Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.04.1995, Blaðsíða 8
8 E LAUGARDAGUR 1. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ l LISTASAFN Reykjavíkur á Kjarvalsstöðum hefur undan- farin ár gefið út margar bækur um innlenda og erlenda listamenn sem sýnt hafa í safninu eða á vegum þess. Bækurnar eru sumar viðamik- il rit, aðrar geta kallast ítarlegar sýningarskrár. ? Kjarvalsstaðir eru nú með bó- katilboð í gangi. Hér á eftir birtist framhald lista sem birtist í menn- ingarblaðinu 11. mars sl. Kjarvai — Landscapcs and Figures, Tongomál: enska, þýska Blaðsiðufjöldi:107 Verö: 2.000 Bók sem gefin var út í tilefni sýningar á verkum Kjarvals í Þýskalandi og inniheldur litmyndir af flestum þekktustu verkum lista- mannsins. Guðbjörg Kristjánsdótt- . ir, listfræðingur, skrifar grein um líf og list Jóhannesar S. Kjarval. Kjarval — Paysage el ligures Tungumál: I ranska Biaðsiðuf iöldi: 96 Verö: 2.000 Þessi bók um list Kjarvals á frönsku var gerð í tilefni af sýningu á verkum Kjarvals sem haldin var í Pavillon des Arts í Paris árið 1993. Krislinn E. Hraf nsson, baekl- ingwr Tungumál: isienska, enska. Blaðsiðuf jöldi: 6 Verð: 250 Samsýning Ásmundar Sveins- sonar og Kristins E. Hrafnssonar, ,jHér getur allt gerst", var opnuð í Ásmundarsafni 21.05 1994.1 þess- ari sýningarskrá, hannaðri af Birgi Andréssyni, eru yfirlitsmyndir frá sýningunni ásamt formála Huldu Valtýsdóttur og grein eftir Kristin E. Hrafnsson. Kristinn G. Hardarson Twngumál: islenska og enska. Blaðsíðuf jöidi: 32 Veró: 1.600 Sýning á verkum Kristins G. Harðarsonar var haldin í Miðsal Kjarvalsstaða 6.8.-11.9. 1994. Hann hefur markað sér persónulegt svið með listsköpun sinni, sem um- fram allt felst í því að taka þekkta hluti - oftast venjulega - úr upp- runalegu umhverfí sínu og gefa þeim nýja og óvænta merkingu. Sýningarskráin, í hönnun Hildi- gunnar Gunnarsdóttur, er, prýdd fjölda litmynda af verkum á sýning- unni og af öðrum verkum eftir Kristin ásamt grein eftir listamann- inn sjálfan. Kristján Gudmundssen TEIKNINGAR/DRAWINGS 1972-88 t Tungumál: islenska, enska Blaósíduf jöldi: 60 Verö: í 2.00 Sýningarskrá þessi var gerð í til- efni yfirlitssýningar á teikningum Kristjáns Guðmundssonar, sem hann gerði á árunum 1972-88, og yar haldin á Kjarvalsstöðum 1989. í bókinni er grein um ævi ög listfer- il Kristjáns eftir Gunnar B. Kvaran, og fjöldi mynda af verkum hans. Kristín Jónsdóttir f ró Munka- þverá Tungumál: isienska, enska Blaósíduf jöldi: 24 Verö:1.600 Þessi fagurlega myndskreytta ' sýningarskrá var gerð í tilefni sýn- ingar á verkum veflistarkonunnar Kristínar Jónsdóttur frá Munka- þverá á Kjarvalsstöðum 1995. Þar er að fínna grein um list hennar eftir Ólaf Gíslason sem ber yfir- skriftina Orðið og mynd þess svo og fjölda vandaðra mynda af verk- um hennar. Bókina hannaði Hildigunnur Gunnarsdóttir. Leirlisl á ísiandi Tungumól: islenska, enska . BlaðsíðufiSldÍ: 57 Verð: 1.600 Þessi sýningarskrá var gerð í til- efni sögulegrar yfirlitssýningar á íslenskri leirlist sem var haldin á Kjarvalsstöðum í janúar-febrúar 1995 og bar yfirskriftina Leirlist á íslandi. Bókin hefur að geyma ítar- lega grein um sögu leirlistar á ís- - landi eftir Eirík Þorláksson list- Listaverkabókaútgáfq Kjarvalsstaóa SAMTÍMALIST ÁBÓK fræðing, fjölda mynda af frumherj- um íslenskrar leirlistar við störf á vinnustofum sínum, æviferla þátt- takenda sýningarinnar