Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 70
70 LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MESSUR Guðspjall dagsins: Gabríel engill sendur. (Lúk. 1.) ASKIRKJA: Barnaguðsþjónusta kl. 11.00. Ferming og altarisganga kl. 14.00. Árni Bergur Sigurbjörnsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Barnamessa í Bú- stöðum kl. 11.00. Fermingarguðs- þjónusta kl. 10.30 og kl. 13.30. Pálmi Matthíasson. DÓMKIRKJAN: Fjölskylduguðsþjón- usta kl. 11. Prestur sr. Jakob Á. Hjálm- arsson. Barnastarf í safnaðarheimilinu kl. 11.00 og í Vesturbæjarskóla kl. 13.00. Messa kl. 14.00. Prestur sr. Hjalti Guðmundsson. Ræðumaður Sigurður A. Magnússon, rithöfundur. Einsöngur Elín Ósk Óskarsdottir, . óperusöngkona. Dómkórinn syngur. Organisti Marteinn H. Friðriksson. Kaffisala KKD (Kirkjunefndar kvenna Dómkirkjunnar) í safnaðarheimilinu að messu lokinni. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guðsþjón- usta kl. 10.00. Sr. Gylfi Jónsson. Org- anisti Kjartan Ólafsson. GRENSÁSKIRKJA: Fermingarmessur með altarisgöngu kl. 10.30 og kl. 14.00. Prestur sr. Halldór S. Gröndal og Kjartan Örn Sigurjónsson. Organ- isti Árni Arinbjarnarson. HALLGRÍMSKIRKJA: Fræðslustund kl. 10.00. María Guðsmóðir í lúterskri kirkju, sr. Karl Sigurbjörnsson. Barna- samkoma og messa með altarisgöngu kl. 11.00. Organisti HörðurÁskelsson. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kl. 17.00. Sjö orð Krists á krossinum. Mótettu- kór Hallgrímskirkju syngur. Stjórnandi Hörður Áskelsson. Prófessor Hans- Dieter Möller leikur af fingrum fram á orgel Hallgrímskirkju. Heimir Pálsson cand. mag. les úr Passíusálmunum. LANDSPÍTALINN: Messa kl. 10. Sr. Bragi Skúlason. HÁTEIGSKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.00. Messa kl. 14.00. Bisk- up íslands hr. Ólafur Skúlason heim- sækir söfnuðinn ásamt sr. Ragnari F. Lárussyni, prófasti. Organisti Pavel t Manasek. Prestarnir. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkja Guð- brands biskups. Fermingarmessa kl. 10.30. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Kór Langholtskirkju syng- ur. Organisti Jón Stefánsson. Sunnu- dagaskóli kl. 11.00 í umsjá Hauks I. Jónassonar. LAUGARNESKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 11.00. Ólafur Jóhannsson. NESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11.00. Opið hús frá kl. 10.00. Munið kirkjubíl- inn. Fermingarmessur kl. 11.00 og kl. 14.00. Prestarnir. SELTJARNARNESKIRKJA: Messa kl. 11.00. Prestur sr. Solveig Lára Guð- mundsdóttir. Organisti Vera Gulasci- ova. Barnastarf á sama tíma í umsjá Elínborgar Sturludóttur og Sigurlinar -Vvarsdóttur. ÁRBÆJARKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 11. Altarisganga. Organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Prestarnir. BREIÐHOLTSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Fermingarguðsþjón- usta kl. 13.30. Ath. breyttan messu- tíma. Organisti Daníel Jónasson. Sam- koma ungs fólks með hlutverk kl. 20. Gísli Jónasson. DIGRANESKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Þorbergur Kristjánsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Barna- guðsþjónusta kl. 11. Umsjón Ragnar og Ágúst. Fermingarguðsþjónusta kl. 14. Prestur sr. Guðmundur Karl Ág- .