Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 1
fttr^wiMi^í^ MENIMIIMG LISTIR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS LAUGARDAGUR 1. APRIL 1995 BLAÐ i- Ofurmannleg snilli Jasja Heifetz var almennt talinn fremsti fiðluleikari heims og George Bernard Shaw sagði hann storka guði með ofur- mannlegri snilli sinni. Árni Mofthias- son kynnti sér viðhafnarútgáfu á upptök- um' Heifetz og skyggndist á bak við goðsögnina. FYRIR skemmstu var því fagpiað víða um heim að út kom safn alls þess sem litháíski fíðluleikarinn Jasja Heifetz tók upp um dagana. Það safn var mikið að vöxtum, alls 65 geisladiskar, enda var Heifetz afkastamikill með afbrigðum. Jasja Heifetz fæddist í Vilníus í Litháen árið 1900. Hann sýndi snemma tónlistargáfu, en fyrsta hljóðfærið var barnafiðla þegar hann var þriggja ára. Hann náði fullkomnu valdi á henni á viku og debúttónleikarnir voru ári síðar. Sjö ára gamall lék Heifetz fiðlukonsert Mendelssohns fyrir þúsund manns og átta ára gamall útskrifaðist hann úr tónlistarskólanum í Vil- níus. Til að hann gæti haldið áfram í námi fluttist fjölskyldan til Sankti Pétursborgar og þar lærði pilturinn hjá Leopold Auer. Tíu ára gamall hélt Heifetz fyrstu tónleika sína í Skt. Pétursborg og vakti gríðarlega hrifningu, enda var mál manna að hann væri þegar kominn í fremstu röð fiðluleikara. Tólf ára gamall flutti hann svo hinn krefjandi fiðlu- konsert Tsjaíkovskíjs undir stjórn stjórnandans snjalla og fiðluleikar- ans Arthurs Nikitsjs, sem sagðist ekki hafa heyrt verkið betur flutt. Á sama máli voru tveir fíðluleikarar í salnum, Fritz Kreisler, sem hafði verið fremsti fiðluleikari heims í áratugi, og sá sem stóð honum næst, Efrem Zimbalist. Sagan hermir að Kreisler hafi sagt við Zimbalist: „Efrem, við ættum að brjóta fiðlurnar við hné okkar." Flúið undan bolsévikkum Fjölskylda Heifetz flúði til Bandaríkjanna undan byltingu bolsévikka og þar átti Heifetz heima upp frá því, en hann varð bandarískur þegn 1925. Fræg saga er af því þegar Heifetz tróð fyrst upp í Carnegie Hall. Þá voru stadd- ir þar fiðluleikarinn Mistsja Elman og píanóleikarinn og tónskáldið Leopold Godovskíj, samlandi Hei- fetz. Eftir að Heifetz var búinn að leika um stund sneri Elman sér að Godovskíj og dæsti: „Mikið er heitt hérna inni." Godovskíj svaraði að bragði og brosti við: „Ekki fyrir píanóleikara." Þó alltaf sé varasamt að hampa listamönnum sem fremstum eða bestum — listir eru ekki íþrótta- keppni — var samdóma álit allra tónlistarmanna og gagnrýnenda sem heyrðu Heifetz spila að enginn fiðluleikari hafi komist með tærnar þar sem hann hafði Jiælana. Georg Bernard Shaw, sem þótti spar á lofið, skrifaði Heifetz bréf eftir að hafa heyrt hann leika í Lundúnum 1920 og ráðlagði honum að spila eitthvað illa fyrir svefninn hvert kvöld, því hann muni annars deyja ungur háldi hann áfram að storka guði með ofurmannlegri snilli sinni. l'eiininii að eðlisfari Heifetz varð alþjóðleg stjarna fyrir snilli sína og eftirsóttur til tónleikahalds um heim allan. Hann var og gríðarlega duglegur, lék að meðaltali á um 200 tónleikum á ári, en tók einnig mikið upp, eins og sannast af 65 diska kassanum sem nefndur er í upphafi. Hann hagnaðist mjög á tónleikahaldi sínu; var það eftirsóttur að hann gat nánast sett upp hvaða fúlgu sem var, en þrátt fyrir það barst hann ekki mikið á og hélt sig til hlés í listaklíkum; kaus heldur að eyða Litháiska ffiölusnillingnum Jas|o Heifetz var ýmist lýst sem feimnum og hlédrœgum mannvin eea kuldalegum og gamldags sérvitringi. frístundum sínum í faðmi fjölskyld- unnar. Að sögn vina og kunningja var hann afskaplega feiminn að eðlisfari og faldi feimnina á bak við kuldalegt viðmót og gamaldags stífni. Þannig leið hanh ekki annað en að píanóleikari hans til tuttugu ára, Brooks Smith, sem hann kall- aði ævinlega Brooks, kallaði sig „herra Heifetz". Önnur saga segir af því þegar fiðlunemi kom fimm mínútum of snemma í tíma. Heif- etz kom sjálfur til dyra, sagði stutt- aralega „of snemmt" og lokaði þeg- ar aftur þegar hann sá hver var kominn. Fimm mínútum síðar knúði neminn aftur dyra og þá opnaði Heifetz dyrnar og lék á als oddi. Þeir sem kynntust honum vel hafa aftur á móti lýst honum sem ær- ingja í vinahópi, snjallri eftirhermu, sem kannski er vonlejjt af manni sem kunni flest verk eftir eina hlustun. Hann hafði einnig gaman af tennis og borðtennis og var áhugasamur bókamaður. Til við- bótar við fíðluna lék Heifetz á píanó og þó ekkert sé til upptekið af píanóleik hans segja þeir sem til þekktu að hann hafí einnig verið í fremstu röð þar. Heifetz hætti að leika opinberlega á fiðluna 1972, áður en honum fór að förlast, og eyddi því sem hann átti ólifað í kennslu og upptökur. Allar gerðir tónlistar Jasja Heifetz var fjölhæfur flytj- andi og flutti allar gerðir tónlistar, allt frá léttri „kreizleriana" í þung nútímaverk. Hann var iðinn við að panta verk og þannig sömdu fyrir hann til að mynda Walton, Korn- gold og Prókofíeff, en einnig út- setti hann margt eftir George Gershwin fyrir fiðlu með góðum árangri. Þó mikið hafi verið látið með Heifetz sem fiðluleikara, sem von- legt er, var hann ekki gallalaus og sumir gagnrýnendur höfðu horn í síðu hans fyrir óþarfa tilgerð á köflum og jafnvel kuldalega túlkun. Hann var einnig lítið fyrir að skemmta áheyrendum og þó hann hafi verið gríðarlega duglegur í tónleikahaldi hélt hann því eitt sinn fram eftir vel heppnaða 2.000 manna tónleika að 1.999 gestanna hefðu komið til þess eins að heyra hann leika skakka nótu. Arthur Rublnstein, sem Heifetz tók tals- vert upp með, sagði að hann væri frábær listamaður en hræðilegur persónuleiki og fleiri hafa lagt orð i belg. A móti eru fjölmörg dæmi þess að hann var rausnarlegur við unga tónlistarmenn og margir nem- endur hans fengu hljóðfæri að gjöf. Enginn frýr honum þó snilli í fíðlu- leik, og þó finna megi hnökra ef vel er að gáð, eru þeir sem um títt- nefndan safnkassa hafa fjallað á því að hann sé glæsilegur minnis- varði um stórbrotinn listamann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.