Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINIMINGAR LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 57 í hvert skipti sem ég sá þau og þau voru alltaf svo samhent og góð og alltaf voru allir velkomnir á þeirra fallega heimili hvenær sem var. Síðan eignuðust þau litla sólargeisl- ann sinn í apríl 1993 og hamingjan var mikil sem von er, því að Hall- dór Birkir var alveg yndislegur, fallegur og kátur strákur. Seint á síðasta ári fékk Steini stöðu skrifstofustjóra í Búnaðar- bankanum á Selfossi og þá ákváðu þau að flytjast á Selfoss þegar Hafdís mundi hætta í Búnaðar- bankanum í Háaleiti um mánaða- mótin febrúar-mars og í byijun mars fluttu þau með hjálp fjölskyld- unnar austur, en þeim hefur ekki verið ætlað að búa þar. Þetta er víst eitt af því sem okkur er ekki ætlað að skilja og maður spyr sig margra spurninga sem aldrei verður svarað. Þeim hefur verið ætlað eitt- hvað meira í öðru lífi, þar sem við hittumst öll að lokum, við verðum að trúa því. Elsku Steini, Guð gefi að þú náir aftur fullri heilsu, en þú hefur misst mikið sem ekki verður bætt. Innilegar samúðarkveðjur frá okkur Lofti til þín, elsku Steini, Unna og Halldór, Guðrún og Þor- kell, systkini og aðrir ættingjar. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (Björn Halldórsson) Guð geymi ykkur öll. Sólveig. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (V. Briem.) Með þessum orðum viljum við kveðja vinkonu okkar Hafdísi og son hennar Halldór Birki. Kynni okkar hófust í Búnaðarbankanum í Háaleiti ojg urðum við allar góðar vinkonur. Ut frá því stofnuðum við saumaklúbb og hittumst mánaðar- lega, með því héldum við vinskapn- um, þó að sumar færu til annarra starfa. Nú er höggvið stórt skarð í vinahóp okkar. Hafdís var einstak- lega ljúf og góð persóna og var alltaf boðin og búin að hjálpa öllum. Alltaf var stutt í brosið og lífsgleð- ina hjá henni. Allar þær ánægjustundir sem við áttum saman geymum við í hjörtum okkar. Þegar þið Steini byijuðuð að draga ykkur saman, þegar þið giftuð ykkur, þegar Halldór Birkir fæddist, allt eru þetta gleðiminning- ar og þú ljómaðir þegar þú sagðir okkur nýjar fréttir alltaf, hamingju- söm og ánægð. Eftir að þú varðst eiginkona og móðir sáum við best hversu vel þessi hlutverk fóru þér. Alltaf var gott að koma inn á hlý- legt heimili þitt og seinna meir þitt og Steina. Við viljum þakka fyrir að hafa fengið að kynnast þér og notið góðra samvista, þú áttir engan þinn líka. Elsku Hafdís, við eigum eftir að sakna þín mikið og bjarta brosið hans Halldórs Birkis lifir í minning- um okkar. Guð geymi ykkur um alla eilífð. Foreldrum og aðstandendum vilj- um við votta okkar dýpstu samúð. Elsku Steini, hugur okkar allra er með þér og við biðjum algóðan guð að hjálpa þér og styrkja á þessum erfiðu stundum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú liljóta skalt. (V. Briem.) Anna María, Efemía, Elín, Guðný B., Guðný G., Jónína, Sigríður og Sólveig. Til Hafdísar Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda, sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. (Jónas Hallgrímsson) Til Halldórs Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson) Arna. Nú legg ég aupn aftur ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vöm í nótt. Æ, virzt mig að þér taka mér yfir láttu vaka þinn engill, svo ég sofi rótt. (Þýð. S. Egilsson) Elsku Hafdís og Halldór Birkir. Minningarnar streyma fram. Það er erfitt að trúa því að við fáum aldrei aftur tækifæri til að sjá ykk- ur. Hvers vegna eruð þið farin frá okkur og hver er eiginlega tilgang- urinn? Hvers vegna deyr ungt fólk, ungt fólk sem á alla framtíðina fyrir sér, allt lífið framundan? Hver er tilgangur lífsins? Við viljum fá að þakka ykkur þær góðu stundir sem við áttum saman í leik og starfi. Minningin um ykkar björtu bros og hlátrasköll ylja okkur um hjartaræt- ur. Hafið þökk fyrir allt og allt. Elsku Steini, við sendum þér, for- eldrum, tengdaforeldrum, systkin- um og öðrum