Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 C 3 sr óstöðvandi leik, eftir þrjá tapleiki í röð — 113:96 gegn Sacramento Kings. Þegar tíu mín. voru til leiksloka náði Randy Brown að minnka muninn, 84:82, fyrir Sacramento, en þá sögðu leik- menn Suns hingað og ekki lengra — skoruðu tíu stig í röð, 94:82, þar af skoraði Ainge sex, og gerðu út um leikinn. Charles Barkley skoraði 27 stig og Kevin Johnson 17 fyrir Suns. Roy Tarpley skoraði 22 stig fyrir Dallas Mavericks, sem setti „ferða- met“ — vann sinn sjötta útisigur í röð, þegar liðið lagði Charlotte Hor- nets, 125:107. Popeye Jones skoraði einnig 22 stig og tók ellefu fráköst og Jamal Mashburn skoraði 16 stig fyrir Mavericks, sem hefur unnið níu af síðustu tíu leikjum sínum. Hersey Hawkins skoraði 31 stig fyrir Charl- otte. Michael Jordan skoraði 23 stig þegar Chicago Bulls vann Boston Celtic 100:82. Scottie Pippen skoraði 17 stig og Toni Kukoc náði í fyrsta skipti þrennu — 14 stig, 11 stoðsend- ingar og 10 fráköst. Derek Strong skoraði 17 stig og Dominique Wilkins 14 fyrir Celtics, sem hefur tapað tíu af síðustu þrettán leikjum sínum. Grant Long skoraði 21 stig þegar Atlanta Hawks vann Golden State Warriors 108:80. Þá skoraði Steve Smith 17 stig og Andrew Lang 14 og tók ellefu fráköst fyrir Atlanta. Ryan Lorthridge var stigahæstur hjá Warriors, með aðeins 12 stig. Clifford Robinson 22 stig fyrir Portland Trail Blazers, sem vann New Jersey Nets á útivelli 106:103. ÍÞRÓTTIR BLAK Þróttarar komnir í úrslit HK-stúlkur í úrslit í fyrsta sinn Deildarmeistarar Þróttar eru komnir í úrslitleikinn um ís- landsmeistaratitilinn í karlaflokki eftir að hafa skellt Guðmundur H. StjÖrnunni _ í Þorsteinsson Garðabæ í gser- skrífar kvöldi, 3:1 í hörku- leik. Stjörnumenn léku sennilega sinn besta leik í vetur en það dugði ekki til. Mask- ínulið Þróttar, sem gerir venjulega lítið af mistökum, héldu út eftir að Stjarnan hafði velgt þeim veru- lega undir uggum. Þróttarar unnu fyrstu hrinuna 16:14 en Stjarnan þá næstu 15:11 en stöðugleikann vantaði í þriðju hrinunni þegar lið- ið leiddi .14:11. Þróttarar snéru dæminu við eins og þeim einum er lagið og unnu hrinuna með minnsta mun, 17:16. í framhald- inu höfðu Þróttarar öll tök á leikn- um og kláruðu lokahrinuna 15:11. Hjá Þrótti var uppspilarinn Valur Guðjón Valsson bestur og dreif sína menn áfram en Matthías Bjarki Guðmundsson var fastur fyrir eins og venjulega. Leikmenn Stjörnunnar geta nagað sig í hand- arbökin eftir þennan leik en ódýr mistök þegar þau máttu sín síst gerðu útslagið þó svo að sóknar- skellirnir hafí verið öflugir þá dugði það ekki . Stúdínur úr leik Það er ljóst að nýjir íslands- meistarar verða krýndir í kvenna- blakinu eftir að HK skellti Stúdín- um öðru sinni í fimm hrinu leik. Leikurinn var nokkuð köflóttur en Stúdínur byrjuðu þó betur og unnu fyrstu hrinuna sannfærandi, 15:10 en HK stúlkur svöruðu um hæl 15:7 eftir að Særún Jóhannsdóttir, þjálfari og leikmaður liðsins, fór á kostum með sterkum uppgjöfum. Eftir nokkuð ströggl tókst Stúdín- um að innbyrða vinninginn í þriðju hrinunni, 16:14 eftir að hafa verið undir framan af. Stúdínur náðu sér aldrei á strik í fjórðu hrinunni en það var eins og léttleikandi lið HK skipti um gír og hreinlega stingi af en mestu munaði um að lágvörnin hjá IIK var vel vakandi og hirti upp sóknarskelli Stúdína hvað eftir annað. Urslitahrinan varð æsispenn- andi í lokin og Stúdínur voru væg- ast klaufar að klára ekki dæmið en þær náðu yfirburðarstöðu, leiddu hrinuna 8:3 og það leit út fyrir að það væri nánast formsatr- iði fyrir þær að klára leikinn. Keppnisskap HK- stúlkna kom þá til skjalanna og þær náðu að jafna leikinn, 12:12 og vinna 15:13 með ótrúlegum endaspretti. Lánleysi Stúdína var algjört í lokin því fræðilega séð átti ekki að vera hægt að tapa niður þessum mun en gæfan er svo sannarlega fall- völt og það fengu þær að reyna í gærkvöldi. Anna G. Einarsdóttir uppspilari HK var langbest á vellinum í gærkvöldi en hún náði hvað eftir annað að vinna úr vonlausum bolt- um. Gleðin leyndi sér heldur ekki hjá HK-stúlkum eftir leikinn en þær eru komnar í úrslitaleikinn