Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 6
6 B LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Framsýni SÍÐUSTU 100 árin hefur ís- lenskt samfélag tekið meiri og ör- ari breytingum en áður eru dæmi um. Ekkert lát yirðist vera þar á. Samfélagið í dag er þannig gjör- ólíkt því sem var fyrir 15 árum og aðstæður og viðhorf eru gjörbreytt Orsakavaldar atburða- rásarinnar Á síðustu 15 árum voru margir samfélagskraftar leystir úr læðingi. Þessir kraftar hafa umbylt atburða- rásinni og lagt grundvöllinn að allt öðru samfélagi en horft var fram til. Hver sá t.d. fyrir um ávöxtun sparifjárins? Hún var engin fyrir 15 árum en er nú 60-70 milljarðar á ári og nálgast sjálfar ríkistekjum- ar. Fyrir 15 árum hurfu skuldir sjálfkrafa en nú skuldar venjulegt barnafólk tekjuafgang næstu 20-30 ára. Þjóðin hefur þannig breyst í alþýðu ávaxtara og iðjulausa stétt vaxtaþega. Annar ofurkraftur tímabilsins er kvótakerfíð. Það hef- ur gerbreytt öllu starfs- og lífs- mynstri í sjávarþorpum landsins og gert þriðjung aflaverðmæta að kvótaleigu, stærri hluta en fer til hlutaskipta sjómanna. Þá má nefna fastgengisstefnuna samfara óða- verðbólgu síðasta áratugar, hún færði tugi milljarða frá útflytjend- um og gekk af heilu iðngreinunum dauðum. Allir þessir kraftar eru mann- anna verk en ekki náttúrulögmái. Þetta eru breytanleg skipta- og siðalögmál. Og þessi afsprengi mannsandans hafa sum hver afger- andi áhrif á eignaskiptingu, tekju- skiptingu og starfskilyrði í landinu. Enginn virðist þó hafa gert sér grein fyrir afleiðingunum þegar lagt var úr vör. Alls konar ranghug- myndir voru framreiddar, allt eftir hagsmunum og tilhneigingum þeirra sem tjáðu sig. Málsvarar sáu í sínum eigin hagsmunum hag heildarinnar. En hveijir eru hags- munir heildarinnar? Hvað vinnst og hverju verður fórnað með hinum einstöku aðgerðum? - Hver getur sagt mér það? Samfélagsleg markmið Við sem störfum á vinnumarkaði þekkjum af eigin raun hvernig af- köst vinnunnar hafa margfaldast á undanfömum árum. Og þegar við horfum í kringum okkur sjáum við hvarvetna efnislegar forsendur vel- sældar, gnægð mannvirkja, af- kastamikil framleiðslutæki og öfluga samskiptatækni. Uppsafnað- ar varanlegar vinnuafurðir í landinu eru það miklar að litla vinnu þarf til að viðhalda neyslugetu samfé- lagsins og efnislegu umhverfí þess. Miklu minni en álagið í samfélaginu gefur tilefni til að ætla. Það eru engar efnislegar forsendur fyrir því að verkamaðurinn fái ekki meir en sem nemur andvirði eins fataskáps fyrir vinnuframlag mánaðarins. Er kostnaðurinn af fátæktinni ef til vill dýrari en fátæktin sjálf? Er skömmtunin ekki oft dýrari en það sem skammta á? Þarf fiskverka- maðurinn - sem með vinnu sinni mettar þúsund manns á 8 stunda vinnudegi - að vera af skiljanlegum ástæðum í vanskilum með afborg- anir af sjónvarpi, sem gert var á þremur vinnutímum austur í Japan? Erum við kannski bara á tilgangs- lausum hlaupum í völundarhúsi fá- vísinnar, kófsveittir að viðhalda vandamálum og vegvillum sam- tímans. Á sama hátt og við höfum beisl- að náttúruna til uppbyggingar hlýt- ur okkur að vera kleift að stýra samfélaginu þangað sem við viljum stefna því, meðvitaðir um áfanga- staðinn. Verkfæri hugans eru hins vegar óskilgreind. Hveiju fer til dæmis fram í framförunum? Fyrir hvern eru betri markaðsskilyrði betri? Hvaða sæld felst í velsældinni og hvað er það sem eykur hana? Eru markmið manns- ins ef til vill bara summa þess sem eytt er á markaðnum, þar sem hver króna hvers og eins leitar bestu skilyrða? Er handa- bandið bara viðskipta- samband eiginhags- muna? Er hamingja einstaklingsins aðskil- in