Morgunblaðið - 01.04.1995, Qupperneq 61

Morgunblaðið - 01.04.1995, Qupperneq 61
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 61 MINNINGAR MARGRET JÓNSDÓTTIR + Margrét Jónsdóttir fæddist á ísafirði 17. október 1920. Hún lést á Vifilsstöðum 10. mars síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Hveragerðis- kirkju 18. mars. Á SUMARDAGINN fyrsta var Garðyrkjuskóli ríkisins á Reykjum í Ölfusi settur í fyrsta sinn. Rúm- lega tuttugu manns höfðu sótt um að hefja garðyrkjunám við hinn nýstofnaða skóla. Þetta var nú ekki fjölmennur flokkur, en mátti þó ekki stærri vera fyrir hin takmörk- uðu húsakynni skólans. Það var hvort tveggja í senn með eftirvæntingu og tilhlökkun sem ég beið þess að kynnast þessu unga fólki, sem ég átti eftir að deila heim- ili með næstu tvö árin, ef allt færi svo sem ætlað var. Það kom svo í ljós, þegar við hittumst, að þriðj- unginn af þessum væntanlegu skólasystkinum mínum þekkti ég áður og mátti það heita merkileg tilviljun. Tveir piltarnir voru skóla- bræður mínir úr Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal. Önnur fimm voru skólasystkini mín úr Héraðs- skólanum á Laugarvatni. Öll þekkti ég þau að góðu einu og hugði gott til endurfundanna. Og vel hugnuð- ust mér hin, sem ég sá nú í fyrsta sinn. Lítið jafnræði var þarna með kynjum því í þessum hópi voru að- eins þijár stúlkur. Ein af þeim var Margrét Jónsdóttir frá ísafirði, hún Magga, eins og við vinir hennar nefndum hana ætíð síðan. Og ég varð svo sannarlega ekki fyrir von- brigðum með þessi væntanlegu skólasystkini. Þetta var frá upphafi ákaflega samhentur hópur. Um hann á ég ekkert nema góðar minn- ingar. Auðvitað vorum við öll komin að Reykjum fyrst og fremst til þess að læra garðyrkjustörf, utan húss sem innan. Þar var Magga engin undantekning, enda reyndist þessi hugþekka ísafjarðarmær afburða- góður og samviskusamur nemandi. En hún reyndist líka eiga annað erindi að Reykjum og ekki ómerk- ara. Einn af námssveinunum hét Skafti og var Jósefsson, prestssonur frá Setbergi í Grundarfirði. Áhuga- mál okkar Skafta fóru um flest saman og ég held ég megi segja að við höfum orðið mjög nánir vin- ir. Síðsumarkvöld eitt sátum við inni í setustofu og bar að venju margt á góma. Allt í einu segir Skafti: „Ég skal segja þér það vin- ur, að ég er trúlofaður." Þetta þóttu mér óvænt tíðindi og merkileg. Ég hafði nefnilega aldrei séð nein teikn, sem bentu til þess að þannig væri komið fyrir Skafta vini mínum. Ég kunni ekki við að spyija hver væri sú „lukkulega“, taldi líka víst, að ég væri litlu nær þótt Skafti segði mér deili á henni. „Þú þekkir nú stúlkuna mína,“ sagði Skafti. Og nú fór málið að verða dularfullt því ekki gat ég með nokkru móti áttað mig á því hver af þeim stúlkum, sem ég þekkti, gæti verið kærastan hans Skafta. Én hann lét mig ekki lengi velkjast í vafa. „Það er hún Magga,“ sagði hann, „en við skul- um nú samt ekkert vera að hafa orð á þessu í bili.“ Nú var ég ekki í neinum vafa um við hvaða Möggu væri átt og óskaði yini mínum inni- lega til hamingju. Ég býst ekki við að neitt okkar skólasystkinanna hafi nokkru sinni séð eftir þeim tíma, sem við eyddum á Reykjum. Allra síst þau Skafti og Magga. Þar fundu þau svo sannarlega sína lífs- hamingju. Þau voru fljót að líða þessi ár og svo dreifðumst við hvert í síná áttina. Kannski hefur það eitthvað vafist fyrir okkur sumum hvað við tæki að námi loknu og í bili missti ég eiginlega sjónar af þeim Skafta og Möggu. En svo frétti ég að þau hefðu slegið tjöldum í Hveragerði og þar var ekki tjaldað til einnar nætur. Þarna höfðu þau orðið sér úti um land, byggt smekklegt íbúð- arhús og komið síðan á fót garð- yrkjustöð. Þarna var þá komin Heiðmörk 39. Og þar stóð heimili þeirra upp frá því. Og það varð