Reykholtsdal andlátsfregn Einars á Steindórsstöðum. Kom hún sveit- ungum á óvart, því Einar hefur jafn- an snúið heim með nýjum þrótti, þegar hann á liðnum árum dvaldi öðru hveiju á heilsuhæli um stundarsakir sér til hressingar. Ein- ar fékk hvað eftir annað lungna- bólgu og bijósthimnubólgu á ung- dómsárum sínum. Hann læknaðist, en missti verulegan hluta af öðru lunga sínu í þeim átökum. Eftir langa starfsævi varð svo lungna- bólga honum að fjörtjóni. Steindórsstaðir í Reykholtsdal eru á foma vísu kostajörð með góða sumarhaga á fjalli, slægjur og torf- ristu í dalnum niður undan bænum, sem stendur á vænum hól undir Steindórsstaðaöxlinni. Frá bænum sér vel út um Reykholtsdal og inn Hálsasveit til Eiríksjökuls og Strúts. Þessi jörð varð eign Einars Pálsson- ar þegar hann var nýfæddur. For- eldrar Einars, þau Ragnhildur Sig- urðardóttir frá Vilmundarstöðum og Páll Þorsteinsson frá Húsafelli hófu búskap á Steindórsstöðum árið 1915. Tóku þá við búi hjónanna Einars Magnússonar föðurbróður Ragnhildar og Ástríðar Pálsdóttur frá Steindórsstöðum, sem vora bamlaus, en vel efnuð. Þau áttu m.a. nokkrar jarðir, sem þau ánöfn- uðu sérstökum gjafasjóði, sem hét Gjafasjóður Steindórsstaðahjóna. Skyldi honum varið til búnaðar- framfara í Reykholtsdals- og Hálsa- hreppi. Steindórsstaðir rannu til frænda þeirra, Einars Pálssonar. Systir Einars, Ingibjörg, hefur alla tíð verið á Steindórsstöðum og bjuggu þau systkinin saman alla búskapartíð Einars. Ástríður systir þeirra var lengst af á Steindórsstöðum að búi með foreldram sínum og systkinum, en stundaði einnig vinnu utan heimilis. Foreldrar þeirra, Páll og Ragn- hildur, bjuggu til ársins 1956 er Einar tók formlega við búi. Stein- dórsstaðaheimilið er að ýmsu leyti sérstætt. Það stendur á gömlum merg. Sama ættfólk hefur setið jörð- ina í um 200 ár. Að því fólki standa grónar ættir í Reykholtsdal og Hálsasveit, sem tengst hafa inn- byrðis í nokkra ættliði. Einar bar merki ættar sinnar í ríkum mæli. Hann var mikill vexti og svipmikill, en fínlegur í verkum, hafði lipra hönd til skriftar og smíða, en enginn asi var á hreyfíngum hans eða fasi. Mér fannst hann gæddur þeim hæfi- leika, sem í ríkum mæli var hjá systkinunum á Steindórsstöðum, að verk fara þeim fljótt og vel úr hendi án þess að sjáist fum eða flýtir. Kemur þar til ættlæg handlagni, næmt auga fyrir því sem hagkvæmt er og trúmennska í störfum. Bygg- ingar og búskapur á Steindórsstöð- um bera þess merki að framfara- hugur og hagsýni hafa ráðið ferð- inni á hveijum tíma. Búskapurinn byggðist á nánum tengslum fólksins við jörð og skepnur, nærfæmi og skilningi á kjöram bús- malans. Eldhúsið á Steindórsstöðum var jafnan opinn griðastaður og sjúkrahús fyrir bág- stadda einstaklinga í hjörðinni, hvort sem var lömb, hænur eða anhað sem þurfti aðhlynningar við. Einar naut þeirrar skólagöngu, sem dugði til að auka honum víð- sýni og framfarahug í búskap. Hann hóf nám í Reykholtsskóla, en veikt- ist alvarlega og varð að hætta, enda var honum vart hugað líf um skeið. Hann var mjög lengi að ná sér en varð aldrei jafngóður. Árið 1938 náði hann heilsu til þess að fara í bændaskól- ann á Hvanneyri og varð búfræðing- ur árið 1940. Einar las mikið og átti margar góða bækur, sem hann varðveitti og umgekkst með virð- ingu. Vettvangur Einars og lífsstarf var á Steindórsstöðum. Hann naut sín sem bóndi og ræktunarmaður, var sífellt