frá ástandi umhverf- isins? Er maður manns gaman eða er skemmtikrafturinn það, hin launaða sam- fylgd? Eru eigin hagsmunir ekki almennrar náttúru, sammennskir? Veit maður kannski hvorki upp né niður, drekkur sig bara fullan og lemur einhvern? Hver eru hin sammennsku mark- mið? Þau þarf að skilgreina. Er það markmið að minni vinnu þurfí til að endurskapa aðstæðurnar, að í heild sinni sé minna fyrir hlutunum haft? Er jöfnuður eftirsókarverður? í hveiju felst hann og hvað leiðir til hans? Er maðurinn framleiðsl- unnar vegna eða er framleiðslan mannsins vegna? Til að svara þess- um fáu stóru spumingum gagna ekki ótal svör fjölmiðlanna við ótal litlum spumingum sem byggja á óljósri hugmynd um hvers er leitað. Aukin upptalning eykur ekki skiln- inginn, það gerir hins vegar skarp- ari sýn. Að athuguðu máli ' En hvaðan skal vænta haldbærs mats á aðstæðum? Ofl atburðarás- arinnar hafa aldrei verið aðgerða- meiri og framsýnin hefur því aldrei verið okkur jafn brýn. Mun t.d. ávöxtunin ekki valda ríkisgjaldþroti í náinni framtíð ef heldur sem horf- ir? Og ef einkaskuldir halda áfram að vaxa með núverandi takti, verða heimilin þá ekki að meðaltali eign- arlaus innan fárra ára? Munu lífeyr- isþegar einir allra lifa í vellysting- um? Við hvað eiga menn að starfa þegar allar umframtekjumar fara upp í skuldir og enginn hefur efni á neinu? Við innheimtustörf? Og hvað um nýju kraftana; atvinnuleys- ið sem orðið er lífsmáti í landinu og fijálsu gj aldey risviðskiptin sem hafa gert allt sparifé landsmanna að alþjóðlegu fé. Er þá nokkuð til lengur sem heita innlendar skuld- ir? Já. Og hvað gerist þegar peningar flýja land í erfíðu árferði? Mun lífeyririnn þá færa sig til Singapore til betri ávöxtunar? Þá er ýmislegt í bígerð. Hvað um skatt á fjármagnstekjur, inngöngu í ESB, kvótaleigu o.s.frv? Hvaða möguleika á að opna og hveiju munu þeir þá valda? Þetta em allt spurningar sem sækja á mann mán- aðarins, kjósandann. Málflutningur frambjóðenda er hins vegar ekki trúverðugur þó svo Hlutleysi er ekki til nema sem kyrrstaða, segir Signrður Gunn- arsson, án afstöðu er hugsun ekki til. útfærslan verði í þeirra höndum. Þeir eru atkvæðaaflarar og máls- meðferð þeirra mótast af eigin rétt- lætingu og gyllingu síns málstaðar. Hversu fróðari em menn til dæmis um ESB eftir að utanríkisráðherr- ann hefur lýst því yfir að í ESB verði allar landbúnaðarvömr helm- ingi ódýrari og að íslenskir bændur muni eftirleiðis hafa það jafngott vegna framleiðslustyrkja frá ESB? Eigum við að ganga í ESB undir fánum Alþýðuflokksins til þess að bjarga bændastéttinni? Er sniðugra að styrkja bændurna gegnum Bmssel en í gegnum Reykjavík? Og hvað þegar stærsti flokkur landsins boðar áframhaldandi Sigurður Gunnarsson „stöðugleika" sem stefnu sína? Ef umbylting síðustu ára á íslensku samfélagi telst vera stöðugleiki, hveiju getum við þá ekki átt von á frá landsföðurnum okkar? Má ég þá frekar biðja um „jafnvægið" hans. Og hvað um lykilhugmyndir eins og „lítil verðbólga er forsenda lágra vaxta“. Það er ekkert í allri íslandssögunni sem styður fullyrð- inguna, þvert á móti hefur raun- ávöxtun peninga oftast verið í öfugu hlutfalli við verðbólguna. Og þá er það „útflutningsleiðin", atvinnan fyrir alla. Á máli mark- aðarins hefur þetta hingað til þýtt að aðstæður séu slíkar að nánast allt sé gróðavænlegt. Sama hve vinnumaðurinn sé duglítill og at- hafnamaðurinn rænulaus þá finnst - við ríkjandi verðlag á vinnu- krafti - leið til að hagnast á vinn- unni. Finnum við þar „réttlætis- mörk launanna", gmnneiningu hagkerfisins? Felst réttlætið í því að koma öllum og öllu niður á það plan? Skilningurinn