Morgunblaðið - 01.04.1995, Side 4

Morgunblaðið - 01.04.1995, Side 4
4 E LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Svavarsson ARLEGIR tónleikar Háskóla- kórsins verða í Kristskirkju miðvikudaginn 5. apríl. Á tónleik- unum verður frumflutt eitt íslensk verk. Hákon Leifsson hljómsveit- arstjóri hefur verið kórstjóri í tvö ár. „Þetta eru lög úr ýmsum átt- um, bæði gömul og ný, en leyndar- dómur tónleikanna er nýtt verk eftir Leif Þórarinsson, samið við kórtexta eftir Bakkynjunum eftir Evripídes," segir Hákon. „Leifur bjó á Kýpur allt síðastliðið ár og verkið er undir áhrifum frá grísk- arabískum menningarheimi." Á efnisskránni eru einnig 7 þjóðlagaútsetningar eftir Hafliða Hallgrímsson og John Heare. Þar á meðal eru „Bíbí og blaka“ og „Fagurt yflr fjörðum" og „Hættu að gráta Hringaná" og „Litlu bömin leika sér.“ Einnig verða fluttar 5 íslenskar kórperlur, lög frá fyrri hluta þessarar aldar eftir Sigvalda Kaldalóns, Sigfús Ein- arsson og Pál ísólfsson. Þá eru tvö helgilög eftir Hjálmar H. Ragnars og eitt verk eftir Hákon við Ijóð Halldórs Laxness „Unglingurinn í skóginum". Hvemig myndirðu skilgreina þá tónlist sem þú semur? „Ég vil skrifa hjartans músik,“ svarar Hákon. „Auðvitað lít ég á tæknina, formið, en ég reyni að Er hrifinn af einfald- leika TÓNLEIKAR HÁSKÓLAKÓRSINS hrífast af tónlist tilfínningalega, ég vil að mín tónverk endurspegli tilfinningar mínar. Um leið reyni ég að vera bæði klassískur og framsækinn. Mér finnst það skylda listamanna að gera tónlist aðgengilega fyrir fólk, ég er ekki hrifmn af því þegar reynt er flækja alla hluti. Ég vil hafa tónlist ein- falda.“ En hvað fínnst þér um mjög framsækna eða „avant garde“ nútímatónlist? Mér finnst nútímatónlist eigin- lega vera komin á endapunkt. Þetta tímabil er fyrir mér búið að skila því sem það getur skilað. Nútímatónlist hefur farið svolítð langt í burtu frá áheyrendum og mörg tónskáld hafa lokað sig svo- lítið inni í eigin uppátækjum en varla hlustað hver á annan, of uppteknir af því að vera „eigin snillingar". Ég vil ekki draga dul á það að þetta erflða framúrstefnutímabil á milli 1920-70 skilaði óskaplega mörgum fallegum perlum í tónlist. En þessi vísinda- og tæknihyggja er heldur á undanhaldi. Tilhneig- ingin í nútímatónlist hefur verið að fara út í miklar öfgar. Margt er illspilandi og svo að segja án laglínu og oft er hún jafnþrúgandi fyrir flytjendur sem hlustendur. En á hvað hlustar þú sjálfur? „Ég hlusta á alla tónlist og gjaman nýja tónlist, en þessa dag- ana hef ég sterkar taugar til tón- listar frá öðrum menningarsvæð- um en vestrænum, svo sem tónlist frá Japan og Indlandi, þannig vil ég reyna að sjá inn í önnur menn- ingarsvæði.“. Tónleikamir eru í Kristskirkju miðvikudaginn 5. apríl kl. 20. 30. Þá verða sömu tónleikar á föstu- daginn 31. mars kl 20. 30 í Borg- amesi, laugardaginn 1. apríl á Akranesi kl. 3 og sunnudaginn 2. apríl í Stykkishólmi kl 16. Þ.J. Forréttindi að vera í tónlist ÁSHILDUR HARALDSDÓTTIR Á KJ ARVALSST ÖÐUM AMORGUN leikur Ashildur Haraldsdóttir á flautu á Kjarvalsstöðum. Hún hefur verið búsett erlendis í tíu ár en kemur alltaf annað slagið til að halda tón- leika á íslandi. „Þetta eru einleiks- tónleikar sem spanna svotil sögu flautunnar,“ segir Áshildur. - Nú flytur þú bæði gömul og ný verk. Hvað hafðir þú í huga þegar þú settir saman efnisskrána? „Mér fínnst nauðsynlegt að leika bæði nýja og gamla tónlist,“ svarar Áshildur. „Ef ég spila og grúska of mikið í eldri tónlist finnst mér stundum eins og ég sé komin á safn. Mér finnst gaman að vinna með nútímaverk; geta talað við tón- skáldin og finnast ég vera hluti af því sem er að gerjast í nútímanum; fylgjast með því sem er að gerast núna! Á hinn bóginn langaði mig ekki að hafa eingöngu nútímatónlist, það er skemmtilegara fyrir áheyrendur að hafa blandaða efnisskrá. Þá fannst mér það gæti verið áhuga- vert að fyrir þá að heyra sama hljóð- færið fara í gegnum tónlistarsögu hljóðfærisins. Þannig tek ég eigin- lega verk frá því að byrjað var að skrifa fýrir flautu, fyrsta verkið á tónleikunum er eftir Bach frá bar- okktímabilinu. Á efnisskránni eru einnig verk eftir eftir Þostein Hauksson og Davidovsky, sem ég flyt með tónbandi." Áshildur segir það mikilvægt fyr- ir sig að koma annað slagið heim og spila á íslandi. „Það er nauðsyn- legt að halda tengslum við fólk hér heima, þá er gott að spila þar sem fólkið kannast við mann. Svo er gaman að spila íslensk verk á ís- landi.“ Árið 1992 lauk Áshildur námi og hefur verið búsett í París síðan, spilað á tónleikum og tekið upp plötur. En hvernig gengur að fá verkefni? „Það hefur gengið, en er ákaf- lega erfitt, í tónlist getur enginn Áshildur Haraldsdóltir verið nema af lífi og sál. Samkeppn- in í þessu starfi er svo mikil. En tónlistin er líf mitt og helsta áhuga- mál og því fínnst mér það vera for- réttindi að fá að starfa sem tónlist- armaður." En hvað tekur við hjá þér eftir þessa tónleika? „Ég er að fara að taka upp tvær plötur í sumar, eina hér heima og eina í Svíþjóð. Svo verð ég með eina tónleika í Danmörku." Áshildur Haraldsdóttir tók burt- fararpróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavík árið 1983, 17 ára göm- ul. Hún stundaði framhaldsnám í Bandaríkjunum, í „New England Conservatory of Music“ og síðan í „Juilliard“-tónlistarskólanum í New York. Þaðan hélt hún til Frakklands og lauk námi frá „Cycle de Perfecti- onnement" í tónlistarskólanum í París árið 1992. Áshildur hefur víða komið fram sem einleikari og hlotið verðlaun í mörgum alþjóðlegum tónlistarkeppnum. Tónleikarnir eru sem fyrr segir sunnudaginn 2. apríl kl. 20.30 á Kjarvalsstöðum og aðgangseyrir er 600 krónur. Þ.J. Jön Hlöðver og Hallgrímssálmar Tónleikar veróa í Hallgrímskirkju-sunnudaginn 2. apríl á vegum Listvinafélags kirkjunnar og hefjast þeir klukkan 1 7.00. Þar mun Mótettu- kór Hallgrímskirkju flytja verk eftir Jón Híöðver Áskelsson tónskáld. Á efnisskránni eru meóal annars Sjö lög vió Passíusálma Hall- grims Péturssonar um sjö ord Krists á krossinum, byggó á sálmalögum úr þjóólagasafni séra Bjarna Þorsteinssonar, og Mótettan Upp, upp mín sál, sem tónskáldió til- einkar minningu gamals vinar síns og skóla- bróður, Páls Bergssonar. JÓN HLÖÐVER Áskelsson fædd- ist á Akureyri 1945. Hann stundaði fyrst tónlistamám við Tón- listarskólann á Akureyri en lauk söngkennaraprófi frá Tónlistarskól- anum í Reykjavík 1967. Á árunum 1967-1970 var hann við framhalds- nám í tónlist í Salzburg í Austurríki og Hannover í Þýskalandi, kom þaðan heim og kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri, varð skólastjóri þar 1974 og gegndi því starfi tii 1991, að frá- töldum árunum 1982-1984 þegar hann var námstjóri í tónlist við menntamálaráðuneytið. í kjölfar veikinda varð Jón Hlöðver að segja skilið við kennslu og skólastjórn en hefur frá því um 1990 