Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 E 3 Kveöur kammertón- listina með sérstökum tnnleikum ÞETTA eru ekki kveðjutónleikar í eiginlegum skilningi en mig lángaði til að ljúka ferii mínum í kammertónlist og sem einleikari með því að halda tvenna tónleika og fékk til liðs við mig nokkra félaga mína sem ég hef átt samstarf við um lengri eða skemmri tíma,“ segir Ing- var Jónasson víóluleikari en næst- komandi þriðjudag, 4. apríl, boðar hann til kammertónleika og ráðgerir síðan sónötukvöld í maí. „Kammer- tónlist er kreijandi og erfíð og því fínnst mér rétt að kveðja hana nú, kominn á þennan aldur enda fer mér varla fram héðan af! En þessir góðu samstarfsmenn mínir gera tón- leikana mögulega, fólk sem sinnir tónlistinni af sömu hugsjðn og ís- lenskir tónlistarmenn hafa gert í áratugi og spyr ekki um greiðslur,11 segir Ingvar ennfremur en hann verður áfram starfandi í víólugrúppu Sinfóníuhljómsveitar íslands. Á kammertónleikunum á þriðju- dag sem fram fara í Gerðarsafni í Kópavogi leika sjö hljóðfæraleikarar með Ingvari í ýmsum samsetning- um: Martial Nardeau flautuleikari og Snorri Öm Snorrason gítarleikari leika með Ingvari í tríói eftir Mati- egka, Sigurður I. Snorrason klari- nettleikari og Anna Guðný Guð- mundsdóttir píanóleikari spila með honum tríói eftir Mozart og meðleik- arar hans í kantötu fyrir sópran eftir Hindemith eru Marta Halldórs- dóttir sópran, Kristján Þ. Stephen- sen sem leikur á óbó og Biyndís Halla Gylfadóttir sellóleikari. Ingvar Jónasson bjó um árabil í Svíþjóð og starfaði sem víóluleikari með Sinfóníuhljómsveitinni í Malmö og Óperuhljómsveitinni í Stokk- hólmi auk þess sem hann kenndi við tónlistarháskólana í Malmö og Gautaborg en sneri aftur heim haustið 1989 og tók á ný sæti í Sinfóníuhljómsveit íslands. Hann hefur einnig stundað kennslu, kam- Morgunblaðið/Iialldór ÞESSI hópur flytur kammerverk i Geróarsafni næstkomandi þriójudagskvöld, 4. apríl. Fró vinstri: Bryndis Halla Gylfadótt- ir, Martian Nardeau, Kristján mertónlist, verið prófdómari og síð- ustu árin stjórnað Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna og sinnt félags- málum tónlistarmanna. En hvað finnst honum helst hafa breyst hérlendis á þeim áratugum sem hann hefur starfað að tónlistar- málum: „Hér hefur ýmislegt breyst til batnaðar en margt er líka ennþá í sama farinu og því miður lítið þok- ast í átt til framfara. Ef við byrjum á því sem lítið hefur breyst vil ég nefna að ekkert hefur gerst í bygg- ingu tónlistarhúss, tónlistarháskól- inn kemst ekki á laggimar þrátt fyrir að menn hafí talað um það í áraraðir og Island hefur enn ekki staðfest aðild að Rómarsáttmálan- um sem Alþingi hefur þó samþykkt en hann kveður m.a. á um að flytj- endum sé greitt fyrir tónlistarflutn- ing í útvarpi hérlendis sem erlendis og Ríkisútvarpið greiðir tónlistar- mönnum ekki fyrir flutning sam- kvæmt samningum við FÍH og FÍT og ég get haldið áfram að nöldra Þ. Stephensen, Marta Halldóri Snorri Örn Snorrason í þessum dúr - búið leggja niður fjárveitingu til tónlistarmanna, sem fólst í því að tónlistarmenn voru styrktir til að ferðast um landið með tónlist sína - þetta hefur ráð- herra menntamála eyðilagt. Það ánægjulega er hins vegar að við eigum mikinn fjölda góðra tónlistarmanna í öllum greinum. Þetta fólk hefur sótt sér menntun víða erlendis og tónlistarskólarnir hér veita mjög góða kennslu og undirbúning fyrir nám erlendis og tónlistarmenn okkar eru á heims- mælikvarða. Nýjustu dæmin um það er að þegar valið var í vetur í norræna sinfóníuhljómsveit æsk- unnar sem skipuð verður 85 hljóð- færaleikurum voru valdir 17 Islend- ingar. Hlutfallið var svipað síðasta ár eða 17 af 100 hljóðfæraleikurum en hljóðfæraleikararnir eru valdir eftir númeri af snældum sem sendar eru dómnefnd þannig að þetta er engin tilviljun. Enda hafa tónlistar- nemar frá t.d. Norðurlöndum leitað hingað eftir skólavist. dóltir, Siguróur I. Snorrason, og Ingvar Jónasson. En allur þessi fjöldi góðra tónlist- armanna sem komið hefur frá námi á síðustu árum fær ekki föst og launuð störf við hljóðfæraleik í hljómsveitum heldur kennir og spil- ar kammertónlist eða annað það sem til fellur og þá yfirleitt sem sjálfboðaliðar. Við þurfum að finna leiðir til að fjölga föstum störfum tónlistarmanna, t.d. í kammersveit- um eða hljómsveitum víðar á land- inu.