Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 6
6 E LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VARDE EITT MERKILEGASTA safn Búdapestar af mörgum merki- legum er án efa Nytjalistasafnið (Ip- armuvészeti Múzeum) við Úllöi út, eða veg, í Pest. Þetta er þriðja elsta \ safn sinnar tegundar í heiminum, aðeins safnið í London, Viktóríu- og Albertssafnið sem er stóra fyrir- myndin, og safnið í Vín eru eldri. Safnhúsið hér sem byggt var fyrir um 100 árum og vígt árið 1896, í tengslum við heimssýninguna þá, er tröllaukið að sjá og líkist helst dóm- kirkju eða basilíku, og rís upp úr því mikið hvolfþak, mjög skrautlegt, í upprunalegri merkingu þess orðs, alsett marglitum, aðallega þó græn- um og gylltum og glitrandi tígulstein- um, eins og raunar þök ýmissa ann- arra fagurra húsa hér í borg, til " dæmis Matthíasarkirkjunnar og Tækniháskólans Búdamegin við Dóná og Tollhússins gamla sem nú er notað sem risastór innanhúss vöru- markaður hér Pestarmegin. Leiðin inn í húsið er líka skraut- leg, prýdd indverskum, tyrkneskum og ungverskum mynstrum, litauðug- um og fjölbreyttum. Manni finnst eins og leiðin liggi inn í Þúsund og eina nótt og ýmis ófyrirsjáanleg æv- intýr. Innan dyra er safnið eftirlíking Alhambra-hallarinnar á Spáni. I kringum kjarna háan og víðan eru svalir, súlnagöng og salir á tveimur hæðum. Efst uppi, hátt yfír inngangi og anddyri er loks einn stakur salur, * stór og bjartur. Þegar gengið er um safnið kemur fljóttí ljós að það er sannkallað nytja- listasafn, í háum gæðaflokki og föstu sýningunum tveimur er mjög vel fyr- ir komið. Munirnir eru flestir frá 18. og 19. öld, meiri hluti þeirra ung- verskur en einnig margir frá öðrum Evrópulöndum og Asíu. Sá sem fer um safnið fær tæki- færi til að skoða heil ferli, sjá hvern- 'g nytjahlutir urðu til. Hér gefur að líta leirbrennsluofna og leirmuni . margs konar, tæki sem notuð voru til bókagerðan bókbandsáhöld, bóka- pressur, kjölsaumanálar og náttúr- lega gamlar bækur, sannkölluð bók- verk, listaverk, engar einnota pappír- skiljur það; viðarvinnslutæki; axir, sagir, hefla og svo tréverk, þar á meðal stóla, skápa, skatthol, borð. Mest hreifst ég prívat og persónu- lega af einu skrifborði frá Englandi. Það er frá seinni hluta 19. aldar, úr mahoní, með leðurklæddri plötu. Undir borðplötunni eru þrjár skúffur en í hálfhring í kringum hana tólf skúffur, allar með höldum og skrám úr kopar, og tvö dularfull hólf að auki. Manni kemur í hug kistill ís- lenska bóndans sem var svo hagan- lega gerður að dýrt kveðna vísu eða * brag þurfti til að ljuka upp hólfunum öllum. Sannkölluð konungsgersemi. Nytjalistasafnið í Búdapest VARDE, norræna hönnunorsýningin, stendur nú yfir í Búdapest, en hún er farandsýning sem sett er upp í helstu borgum Evrópu. Trausti Steinsson, fréttaritari Morgun- blaðsins í Búdapest, skoðaói sýninguna, og kynnti sér Varde-áætlunina. Varde-hugmyndafræðin Fyrstu helgina í mars er allt á rúi og stúi og fleygiferð í þessu merki- lega húsi. Framundan er nefnilega norræna hönnunar- og listiðnaðar- sýningin VARDE. Ungir norrænir hönnuðir og hönnunarnemar eru í óða önn að taka upp úr kössum og byrja að koma gripum fyrir í stóra kjarnanum miðsvæðis. Þar á meðal eru tveir Svíar, Ása og Roger. Þau eru að setja saman feikn viðamikinn skúlptúr, hálfkúlu eða hvel, sem virðist ætla að sóma sér vel innan í þessu stóra hveli. Aðspurð segjast þau vera innblásin af