um íslandsmeistaratitilinn í fyrsta skipti. Kópavogsliðið UBK vann titilinn síðast liða utan Reykjavík- ursvæðisins, 1988, en síðan þá hafa Víkingur og ÍS barist um hann en Stúdínur unnið þrisvar og Víkingur tvisvar. UM HELGINA Körfuknattleikur Laugardagur: 3. úrslitaleikur karla um gullið: Njarðvík: UMFN-UMFG...........kl. 16.00 Sunnudagur: 2. úrslitaleikur kvenna um gullið: Smári: Breiðablik - Keflavík....kl. 20 Mánudagur: 4. úrslitaleikur karla um gullið: Grindavík: UMFG-UMFN............kl. 20 ■Úrslitakeppni 2. deildar karia fer fram í Garði og Sandgerði um helgina. Átta lið taka þátt í mótinu. Skíði ■Unglingameistaramót íslands í alpagrein- um í flokkum 15-16 ára og í norrænum greinum í flokkum 13 - 16 ára verður á Seyðisfirði um helgina og týkur á mánudag ■Islandmót eldri skíðamanna, 30 ára op eldri, í alpagreinum og gögnu fer fram Bláfjöllum og Skálafelli í dag. Keppnin alpagreinum hefst í Bláfjöllum kl. 11 er gangan hefst í Skálafelli kl. 13.00. ■Ármannsdagur verður i Suðurgili í Blá fjöllum á morgun, sunnudag, frá kl. 13.00 Skíðakennsla, leikjabrautir, heitt kakó og grillaðar pylsur. Karate fslandsmótið í kata verður haldið í íþrótta- húsi Vals að Hlíðarenda í dag. Mótið hefst kl. 12.30 og áætlað að úrslit hefjist kl. 14.30 Badminton Deildarkeppnin í 1. og 2. deild í badminton fer fram í TBR-húsinu um helgina og er reiknað með að lokaumferðin verði um kl. 15.00 á sunnudag. Fimleikar íslandsmótið í trompfimleikum verður hald- ið sunnudaginn í íþróttahúsinu Digranesi og hefst kl. 13 og lýkur um kl. 15. Sjö lið taka þátt í mótinu; Ármann, Björk, Gerpla, v Stjarnan, fimleikaráð Akureyrar og Selfoss. Unglingamót í sömu grein hefst kl. 09.00 í dag. Borðtennis Unglingalandsleikur milli íslands og Sví- þjóðar í borðtennis verður í TBR-húsinu í dag, laugardag, og hefst kl. 13.00. Á morg- un sunnudag fer fram árlegt boðsmót BTÍ og verður sænska unglingalandsliðið með í mótinu. Knattspyrna Reykjavikurmótið Laugardagur - B-deiId: Leiknisv.: Leiknir - Ármann......kl. 15 Leiknisv.: Fjölnir - Vaiur.......kl. 17 Sunnudagur - A-deild: Gervigras: ÍR-Fram...............kl. 20 Mánudagur - A-deild: Gervigras: Þróttur - Víkingur....kl. 20 Kvondó íslandsmótið í Taekwondo (Kvondó), sem er sjálfsvarnariþrótt, fer fram í íþróttahúsi Fjölnis á morgun, sunnudag, kl. 11.00. Keila Úrslitakeppni 1. deildar Sunnudagur: Keiluhöllin: KR-a-Þröstur........kl. 15 KeilaMjódd: Keilulandss. - PLS...kl. 15 FELAGSLIF Adalfundur Fylkis-félaga Aðalfundur Fylkis-félaga, stuðn- ingsmannaklúbbs knattspymu- deildar Fylkis, verður haldinn á mánudaginn, 3. apríl kl. 20.30 í Fylkisheimilinu. Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður farið yfir fyrirhugaða starfsemi sumarsins. Þjálfarar meistaraflokks karla, Magnús Pálsson og Guðmundur Torfason, mæta og ræða málin. KEILA Lærlingar töpuðu í Bi'slitakeppnin um íslandsmeistaratitlinn í keilu er hafinn, þar sem átta lið leika um að komast í undanúrslit. Meistaralið Lærlinga tap- aði fyrir PLS 2168:2287 í fyrsta leiknum. KR-a vann Sveitina 2264: 2117, Keilulandssveitin vann KR-b 2194:2007 og Stormsveitin vann Þröst 2188:2069. Björn G. Sigurðsson, KR, fékk hæsta skor — 244, hæstu seríu — 631, hæsta meðaltal — 210,33. KR-a var með hæsta leik liðs — 843:654 gegn Sveitinni, hæsta sería liðs — PLS með 2287 og liðið var einnig með hæsta meðaltal — 190,58. Aukakeppni fjögurra liða um sæti í 2. deild er hafin. Óiarnir unnu Stórskotaliðið 6:2 í fyrstu umferð og Sveitamenn lögðu Toppsveitina 8:0. Ticriólfur h(. Pantlft tímanlega fyrir Bila og hópa 21. JUNI - 25 JUNI Þau lið, sem óska eftir að taka þátt í SHELLMÓTi TÝS 1995 er verður haldið í Vestmannaeyjum 21. júní — 25. júní, tilkynni þátttöku eigi síðar en 15. apríl. Knattspyrnufélagið Týr, pósthólf 395, 902 Vestmannaeyjar eða símbréf: 98-12751. 1995 / þátttökutilkynningu skal koma fram nafn félags, nafn þjálfara og simanúmer, áætlaður fjöldi þátttakenda. Einnig nafn, heimili og símanúmer ábyrgðarmanns hópsins. Allar nánari upplýsingar eru veittar i Týsheimilinu ísima 98-12861. Herjólfur brúar bilið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.