Leirlist á íslandi svo og stórar litmyndir af" verkum þeirra. Listaverk í Höf ða Tungumál: islenska Biaösiðuf jöldi: 61 Verd: 1.200 Þessi bók um listaverk í Höfða var gefin út árið 1991. Höfði er afar sérstætt hús. Húsið andar af sögu, það er í senn sérstætt og við- felldið og útsýnið þaðan fagurt. En húsið er ekki bara rammi um merka sögu og athyglisverða atburði held- ur er þar jafnframt safn af nokkrum fegurstu listaverkum þjóðarinnar. Þetta rit hefur Gunnar B. Kvaran, unnið. Lebel, Jean-Jacques Tungumál: islenska Blaósíóuf iöldi: 32 Verð: 1.200 Þessi sýningarskrá var gerð í til- efni af sýningu Lebels sem var haldin á Kjarvalsstððum 1991. Hún hefur að geyma greinar um Lebel eftir þá André Pieyre de Mandr- iargues, myndlistarmanninn Viktor Brauner, heimspekinginn Felix Guttari svo og grein sem birtist í I.C.A. Bulletin, Lundúnum árið 1965. Þar að auki eru myndir af Lebel asamt vinum sínum og sam- starfsmönnum við störf 'og léik svo og fjöldi mynda af verkum hans. Jean-Jacques Lebel er í hópi at- kvæðameiri listamanna samtímans í Frakklandi. Louisa Matthiasdóttir Tungumál: islenska og enska Blaðsíðuf iöldi: 63 Verð: 1.600 Sýningarskrá gerð í tengslum við yfirlitssýningu á verkum Louisu Matthíasdóttur á Kjarvalsstöðum í ágúst-september 1993. í bókinni að líta litmyndir af verkum þessarar listakonu frá ýmsum tímabilum á listferlinum, en Louisa Matthías- dóttir hefur verið búsett í New York síðustu 40 ár. Kristín Guðna- dóttir, listfræðingur, gerir grein fyrir íist og ferli Louisu Matthías- dóttur í grein sinni Tekist á við hefðina. Um hönnun sá Hildigunnur Gunnarsdóttir. Maðurinn i ff ergrunni Tungumál: ísienska Blaðsiðufi8ldi:112 Verð:1.200 Sýningarskrá þessi var gerð í til- efni af sýningunni Maðurinn í for- grunni sem var framlag Listasafns Reykjavíkur á Listahátíð 1988. Á þessari sýningu var leitast við að bregða ljósi á manninn í íslenskri myndlist frá árunum 1965-1988 og sjá hvernig íslenskir myndlistar- menn hafa málað og mótáð, túlkað og tjáð myndefhið Maðurinn í mis- munandi formgerðum og stíl. Bókin er í frekar stóru broti og hefur að geyma grein eftir Gunnar B. Kvar- an. Magnús K|arlansson Tumgumól: islenska, enska, BlaðsiðuflSldi: 32 Verð: 1.600 Þessi innbundna sýningarskrá var gerð í tilefni af sýningu á nýjum málverkum Magnúsar Kjartansson- ar á Kjarvalsstöðum í janúar 1994. Á sýningunni á Kjarvalsstöðum sýndi Magnús ný verk sem fjalla um píslarsöguna og má því segja að hér sé um nokkuð afgerandi frá- hvarf frá fyrri verkum hans og vekja þessar myndir upp áleitnar spurningar um myndmálið og for- sendur þess. Bókin er prýdd fallegum litmynd- um af verkunum á sýningunni^ og grein um list Magnúsar eftir Ólaf Gíslason, gagnrýnanda. Um hönnun sá Birgir Andrésson. Magnús Pálsson, Tungumál: islenska og Enska. Verð:2SOO Blaðsiðufieldi: 104 Yfirlitssýning á verkum Magnúsar Pálssonar var haldin 24.9.-23.10. 1994. Sýningarskráih í hönnun Birgis Andréssonar og Caren Héd- en, er á mörkum þess að vera sýn- ingarskrá og bókmenntaverk. Hún gefur góða innsýn og eykur skilning á list Magnúsar. Þar er að finna fjölda mynda og útskýringa með verkum Magnúsar, úrdrætti úr handritum, greinar eftir þá Ingólf Arnarsson, Gunnar Árnason og Ólaf Gíslason ásamt ítarlegu viðtali Carenar Heden víð Magnús. Magnús Pálsson var einn aðal- þátttakandinn í þeim umbreyting- um í íslensku listalífi á 7. áratugn- um þegar framsæknir listamenn settu til hliðar hefðbundin efni og aðferðir við listsköpunina og tóku að vinna út frá listhugmyndum tengdum fluxushreyEngunni, arte Povera og conceptlistinni. Allar götur síðan hefur Magnús Pálsson þróað á persónulegan hátt hug- myndalega listsköpun. Magnús hefur einkum unnið skúlptúra, hljóðskúlptúra, umhverf- isverk og performansa. Hann hefur sýnt verk sín sjálfstætt eða með öðrum á u.