Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 2
2 E LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Þ- SKÁLDSAGAN ER DAUÐ, LIFI SKÁLDSAGAN! |orræn verðlaun kennd við Nordbok, Norrænu bóka- og bókasafnanefndina, sem veitt eru gagnrýnendum dagblaða og blaða- mönnum sem teljast fjalla best um norrænar bókmenntir voru að þessu sinni veitt finnska gagnrýnandan- um og menningarritstjóranum Tuvu Korsström. Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra afhenti Korsström verðlaunin (25.000 danskar kr.) í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík. Tuva Korsström er menningarrit- stjóri Hufvudstadsbladet í Helsing- fors og skrifar að staðaldri í það blað, einkum bókmenntagagnrýni og viðtöl við rithöfunda. Hufvud- stadsbladet er stærsta dagblað Finnlandssvía og hefur vakið at- hygli fyrir öfluga menningarum- fjöllun. Frásögnin lifir Beráttelsernas áterkomst (útg. Söderströms, 1994) eftir Tuvu Korsström er viðtalsbók sem lýsir leit höfundar að evrópsku skáld- sögunni. Inngangur bókarinnar heitir eftirminnilega: Skáldsagan er dauð, lifí skáldsagan! Módernistarnir gengu af_ hefð- bundinni skáldsögu dauðri. í stað- inn fyrir skipulega frásögn nítjándu aldar (Balzac, Dickens, Tolstoj) kom vitundarflæði (Joyce). Ný- skáldsagan (Robbe-Grillet) snerist gegn hefbundinni skáldsagnagerð. Skáldsagan fór að fjalla um sjálfa sig. Sú tegund skáldsögu þar sem frásögnin sat í öndvegi spratt aftur skyndilega upp í Rómönsku-Amer- íku í verkum höfunda eins og Borg- es, Fuentes, Vargas Llosa og Garc- ía-Márquez. Endurreisn Tuva Korsström gleymir ekki að minna á vestrænar skemmtisög- ur og sósíalrealískar skáldsögur í Sovétríkjunum sem hermdu eftir alvöruskáldsögum, en sönnuðu með því aðeins dauða skáldsögunn- ar. Nú þykir henni unnt að tala um endurreisn evrópskrar frásagn- ar: „Hvernig eru þá sögurnar sem evrópskir samtímahöfundar segja? Hvernig er skrifað eftir samsæri módernismans og nýskáldsögunnar gegn hefðbundinni skáldsögu, eftir „boom" (töfraraunsæi) skáldsagna Rómönsku-Ameríku, í eftirhreytum póstmódernismans, eftir hrun járn- tjaldsins og sósíalrealismans?" Til þess að fá svör við þessum spurningum leitaði Korsström til fímmtán rithöfunda. Sá elsti er TUVA Kersstrem hlaut Ner- rænu bladamannavere- launin 1995 fyrir greinar um bókmenntir. fæddur 1942, hinn yngsti 1967. Einn íslenskur rithöfundur, Einar Kárason, er með í hópnum. Lygalauparnir í staðinn fyrir að flokka höfunda eftir löndum er um efnislega flokk- un að ræða hjá Tuvu Korsström. Einar Kárason lendir til dæmis með René Vázquez Díaz frá Kúbu sem nú býr í Svíþjóð. Þeir fá sameigin- lega skilgreininguna lygalaupar sem ekki telst niðrandi þegar tekið er mið af titli bókar eftir Mario Vargas Llosa: Sannsögli lyganna, en það gerir Korsström. Vázquez Díaz skrifar um Kúbu eftir byltingu. „Einar Kárason," skrifar Tuva Korsström „er ásamt Einari Má Guðmundssyni kunnasti fulltrúi gróskunnar í íslenskri skáldsagna- gerð á níunda áratugnum." Til grundvallar þessu eru nefndar Eyjabækur Einars sem eftir því sem Korsström segir „heilluðu og hneyksluðu" með því að beina aug- um manna að þeim hluta íslenskrar samtímasögu sem hafði gleymst. Þessi saga, skrifar hún, er um lífíð í braggahverfum sem Bandaríkja- menn reistu, áhrif hernáms, neyð og örbirgð eftirstríðsáranna. Fá- tækt braggahverfanna minnir Korsström á lífið í gettóum banda- rískra blökkumanna. „Lygalauparnir" Vázquez Díaz og Einar Kárason eru að mati Korsströms dæmi um höfunda sem sameina að ná í senn vinsældum lesenda og þeirra sem stjórna bók- menntaumræðunni sem dæmigert sé fyrir töfraraunsæið. Hún telur þá fylgja í fótspor hinna miklu rit- höfunda Rómönsku-Ameríku, skrifa framúrstefnulega og til- raunakennt og jafnframt gæta þess að forsmá ekki þann segulmagnaða kraft sem býr í frásögninni. Að segja sögu í viðtalinu er Einar Kárason spurður