ústsson. Organisti Lenka Mátéová. Prestarnir. GRAFARVOGSKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Umsjón: Valgerður, Hjörtur og Rúna. Fermingarguðsþjón- usta kl. 13.30. Organisti Bjarni Þór Jónatansson. Vigfús Þór Árnason. HJALLAKIRKJA: Barnasamkoma kl. 11 í umsjá Vigfúsar og Þórunnar. For- eldrar eru hvattir til þátttöku með bömum sínum. Fermingarmessa kl. 13.30. Organisti Oddný Þorsteinsdótt- ir. Kristján Einar Þorvarðarson. KÓPAVOGSKIRKJA: Fermingarguðs- þjónusta kl. 11. Organisti Örn Falkner. Barnastarf í safnaðarheimilinu Borgum á sama tíma. Ægir Fr. Sigurgeirsson. SELJAKIRKJA: Laugardagur: Barna- guðsþjónusta kl. 11. (Ath. breyttan dag). Sunnudag: Fermingarguösþjón- ustur kl. 10.30 og kl. 14. Organisti Kjartan Sigurjónsson. Sóknarprestur. FRÍKIRKJAN, Rvík: Barnaguðsþjón- usta kl. 11.15. Messa kl. 14. Organ- ’ísti Pavel Smid. Cecil Haraldsson. KRISTSKIRKJA, Landakoti: Hámessa kl. 10.30. Messa kl. 14. Ensk messa kl. 20. Laugardaga messa kl. 14. Aðra rúmhelga daga messur kl. 8 og kl. 18. SÍK, v/Holtaveg: Síðasta samkoma á Kristniboðsviku í kvöld kl. 20.30 við Holtaveg. Ræðumaður: Skúli Svavars- son. Söngur: Helga Vilborg og Agla Marta. Ég sný ekki aftur - Hrönn Sig- urðardóttir. Ómo Rate. MARÍUKIRKJA, Breiðholti: Messa kl. 11. Alla rúmhelga daga messa kl. 18.30. HVÍTASUNNUKIRKJAN Fíladelfía: Brauðsbrotning kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Almenn samkoma kl. 16.30. Ræðumaður Don Dohm frá Bandaríkjunum. Fíladelfíukórinn syng- ur. Barnasamkoma og barnagæsla á sama tíma. HJÁLPRÆÐISHERINN: Fjölskyldu- samkoma kl. 11. Ann Merethe og Elsa- bet stjórna og tala. Hjálpræðissam- koma kl. 20. Ingibjörg og Óskar Jóns- son stjórna og tala. FÆR. sjómannaheimilið: Samkoma sunnudag kl. 17. MOSFELLSPRESTAKALL: Ferming- arguðsþjónustur í Lágafellskirkju kl. 10.30 og kl. 13.30. Barnastarf í safnað- arheimilinu kl. 11. Jón Þorsteinsson. GARÐAKIRKJA: Fermingarguðsþjón- ustur kl. 10.30 og kl. 14. Sunnudaga- skóli í Kirkjuhvoli kl. 13. Bragi Friðriks- son. VÍÐISTAÐAKIRKJA: Fjölskylduguðs- þjónusta kl. 14. Fimm ára börnum sérstaklega boðið til guðsþjónustunn- ar og fá þar afhenta bókina Kata og Óli fara í kirkju. Sigurður Helgi Guð- mundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Ferming- armessur kl. 10.30 og kl. 14. Org- anisti Helgi Bragason. Gunnar Gunn- arsson leikur á flautu. Báðir prestarnir þjóna. FRÍKIRKJAN, Hafnarfirði: Barnasam- koma kl. 11. Fermingarmessa kl. 13.30. Einar Eyjólfsson. KAPELLA St. Jósefssystra, Garðabæ: Þýsk messa kl. 10. JÓSEFSKIRKJA, Hafnarfirði: Messa kl. 10.30. Rúmhelga daga messa kl. 18. KARMELKLAUSTUR: Messa sunnu- daga kl. 8.30. Aðra daga kl. 8. Allir velkomnir. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Ferming- armessa sunnudag kl. 10.30. Organ- isti Steinar Guðmundsson. Baldur Rafn Sigurðsson. KÁLFATJARNARKIRKJA: Kirkjuskóli í dag, laugardag, kl. 11 í Stóru-Voga- skóla. Bragi Friðriksson. KAÞÓLSKA kapellan, Keflavík: Messa kl. 14. HVALSNESKIRKJA: Fermingarmessa sunnudag kl. 14. Organisti Gróa Hreinsdóttir. Baldur Rafn Sigurðsson. HVERAGERÐISKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. Messa kl. 14. Bjarni Eiríkur Sigurðsson djákni, prédikar. Tónlist: Messa eftir Frans Schuþert. Organisti Björg Hreinsdóttir. Fram- bjóðendum til alþingiskosninga er sér- staklega boðið til messunnar og þá fyrst og fremst þeim er bjóða sig fram í Suðurlandskjördæmi. Tómas Guð- mundsson. STOKKSEYRARKIRKJA: Barnaguðs- þjónusta kl. 11. GAULVERJABÆJARKIRKJA: Messa kl. 14. STÓRÓLFSHVOLSKIRKJA, Hvols- velli: Kirkjuskóli í dag, laugardag, kl. 11. Sigurður Jónsson. ODDASÓKN: Sunnudagaskóli í Grunn- skólanum á Hellu sunnudag kl. 11. Sigurður Jónsson. LANDAKIRKJA, Vestm.eyjum: Sunnu- dagaskóli í Landakirkju kl. 11. Sunnu- dagaskóli á Hraunbúðum kl. 13.15. Almenn guðsþjónusta kl. 