Morgunblaðið - 01.04.1995, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.04.1995, Qupperneq 4
1. deildarkeppnin í handknattleik iHsam Patrekur Jóhannesson bestur ívetur að mati Morgunblaðsins Hef þroskast mikið við að fara norður PATREKUR Jóhannesson, landsliðsmaður úr KA, var besti leikmaður íslandsmóts- ins í handknattleik ívetur, að mati íþróttafréttamanna Morg- unblaðsins og tók hann við við- urkenningu frá blaðinu af því tilefni í gær. Patrekur, sem er 22 ára — fæddur 7. júlí 1972 — varð einnig markakóngur deild- arkeppninnar ívetur, gerði 162 mörk í 21 leik og bætti svo við 49 mörkum í úrslitakeppninni. Unnusta hans er Rósalind Mar- ía Gunnarsdóttir. Patrekur lék geysilega vel í vet- ur, bæði í sókn og vörn og átti stóran þátt í mikilli velgengni KA-liðsins, sem varð bikarmeistari og í öðru sæti á íslandsmótinu. Þetta var fyrsta keppnistímabil Patreks með KA. Fram að því hafði hann ætíð leikið með Stjörnunni í Garðabæ, „en mér fannst kominn timi til að skipta um umhverfi. Ég þurfti að sanna mig upp á nýtt og það hefur gengið upp. Enda er KA-liðið gott, þjálfarinn góður og við erum með góðan heimavöll," sagði hann við Morgunblaðið í gær. Patrekur hafði verið orðaður við lið KA í tvö ár áður en hann tók af skarið. „Tíminn sem ég var í Stjörn- unni var mjög góður og ég er feg- inn að hafa ekki farið fyrr í KA. Ég held þetta hafi verið rétt tíma- setning hjá mér,“ sagði hann. Patrekur segir andann í KA-lið- inu hafa verið frábæran í vetur, og það hafa hjálpað mikið til enda hafi velgengi liðsins í raun verið mun meira en margur bjóst við. „Alfreð [Gíslason þjálfari KA] byggir þetta mikið upp á léttleika og leikgleði. Hann hefur kennt mér mjög mikið, bæði um sóknar- og vamarleik á einum vetri og líka það að ná upp betri einbeitingu. Alfreð hefur verið lengi í þessu og hefur mikla reynslu, en samt fínnst mér eiginlega ótrúlegt hvað ég hef lært mikið af honum á einum vetri.“ Hef þroskast mikið Patrekur segist hafa haft mjög gott af því að skipta um umhverfí. „Þessi vetur hefur verið frábær. Það er ótrúlegt hvað ég hef þroskast mikið við að fara norður; fara frá mömmu og standa á eigin fótum. Hér fyrir sunnan var maður áber- andi í skemmtanalífínu, en ég sé ekkert eftir því að hafa verið það. Eftir að ég fór norður tók ég sjálfan mig hins vegar taki. Ég veit að ég hef hæfileika til að geta eitthvað í handbolta, en það er ekki alveg sama hvernig maður hagar sér. Ekki það að ég hafí verið í einhverju veseni, en það fer bara ekki saman að vera í íþróttum og skemmta sér of mikið, og freistingamir vom mjög margar hér fyrir sunnan." Patrekur fagnaði titli í fyrsta skipti er KA varð bikarmeistari í vetur, „og það var ekki leiðinlegt að vinna Val! Bikarúrslitaleikurinn var rosalegur. Það hlýtur að teljast leikur ársins. Maður hugsar til baka til bikarúrslitadagsins núna, til að líða betur eftir að hafa tapað fyrir Val í úrslitakeppninni um Islands- meistaratitilinn. Það hjálpar manni mikið sál- fræðilega að vinna svona titil, en ég óttaðist kannski að menn í liðinu tryðu tali um að við væmm orðnir saddir þegar kom að úrslitakeppn- inni. Væmm orðnir sáttir, en liðið sýndi ótrúlega leikgleði sem var mikilvægt. Ég held að landsliðið ætti að reyna að byggja meira á svona léttleika og leikgleði." Augljóst þykir að Patrekur eigi eftir að leika með erlendu liði þegar fram líða s.tundir. Er það ef til vill á döfinni næsta vetur? „Kannski. Ég athuga það bara í rólegheitum eftir HM. Ég held ég sé tilbúinn en spurningin er hvort ég vilji fara. Ég fer ekki nema fá mjög gott til- boð. Það skýrist á fljótlega hvort aftur verða leyfðir tveir útlendingar í þýskum liðum, og ef það verður samþykkt aukast líkurnar á að ég fari næsta vetur. Það er líka freist- andi að vera áfram hjá KA og taka þátt í fyrsta Evrópuleik félagsins. En það er ljóst að ég verð annað hvort áfram hjá KA eða fer út — það kemur ekki til greina að fara í neitt annað félag á íslandi." Að- spurður um Stjörnuna sagðist hann ekki telja það rétt að fara svo fljótt til baka. „Menn mega ekki halda að ég hafi neitt á móti Stjömunni. Það hef ég alls ekki og er reyndar viss um að liðið vinnur eitthvað næsta vetur. En það verður ekki fyrr en einhvern tíma seinna sem ég fer í Stjörnuna. Til að ljúka ferl- inum, eftir að hafa spilað erlendis.