að bæta jörð sína húsum og ræktun með dyggum stuðningi systra sinna, sem stóðu að búi með honum og einnig bróður síns, sem undi sér best heima á Steindórsstöð- um í frítíma sínum. Einar var nátt- úrabarn, einlægur og fús að ræða sína hagi og annarra við vini sína. Ég minnist góðra stunda í skemmt- uninni hjá Einari við umræðu um smíði, ræktun og fleira sem hann var að fást við og vildi fá álit á. Hann var jafnan fús að Iáta í ljós hvað honum fannst um það sem ég var að gera og gat verið góðlátlega stríðinn ef því var að skipta. Síð- ustu árin undi Einar löngum við að smíða ýmsa smágripi úr homi og tré. Þó að hann ætti ekki afkomend- ur, sá hann kynslóðaskipti á Steind- órsstöðum. Afkomendur Ástríðar Pálsdóttur tryggja áframhaldandi búskap ættfólksins á jörðinni. Ég minnist með þökkum góðra kynna og samverastunda með Ein- ari á Steindórsstöðum. Hann var listrænn í sér, sérlundaður, fram- farasinnaður og traustur bóndi. Hann bar mikla virðingu fyrir lífs- reynslu fyrri kynslóða og lét sér annt um allt það sem hann taldi hafa gildi fyrir sögu okkar og menn- ingu. Ég votta aðstandendum fyllstu samúð. Bjarni Guðráðsson. Þegar mér barst til eyma að Ein- ar Pálsson fóstri minn og frændi væri látinn hrönnuðust upp í huga mér minningar frá vera minni á Steindórsstöðum, ekki bara sem strákur í sveit heldur einnig frá heimsóknum sem urðu fjölmargar, eftir að ég komst til vits og ára, en samt of fáar, þó einkum í seinni tíð. Ég hef trúlega verið sex ára þegar ég hitti Einar fyrst en þá hafði Eiður bróðir minn verið í sveit þar sitt fyrsta sumar. Einar var í augum sex ára snáða gríðarstór og mikill með stórar hendur svo að ekki var laust við að dálítinn ugg setti að mér þegar hann rétti már höndina og heilsaði. Þegar ég kynnt- ist Einari betur hvarf þó allur ótti enda lærði ég fljótt að engin ástæða var til hans. Rúmu ári síðar fetaði ég í fótspor bróður míns og réðst í sveit til Einars. Dvölin í sveitinni var góð þó augu mín hafí ekki opn- ast alveg fyrir því fyrr en ég var orðinn fullorðinn. Meðan á henni stóð þótti mér hún stundum hábölv- uð og gerði oft með hangandi hendi það sem fyrir mig var lagt. Ekki var gert ráð fyrir því að þeir krakk- ar, sem til sumardvalar komu að Steindórsstöðum, lægju í leti eða gerðu það sem þeim sýndist, þar áttu allir að taka þátt í þeim störfum sem fyrir lágu hveiju sinni. Einar benti mér fljótlega á það að ég gerði aðeins illt verra með því að láta það fara í skapið á mér að þurfa að vinna. Þegar ég kom fyrst í sveitina vora foreldrar Einars þau Páll Þor- steinsson og Ragnhildur Sigurðar- dóttir, sem var systir afa míns, enn MIIMNIIMGAR á lífi. Þá bjuggu þar einnig systur Einars, Ingibjörg og Ástríður og þijú börn Ástríðar. A þessum áram var algengt að íjögur til sex að- komubörn væra í sveit á sumrin á Steindórsstöðum og var því oft fjöl- mennt. Einar naut dyggrar aðstoðar Þorsteins bróður síns við viðhald og uppbyggingu húsa á jörðinni en Þorsteinn bjó og starfaði í Reykja- vík en kom á æskustöðvamar eins oft og kostur var. Sumrin sem ég var í sveit hjá Einari Pálssyni urðu sjö talsins og afar lærdómsrík. Það sem ég veit og kann um landbúnað og sveitastörf lærði ég hjá Einari og þykist hafa haft góðan læriföður. Éinar var meinstríðinn en hafði þó ekki jafngaman af því að stríða öllum. Éinn af þeim sem honum þótti einkar gaman að stríða var sá er þessar línur ritar og er líklegasta skýringin sú að lengi vel tók ég stríðni Einars illa en lærði þó að taka henni með jafnaðargeði og einnig það að gott ráð var að stríða honum á móti því honum var álíka illa við það og mér við stríðninni í honum. Sem betur fer héldum við Einar áfram að stríða hvor öðram allt til síðasta fundar okkar hérna megin móðunnar miklu. Með Einari Pálssyni er genginn maður sem mér þótti mikið til koma og hafði góð áhrif á mig sem bam og ungling. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (H. Pétursson) Blessuð sé minning Einars Páls- sonar. Gísli Björnsson. Með Einari Pálssyni er genginn góður maður, sannur íslenskur bóndi af þeirri kynslóð sem hefur lifað öld breytinga og framfara. Einar var fæddur að Húsafelli í Borgarfirði, en fluttist ungur ásamt foreldram sínum og systkinum að Steindórsstöðum í Reykholtsdal þar sem hann bjó til dauðadags. Foreldr- ar Einars vora vinnufólk á Steind- órsstöðum en jörðina erfði Einar þegar hann var innan við fermingu og tók við búinu þegar hann náði tilskildum aldri og þroska. Þar bjó hann ásamt systrum sínum þeim Ingibjörgu og Ástríði sem er látin fyrir nokkram áram og börnum Ástríðar, þeim Ragnhildi, Páli og Guðfinnu Guðnabörnum. Bróðir Einars, Þorsteinn, sem nú er látinn, bjó í Reykjavík en átti alla tíð sitt annað heimili að Steindórsstöðum. Þessi sterki systkinahópur setti af- gerandi svip á lífið í dalnum og bjó sér heimili sem var annálað fyrir gestrisni og höfðingsskap. Þar var ekkert smátt í sniðum, reisuleg hús, myndarlegt heimili og stríðalinn búsmali. Þar vora kindur og kýr, hestar, hundar, kettir og hænur. Fyrir litlar Reykjavlkurdrósir var þetta ævintýraheimur sem stefnan var sett á að vori og hikandi haldið heim á leið að loknum göngum og réttum. Við stöllur voram ekki háar í loftinu þegar við vorum sendar sem snúningastelpur að Steindórsstöð- um. Þau vora ýmis viðvikin sem til féllu á stóra sveitaheimili bæði utan dyra og innan og skelfing höfðum við gott af ábyrgðinni, útiverunni og umgengninni við dýrin. I þá daga var alltaf fullt hús af fólki, bæði sumarkrökkum og gestum sem komu til lengri eða skemmri dvalar. Yfir öllu þessi ríkti Einar, stór og traustur og afar bamgóður. Hann • átti alltaf til hlýlegt bros, góðlátlega stríðni og trausta leiðbeiningu við oft framandi verkefni. Það hefur áreiðanlega ekki alltaf verið auðvelt að henda reiður á þessu mikla um- fangi en ekki sá maður annað en að það gengi snurðulaust fyrir sig. Éftir að formlegri sumardvöl lauk voram við aufúsugestir á heimilinu eins og allir hinir fjölmörgu sumar- krakkar og heimilisvinir í gegnum árin. Þrátt fyrir að tengslin hafi ekki verið eins mikil hin síðari ár og við hefðum kosið þá eigum við sterkar rætur á Steindórsstöðum. Það er ekki síst vegna þeirra áhrifa sem sveitalífið hefur á gildismat og viðhorf borgarbarnanna til sveita- starfa, umgengni við menn og skepnur og til lífsins sjálfs. Fyrir það veganesti eram við þakklátar Einari og öllu hans fólki. Við minn- umst mikilhæfs manns sem af trú- mennsku sinnti sínu ævistarfi þann- ig að til eftirbreytni er fyrir okkur sem eftir stöndum. Eftirlifandi systur, systrabömum og öðram ættingjum færam við okkar innilegustu samúðarkveðjur. Hildur Helgadóttir, Helga Bragadóttir og fjölskyldur. Faðir Einars, Páll Þorsteinsson, var borinn og bamfæddur á Húsa- felli. Foreldrar hans voru Þorsteinn Magnússon frá