14. Barna- samvera í safnaðarheimilinu meðan á prédikun stendur. Messukaffi. Ungl- ingafundur KFUM og K, Landakirkju kl. 20.30. AKRANESKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta í kirkjunni. í dag, laugardag, kl. 11. Stjórnandi Sigurður Grétar Sig- urösson. Kirkjuskóli yngstu barnanna í safnaðarheimilinu kl. 13. Stjórnandi Axel Gústafsson. Fermingarguðsþjón- ustur sunnudag kl. 11 og kl. 14. Altaris- ganga fermingarbarna og aðstand- enda mánudag kl. 19.30. Björn Jóns- son. BORGARPRESTAKALL: Barnaguðs- þjónusta verður í Borgarneskirkju kl. 11.15. Messa kl. 14. Föstumessa mið- vikudagskvöldið 5. apríl kl. 21 í Borgar- neskirkju. Árni Pálsson. I DAG VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 14-16 frá mánudegi til föstudags Hjört og Gurrí aftur - Takk Tapað/fundið AÐALSTÖÐIN hefur lengi sinnt hinni „gleymdu" kyn- slóð, bæði hvað varðar efni og lagaval, en nú tröllríða dagskránni einhverskonar eilífðar-, sjálfshjálpar- og sjálfsvorkunnarþættir. A hvetjum einasta 'morgni eru þættir á andlegum nótum þar sem fólk fær stundum að hringja inn og tjá sig um andlegt ástand sitt og fleiri áhugaverð mál því tengd. Þetta tekur sig svo aftur upp síðla dags en þá skell- ur á annar „andlegur" þáttur, sem er þó allt eins veraldlegur og andlegur, því í honum er keppst er við að auglýsa ákveðna verslun í Borgarkringl- unni. Það er til fullt af fólki sem hefur alveg eins mik- inn áhuga á því hvað er að gerast á jörðu niðri og því sem er að gerast þarna „fyrir handan“. Þættir Hjartar og Gurr- íar voru á „mannlegu" nótunum án þess að vera þessi vælulega síbylja þar sem lesið er beint upp úr bókum og einu viðmælend- urnir eru sálfræðingar, „heilarar", miðlar eða ann- að andans fólk. Albert Ágústsson bjarg- ar því sem bjargað verður eftir hádegið en hann er oft með ágæta þætti eftir hádegi. Hjörtur og Gurrí hafa hvílt sig nóg. Við viljum þau aftur! Takk. Tvær á „besta aldri“ Armband fannst GULLARMBAND fannst í göngugötunni í Mjódd í desember. Upplýsingar í síma 71636. íþróttataska tapaðist BLÁ íþróttataska sem innihélt m.a. sundgler- augu, húfu og sjóngler- augu tapaðist fyrir nokkru. Finnandi vinsamlega hringi í síma 46218. Barnaföt í plastpoka BARNAFÖT sem voru i hvítum plastpoka hrukku upp úr kviklæstu skotti á bíl á leiðinni frá Reykjavík í Mosfellsbæ sl. sunnudag. í pokanum var einnig loð- dýr, svokölluð monsa, sem eigandinn, 8 ára stúlka, saknar ákaflega sárt. Hafi einhver fundið pokann er hann vinsamlega beðinn um að láta vita í síma 95-12659. Næla tapaðist GULLNÆLA tapaðist á Hótel Sögu laugardaginn 11. mars. Skilvís finnandi vinsamlega hringi í síma 624855 og er fundarlaun- um heitið. Gæludýr Læða fæst gefins EINS og hálfs árs blíð og góð læða fæst gefins á gott heimili. Upplýsingar í síma 675404. Með morgunkaffinu Áster . . . að fara aldrei að sofa á þess að kyssa hvort anrtað góða nótt. TM Reg. U.8. P«. Off — U rigbt* ra«erved (c) 1006 Lo« Ang*to* Tlm®» SyncScato GÓÐAN dag. Get ég fengið samband við dýrasálfræðinginn? BRIDS llmsjön (iuömundur Páll Arnarson HINDRUNARSAGNIR eru alltaf erfiðar viðfangs, en NS hefðu þó átt að leysa vandann í spili dagsins: Vestur gefur; enginn á hættu. Norður ♦ ÁK V ÁK984 ♦ DG762 ♦ 10 fyrirstöðusögnum ætti síð- an að vera hægt að stansa í 5 spöðum. Hvað sem sögnum líður er vandamál suðurs að spila 6 spaða. Hann vinnur hálf- an sjgur þegar vestur kem- ur út með lauf. Hvernig er best að spila? Sagnhafi verður að gefa sér að vestur sé með ein- spil í spaða og háspil annað í hjarta. Hann tekur einu sinni