hvolflaga snjó- húsum ínúíta, íglúum og af hring- laga steinhúsum í Austurlöndum nær en slík hús þola vel jarðskálfta sem þar eru tíðir. Hvel Asu og Ro- gers er úr viði, sænskri furu sem nóg er til af, mjúkt, sterkt, hlýtt og andar, allt í senn. Skyldu Ása og Roger gefa tóninn fyrir sýninguna sem framundan er? Ég fæ í hendur katalók mikinn eða verkaskrá með meiru, hátt í 200 blaðsíðna bók, glæsilegt bókverk í sjálfu sér og vel hannað (nema hvað blöðin vilja losna upp úr límdum kil- inum við lestur). Dagana fram að sýningaropnun er ég að smálesa bókina. í henni er hugmyndafræðin að baki Varde kynnt rækilega. Hugmyndin kviknaði fyrst á sam- norrænum rektorafundi haustið 1991. Rektorarnir voru sammála um þrennt: eitt, að kominn væri tími til að huga meira hér eftir en hingað til að vistvænni hönnun; tvö, að margt mætti læra af fortíðinni, oft jafnvel mjög fjarlægri, bæði hvað varðar nýtingu hráefna og vinnu- brögð; og þrjú, að ástæða væri til að auka og dýpka samvinnu norrænu hönnunar- og listiðnaðarháskólanna. Árið eftir, 1992, var metnaðar- fullri hönnunaráætlun hleypt af stokkunum og hlaut hún nafnið VARDE. í katalóknum segir: „Varde er gamalt norrænt orð sem merkir varða eða viti. Þáð endurspeglar ágætlega það markmið Varde-verk- efnisins að marka veginn fram á við en byggja þó á gömlum hefðum í norrænni hönnun." Varde þýðir sem sagt ekki bara „varða" heldur líka „viti" eða „hættumerki". Tilgangur Varde-áætlunarinnar er þannig meðfram að vara við hættum sem framundan geta leynst ef óvarléga verður farið. Sjö háskólar frá Norðurlöndunum fimm hafa verið með í Varde frá byrjun, skólarnir í Helsinki, Umeá, Gautaborg, Kaupmannahöfn, Osló, Björgyin og Myndlista- og handíða- skóli íslands sem um þessar mundir er nýbúið með lögum að lyfta á háskólastig. Varde-sýningin er farandsýning og síbreytileg sem slík. Fyrst var sýnt í London, í fyrravor, þá í Róm, í haust sem leið, seinna í vor verður sýnt í Berlín, og í haust í Vín. Varde er þannig ekki einn afmarkaður at- burður heldur langvarandi ferli eða verkefni. Á öllum stigum Varde-verkefnis- ins eru eftirfarandi grundvallaratriði höfð að leiðarljósi: „Stöðugleiki nátt- úrunnar, lífsgæði, markviss fram- þróun og skynsamleg nýting á hrá- efnum." Lykilorð verkefnisins urðu fljótlega þessi þrjú: Vistfræðí, lffs- gæði, auðlindir. VARDE - Hugmyndaflæði í katalóknum stóra eru saman komnar margar lærðar og vel skrif- aðar ritgerðir eftir listfræðinga, heimspekinga, rektora og fleiri slíka, og einnig hugleiðingar allra ungu hönnuðanna um eigin verk. Gaman er að sjá hvað fræðimenn- irnir norrænu eru frakkir og ófeimn- ir að setja fram stórar sögulegar skoðanir og ögrandi hugmyndir um allt milli himins og jarðar og tengja þær vistfræði, hönnun og listiðnaði. Dæmi: Skandínavar voru stefnu- mótandi fyrir Evrópu og heiminn allan í kringum miðja öldina, ekki bara á sviði húsgagnahönnunar og innanhússarkitektúrs heldur líka hvað varðaði lýðræðisþróun, velferð, kvenréttindi og barnaverndarmál. Nú hafa þeir glatað forystuhlutverk- inu á mörgum sviðum og jafnvel dregist aftur úr. Mál er að blása til nýrrar sóknar, á vistvænum, listræn- um nótum; — eða: Smátt er fagurt. Þetta var einn meginboðskapur hippahreyf- ingarinnar. Samfélag manna er betra en ofneysla óþarfa og upp- hleðsla hluta; — eða: Bob Dylan var æðsti prest- ur andstæðinga Vfetnamstríðsins og Blómahreyfingarinnar og Wo- odstock. Þegar hann