Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 58
58 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ eskja. Að fá hana í heimsókn fannst mér gott, líkt og hún væri litla syst- ir. „Frændi“ lék sér við dóttur mína, skemmtilegast fannst honum að leika sér með stóra bílinn og spar- aði hann ekki bílhljóðin. Það var oft eins og við værum stödd við mikla umferðargötu. Ég veit í hjarta mínu að Hafdís og bömin hennar eru nú hjá Guði. Kæri Steini, orð mega sín lítils i þínum mikla missi, orð sem hæfa virðast svo vandfundin. Missirinn er mikill, söknuðurinn og sorgin sár, það skarð sem nú er höggvið verður aldrei fyllt. Við biðjum Guð um styrk til handa Steina, Halldóri og Unnu, Þorkeli og Guðrúnu og öllum öðrum ástvinum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir ailt og allt. (V. Briem.) Blessuð sé minning þeirra. Þórey, Magnús og Kristín Heiða. Sem kona hún lifði í trú og tryggð, það tregandi sorg skal gjalda. Við ævinnar lok ber ást og dyggð sinn ávöxtinn þúsundfalda og ljós þeirra skín á hjartans hryggð svo hátt yfir myrkrið kalda. (E.B.) Eftirlifandi eiginmanni og föður, Þorsteini Þorkelssyni, svo og öðrum aðstandendum sendum við okkar dýpstu samúðarkveðjur vegna hins hörmulega fráfalls Hafdísar Hall- dórsdóttur og Halldórs B. Þor- steinssonar. F.h. Starfsmannafélags Búnað- arbanka íslands, Helga Thoroddsen. Okkur skortir orð til þess að lýsa harmi okkar við hið hörmulega frá- ''fall Hafdísar Halldórsdóttur, sem ásamt syni sínum og ófæddu barni lést í bílslysi á Hellisheiði 12. mars sl. En í sorg okkar koma fram fagrar minningar. Hafdís hóf störf í Háaleitisútibúi Búnaðarbanka íslands 1985, þá 19 ára gömul, en hún hafði áður unnið um hríð í útibúi Búnaðarbankans í Vík í Mýrdal. Það var dugnaðarleg, ung stúlka sem komin var til starfa og þegar kom í ljós að þessi nýi starfsmaður myndi skipa sér í röð bestu starfsmanna bankans. Hún var dugleg, samviskusöm og ábyrg í starfi. Með hlýlegri og rólegri framkomu sinni vann hún sér brátt traust og vináttu bæði samstarfs- manna og viðskiptavina. Hafdís vann ýmis störf í bankanum, þó lengst af í skráningu og bókhaldi, en þar hófst starf hennar og síðar bættist útlánadeildin við. Ekki sótt- ist Hafdís eftir frama í bankanum, en þegar staða fulltrúa í bókhalds- og lánadeild losnaði 1989 var hún hvött til að sækja um þá stöðu. Skömmu síðar leysti hún deildar- stjóra af í u.þ.b. eitt ár og það gjörði hún á sinn trausta og ábyrga hátt. Um svipað leyti og Hafdís hóf störf í Háaleitisútibúi kom til okkar ungur sumarmaður. Hann var sömu góðu kostunum gæddur og Hafdís og við samstarfsfólkið nutum þess í ríkum mæli að hafa þetta unga, efnilega fólk meðal okkar. Það ríkti fögnuður okkar á meðal er þetta glæsilega par gekk í hjónaband og við tókum þátt í þeirri gleði sem svo góðum ráðahag fylgir. Margar ánægjustundir áttum við með Haf- dísi og Halldóri Birki, syni þeirra Þorsteins, þegar þau mæðginin fóru að heimsækja okkur í útibúið. Hall- dór litli var einstaklega fallegt og broshýrt bam. í nóvember sl. fékk Þorsteinn stöðu skrifstofustjóra við útibú Búnaðarbankans á Selfossi og þau Hafdís keyptu sér hús þar. Hafdís hætti vinnu í Háaleitisútibúi um sl. mánaðamót og þau fluttu til Selfoss í marsbyijun. Hafdís var oft glettin og gaman- söm og hún sagði hreint út það sem henni fannst en ávallt þó svo að sárindi fylgdu ei. Hún var móðurleg og umhyggjusöm í garð allra er í kringum hana voru. Dauðinn er sár þegar við þurfum nú að sjá á bak ungri, fallegri og góðri konu og svo litla drengnum hennar með brosið sitt bjarta. Það er með sorg og söknuði sem við kveðjum þau. Við vottum Þorsteini, foreldrum, systkinum, tengdafor- eldrum og öllum öðrum ættingjum þeirra okkar dýpstu samúð og biðj- um Guð að styrkja þau öll og gefa Þorsteini heilsu, þrek