Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 80
& TVÖFALDUR1. vinningur MlCROSOFT. einar j. WINDOWS. SKÚLASONHF MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@)CENTRUM.IS / AKUREYRI: IIAFNARSTRÆTl 85 LAUGARDAGUR 1. APRÍL1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Bein Egils Skalla-Grímssonar grafin upp um 1000 árum eftir að hann lést HAUSKÚPA og bein sem talin eru nær örugg- lega úr Agli Skalla-Grímssyni voru grafin upp skammt frá Mosfellskirkju í fyrradag og þykir þessi fundur staðfesta kenningar um sannleiks- gildi íslendingasagna. Dr. Þórður Harðarson hafði frumkvæði að greftrinum, eftir að banda- ríski fræðimaðurinn Jesse Boyck hafði samband við hann og veitti vísbendingar um hvar í jörðu beinin gæti verið að finna. Þórður hefur unnið að greftrinum seinustu daga ásamt þremur öðrum. Beinin hafa að sögn Þórðar varðveist ótrúlega vel og eru að mestu heilleg, sem þykir til marks um styrk- leika þeirra, en flestum beinum hættir til að fúna eða morkna auðveldlega. Hann kveðst telja lögun beina og stöðu þeirra í jarðvegslög- um taka af öll tvímæli um að þau tilheyri Agli. Beinin séu svo sérstök í lögun, í samræmi við lýsingar á Agli, að ákaflega ósennilegt sé að einhver samtímamaður hans eigi í hlut. Milli 900 og 1226 Þórður og aðstoðarmenn hans grófu bæði í gegnum svokallað Kötlulag frá árinu 1485 á um eins metra dýpi og sk. miðaldalag frá árinu 1226 á eins og hálfs metra dýpi, sem eykur mjög líkur á því að um Egil sé að ræða, en hann er talinn liggja á milli miðaldalagsins og landnámslagsins sem er frá skömmu fyrir 900. Gröfturinn var um margt erfiður, ekki síst fyr- ir þær sakir að bijótast þurfti í gegnum hálfs metra þykkt lag af klaka í jörðu. Á um þriggja metra dýpi fannst hauskúpan og nokkrar líkamsleifar aðrar. Dr. Sveinbjörn Rafnsson prófessor og fyrr- verandi formaður fornleifanefndar hefur skoðað hauskúpuna. Hann kveðst telja að þrátt fyrir að tildrög fundarins hafi ekki fyllilega notið fræðilegrar blessunar verði hann að teljast afar markverður, jafnvel einstæður, og muni haus- kúpan vinna sér verðugan sess í þjóðarhjartanu ef rannsókn erlendis leiði í ljós að aldur líkams- leifanna eigi við Egil. Eftir frumrannsókn á beinunum á fimmtudag og í gær, voru þau flutt í eldtraustar geymslur Þjóðarbókhlöðu þar sem Þjóðminjasafnið er lokað sökum viðgerða. Þau verðá höfð þar til sýnis en síðan flutt til frekari rannsóknar í Danmörku eða Bandaríkjunum eftir helgi. ■ Lögun beina/12 Morgunblaðið/Kristinn HARALDUR Guðjónsson fornleifafræðinemi, Jóhann Björnsson meðhjálpari við Mosfellskirkju og dr. Þórður Harðarson hafa seinustu daga unnið sleitulaust að uppgreftri í nágrenni kirkjunnar, og bar leitin loks árangur í fyrradag. „Ómetanlegur fornleifafundur“ 14 manna hassveisla leyst upp FÍKNIEFNALÖGREGLAN handtók 14 unglinga, flesta 15-16 ára, í hassveislu í húsi við Kaplaskjólsveg í fyrrakvöld. Enginn unglinganna hefur áður komið við sögu fíkniefna- mála, en að sögn lögreglu höfðu þeir haldið mikið til í þessu húsi í þijár vikur og neytt kannabisefna og ofskynjunarefnisins alsælu. Kristján Ingi Kristjánsson, lög- reglufulltrúi fíkniefnadeildar, sagði í samtali við Morgunblaðið