söng: Somet- hing is happening here. But you don't know what it is. Do you, Mr. Jones? fór ekkert á milli mála að eitthvað Iá í loftinu, einhver hreyf- ing, fögnuður, eftirvænting. Mr. Jo- nes ókyrrðist. En hann getur, illu heilli, sofið rólegur núna. Öldurnar hefur lægt, hipparnir farnir heim, blómabörnin öll orðin bílgróin. Það þarf að raska ró hans á ný; — eða: Ameríkanar eru anababt- istar, það er endurskírendur! Þar sem þeir eru svo ungir sem þjóð misstu þeir af hinni upphaflegu skírn allra hluta og fyrirbrigða. Þess vegna þurfa þeir að sklra allt upp á nýtt og eiginlega endurskapa heiminn þar með, í sinni mynd. Upp úr þessari þörf spretta Coca-Cola, Mickey Mo- use og Hollywood þar sem allt er „ Larger than Life", stærra en lífið, goðsögulega stórt, yfirnáttúrulegt, guðdómlega gott. Hér þarf mót- vægi, evrópskt, skandínavískt, skyn- samlegt, vit. Og jarðsamband. Opnunarhátíðin Rennur svo upp föstudagurinn 10. mars, sólríkur, bjartur og hlýr vor- dagur í Búdapest. Klukkan tvö er fríður hópur fólks mættur í Nytjalistasafnið. Hér á að setja bæði árlega Vorhátíð Búda- pestar og opna Varde-sýninguna. Til þessara verka hafa verið fengnir ekki minni menn en tveir forsetar, Göncz Árpád forseti Ungverjalands og Martti Ahtisaari forseti Finn- lands. Fyrst var stuttur en glæsilegur lúðrablástur. Svo stigu forsetarnir í pontu. Mæltist báðum vel. Göncz Árpád talaði um Bartók og tónlist hans, en Ahtisaari um norræna menningu og spáði henni velgengni næstu þúsund árin. Var góður rómur gerður að ræðunum. Báðir eru for- setarnir andans menn að upplagi, sá ungverski rithöfundur góður og þýðandi heimsbókmennta, sá fínnski kennari og skólastjóri áður en hann varð forseti. Að loknum lúðrablæstri og ræðu- höldum gengu forsetarnir um sýn- inguna og fylgdu aðrir gestir í fót- spor þeirra. Brá ýmsum þegar þeir þurftu að ganga yfir fjöldann allan . af fínnskum smábörnum. Einnig varð mörgum starsýnt á íslenska líknarbelgi sem hanga niður úr loft- inu í einum básnum uppi. Staðarhaldarar gerðu sér far um að setja forsetana sem allra best inn í það sem hér er til sýnis og láta þá prófa allt sem hægt er að prófa. Þar á meðal eru endurunnir hjólhest- ar, laufléttir stólar og flíkur úr næst- um engu en þó sagðar hlýjar. Nú er finnski forsetinn nokkuð þungur á fæti, fyrirferðar- og efnismikill og fór ekki hjá því að eitthvað léti und- an og gæfi sig við þessar tilraunir allar. Annars sýndist mér að diplómat- arnir og toppkratarnir sem þarna voru fjölmargir væru löngum upp- teknari á göngu sinni í gegnum sýn- inguna af öðru en gripum hennar, nefnilega hver af öðrum og hugðar- efnum sem falla utan ramma sýning- arinnar og síðan veitingunum glæsi- legu sem í boði voru við enda göngunnar: eðalvínum alls konar og ótrúlega girnilegum krásum, bæði köldum og heitum. Opnunarhátíðin var sannkölluð veisla fyrir eiginlega öll skynfæri og skilningarvit. Sýningin Á sýningunni hér eru hátt í sjötíu verk, sum unnin af fleiri en einum hönnuði og fleiri en tveimur jafnvel, þannig að fjöldi hönnuða sem eiga hér verk eða aðild að verkum losar vel hundraðið. Verkunum er skipt í átta flokka sem kallast: 1. Keramík og glerhönnun: Garður- inn. 2. Fatnaður og tískuhönnun: Föt fyrir breytilegt loftslag. Folk leitar að svari PÉTUR ÖRN SÝNIR 1GERÐUBERGI INN í herbergi getur þú kíkt í gegnum glugga, þar er ýmis- legt, smáhlutir og annað sem ég sé illa hvað er, á borði. Tvö verk