Við hljótum því þrátt fyrir allt að höfða til fjölmiðlanna þegar við leitum framsýni. Höfuðviðfangs- efni fjölmiðla er upplýsingamiðl- un, þeir upplýsa neytandann og koma honum i skilning. En hvaða skilningur er þetta? Á hverju grundvallast hann? Skilningur hvers? Kemur fréttamaðurinn með skilninginn á vettfang og fyllir fréttina í? Fær hann skilninginn hjá viðmælendum sínum, og hvernig velur hann þá? Skapast skilningurinn ef til vill úr aðstæð- unum sem hann mætir? Verkfæri fjölmiðlamannsins er skilningurinn og afstaðan er einn af eiginleikum skilningsins. Til að geta nýtt sér verkfærið, og þar með sinnt upplýsingahlutverki sínu, verð- ur íjölmiðlamaðurinn að kasta af sér forheimskun hlutleysisins og setja viðhorfín í öndvegi. Hlutleysi er ekki til nema sem kyrrstaða. Tóm. Án afstöðu er hugsunin ekki til. Höfundur er byggingtunaður og hagfræðingur. ÞAÐ vajð uppi fótur og fit þeg- ar Guðni Ágústsson, einn af fram- bjóðendum Framsóknarflokksins, lét opinberlega ummæli falla, er ýmsum fannst lýsa fordómum í garð fólks af erlendum uppruna. Var honum þá umsvifalaust stillt upp við vegg og gjört að standa fyrir máli sínu. Og það gerði hann. Þetta atvik sýnir að þeir, sem tala af lítilsvirðingu um fólk af öðrum kynþáttum, eða um konur, kenn- ara, sjúkraliða eða framsóknar- menn; alls kyns „minnihlutahópa", þurfa varla að gera sér glæstar vpnir um brautargengi í stjórnmál- um. Þetta kemur öldungis heim og saman við það sem ég benti á í dálítilli grein í Morgunblaðinu 16. október síðastliðinn: „Pólitískur og félagslegur þroski flestra sæmilega hófsamra stjórnmálasamtaka til „hægri“ og „vinstri“ er kominn á það stig, að þau reyna að forðast að misbjóða virðingu og mannhelgi sérstakra hópa eða fylkinga með því að hampa í fremstu röð ein- staklingum, sem hafa orðið berir aþ umdeildum eða beinlínis fjand- samlegum ummælum um slíka hópa.“ En ég bætti því við að þessi sam- félagslega virðing fyrir náunganum næði ekki til allra, til dæmis ekki til þeirra er orðið hefðu fyrir of- beldi. Og ég nefndi sem dæmi að í stjóm pólitískra samtaka sæti Mörður Ámason, e’r hefði ábyrgst opinbera greinargerð fulla af fjandskap og fordómum gegn slík- um þolendum. Ég sagði að Mörður sæti ekki í þessari stjóm, ef orð hans hefðu snert aðra hópa fólks. Það hefði ekki verið liðið. Dæmið með Guðna Ágústsson sýnir að þetta var rétt ályktað. Og nú trónir Mörður Árnason á framboðs- lista Þjóðvaka í Reykjavík. Málið snýst um grundvallar afstöðu. Eg hef því ráðist gegn viðhorfum, ekki persónum. Mörður vildi hins vegar meina að ábending- ar mínar hafí einungis verið per- sónulegar árásir og setti dæmið einhvem veginn þannig upp, að á mér væri nú svo sem ekki neitt mark takandi. Sú var þó tíðin að ég þótti fullgóður að skrifa í Þjóð- viljann undir ágætri ritstjóm Marð- ar, sem vitaskuld er á margan hátt hæfur og mætur maður, jafnvel viðkunnanlegur. Það þýðir ekkert að reyna að drepa ábendingum mínum á dreif með því klassíska bragði að reyna á einhvern hátt að gera lítið úr mér sem persónu. Ég á þó ekki von á því að þau í Þjóðvakanum, allra síst Jóhanna Sigurðardóttir, hafi þrek til að horf- ast í augu við þá hugsun, sem ég hef reynt að vekja á athygli og fínnst rangt að þegja um. Hún er þó mjög skýr og klár og algerlega sjálfri sér samkvæm. Ég fer ein- ungis fram á það að þolendum ofbeldis sé sýnd sama virðing og kurteisi í íslensku sam- félagi, hvorki meiri né minni, og okkur finnst sjálfsagt að sýna öðru fólki. Svona einfalt er það. Frá þessu mun ég ekki hvika. Og undan þessu getur enginn vik- ist ef hann meinar eitt- hvað með orðum eins og „traust“, „mannúðarstefna" og