að því hvort hann segi satt eða ljúgi um þjóðlífið í Eyjabókun- um. Svarið er að lesandans sé að skera úr. Einar segist fyrst og fremst vera sveigjanlegur sögumað- ur. Hann kveðst vilja segja góða sögu. Áhugaefni hans sé maðurinn og samtímalýsingin höfði til sín að því leyti sem hún snerti manninn og frásögnina sjálfa. Hann segist meðal annars aldrei hafa ætlað sér að skrifa sósíalrealískt. Siðleysingjar Lið siðleysingja er skipað Bretan- um Ian McEwan, Svíanum Stig Larsson og hinni austurrísku Elfri- ede Jelinek. í skáldsögum þessara höfunda eru illska, glæpir og ótti ofariega á baugi. Franskur blaða- maður spurði eitt sinn Jelinek hvort hún skrifaði aldrei um neitt hugnan- legt og svarið var nei. Skáldsögur hennar eru vægðarlaus ádeila á austurrískt samfélag. Bók Tuvu Korsström er afar fróðleg og hefur mikið að segja um þróun skáldsagnagerðar, möguleika hennar. Allt er leyfílegt í nútíma- skáldsögum eins og hún bendir á, jafnvel raunsæi. En raunsæi sem vill vera hlutlæg endurspeglun veruleikans er ekki lengur til. Raun- sæið verður yfírraunsæi (súrreal- ískt) og það gildir ekki bara um höfunda töfraraunsæisins. Opin skáldsaga I lok bókarinnar er stutt viðtal við Salman Rushdie sem talar máli fjölhyggju, óhreinnar og opinnar skáldsögu. Það er hefðin frá Ra- belais og Cervantes sem hann lofar. Tuva Korsström segir marga höfunda bókarinnar sama sinnis, óháða stefnum eins og raunsæi, módernisma, nýskáldsögunni, póstmódernismanum, en byggi um leið á lærdómi þeirra. Jóhann Hjálmarsson JÓHANNA Jónsdettir, forstöóumaóur listhússins Kirkjuhvels á Akranesi vió eitt verka Sjafnar Haraldsdóttur sem nú sýnir i húsinu. AKRANES Rekstur Listhúss- ins gengur vel |ÝLEGA var opnað á Akranesi nýtt listhús, Kirkjuhvoll, og hefur rekstur þess gengið vel, en þrjár listsýningar ásamt öðrum list- viðburðum hafa farið þar fram þá tvo mánuði sem það hefur verið starfrækt. Það er minningarsjóður um séra Jón M. Guðjónsson fyrrum prófast og sóknarprest Akurnesinga sem festi kaup á gamla prestbú- staðnum á Akranesi og vildi með því heiðra minningu séra Jóns eftir giftudrjúgt starf hans að menningar- málum á Akranesi. Fjölbreytt menn- ingarstarfsemi Ætlun sjóðsstjómar Minningar- sjóðsins er sú að nota húsið fyrir fjölbreytta menningarstarfsemi og hefur það gengið eftir og er almenn ánægja með húsið og starfsemi þess. Jóhanna Jónsdóttir, dóttir séra Jóns heitins, á sæti í stjórn minningar- sjóðsins og annast daglegan rekstur Kirkjuhvols í launalausu starfí. Jó- hanna fæddist í húsinu og bjó þar til fullorðinsára. Hún segir húsið hafa verið í niðurníðslu um tíma, en síðan hafí það verið endurbyggt á einstaklega smekklegan hátt. Hús með sál Sr. Jón M. Guðjónsson var ein- staklega listelskur maður og lét til sín taka á því sviði. Jóhanna Jóns- dóttir segir að faðir sinn hafi mælt svo fyrir að ef vinir og velunnarar vildu minnast sín á einhvern hátt yrði það gert með stofnun listasafns að Görðum. Eftir lát hans hafí verið stofnaður minningarsjóður í nafni hans og fljótlega hafi komið upp sú hugmynd í sjóðsstjórn að kaupa gamla prestbústaðinn og brúa þann- ig bil þar til listasafn risi að Görð- um. Við litum á þetta sem fjárfest- ingu fyrir sjóðinn, segir Jóhanna. I þessu ljósi fórum við af stað og höf- um notið góðs stuðnings ýmissa aðila bæði einstaklinga og hins opin- bera, segir hún og bætir við að tak- mark þeirra um að auka listræna starfsemi á Akranesi í stað þess að bíða, hafí einnig haft sitt að segja. Jóhanna segir að húsið henti ein- staklega vel fyrir smærri listastarf- semi og hafa listamenn lýst ánægju sinni með aðstöðuna, enda sé húsið með sérstaka sál og merkilega sögu. Næg verkefni Jóhanna segir nægt framlag af listviðburðum vera til staðar^ og að- sókn að húsinu sé mjög góð. Á næstu dögum verða tvennir tónleikar og síðan verður sett upp ný listsýning eftir páska. Þá er