tromp og leggur svo niður ÁK í hjarta. Suður DG10984 106 Norður ♦ ÁK V ÁK984 ♦ DG762 ♦ 10 ♦ 104 ♦ ÁKD Vestur ♦ 5 V G2 |1 Austur ♦ 7632 ¥ D753 Vestur Norður Austur Suður ♦ K3 ♦ Á985 3 lauf Pass Dobl Pass 6 spaðar Allir pass 5 spaðar ♦ G9765432 * 8 Útspil: laufsjö. Þótt stökk suðurs í 5 spaða sé í harðara lagi, er þó úttektardobl norðurs verra. Þijú hjörtu er betri sögn, enda býður doblið heim þeirri hættu að mak- ker segi 4 spaða með íjór- lit. Suður myndi svara þremur hjörtum með þrem- ur spöðum og þá gæti norð- ur stungið upp á spaða- slemmu með 4 laufum. Með Suður ♦ DG10984 T 106 ♦ 104 + ÁKD Hjartaníunni er síðan spilað og tígli hent heima ef austur fylgir með smá- spili. Leggi austur drottn- inguna á, fer sagnhafi inn í borð á spaðakóng til að taka fríslaginn á hjartaáttu. Víkveiji skrifar... FRAMBOÐSFUNDURINN, sem sýndur var í fyrrakvöld á Stöð 2 var um margan hátt hinn skemmtilegasti, fjörugur og á stundum var létt yfirbragð yfir mönnum. Á fundinum var nokkuð komið inn á jaðarskatta og sögðu fulltrúar stjórnarflokkanna að þar hefði jafn- vel verið gengið of langt á kjörtíma- bilinu, en menn munu finna dæmi þess að menn hafi þurft að greiða allt að 70% skatt af yfirvinnutekj- um, séu ákveðnar ástæður fyrir hendi. Þetta mun stafa af því að alls konar gjöld eru nú tekjutengd, sem hafa í för með sér að menn bera minna úr býtum fyrir að leggja á sig viðbótarvinnu. xxx IÞESSU sambandi má minna á að erfiðlega hefur gengið undan- farin ár að fá þjóðarframleiðsluna til þess að aukast milli ára og hefur stjórnmálamönnunum þótt það mjög miður. Allt veltur jú á því að hún aukizt, svo að unnt sé að bæta allan hag almennings í landinu. Þjóðarframleiðslan hefur annað- hvort dregist saman um mjög mörg undanfarin ár eða þá svo til staðið í stað milli ára. Víkveiji er sann- færður um að ein aðalástæða þessa er skattakerfið, sem hefur mjög letjandi áhrif á að fólk vinni og lýs- ir það sér í því að fólk er nú æ tregara til að vinna umfram venju- legan vinnutíma, þar sem því finnst það bera svo lítið úr býtum, skattur- inn tekur allt of stóran hlut af yfir- vinnunni. í þættinum kom fram að af hverjum 100 krónum, sem menn ynnu í yfirvinnu, væru dæmi þess meðal barnmargra fjölskyldna, að viðkomandi héldi aðeins eftir 25 krónum. xxx SKATTLEYSISÁRIÐ 1987 styð- ur mjög þessa kenningu Vík- veija, að skattar hafi mjög letjandi áhrif á vinnuframlag manna. Það ár var skattkerfisbreytingin mikla, þ.e. upp var tekið staðgreiðslukerfi og menn hættu að greiða eftirá- greidda skatta. Þetta ár gátu menn unnið baki brotnu eins mikla yfír- vinnu og þeir gátu, án þess að þeir greiddu eyri meira í skatt. Milli áranna 1987 og 1988 jókst líka þjóðarframleiðslan um hvorki meira né minna en rúm 10%. Þetta sýnir, svo að ekki verður um villzt, að beint samband er milli skattkerfis- ins og þess hve viljugir menn eru til vinnu. Á árinu 1987 vissu allir fyrirfram, að um skattleysisár væri að ræða og þá unnu menn baki brotnu og niðurstaðan var þessi mikla aukning þjóðarframleiðslu. XXX AÐ er því ánægjulegt til þess að vita, að íslenzkir stjórn- málamenn virðast farnir að átta sig á því að efnahagsleg áhrif of mikill- ar skattaálagningar hefur neikvæð áhrif á þjóðarbúið. Þetta eru raunar ekki ný sannindi, því að upp úr 1960, þegar John F. Kennedy var kjörinn forseti Bandaríkjanna, stór- lækkaði hann skatta í Bandaríkjun- um. Afleiðingin varð mikil upp- sveifla í efnahagsmálum landsins, sem skilaði ríkissjóði margfaldri skattalækkuninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.