Vilmundarstöðum o g Ástríður Þorsteinsdóttir frá Húsafelli. Séra Snorri á Húsafelli var langafi hennar. Faðir hennar og afi höfðu báðir búið á Húsafelli. Faðir Þorsteins Magnússonar var Magnús Jónsson bóndi á Vilmundar- stöðum, stundum kallaður hinn auðgi vegna þess hve ríkur hann var. Ragnhildur móðir Einars var dóttir Sigurðar Magnússonar bónda á Vilmundarstöðum, en hann var bróðir Þorsteins á Húsafelli, hjónin á Steindórsstöðum því bræðraböm. Móðir Ragnhildar, kona Sigurðar á Vilmundarstöðum var _ Ragnhildur dóttir Jóns stúdents Árnasonar á Leirá og Ragnhildar konu hans. Jón var glæsimenni og kvennamaður mikill. Fyrri eiginleikann hafði Ein- ar Pálsson en ekki þann síðari. Einar Magnússon, bróðir Þor- steins á Húsafelli og Sigurðar á Vilmundarstöðum bjó á Steindórs- stöðum með Ástríði Pálsdóttur konu sinni. Þau vora barnlaus. Þegar Páll á Húsafelli var orðinn fullvax- inn vora Steindórsstaðahjón orðin roskin. Þótti Páli sjálfsagt að hjálpa frænda sínum og var löngum á Steindórsstöðum enda nægur vinnu- kraftur á Húsafelli þó að Páll viki sér frá. Þar var líka frænka hans Ragnhildur frá Vilmundarstöðum. Það verður að ráði að þau gangi í hjónaband og skyldi brúðkaup- sveisla vera á Húsafelli þann 26. nóv. 1915. Þau höfðu bundist tryggðum fyrir brúðkaupið svo að mitt í veislunni tekur brúðurin sótt. Var fætt bam löngu áður en Ijós- móðirin kom þótt hart væri riðið að sækja hana. Nikulás hreppstjóri í Augastöðum tók á móti því. Þama var þá kominn í heiminn sveinn sem í skírninni hlaut nafnið Einar. Einar Magnússon á Steindórsstöðum hafði látist rúmu misseri áður og nú stóðu þau fyrir búinu á Steindórsstöðum Páll og Ragnhildur. Ástríður Páls- dóttir ekkja Einars Magnússonar lést 11. september 1922 og hafði þá gert erfðaskrá. Þau hjón vora stórauðug og eftir lát Einars hafði Páll umsjón með þessum auði. Höf- um við undir höndum bréf um arfa- skiptin 1922 og segir bréfritari að Páll hafi haldið öllu í góðu reiknings- legu formi og hefði hvergi reynt að að draga undir sig. Páll var dreng- lyndur og heiðarlegur. En í erfða- skrá Ástríðar var Einari Pálssyni ánöfnuð jörðin Steindórsstaðir, en Hálsa- og Reykholtsdalshreppum aðrar jarðeignir. Frá sjö ára aldri var Einar eigandi Steindórsstaða. Einar var yfir þijár álnir á hæð og sterkur að því skapi þegar hann var vaxinn. Hann hóf nám við al- þýðuskólann í Reykholti en veiktist alvarlega og átti eftir að líða fyrir það alla ævi. Hann fór á bændaskól- ann á Hvanneyri um 1940 og var þar við nám og útskrifast búfræð- ingur 1942. Hann tók ekki ýkja háar einkunnir í bóklegum prófum en útsjónarsemi og verkvit var mik- ið. Hygg ég að fáum hafi notast betur af náminu en Einari ef dæma má eftir búskap hans síðar. Hann tók við búskap af föður sínum árið 1960. Ingibjörg og Ástríður systur hans áttu heimili á Steindórsstöðum og voru aflvakar í búskapnum alla tíð. Síst má gleyma hlut Þorsteins, bróður Einars, þjóðhagans sem undi heima á Steindórsstöðum löngum stundum við smíðar og mannvirkja- gerð. Var hann staðnum ómetanleg- ur vegna hugvits og hagleika. Hefur búskapurinn þar verið í fremstu röð að myndarskap, bæði hvað viðvíkur mannvirkjum, umgengni og með- ferð á skepnum og ekki síst gest- risni og notalegheitum. Fjöldi barna og unglinga voru á Steindórsstöðum á sumrin og batt Einar tryggð við þetta fólk. Vinátta hans var bæði traust og góð. Þegar Einar var um tvítugt