aðstandendum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Guð gefi ykkur styrk á þessari erfiðu stundu. Guðný, Gunni og Pála Margrét. Síðasta dag febrúarmánaðar kvaddi ég Hafdísi fyrir utan vinnu- stað okkar en þá voru liðin rétt rúm 10 ár frá því hún byijaði að vinna hjá okkur í Háaleiti. Að það væri hinsta kveðja kom mér ekki til hug- ar. Hafdís var einstakur starfsfé- lagi, hún var ljúf og ábyrg, skipu- lögð og vinnusöm. Sjaldan þurfti að biðja hana um að gera hlutina því hún vissi alltaf hvað þurfti að gera og gekk í það. Ég vissi þá að það yrði stórt skarð að fylla þegar hún hætti og erfitt að fylla það, en vissan um að hún væri að byija nýtt líf í nýju og fallegu heimili með sínum ljúfa eiginmanni og fal- lega drengnum sínum honum Hall- dóri Birki og litla barninu sem var rétt ókomið í heiminn gladdi mig mikið. Hún var svo glöð og björt og geislandi þessa síðustu daga að það gat ekki farið fram hjá neinum. Hún var alltaf hugulsöm og hlý í minn garð og allra sem hana um- gengust. í desember þegar leið að jólum hafði ég verið að standa í flutningum sjálf og var eitthvað leið yfir að mér gengi illa að koma mér að jólabakstrinum, þá kom Hafdís einn daginn með lagkökur og færði mér og sagði glaðlega: Hættu svo að hugsa um að baka, reyndu bara að slappa af og njóta jólanna. Gluggarnir hjá mér eru fullir af blómum frá Hafdísi en hún færði mér fullan kassa af þeim eitt sinn þegar henni fannst orðið fátæklegt í blómaræktinni hjá mér. Hún var eins og Móðir Jörð sjálf, gefandi, hlý og umhyggjusöm, enda hvarfl- aði sú samlíking oft að mér þessa síðustu mánuði. Hafdís var trúuð og við spjölluð- um stundum um eilífðarmálin þegar við vorum við vinnu, bæði í gamni og alvöru. Hún var oft glettin og ef henni fannst ég taka illa eftir því sem hún var að segja eða vera eitthvað utan við mig sneri hún sér gjarna að Jónínu samstarfskonu okkar og sagði: Jæja, nú er Gugga í sjöunda himni! Hafdís skilur eftir sig fagra og bjarta minningu í mínum huga og ég hugsa til hennar með þakklæti fyrir þau ár sem við störfuðum sam- an. Hún er horfin úr okkar sýnilega heimi en hún lifir áfram. Jesús sagði: „Ég lifi og þér munuð lifa.“ Minningin um þessa fallegu og góðu stúlku og barnið hennar ljúfa mun lifa í mínum huga um ókomin ár. Megi Guð gefa Þorsteini og hans fjölskyldu og fjölskyldu Hafdísar styrk og frið. Guðbjörg Hermannsdóttir. Lítill drengur kemur til þess að gista hjá ömmu og afa í Hnjúka- seli yfir helgi, ósköp góður og mik- ill afadrengur. Sunnudagsmorgunn rennur upp og hann fer með ömmu og afa nið- ur að Tjörn að gefa öndunum brauð, síðan er aftur farið heim í Hnjúka- sel, mamma og pabbi komin að sækja drenginn sinn litla, til þess að fara heim, austur á Selfoss, en þangað voru þau nýflutt. Þegar komið var að því að kveðja þurfti þessi „litli kútur“ að koma aftur og aftur frá bílnum til þess að kyssa bless. Hveijum hefði dott- ið í hug að þetta væri síðasta kveðj- an hans, en vegir Guðs eru órann- sakanlegir. Við verðum að trúa því að Guð ætlaði Halldóri litla, mömmu hans og litla ófædda barninu æðra hlutskipti. Elsku Þorsteinn. Guð styrki þig í þessari miklu sorg sem lögð er á þig og gefi þér trú til að takast á við lífið á ný. Allar yndislegu minningarnar, sem þú átt um Halldór litla og Hafdísi þína átt þú að eilífu og þær getur enginn tekið frá þér og ég veit að þau verða þér alltaf nálæg, og hjálpa þér að takast á við lífið á ný. Guð gefi þér góðan bata, Þorsteinn minn. Élsku Gulla mín, Þorkell, Arna og Pétur, foreldrar Hafdísar og systkini. Megi Guð gefa ykkur öllum styrk og trú á lífið á ný. Halldóri litla þakka ég fyrir heim- sóknirnar til okkar í Landsbankann, þegar hann kom til að hitta ömmu Gullu sína og minnist ég þess þegar við settumst í stiganum bakatil hjá okkur gjaldkerunum og blésum sápukúlur, þá var honum skemmt. Vertu sæll, litli vinur, Guð blessi þig og varðveiti að eilífu. Legg ég nú bæði líf og önd ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgr. Pét.) Samúðarkveðjur. Helga