og styrk. Faðir ljósanna, lífsins rósanna, lýstu landinu kalda. Vertu oss fáum, fátækum, smáum líkn í lífsstriði alda. (M. Joch.) Samstarfsfólk. Það sló okkur öll, skólasystkini Hafdísar, er við fréttum af sviplegu andláti hennar og sonar hennar. Við kynntumst henni veturinn 1983-84 í Lýðháskólanum í Skál- holti. Minningin um þann tíma er okkur afar kær. Þar var komið sam- an ungt fólk hvaðanæva af landinu, fjarri streitu nútímans, í kyrrðinni og rónni í Skálholti. Þar eyddum við saman öllum stundum sem ein stór fjölskylda þar sem hvert og eitt okkar hafði sitt fram að færa. Milli okkar sköpuðust sterk tengsl og náin kynni. Það er því sárt að sjá á eftir Hafdísi okkar í blóma lífs síns og mikill er söknuður eigin- manns Hafdísar og fjölskyldu henn- ar. Þeim vottum við okkar dýpstu samúð. Skólasystkini. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðs- ins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnar- stræti 85, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarn- ar i símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðs- ins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skímamöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmælisfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrit- uð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að diskling- ur fylgi útprentuninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tvíverknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í dag- legu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. VALGERÐUR ING VARSDÓTTIR + Valgerður fæddist í Laug- ardalshólum í Laugardal 14. des. 1908. Hún lést á Ljósheimum á Sel- fossi 21. mars síð- astliðinn. Foreldr- ar hennar voru Ingvar Grímsson bóndi í Laugar- dalshólum, f. 1867, d. 1940, og fyrri kona hans, Kristín Stefánsdóttir Stephensen, f. 1874, d. 1910. Tveggja ára gömul var Val- gerður tekin í fóstur að Skip- holti til móðursystur sinnar Þórunnar og manns hennar Guðmundar Erlendssonar og ólst hún þar upp. Vorið 1931 giftist hún Helga Jónssyni í Tungufelli, f. 22. apríl 1906, d. 17. júní 1945, og eignuðust þau tvö börn. Þau bjuggu í Tungufelli á meðan Helgi lifði, í tvíbýli á móti foreldrum og systkinum Helga. Börn Val- gerðar og Helga eru Guðrún, f. 1934, húsmóðir á Sandlæk, gift Erlingi Loftssyni bónda þar, og Siguijón, verkfræðing- ur í Reykjavík, f. 1937, kvænt- ur Hildi S. Arnoldsdóttur kenn- ara. Börn Guðrúnar og Erlings eru Helgi, f. 1956, d. 1981, Elín, f. 1959, Valgerður, f. 1963 og LANGRI ævi ér lokið, hún Vala amma er dáin á 87. aldursári. Hvfld- inni fegin eftir langa bið. Móðir ömmu, Kristín Stefáns- dóttir, dó frá sex börnum þegar hún var tæplega tveggja ára, yngst í hópnum. Var hún þá send í fóstur til móðursystur sinnar að Skipholti í Hrunamannahreppi. Þar ólst hún upp sem langyngsta barn fósturfor- eldra sinna við gott atlæti. Amma var hæglát en ákveðin dugnaðarkona frá fyrstu tíð, alin upp í því að vinna og bjarga sér bæði úti og inni. Hún sagði okkur oft sögur frá ýmsu úr bemsku sinni. Ömmu leið vel í Skipholti, heimilið var stórt, þar var alltaf margt vinnufólk og mikill gestagangur. Hún saknaði þess þó að geta ekki umgengist föður sinn og systkini meira. Hún lærði snemma að sitja hest og hefur greinilega þótt hafa kjark og dug til að bjarga sér. Hún sagði okkur t.d. þegar hún fór í sendiferð ríðandi langan veg austur að Laugum aðeins sjö ára gömul og frá smalamennskum í Skipholts- fjalli. Líka frá ullarþvotti í læknum þar sem ullin var breidd á hólinn og hvernig fólk hefði þurft „að vara sig á henni Kotlaugakeldu“ þegar farið var fram í hrepp. Á þessum tíma var farskóli í hreppnum. Um tíma dvaldi hún i Gröf hjá systur fósturföður síns. Þar eignaðist amma sína tryggustu vinkonu fyrir lífstíð, Eyrúnu sem enn á heima í Gröf. í