ætlunin að í sumar verði sett upp yfirlitssýning sem höfði sérstaklega til ferðamanna sem sæki Akranes heim. „Hvað haustið ber í skauti sér er óráðið, en við erum bjartsýn á framhaldið," sagði Jó- hanna Jónsdóttir að lokum. EINAR Jóhannesson klarinettu- leikari hefur verið á ferð og flugi það sem af er árinu. Hann hélt tónleika í Suður-Ameríku og Evr- ópu og er senn á förum til Austur- landa. Ecuador „Ferðalögin byrjuðu um miðjan febrúar, en þá fór ég til Ecuador í Suður-Ameríku og var þar í tvær vikur. Ecuador er í Andesfjöllun- um, alveg við miðbaug. Það er lít- ið land, rúmlega helmingi stærra en ísland, en þéttbýlt. Ég hafði aldrei komið í þennan heimshluta fyrr og var þetta því algerlega nýr heimur fyrir mér. Við fórum þrjú saman. Auk mín þau Richard Talkowsky sellóleikari og Beth Levin píanóleikari, sem skipum Tríó Borealis. Við héldum kammertónleika í höfuðborginni Quito og lékum einnig öll einleiks- konserta með þjóðarhljómsveitinni í Ecuador. Ríkissjónvarpið tók upp báða tónleikana og var okkur Tónleikar víua um heim Einar Jóhqnnesson, klarinettuleikari, hefur verið á sífelldum ferða- lögum undanfarið og haldið tónleika víða um heim. Syayg Ara- dóltir hitti hann og bað hann að segja frá þessum ferðum sínum. hampað og gert þó nokkuð úr þessu. Ástandið í landinu er mjög sérkennilegt vegna ófriðar við Perú. Þjóðfélagsástandið er slæmt og þarna ríkir mikil fátækt og svona ófriður fer illa með fjárhag ríkisins. En meðan við vorum þarna var reyndar skrifað undir friðarsamn- ing milli ríkjanna. Tónleikar okkar báru svip af þessu ástandi því kammertónleikarnir voru nefndir vináttutónleikar og sinfóníutónleik- arnir friðartónleikar. Borgin Quito stendur hátt, í tæplega 3.000 metra hæð. Súrefni er þar af skornum skammti, að minnsta kosti fyrir blásara, en maður var fljótur að koma sér upp vissri öndunartækni. Ég tók einnig að mér kennslu í „masterklassa" í tónlistarskólanum í borginni einn dag og var það mjög skemmtilegt og mikill áhugi að læra nýja hluti. Ferðin er tilkomin vegna þess að Richard Talkowsky vann í Ecu- ador eitt ár þegar hann útskrifað- ist úr tónlistarháskólanum í Boston fyrir nærri 20 árum. í fyrra kom stjórnandi sinfóníuhljómsveitar Quito, Alvaro Manzano, til íslands á vegum ríkisútvarpsins og Guð- mundar Emilssonar og stjórnaði sinfóníuhljómsveitinni okkar. End- urnýjuðu Richard og hljómsveitar- stjórinn fyrri kynni og voru þessir tónleikar ákveðnir. Tengslin sem myndast í svona fjarlægum löndum eru einstök. Þrátt fyrir fjarlægðina finnst mér við eiga margt sameig- inlegt. Bæði löndin eru smáríki, bæði eldfjallalönd og fískveiðiþjóð- ir og nýlendur um aldir. Ég hafði með mér nótur og geisladiska og þáði ýmislegt forvitnilegt frá þeim í staðinn. París Eftir þetta mikla ferðalag var ég svo heima í 5 daga en flaug þá til Parísar til þess að vinna með mjög skemmtilegum kvennahópi. Hópurinn samanstendur af þeim Eddu Erlendsdóttur píanóleikara, Bryndísi Höllu Gylfadóttur selló- leikara, Auði Hafsteinsdóttur fiðlu- leikara og Áshildi Haraldsdóttur flautuleikara. Edda Erlendsdóttir átti frumkvæðið og veg og vanda af öllu skipulagi þessara tónleika sem við héldum 12. mars í Auditor- ium St. Germain. Á efnisskránni voru einvörðungu íslensk verk. Við frumfluttum tvö verk: Dúo eftir Atla Heimi Sveinsson, sem samið er sérstaklega fyrir frænkurnar Áshildi og Bryndísi Höllu og Dúf- una og fiskinn eftir Jónas Tómas- son, gamansamt verk með frönsku lagaívafi, sem hann samdi fyrir okkur fimm fyrir þessa tónleika. Verkunum var mjög vel tekið. Madrid Daginn eftir tónleikana í París flaug ég til Madrid og hitti félaga mína í Blásarakvintett Reykjavík- ur. Þar komum við fram á opnun- arathöfn norrænu listahátíðarinn- ar „Undir Pólstjörnu" þann 14. mars. Um kvöldið vorum við með sjálfstæða tónleika, að viðstöddum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.