“ Tónlist handa vinum Um verkin á kammertónleikun- um þriðjudaginn 4. apríl er það að segja að Matiegka var tékkneskur, gítarleikari og kórstjóri en talið er að Franz Schubert hafi komið í veg fyrir að tónverk hans féllu alveg í gleymsku með því að hann skrifaði sellórödd inní noktúrnuna sem kam- merhópurinn flytur nú í sinni upp- runalegu mynd. Auk noktúrnunnar samdi hann um 70 verk fyrir gítar og nokkrar messur til flutnings í kaþólskri kirkju sem hann kenndi Guóný Guómundsdóttir, við en Matiegka var uppi 1773 til 1830. Þá verður flutt tríó í Es-dúr K 498 fyrir klarinettu, víólu og píanó eftir Mozart, kallað Kegelstadt tríó- ið. Var það samið árið 1786, nótt eina til heimabrúks yfír billjardspili og hefur því verið gefín lýsingin: Tónlist handa vinum. Verk Hindem- iths er Die Serenaden eða kantata fyrir sópran, óbó, víólu og selló sem samin var árið 1924 en hann var tónskáld, hljóðfæraleikari, tónlist- arfræðimaður, tónlistaruppeldis- frömuður og tónlistarheimspeking- ur segir Sigurður Steingrímsson í samantekt um höfunda í efnisskrá. „Það hefur verið mjög ánægju- legt fyrir mig að starfa með þessum hópi sem kemur úr fremstu röð flytjenda klassískrar tónlistar og er ég þeim sérlega þakklátur fyrir að gera mér kleift að bjóða til þess- ara síðustu kammertónleika minna," segir Ingvar Jónasson að lokum. jt borgarstjórum Norðurlandanna, í sama sal sem nefnist „Conde Duque“. Salurinn er í gamalli höll í miðborginni, gríðarlega hljómfal- legur og með réttum hlutföllum. Efnisskráin var bæði norræn og alþjóðleg og gerðumst við meira að segja svo djarfír að spila dansas- vítu eftir Albeniz á sjálfum Spáni. Það hefði verið gaman að nota ferðina og fara víðar og spila, en það var ekki hægt að koma því við að þessu sinni. Mig langar að koma því að hér að Kristinn R. Ólafsson í Madrid sá um prógrammið fyrir okkur og aðstoðaði okkur á allan hátt. Með- al annars snaraði hann ljóðum, sem hljóðfæraleikararnir fara með í leikrænu og skemmtilegu verki eftir Luciano Berio, yfir á fagur- lega rímaða spöhsku með örstutt- uni fyrirvara. Singapúr og Danmörk Eg verð hér heima um sinn að sinna mínum störfum við sinfó- níuna og kennslu, jafnframt því að undirbúa mig undir tónleikaferð til Singapúr á næstunni. Þar spila ég á tónlistarhátíð sem stendur yfir í eina viku strax eftir páska. Auk kammertónlistar mun ég leika Ebony-konsertinn eftir Stravinsky, Mozart-konsertinn fræga og kons- ert eftir Bruch fyrir klarinett og víólu. Ég var beðinn að spila á þessari hátíð af umboðsskrifstofu í London sem hafði samband við mig. Þeir höfðu frétt af mér. Það er alltaf gaman að fá slík boð. Á leiðinni heim frá Singapúr kem ég við í Álaborg í Danmörku. Þar mun ég, þann 27. apríl, frum- flytja splunkunýjan konsert eftir Karólínu Eiríksdóttur, sem pantað- ur var af sinfóníuhljómsveitinni þar og verður útvarpað beint í danska ríkisútvarpinu. Síðan held ég tón- leika í Holbæk fyrir utan Kaup- mannahöfn með Barböru Magnús- son píanóleikara áður en ég stekk upp í flugvélina heim 1. maí.“ Eftir þessa ótrúlegu upptalningu spyr ég Einar hvernig hann fari að þessu. „Aðalatriðið er að halda sér í góðu líkamlegu formi, þá styrkist andinn líka. Ég stunda íþróttir, hleyp og syndi og í framhaldi af því hefur mér oft dottið í hug gamla góða orðið íþrótt, sem stend- ur fyrir víðtækt hugtak, sbr. að leika af mikilli íþrótt. Það er dapur- legt til þess að hugsa að eftir því sem ég ferðast meira og sé og reyni hvernig jafnvel fátækar þjóð- ir hýsa tónlistina, skuli ekki stönd- ug þjóð eins og við íslendingar skynja mikilvægi þess. Það væri e.t.v. lausnarorðið við ráðamenn í sambandi við að fá fjármagn til byggingar tónlistarhúss að við tón- listarmenn kölluðum okkur íþrótta- menn í von um að byggt verði yfir okkur hljómfagurt „íþróttahús". En tónlistarfólk er í eðli sínu bjart- sýnt og baráttan heldur áfram.“ Ég kveð þennan víðförla lista- mann og óska honum góðrar ferð- ar. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.