í viðbót eru á sýninganni og þar éru regnbogalitir. Pétur Örn Frið- riksson myndlistarmaður sýnir í Gerðubergi til 23. apríl. Hann segir að myndlistamenn hafi ákveðnu hlutverki að gegna; að miðla einhverjum hlutum, þekk- • ingu, skoðunum eða sjónarmiðum og að þannig reyni hann að vinna að myndlist. „I því sem ég er að gera, vil ég gjarnan ýja að hlutun- um," segir Pétur. „Ég vil alls ekki setja neitt fram sem endanlegt í minni myndlist. Þegar fólk er að hlusta eða horfa á eitthvað bíður það gjarnan eftir því að fá eitthvað Morgunblaðið/Árni Sæberg Pétur örn Frióriksson ákveðið fram, jafnvel svar, sem það getur sett inn í sitt flokkunar- kerfi. Ég vil ekki gefa fólki þetta ákveðna svar því mér finnst það svindl, því ein skoðun, eitt svar, er alltaf hluti af stærri heíldarskoð- unum." - En hvað ertu að gera á þess- ari sýningu? „Ég er að gera til- raun með Ijós," segir Pétur Örn. - Og er það mynd- list? leyfí ég mér að spyrja Pétur. „Já, þetta er mín vinnuaðferð, eins kon- ar hreyfilist. Ég hef valið mér það fag innan myndlistar, því ég skil það best. Ég leita í vís- indin og skoða eitthvað sem ég þekki ekki, mér fínnst það skemmtileg- ast. Ég geng fyrir því að skoða það sem ég skil ekki, ég geri til- raun til að skilja og reyni svo áð koma þessum skilningsferli yfir til áhorfenda. - En hvernig til- raun? Er þetta alvöru- tilraun? „Þetta er uppsetning á tilraun, sviðsetning. Ég er að vinna með hrærigraut úr Newton og samtímamönnum hans innan sögu vísindanna, set upp ýmsa hluti sem tengjast til- rauninni, sumir virka, aðrir ekki. Ég er að fást við þekkingu sem menn voru að vinna með á 18. öld og prófa að skoða hana í nútím- anum, svo tek ég hluta úr sögunni á leið til samtímans og nota þá líka. Ég er að spá í þá þekkingu sem nútímamaðurinn býr yfir, nýtir sér, en veit í raun ekkert um. Til- raunin er dálítíð óskýr, þú veist ekki alveg fyrirfram hvað á að gerast. Ég leyfi fólki ekki endilega að sjá allt feriið heldur aðeins hluta þess. Þannig vil ég að áhorfandinn glími við það sem ég sýni, - og sýni ekki." - Og hvað er það sem rekur þig áfram? „Það er svo mikið af hlutum sem búið er að hugsa um fyrir.okkar, allt er búrð að finna upp og hér erum við til að njóta þeirra. Margt af þessu skíljum víð ekki og kom- um aldrei til með að vita neitt um nema við ákveðum að læra um þá. Ég er að spá í eðli hlutanna, þekk- ingu og hvernig hún verður til? - En hvað með fagurfræðina? „Þetta sé ég sem fagurfræði, eitthvað sjónrænt sem heldur manni við að horfa með forvitni og eftirvæntingu," segir Pétur að lokum. Pétur Örn lauk námi frá fjöl- tæknideild MHí 1990 og ári síðar frá hönnunardeild skólans, þá fór hann til Enschede í Hollandi í nám og lauk því á síðasta ári. Þ.J. Nýr selló- konsert eflir Hafliða |YR sellókonsert eftir Hafliða Hallgrímson tónskáld var frumfluttur í City Hall í Glasgow 15. mars sl. Daginn eftir var kon- sertinn fluttur í Queen's Hall í Edin- borg. Báðir tónleikarnir voru vel sóttir og fékk konsert Hafliða mjög góðar viðtökur. Skáldlegt og íhugult verk Gagnrýnendur hafa lokið lofsorði á konsert Hafliða. Michael Tumelty skrifar um tónleikana í City Hall í The Herald 16. mars. Hann skrifar að heillavænlegt og ánægjulegt sam- hengi sé í nýjum sellókonsert Hafl- iða. íslenska tónskáldið Hafliði, sjálfur stórbrotinn sellóleikari, hafi um tíma verið fyrsti sellóleikari {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.