Gröf komst hún fyrst í kynni við tónlist því þar var til orgel og oft spilað og sungið. Hún var alveg heilluð og þessar minningar voru einar af bestu bemskuminningum hennar. Áhugi á tónlist sem kvikn- aði þarna fylgdi henni alla tíð. Þeg- ar amma óx upp fór hún til Reykja- víkur um tíma til að læra sauma- skap. Sá lærdómur átti eftir að koma sér vel síðar á lífsleiðinni. Þegar amma var 23 ára gömul giftist hún Helga afa og flutti að Tungufelli, efsta bæ í Hrunamanna- hreppi þar sem styttra er til sjávar vestur í Hvalfjörð en að suður- ströndinni. Þar bjó fjölskyldan í nánu sambýli við_ foreldra Helga, afa og systkini. I Tungufelli var burstabær og höfðu þau og börnin þeirra tvö litla íbúð, tvö lítil her- bergi, eldhús með kolaeldavél og búr. Eina upphitunin var kolaofn í öðru herberginu og fátt um þæg- indi sem nú þykja sjálfsögð. Raf- Loftur, f. 1968. Börn Siguijóns og Hildar eru Helga Guðrún, f. 1969, og Hjalti, f. 1976. Son- ur Siguijóns og Val- gerðar K. Gunnars- dóttur er Magnús, f. 1963. Barna- barnabörn Valgerð- ar eru sex. Haustið 1945 brá Valgerður búi og fluttist frá Tungufelli með börn sín, fyrst að Gröf til æskuvin- konu sinnar Eyrún- ar Guðjónsdóttur og manns hennar Emils Ásgeirssonar, en ári síðar að Flúðum. Hún var um árabil matráðskona í barnaskólum, fyrst í Ásaskóla og síðan á Flúðum, en vann annars ýmis störf, bæði austan fjalls og í Reykjavík. f nokkur ár hélt hún heimili með syni sínum í Reykjavík og studdi hann til náms, en átti annars lengst af heima á Sandlæk hjá dóttur sinni og tengdasyni. Vegna heilsubrests þurfti hún að dvelja á hjúkrunarheimili nokkur síðustu árin, fyrst á Blesastöðum en síðustu árin á Ljósheimum. Útför Valgerðar fer fram frá Hrunakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.00. Jarð- sett verður í Tungufelli. magn og sími komu ekki fyrr en löngu síðar. Amma og afi bjuggu fjárbúi og notuðu m.a. fyárhús inni á Tungufellsdal, í Skógarkoti. Afi þótti mikill fyármaður. Sjálfur átti hann oftast um 100 fjár og allar kindur á bænum, bæði sínar eigin og annarra, þekkti hann með nafni. Þau áttu fjórar kýr í fjósi sem var sameign bændanna og það var hlut- verk ömmu að mjólka þær. Þau áttu góða hesta og talaði amma oft um Berg og Móaling. Stundum reið amma í söðli og reiddi bömin sín þannig þegar á þurfti að halda. Hún keypti orgel og lærði nótur og kenndi börnunum. í Tungufelli er lítil og nett bændakirkja sem var sóknarkirkja Tungufellssóknar í búskapartíð afa og ömmu. Á altar- inu er dúkur, verk ömmu sem hún saumaði og gaf í minningu afa. Amma naut afa aðeins í 14 ár. Hún varð ekkja 36 ára gömul, börn- in voru átta og tíu ára gömul. Þá flutti amma fram í hrepp, fyrst að Gröf og síðan að Flúðum, litla hús- inu austan við gamla skólann sem þá var. Það skipti hana öllu máli að geta haldið fy'ölskyldunni saman, svo börnin hennar þyrftu ekki að reyna það sama og hún við móður- missinn forðum. Amma vann fyrir sér og börnun- um sínum með ýmsu móti næstu árin og studdi þau til náms, bæði í landspróf, síðan dótturina í hús- mæðraskóla og soninn í mennta- skóla og háskóla. Amma gegndi mörgum störfum þessi ár. Fyrst vann hún við sauma og stundum pijónaskap. I mörg ár var hún matráðskona í heimavistarskólun- um á Flúðum og í Ásaskóla á þeim tímum sem starfsmenn skólanna voru aðeins tveir, kennarinn og matráðskonan. Frá þeim tíma átti amma marga vini úr hópi barnanna sem nutu umhyggju hennar. Síðar vann hún á barnaheimili Rauða krossins í Laugarási, var matráðs- kona kirkjusmiðanna í Skálholti og gangastúlka á sjúkrahúsinu á Sel- fossi svo fátt eitt sé nefnt. í mörg sumur var hún í kaupavinnu í Há- holti hjá Filippusi mági sínum og Völu konu hans sem var mikil vin- kona hennar. Börnin fylgdu henni. í Háholti áttu þau síðar heimili þangað til dóttirin stofnaði