Nielsen. Dáinn, horfinn - harmafregn! hvílíkt orð mig dynur yfir! Þessi orð skáldsins Jónasar Hall- grímssonar gerum við að okkar, til að lýsa tilfinningum okkar þegar harmafregnin af hinu hörmulega slysi barst okkur. Afleiðingar þess, vinkona okkar Hafdís, ófætt barn hennar og Halldór Birkir látin, en Steini alvarlega slasaður. Þetta gat ekki verið satt, þetta var eins og martröð, vondur draumur sem við hlytur að vakna upp af. En martröð- in reyndist vera blákaldur veruleik- inn. Við kynntumst Hafdísi fyrir rúm- um áratug þegar hún kom, ung stúlka, til Reykjavíkur að víkka sjóndeildarhringinn, og kom til starfa hjá Búnaðarbankanum. Strax sáum við hversu vönduð stúlka var þarna á ferð. Tókst fljótt með okkur góður vinskapur sem aldrei rofnaði. Það sem ávallt ein- kenndi hana var trygglyndi við fjöl- skyldu sína og vini. Hún fór um tíma aftur austur til að aðstoða foreldra sína, sem hún bar sérstaka umhyggju fyrir. Svo vönduð stúlka hlaut að koma frá góðu fólki, en það einkennir hennar fjölskyldu að þar standa ávallt allir saman sem einn maður, hvort sem er í sorg eða gleði. Þeg- ar leið hennar lá aftur til Reykjavík- ur treystust vinaböndin á milli okk- ar enn betur. Þegar Hafdís og Steini hófu sam- búð höfðu þau unnið saman og þekktust því nokkuð vel. Frá upp- hafi var eins og þau væru sköpuð hvort fyrir annað. Fannst okkur oft eins og þau væru búin að búa sam- an í áratugi. Aldrei bar skugga á samband þeirra. Hvert skref var vandlega hugsað. Brúðkaupið 'svo sérstakt og fallegt. Síðan fæðist sólargeislinn þeirra, Halldór Birkir. Augasteinn allra, skýr og skemmti- legur, sem síðan allt þeirra líf sner- ist um. Var hann eina barnabarn afa og ömmu í Hnjúkaseli og þeim sérstaklega kær. Vináttan milli okkar óg Hafdísar og Steina tók einstaklega skemmti- lega stefnu. Til þess að tryggja að ekki liði of langt á milli samveru- funda stofnuðum við spilaklúbbinn UNO, og ákváðum að hittast reglu- lega. Oftar en ekki var lítið spilað því margt þurfti að spjalla og tíminn leið allt of fljótt. Út frá spilaklúbbn- um spunnust margar aðrar skemmtilegar samverustundir, sumarbústaðaferðir, gönguferðir, grillveislur og fleira, að ógleymdri utanlandsferðinni sem við höfðum ákveðið og vorum að safna fyrir. Elsku Steini. Guð gefi þér styrk til þess að takast á við lífið að nýju. Við vottum aðstandendum okkar dýpstu samúð og kveðjum kæra vini með lokaorðum úr ljóði Jónasar. Flýt þér, vinur! í fegra heim; kijúptu að fótum friðarboðans og flúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. Kristín og Kaj, Sesselja og Eggert. Okkur langar með örfáum orðum að minnast mæðginanna Hafdísar Halldórsdóttur og Halldórs Birkis Þorsteinssonar, sem létust í hörmu- legu umferðarslysi 12. mars síðast- liðinn. Það má með sanni segja að mað- urinn með ljáinn hafi höggvið grimmilega í þetta sinn og litlu þyrmt nema eiginmanninum, Þor- steini, sem situr einn eftir mikið slasaður og í djúpum sárum bæði líkamlega og ekki síður andlega því hann hefur misst það sem honum var kærast, fjölskylduna sína. Aður en ósköpin dundu yfir brosti lífið við fjölskyldunni. Þorsteinn hafði hlotið mjög gott starf hjá Búnaðarbankanum á Selfossi og tók hann við_ því starfi um síðastliðin áramót. í framhaldi af því ákváðu þau hjónin að flytjast búferlum austur á Selfoss. Þau höfðu keypt sér einbýlishús sem þau fluttust í helgina áður en hið hörmulega slys varð. Hugurinn stóð til að koma sér fyrir og vinna í nýja húsinu þessa helgi, en þeim hafði verið boðið til árshátíðar í Reykjavík, sem þau ákváðu að þiggja. Hafdís var einstaklega ljúf og góð persóna og var unun að fylgj- ast með hve þau Þorsteinn voru samstillt í öllu sem þau tóku sér fyrir hendur. Henni var ákaflega annt um sína nánustu og sýndi það sig einna best í því að hún fór nán- ast alltaf aðra hveija helgi á æsku- stöðvar sínar að Brekku í Mýrdal til að vitja foreldra sinna. Það eru margar minningar sem fjúga í gegnum hugann