öðrum álíka, sem ekki hafa síst verið notuð af Þjóðvaka í kosninga- baráttunni. Ég hef haldið því fram, og rök- stutt það vandlega, að ýmis almenn viðhorf Marðar til þolenda ofbeldis, stuðli að fordómum og vanþóknun á þeim, sem orðið hafa fyrir því og geri samfélaginu erfíðara um vik að taka á þessu þjóðfélags- meini. Aðrir hafa þó gengið miklu lengra. Mörður hefur opinberlega beinlínis verið sakaður um það að „bregða hlífiskildi yfír þá glæpa- menn sem fremja sifjaspell". Og nú skulum við staldra við. Hér er ekki um að ræða einhveija for- dóma, óljóst skilgreindar skoðanir og meiningar, heldur nákvæmlega skilgreint athæfí, sem við liggja einhveijar þyngstu refsingar í þjóð- félaginu. Það er staðreynd að Mörður hef- ur verið sakaður um það að vilja bregða hlífískildi yfir kynferðis- glæpamenn. Það er einnig stað- reynd að hann er nú á framboðs- lista Þjóðvaka og skoðanakannanir benda jafnvel til þess að hann kom- ist á þing. Það er og hin þriðja staðreynd að engar minnstu um- ræður hafa orðið um hinar tvær fyrri staðreyndir. Þó er það eins- dæmi í íslenskri stjómmálasögu, að maður er sakaður hefur verið um að vilja halda hlífískildi yfir mönnum sem fremja alvarlega Stefnuskrá Kvennalist- ans er mannúðleg, segir Sigurður Þór Guð- jónsson, og þeir sem rangsleitni og ofbeldi hafa verið beittir eiga málsvara í því framboði. glæpi sé á leiðinni inn á Alþingi. Kannski á hann eftir að verða ráð- herra, jafnvel dómsmálaráðherra! Þetta myndi hreinlega ekki gerast í nágrannalöndunum sem eru lengra komin í skilningi á ofbeldi og baráttunni gegn því. En við ypptum bara öxlum. Ætlar einhver að segja mér það, að nokkur flygi athugasemdalaust inn á þing, ef hann hefði verið sakaður um það að vilja halda hlífiskildi yfir þeim mönnum sem fremja fíkniefna- smygl, landabrugg eða skattsvik? En þar sem glæpurinn er ofbeldis- glæpur hætta flestir að sjá og skilja. Og sú blindni sýnir einmitt betur en allt annað hve samfélags- leg vitund um ofbeldismál er hér sljó og óskýr. Það er mjög alvar- legt. Hér verða þeir sem sýna þol- endum ofbeldis mesta óvild sjón- varpsstjörnur og jafnvel alþingis- menn, en þeir örfáu sem krefjast afdráttarlausrar mannlegrar virð- ingar fyrir þolendur, og dyljast ekki í skjóli nafnleyndar, eru gerð- ir tortryggilegir og kröfum þeirra svarað með lítilsvirðandi orðum eins og „kross“, „atyrði“ og öðrum álíka. Enginn íslenskur stjórnmála- flokkur hefur nokkra mótaða stefnu í ofbeldismálum að einum undanskildum. Það er Kvennalist- inn. Það má fullyrða, að þeir sem eru á kosningaaldri og hafa orðið fyrir einhvers konar ofbeldi eru svo margir, að atkvæði þeirra ein sér gætu komið mönnum inn á þing eða haldið þeim utan þings. Þetta fólk hefur því ekkert smáræðis vald. Það nýtist best með því að greiða Kvennalistanum atkvæði og tryggja þar með að ekki verði slak- að á klónni í baráttunni gegn of- beldi næsta kjörtímabil. Auk þess er stefnuskrá listans mannúðleg félagshyggja sem hver flokkur gæti verið fullsæmdur af. Mér sýn- ist reyndar ýmislegt benda til þess að misrétti og andhúmanismi fari vaxandi á íslandi eins og víða ann- ars staðar. Við þær aðstæður er það skelfileg tilhugsun að Kvenna- listinn kunni ef til vill að gjalda afhroð í kosningunum. Þess vegna ættu allir sem óbeit hafa á ofbeldi en styðja raunverulegan húman- isma að greiða honum atkvæði. En framar öllu ættu karlmenn að ge'ra það. Þá sýna þeir í verki að ofbeldi og ranglæti kemur þeim líka við svona heldur betur. Höfundur er rithöfundur. Kjósum Kvenna- listann gegn ofbeldi Sigurður Þór Guðjónsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.