veikt- ist hann af bijósthimnubólgu eins og að ofan getur og átti lengi í því. Á efri áram varð þetta honum að meini og bijóstveiki fór að þjaka hann mikið og hefur nú lagt hann að velli. Ástríður systir Einars átti þijú börn með sambýlismanni sínum, Guðna Kristni Guðmundssyni, þau Ragnhildi, Pál og Guðfinnu. Fjöl- skyldan hefur haldið tryggð við heimilið og nú býr Guðfinna á Steindórsstöðum með Þórarni manni sínum. Öllu hinu góða og notalega fólki á Steindórsstöðum vottum við samúð okkar að leiðarlokum Einars. Þó að hann sé horfinn frá vondri heilsu á gamals aldri er hans sakn- að. Sem betur fer er enn mikið eft- ir af góðu fólki á Steindórsstöðum. Kristleifur Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson. Mig langar að minnast með nokkram orðum hins aldna frænda míns sem nú er látinn 79 ára að aldri. Loks lét hann sig eftir langa baráttu við þráláta lungnasjúk- dóma, sem hann hafði átt við að stríða allar götur frá því á tvítugs- aldri. Þessar þrautir bar hann af æðraleysi og undi sér vel við þá góðu aðhlynningu sem búin er á íslenskum heilbirgðisstofnunum. Hafi þær þökk fyrir. Kynni mín af. Einari era orðin alllöng. Ég var í sveit á Rauðsgili í Hálsasveit, en gilið skilur að jarðirnar. Páll faðir hans og Steinunn amma mín vora systkini, böm Þorsteins og Ástríðar á Húsafelli. Mikil og góð tengsl hafa alltaf verið á milli þessara bæja; sjaldan fer maður í sveitina án þess að koma við á Steindórsstöð- um. Einar var elstur fjögurra systk- ina. Þijú þeirra eru nú látin, en Ingibjörg systir hans býr á Steind- órsstöðum við ágæta heilsu, þremur áram yngri,_ í félagi við börn og barnabörn Ástríðar systur þeirra. Ástríður og Þorsteinn bróðir þeirra létust árið 1990. Einar var stór vexti og mikilúð- legúr. Kannski hefði mér átt að standa ógn af honum, strákormur í sveit, en þannig var það aldrei. Hann gaf sig á tal við mann og spjallaði um hitt og annað, þótt maður væri vart vaxinn úr grasi. Hitt heyrði ég líka að hann gæti skipt skapi og sent snúningastrák- um tóninn svo undir tók í fjöllunum, en það bráði skjótt af honum og þeir héldu engu minna upp á hann fyrir það. Einar gekk á bændaskólann á Hvanneyri. Hélt hann kynnum við marga félaga sína þar ætíð síðan. Ekki er langt síðan við bragðum okkur saman að hitta einn þeirra, Engilbert Hannesson á Bakka. Var gaman að heyra á spjall þeirra, báðir sveitarhöfðingjar, hvor í sínu héraði. Einar hafði gaman af því að bregða sér af bæ. Hann fékk sér þó ekki bíl fyrr en um 1966, en notaði sér þau þægindi ótæpilega þegar hann komst á það lagið. Haustið 1992 lagði hann í hringferð um landið með Magnúsi frænda sín- um. Varð það hin ágætasta ferð, þar sem þessir tveir góðbændur stikluðu á milli ættingja og vina umhverfis landið á vikutíma. Væri það sjálfsagt efni í heila sögu út af fyrir sig. Steindórsstaðir eru með betri býlum í Borgarfirði. Bærinn stendur á hóli, efsti bær í sunnanverðum Reykholtsdalshreppi. Þar hafa löng- um búið efnaðir bændur. Þannig léði Einar Magnússon, afabróðir Einars, Haraldi Böðvarssyni 1500 kr. til bátakaupa i upphafi aldarinn- ar. Þau kaup vora þáttaskil í far- sælli útgerðarsögu hans, svo sem lesa má í ævisögu hans, „I farar- broddi", skráðri af Guðmundi Haga- lín. Ástríður Pálsdóttir, kona Einars Magnússonar var dóttir Páls Hann- essonar, Jónssonar, sem allir bjuggu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.