einn- ig með vissum hætti eins konar heimili okkar allra, gömlu skóla- systkinanna, þegar svo bar við að okkur, fleiri eða færri, gafst tæki- færi til þess að hittast. Þá var venj- an að mæla sér mót hjá þeim Möggu og Skafta. Möggu og Skafta, segi ég, því að þau voru ævinlega nefnd samtímis. Á þeirra fallega heimili beið okkar alltaf opið hús. Og aldrei kom til mála að sneiða þar hjá garði ef annars var nokkur kostur. Skafti andaðist hinn 28. nóvem- ber 1993. Magga bjó áfram í Heið- mörkinni. Hún hafði átt við heilsu- brest að stríða um skeið. Seinast hitti ég hana sl. sumar við afhjúpun minnisvarðans um skólastjórahjón- in á Reykjum, Unnstein heitinn Ólafssonar og frú Elnu. Þá lét hún nokkuð vel af heilsufarinu, enda ekki kvartsár. Áður en heim var haldið komum við að venju, skóla- systkinin, saman í Heiðmörkinni og áttum þar enn eina samverustund, sem ekki gleymist. En nú vantaði Skafta. Og þó. Var hann ekki þarna meðal okkar eins og jafnan áður þótt ósýnilegur væri? Einhvern veg- inn fannst mér það. Og svo kom seinasta kveðjan frá henni um jólin. Og nú er hún Magga farin til fund- ar við Skafta. Kannski bíður hennar þar önnur Heiðmörk. Trúlega verð- ur þeim þá tíðförult þangað, sem horfnir eru úr gamla hópnum. Um viðtökurnar þarf ekki að spyija. Við þökkum þér svo af alhug allar samverustundirnar. Minning- arnar um þær eru okkur, gömlu skólafélögunum, dýrmæt eign. Magnús H. Gíslason. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æski- legt, að disklingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-texta- skrár. Ritvinnslukerfin Word og Word- perfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins á netfang þess Mbl@centrum.is en nánari upplýs- ingar þar um má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Höf- undar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. LARA SIGRIÐUR SIG URÐARDÓTTIR + Lára Sigríður Sigurðardóttir fæddist á Hjallanesi í Landsveit 14. nóv- ember 1915. Hún lést á Landspítalan- um 24. mars síðast- liðinn og fór útför hennar fram frá Áskirkju í gær. HUN mamma er farin frá okkur eftir erfið veikindi. Fyrir 15 árum fékk hún þann sjúkdóm, sem flestir skelfast mest og fór í erfiðan uppskurð. Mamma var trú- uð kona, sem trúði og treysti á Guð, það hjálpaði henni og varð hennar hjálparhella. Fjórum árum eftir uppskurðinn fer hún í læknis- skoðun og reyndist sjúkdómurinn hafa tekið sig upp aftur. Vilja- styrkurinn var mikill og lífslöngun- in sterk. Aldrei sá ég henni bregða. Við þessa fregn yrkir hún kvæðið Von: Ég krýp við klæðafaldinn þinn, kem þar með bænir mínar, og legg þær, ljúfi Drottinn minn, [ líknarhendur þínar. Ó, gefðu mér veikri von og trú ó, veittu mér náðina þína. Með blæju miskunnar breiðir þú á brestina stóru mína. Ó, gefðu mér lífsins ljósið milt er lýsi á dimmum vegi og dæmdu mér dýrðarriki þitt, Drottinn, á efsta degi. Ef einhver átti um sárt að binda, var mamma alltaf til staðar og leituðu margir til hennar. Um tíma starfaði hún með kvenfélagi Laugarnes- sóknar, og átti þar góða vini, sem héldu tryggð við hana. Hún var vel hagmælt, og kom ljóðabókin Blá- þræðir út fyrir þremur mánuðum. Pabbi og mamma voru dugleg að ferðast til útlanda og voru farnar margar ferðir. Þá voru vinum og barnabörnum alltaf færðar gjafir. Hún lét sér mjög annt um barna- börnin og átti alltaf fallegt bros og sælgætismola handa þeim. Listræn var hún í sér og eru til margir fallegir munir, sem geyma minningu hennar. Síðustu árin varð hún að fara í eftirlit á tveggja mánaða fresti á Landspítalann og banalegan var þar á deild 11-E. Þar er einstakt starfsfólk og fannst henni allt of mikið fyrir sér haft. Ég minnist hvað mamma sárþjáð brosti við starfsfólkinu. Ég hef ekki séð fal- legra bros. Ef hún var spurð hvern- ig