þegar horft er til baka. Þar kemur fyrst upp í hugann brúðkaup þeirra Hafdísar og Þorsteins sem var haldið um hvítasunnuna 1992 með miklum glæsibrag austur í Vík i Mýrdal. Éldri dóttir okkar varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera brúðar- mær þeirra og mun hún seint gleyma því. Einnig er minnisstætt ættarmót í Ijölskyldu Þorsteins síð- astliðið sumar en svo skemmtilega vildi til að það var haldið austur í Vík á heimaslóðum Hafdísar en mikið af hennar skyldfólki er bú- sett í nágrenninu. Vorið 1993 fæddist Halldór litli sem var sólargeislinn í fjölskyld- unni. Hann var fyrsta og eina barnabarn Guðrúnar og Þorkels foreldra Þorsteins og dvaldi hann mjög oft hjá afa sínum og ömmu í Hnjúkaselinu þegar foreldrar hans brugðu sér af bæ. Halldór litli vissi ekkert skemmtilegra en að vera hjá þeim enda var allt gert til að gleðja litla herramanninn. Hápunkturinn voru ferðir niður að Tjörn snemma á sunnudagsmorgnum. Var hann nýkominn úr slíkri ferð þegar for- eldrar hans sóttu hann í „afa hús“ eins og hann kallaði það og vildi sá litli ógjarnan fara með þeim. Hafdís átti síðan von á öðru barni sínu innan skamms og var mikil tilhlökkun í fjölskyldunni vegna þess og stóðu vonir til að það yrði lítil stúlka sem við fáum því miður aldrei að sjá. Við viljum þakka þeim mæðgin- um fyrir hin góðu kynni sem við höfðum af þeim og erum sannfærð um að þeirra bíður góð tilvist í öðr- um heimi. Elsku Þorsteinn minn. Við vott- um þér okkar dýpstu samúð og vonum að þú náir að vinna bug á hinum þungbæru raunum sem yfir þig hafa dunið. Einnig sendum við foreldrar Hafdísar, þeim Halldóri á Brekku og Guðlaugu sem dvelur á elliheimili í Vik, tengdaforeldrum hennar, þeim Guðrúnu og Þorkeli, svo og systkinum og öðrum ástvin- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Kristín og Ólafur. í fáum orðum langar okkur að minnast þeirra Hafdísar, Halldórs Birkis og litlu ófæddu stúlkunnar sem létust af slysförum 12. mars sl. Þegar við hugsum um þau mæðg- in er það fyrsta sem kemur í hug- ann hvað þau voru alltaf hress og skemmtileg. Við munum varla eftir þeim öðruvísi en brosandi og hlæj- andi og Halldóri Birki með grallara- svipinn. Mikil tilhlökkun ríkti hjá okkur öllum vegna litla barnsins sem fæðast átti í þennan heim inn-> an fárra daga. Alltaf þegar við fórum til Reykja- víkur þótti sjálfsagt og ómissandi að koma við hjá Hafdísi, þar vorum við alltaf velkomin og þar var alltaf jafn gott að vera. Þrátt fyrir aldurs- mun náðum við alltaf vel saman og gátum spjallað um allt milli him- ins og jarðar. Hafdís var okkur öll- um mikill og góður félagi, sem hægt var að leita til með hvað sem var. En nú eru þau öll tekin burt frá okkur á svo sviplegan hátt og eftir stendur stórt skarð sem aldrei verð- ur fyllt. En minningamar verða aldrei frá okkur teknar og veita okkur birtu og yl á sorgarstundu. Hví var þessi beður búinn, bamið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín!“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Elsku Þorsteinn, Guð hjálpi þér og styrki í sorg þinni og hjálpi þér til að ná fulluin bata sem fyrst svo þú getir komið í heimsókn til okkar í Mýrdalinn. Olafur, Bjarghildur, Karen Rut, Unna og Brynjar. „Drottinn elskar, - Drottinn vak- ir daga og nætur yfir þér.“ Þegar við erum ung, virðist lífið svo fullt af fyrirheitum og dauðinn víðs fjarri. í dag kveðjum við Haf- dísi frænku og kæra vinkonu, litla Halldór frænda og litla frænku, sem létust í hörmulegu bílslysi. Þegar fregnin barst urðu allir harmi slegn- ir. Þetta gat ekki verið satt. Drungi og sár söknuður gagntók hug okkar og hjarta. Þau öll horfin á braut, Hafdís í blóma lífsins með barn á leiðinni og „frændi" eins og dóttir mín kall- aði Halldór, kraftmikill fjörkálfur, ákafur að reyna allt, broshýr með rauðar eplakinnar og lítil stúlka sem átti allt eftir. Hafdís var uppáhalds frænka mín. Hlý, trygg og yndisleg mann- SJÁ NÆSTU SÍÐU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.