sitt eig- ið og sonurinn var kominn í há- skóla og hún flutti með honum um tíma til Reykjavíkur. Á fyrstu búskaparárum foreldra okkar á Sandlæk átti hún herbergi hjá okkur þótt hún sækti vinnu sína annað. Þegar sonurinn kom heim úr námi árið 1963 flutti hún aftur suður og héldu þau heimili saman þar til hann fór að búa árið 1969. I Reykjavík bjó hún um tíu ár. Hún vann lengst af á prjónastofunni Iðunni en síðar sem húshjálp, bæði sem barnfóstra og við ummönnun aldraðra kvenna. Við munum fyrst eftir Völu ömmu sem „ömmu í Reykjavík", eins og við kölluðum hana til að- greiningar frá föðurömmunni sem bjó ásamt föðurafanum á neðri hæðinni á Sandlæk. Við nutum þeirra forréttinda að alast upp sem þriðja kynslóðin í húsinu og að því búum við alla tíð. Afi og ömmurnar voru jafn sjálfsagður hluti tilver- unnar og foreldrarnir. Þetta voru allt sterkir persónuleikar þótt ólík væru um margt og áttu örugglega sinn þátt í að móta okkur ekki síð- ur en foreldrarnir til þess sem við erum í dag. Að hafa skilning á hvernig lífsbarátta þeirra skapaði okkur þau skilyrði sem við lifum við í dag. Að kunna að meta bæk- ur, að hafa gaman af tónlist, hafa gaman af því að ferðast og skoða landið, njóta náttúrunnar og bera virðingu fyrir henni. Allt eru þetta þættir sem einkenndu persónu Völu ömmu. Amma var tæplega fimmtug þeg- ar fyrsta barnabarnið á Sandlæk fæddist. Fyrstu ferðimartil Reykja- víkur voru tengdar heimsókn til hennar. Einni ömmustelpunni þótti ógerlegt að finna hana í allri ljósa- dýrðinni sem blasti við af Ártúns- brekkubrúninni og annarri að ferðin til ömmu væri orðin nógu löng þeg- ar ljósin í Hveragerði blöstu við úr Ölfusinu. Þessar Reykjavíkurferðir voru sveipaðar dýrðarljóma og harla ólíkar þeim sem við förum í dag. Að fara á róló, að kaupa sér sjálfur eitthvað í búðinni, að velja í bakarí- inu, að fá heitt súkkulaði úr rós- óttri könnu, ganga í fjörunni við Ægissíðuna og skoða bárujárns- vegginn við Melavöllinn. Allt var þetta jafn spennandi. Eldri bróðir okkar sem nú er dáinn dvaldi hjá ömmu vetrarlangt þegar hann gekk í skóla við sitt hæfi 11 ára gamall. Hann þótti öfundsverður af því að njóta þeirra forréttinda að vera hjá ömmu og Sigga á Lynghaganum og geta farið á róluvöllinn þegar hann lysti. Vala amma flutti alkomin á heimili okkar þegar hún var komin á áttræðisaldur og það yngsta okk- ar var um þriggja ára. Þá voru mjaðmirnar farnar að slitna og tími til kominn að hún gæti farið að eiga náðugri daga. í herberginu hennar héngu margar myndir á veggjunum, m.a. teikning af Bergi, gæðingnum frá því í Tungufelli og önnur sem hún hafði saumað af bænum og kirkjunni í Tungufelli og sú þriðja af Brúarhlöðum. Fal- legar styttur og stofuklukka á skápnum. Þar voru skápar fullir af bókum, örugglega 200-300 bindi, sem ekki var ónýtt að komast í, sérstaklega þessa um hestana. Einnig fylgdi henni ömmu pijóna- vél, mikil gersemi og orgelið hennar frá Tungufelli hafði staðið í stof- unni á loftinu frá því við mundum eftir okkur. Á það æfðum við okkur þegar við komumst á þann aldur að geta lært að spila. Við munum alla tíð eftir Völu ömmu með mjúka andlitsdrætti og langa fléttu sem með árunum varð silfurgrá og var ýmist vafin um höfuðið eða í hnút í hnakkanum, svona eins og ömmur áttu að vera í okkar augum. Þegar hún hafði mest við klæddist hún upphlut eða peysufötum. Hún var hljóðlát en gat samt hlegið lengi og innilega og raulaði gjarnan fyrir munni sér. Hún bar mikla umhyggju fyrir bæði mönnum og málleysingjum, það var sama hvort hún vermdi á okkur kaldar hendurnar eða reyndi að koma lífi í köld lömb á sauðburð- inum. Hún fylgdist með því að við færum okkur ekki að voða, bað okkur að girða nú nógu vel áður en við settumst í hnakkinn og alltaf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.