henni Iiði, sagði hún alltaf að sér liði vel. Það sýnir hvað vilja- styrkurinn var mikill. Þessar fáu línur eru aðeins lítið brot, sem kemur upp í hugann. Við minnumst hennar ævinlega sem heiðarlegrar, viljafastrar og góðrar eiginkonu, móður og ömmu. Minningarnar eru það dýrmætasta sem við eigum. Elsku pabbi, þú sem varst svo natinn við mömmu, Guð styrki þig. Lýður Guðmundsson. Þessi grein átti að birtast í Morgunblaðinu í gær með öðr- um minningargreinum um Láru Sigríði, en varð útundan vegna mistaka í vinnslu. Til höfunda greina TÖLUVERÐUR fjöldi aðsendra greina bíður nú birtingar í Morgun- blaðinu. Til þess að greiða fyrir því að biðtími styttist og greinar birtist skjótar en verið hefur um skeið, eru það eindregin tilmæli Morgunblaðsins til greinahöfunda, að þeir skrifi að jafnaði ekki lengri greinar en sem nemur tveimur A-4 blöðum með mesta línubili. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vélrituð og vel frá gengin. Ákjósanlegast er að fá greinarnar jafnframt sendar á diskl- ingi, þ.e. að blaðinu berist bæði handrit og disklingur. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og WordPerfect einnig nokkuð auðveld úrvinnslu. Þeir, sem þess óska, geta fengið disklingana senda til baka. Merkið disklingana vel og óskið eftir endursendingu. Ritstj. t Elskulegur eiginmaður, faðir okkar, tengdafaðir, bróðir og afi, MAGNÚS EINARSSON kennari frá Laxnesi, til heimilis í Hjaltabakka 12, er lést í Landspítalanum 28. mars, verð- ur jarðsunginn föstudaginn 7. apríl. Athöfnin fer fram frá Fossvogskirkju kl. 13.30. Jarðsett verður í Gufuneskirkjugarði. Ingibjörg Sveinsdóttir, Sveinn E. Magnússon, Guðrún Guðmundsdóttir, Sigurbjörg I. Magnúsdóttir, Kristinn R. Jóhannsson, OddnýS. Magnúsdóttir, Ingimundur Guðmundsson, Einar Magnússon, Margrét Steingrímsdóttir, Helga Magnúsdóttir, Margrét Einarsdóttir og barnabörn. t Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGÓLFS INGVARSSONAR frá Neðri-Dal, til heimilis á Hvolsvegi 9, Hvolsvelli. Sérstakar þakkir til starfsfólks á Sjúkra- húsi Suðurlands. Þorbjörg Eggertsdóttir, Ingvar Ingólfsson, Helga Fjóla Guðnadóttir, Lilja Ingólfsdóttir, Viggó Pálsson, Þórhallur Guðjónsson, Tryggvi Ingólfsson, Elísabet Andrésdóttir, Ásta Gréta Björnsdóttir, Baldvin Ólafsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNU ELÍSABETAR GUÐMUNDSDÓTTUR, siðast til heimilis á Hrafnistu í Reykjavík, (áður Hátúni 8, Reykjavík). Eiður Steingrímsson, Soffía G. Þorsteinsdóttir, Rósa Sólveig Steingrimsdóttir, Már Þorvarðarson og barnabörn. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför móður minnar, ömmu og langömmu, ÓLAFAR G. JAKOBSDÓTTUR, vistheimilinu Seljahlíð. Jakobfna G. Finnbogadóttir, Nanna D. Björnsdóttir, Ólöf G. Björnsdóttir, Vigfús Árnason, Sveinbjörn E. Björnsson, Ase Gunn Björnsson, Helga Lilja Björnsdóttir, Tryggvi Agnarsson, Guðrún Þ. Björnsdóttir, Halldór R.Á. Reynisson og barnabarnabörn. t Þakka auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og jarðarför eigin- konu minnar, ÓLI'NU JÓNSDÓTTUR, Brekkuvegi 3, Seyðisfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks handlæknisdeildar Fjórðungs- sjúkrahúss Akureyrar. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd aðstandenda, Filippus Sigurðsson. t Innilegar þakkir til allra þeirra, er sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, RAGNHILDAR ÁSTU GUÐMUNDSDÓTTUR Ijósmóður, Götu, Hvolhreppi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Ljós- heima og Víðihlíðar fyrir einstaka alúð og umhyggju. Ástríður Jónsdóttir, Guðmundur S. Guðmundsson, Bjarghildur Jónsdóttir, Helgi Einarsson, Guðni Vignir Jónsson, Þórunn B. Björgvinsdóttir, Ómar Jön Árnason, barnabörn og barnabarnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.