að þrír unglingar um 17 ára aldur hefðu tekið íbúðina á leigu og hefðu ung- lingar úr Vesturbæ og Seltjarnar- nesi haldið þar til og neytt fíkniefna. í íbúðinni fundust margs konar áhöld til fíkniefnaneyslu. Kom flatt upp á foreldra Unglingarnir voru færðir á lög- reglustöðina og þar var haft samband við foreldra þeirra og þeir látnir sækja þá. Kristján sagði að það hefði komið flatt upp á flesta foreldranna að frétta hvar börn þeirra hefðu hald- ið sig og við hvaða kringumstæður þau hefðu verið handtekin. ------» ♦ ♦ Dómur um örorkutjón Bætur g'ætii hækkað mikið DÓMUR Hæstaréttar í fyrradag varðandi bætur til ungs manns sem hlotið hafði 10% örorku í umferðar- slysi kann að hafa víðtækar afleið- ingar varðandi bótagreiðslur trygg- ingafélaganna. Benedikt Sveinsson, stjórnarformaður Sjóvár-Almennra, sagði á aðalfundi félagsins í gær að dómurinn gæti haft þau áhrif að bótagreiðslur félagsins hækki mikið vegna slysatjóna sem urðu fyrir gild- istöku skaðabótalaganna 1. júlí 1993. Hjá Sjóvá-Almennum eru óupp- gerð um 2.000 slysamál frá því fyr- ir þann tíma og hjá VÍS er um á annað þúsund mála að ræða. Lög- menn og talsmenn tryggingafélag- anna telja að hugsanlega gæti út- gjaldaauki þeirra numið hundruðum milljóna króna. ■ Hundraða milljóna/16 Xoðnuvertíð að ljúka ÓVÍST er hvort einhver loðnu- skip halda til veiða þegar veðrið, sem hamlað hefur veiðum síðustu daga, gengur niður. Afli ís- lenskra skipa á loðnuvertíðinni er nú orðinn um 690.000 tonn, en erlend skip lönduðu alls 33.500 tonnum hér. AHs hafa ís- Ienskar verksmiðjur því tekið á móti um 723.000 tonnum til vinnslu. Myndin sýnir Húnaröst við loðnulöndun á Höfn í Horna- firði fyrir skömmu og gnæfir Vestra-Horn í baksýn. ■ Vinnslustöðin komin/24 Heildarsala SH jókst um rúm 30 þúsund tonn milli ára Hagiiaðurinn 624 milljónir króna í fyrra HAGNAÐUR Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna og dótturfyrirtækja hennar var, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins, 624 milljónir í fyrra á móti 595 milljónum árið 1993. Þar af nam hagnaður SH í Reykjavík 303 milljónum króna á móti 227 milljónum árið 1993. Eigið fé SH um áramót var rúm- lega 3,1 milljarður króna og er hagn- aður síðasta árs því um 20% af eig- in fé og hagnaður af veltu 2,7%. Heildarvelta SH og dótturfyrir- tækjanna, þ.e. Coldwater Seafood Corp. í Bandaríkjunum, Icelandic Freezing Plants í Bretlandi, Jökla hf. og Umbúðamiðstöðvarinnar, auk fyrirtækja SH í Þýskalandi, Frakk- landi og Japan, var á síðasta ári 23,5 milljarðar króna á móti 21,5 milljörðum árið 1993. Söluverðmæti 28,4 milljarðar Heildarsala Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna í Reykjavík jókst um 30.500 tonn milli áranna 1993 og 1994, eða úr 91.500 tonnum í 122.000 tonn, og jókst söluverðmæt- ið úr 21,1 milljarði árið 1993 í 28,4 milljarða árið 1994. Jón Ingvarsson, stjórnarformaður SH, staðfesti í samtali við Morgun- blaðið að afkoman á síðasta ári hefði verið góð, en að öðru leyti vildi hann ekki tjá sig um niðurstöðu síðasta árs. Aðalfundur Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna verður haldinn 4. og 5. maí næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.