“ ísland í þriðja sætl Heimsmeistarakeppnin á Íslandi hefst eftir rúman mánuð. Patrekur segist ekki hafa gefíð sér tíma til að hugsa mikið um þá baráttu sem framundan er, en segist þó bjart- sýnn. „Það er rosaleg samkeppni í landsliðshópnum, þannig það verð- ur erfitt að velja endanlegt lið.“ En skyldi vera óvenju mikil pressa á leikmönnum í þessari keppni, þar sem þeir verða í eldlínunni á heima- velli? „Já, pressan verður ömgglega mikil, en ég hef samt trú á að þetta gangi upp hjá okkur og spái íslandi þriðja sæti í keppninni. Ég er alveg harður á því. Ég lofaði því á heims- meistarakeppni 21 árs og yngri í Grikklandi 1991 að við yrðum í verðlaunasæti í næstu keppni, 1993 í Egyptalandi, og stóð við það. Við fengum bronsið. Því skyldi þessi spá mín nú ekki alveg eins rætast?“ sagði Patrekur Jóhannesson. Morgunblaðið/Bjarni PATREKUR Jóhannesson í lelknum gegn Val aö Hlíðarenda á þriðjudagskvöldtð. Elnbelttur og fylglnn sér, að vanda. a: KR(Ú) (H)H! FH(Ú) 1 ** 19. 20. 21. 22. umferð MARKHÆSTU MENN MörWviti Patrekur Jóhannesson KA 162/45 Dimitrí Filippov Stjörnunni 153/ 4 Sigurður Sveinsson Víkingi 139/63 Hans Guðmundsson FH 122/20 Sigurður Bjarnason Stjörnunni 115/22 Valdimar Grímsson KA 114/32 Jón Krístjánsson Val 110/32 ...og síðan bætti Patrekur við49 mörkum i •g 11 leikjum § íúrslita- -g keppninni "S> Patrekur Jéhannesson markakéngur 1995 „Á eftir að verða miklu betri“ „ÉG er mjög ánægður með hvemig Patrekur hefur náð að vinna sig upp um marga gæða- flokka sem leikmaður á þeim tíma sem hann hefur verið hjá KA — hann er þó aðeins hálfn- aður í að ná fullum þroska sem leikmaður; á eftir að vera miklu betri,“ sagði Alfreð Gíslason, þjálfari Patreks við Morgun- blaðið í gær. „Ég hef treyst honum fullkomíega. Patrekur hefur tekið miklum framfömm sem varnarleikmaður — hefur breyst úr villtum leikmanni, í agðan og yfirvegaðan leikmann. Þá hefur hann mjög gott auga fyrir samleik í sókn og hvenar er komið að honum til að ljúka sóknarleiknum. Þá hefur Pat- rekur yfír mjög fjölbreyttum skotstíl að ráða,“ sagði Alfreð. „Liggur ekkert á að fara út“ „ÞEGAR ég þjálfaði Patrek var hann ungur og stórefnilegur, en vantaði meiri festu. Það var mik- il pressa á honum hjá Stjörn- unni, þar sem ábyrgðin var á honum. Patrekur hafði mjög gott af því að breyta til; að fara að leika með reyndum leikmönn- um, eins og Alfreð Gislasyni, Erlingi Kristjánssyni, Sigmari Þresti Óskarssyni og Valdimar Grímssyni,“ sagði Gunnar Ein- arsson, fyrrum landsliðsmaður úr FH og þjálfari Stjörnunnar. Er Patrekur tilbúinn að gerast leikmaður erlendis, til dæmis í Þýskalandi? „Það er viss ögrun að fara út og aðlaga sig nýjum aðstæðum. Jú, ég tel að Patrekur sé tilbúinn í slaginn. Hann á ekki að að fara í lið í annari deild, heldur topplið sem er í Evrópukeppni. Patrekur leikur nú í sterkri deild og með liði sem leikur í Evrópu- keppni næsta vetur. Það liggur ekkert á fyrir Patrek að fara út, því að mörg verkefni eru fram- undan hjá landsliðinu — ef það nær að tryggja sér rétt til að leika á Ólympíuleikunum í Atl- anta á næsta ári. Það er betra að taka þátt í undirbúningi fyrir þau verkefni hér heima," sagði Gunnar Einarsson. HANDKNATTLEIKUR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.