haft tónsmíð- ar að aðalstarfí. Hann var valinn bæjarlistamaður Akureyrar árið 1990 og hlaut fyrir skemmstu starfslaun, til þriggja ára, úr Tónskáldasjóði. Sjö sálmalög í nýstárlegum búningi Sjö lög við Passíusálma Hallgríms Péturssonar um sjö orð Krists á krossinum samdi Jón Hlöðver að til- hlutan Tónmenntasjóðs Hallgríms- kirkju og er það frumflutt á þessum tónleikum. Höfundúrinn segir um þetta tónverk sitt að það sé í sér- kennilegum og óvenjulegum bún- ingi. Verkið sé samið fyrir kór án undirleiks, alít frá fjórum og upp í sjö raddir, með þeirri forsendu að laglínan liggi alltaf í efstu röddinni. Þorleifur Hauksson muni lesa upp úr hveijum sálmi fyrir sig, Mótettu- kórinn syngi og þýski orgelsnilling- urinn Hans-Dieter Möller muni leika með á orgel. „Hann kemur til með að leika af fingrum fram yfir laglín- urnar sem ég nota í sálmalögunum. Það verður forvitnilegt að heyra þetta því þarna slær saman tveimur ólíkum stílheimum, annars vegar mínum stíl og hins vegar stíl þessa frábæra, þýska organista. Þessu slær saman ,þarna á staðnum og stundinni því Hans-Dieter hefur ekki séð úrvinnslu mína á sálmalögunum. í þessu verki má segja að gömlu sálmalögin haldist að mestu óbreytt frá því sem þau eru skráð í þjóðlaga- safni séra Bjarna Þorsteinssonar, nema ég gerði smábreytingar á þeim eftir því sem mér fannst nauðsynlegt til að samræma þau og hugmyndir mínar, en það eru óverulegar breyt- ingar. Útfærslan á fyrst og fremst að þjóna lögunum, það liðna fær að lifa í hinu nýja.“ Jón Hlöðver segir tónsmíðaferil sinn tengjast sterkt bæði Mótettu- kórnum og Hallgrími Péturssyni. „Ég átti á sínum tíma þátt í að stofna þennan kór og fyrsta lagið sem ég samdi fyrir hann, og hefur fylgt honum meira og minna síðan, er Víst ertu Jesú kóngur klár. Kannski má segja að þar liggi rótin að þess- um tónleikum í heild.“ Upp, upp mín sál Mótettan Upp, upp mín sál er nefnilega byggð á gömlu Passíusál- malagi, sem vinur minn Njáll Sig- urðsson skrifaði niður fyrir fáeinum árum eftir að hafa heyrt gamla kennslukonu, Ágústu Guðjónsdóttur frá Gilsfjarðarmúla, syngja það. í~ mótettunni tek ég eina laglínu úr sálmalaginu og spinn með henni og utan um hana töluverðan vef sem verður að heilu verki.“ Þessa mótettu samdi Jón Hlöðver í minningu vinar síns og skólabróð- ur, Páls Bergssonar, sem lést langt fyrir aldur fram og Kór Akureyrar- kirkju frumflutti hana í Selfosskirkju 3. júní á síðasta ári. „Fyrsti þáttur- inn, Sál, er unninn úr upphafshend- ingu sálmsins og lagsins, annar þátt- urinn, Rómur, styðst við næstu hendingu í lagi og ljóði. I honum er minningin um Pál afar sterk, því hann var mikill og lifandi söngmað- ur, góður tenór. Þriðji þátturinn, Tunga, er með efni þriðju og fjórðu hendingar sálmsins og í lokin syngja kvenraddirnar allt lagið og fim- mundarsöngur hljómar með. Á þessum tónleikum eru með öðr- um orðum sálmalög, sem annars vegar hafa varðveist í safni séra Bjarna og hins vegar í huga fólks allt framundir okkar daga. Um það að vinna að kirkjutónlist eins og ég hef gert má annars segja að við þetta ólst ég upp með organistanum föður mínum, var auk þess sjálfur organisti og söng meira og minna kirkjulega tónlist, svo þetta hefur alla tíð verið nærri mér.“ Starf tónsmiðsins Nú hefur starf Jóns Hlöðvers sem tónskálds annars vegar snúist um að útsetja og hins vegar að semja tónlist.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.