þ.b. 50 sýningum hér heima og erlendis. Mirð, úr saf ni Maeght Tungumál: islenska Blaðsiðufjöldi: 47 Verð: 1.600 Þessi sýningarskrá var gerð í til- efni af sýningu á verkum Mirós á Kjarvalsstöðum, sem var framlag Listasafns Reykjavíkur til Listahá- tíðar 1992. Þar er að finna grein um list Mirós eftir Jean Paul Prat, forstöðumann Maeght safnsins í Saint-Paul, Suður-Frakklandi, en þar eru verk Mirós varðveitt. Þar að auki hefur hún að geyma mikinn fjölda litmynda af verkum Mirós. Náttúran i list Ásmundar Sveinssonar . Tungumál: islenska og enska Blaðsiðufi8ldi:116 Verð: 2.000 Vegleg bók gefín út í tengslum við sýningu í Asmundarsafni í til- efni af aldarafmæli Ásmundar Sveinssonar, myndhöggvara. Fjall- að er um þau verk listamannsins sem tengjast náttúrunni í sem víð- ustum skilningi, en þannig eru öll helstu verk Ásmundar, s.s. Vatns- berinn, Járnsmiðurinn, Andlit sólar og mörg fleiri. í grein eftir Gunnar B. Kvaran er ferli og list Ásmundar gerð skil. Náttúra/Náttúra Tungumól: isienska og danska. Blaðsiðufjöldi: 88 Verð: 2.500 Sýningin Náttúra/Náttúra var samsýning á verkum Ásmundar Sveinssonar og Jóhannesar S. Kjarv- als sem haldin var fyrst í Listasafni Akureyrar í júní 1994, síðan í Kert- eminde í Danmörku ágúst—október 1994 og því næst í Asmundarsafni við Sigtún janúar—maí 1995. Þessi sýningarskrá, hönnuð af Birgi Andr- éssyni, gefur innsýn í list meistar- anna tveggja. Hún hefur að geyma greinar um list listamannanna; Landslag og verur. Náttúrusýn J.S. Kjarvals eftir Kristínu Guðnadóttur, listfræðing og safnvörð Listasafns Reykjavíkur, og Náttúran í list Ás- mundar Sveinssonar eftir Gunnar B. Kvaran, ásamt fjölda skýringar- mynda og litmynda af verkum meistaranna. Ólaf ur Gislason Tungumól: islenska, enska Blaðsiðufiöldi: 40 Verð:1.600 Þessi sýningarskrá yar gerð í tengslum við sýningu Ólafs Gísla- sonar sem var opnaði á Kjarvals- stöðum 9. apríl 1994 og bar heitið „Vernissage". Á nútímamáli þýðir „vernissage" aðallega „sýningaropnun" en getur líka haft merkinguna „að skoða myndir áður en þær eru lakkaðar" og vísar þá til þeirrar hefðar að listamenn bjóði vinum og kunningj- um að skoða verk sín áður en þau eru innsigluð, þ.e. á meðan enn er hægt að breyta þeim áður en sýning á þeim hefst. Það þýðir að lakkhúð- in er ekki sett yfir fyrr en vinir og kunningjar hafa sagt álit sitt á verkinu Þessi sýning Ólafs var þriðja sýn- ingin um þetta þema. Bókin, sem er innbundin, yar hönnuð af Birgi Andréssyni og Ól- afi Gíslasyni. Hún er prýdd fjölda mynda frá „sýningaropnununum" þremur auk greinar eftir Christiane Meyer-Stoll. Rafhaferð Tungumál: islenska, enska, norska Blaðsiðuf iöldi: 71 Verð: 1.000 Yfiriitsrit um námsferð 16 arki- tektanema frá Arkitektaskólanum í Ósló til íslands haustið 1992. Hópurinn hafði aðsetur í fyrrum verksmiðjuhúsi Rafha í Hafnarfírði og vann þar í 3 mánuði að sjálfstæð- um hönnunarverkefnum sem tengd- ust bænum og umhverfi hans. Bók- in er gefin út af Arkitektaskólanum í Ósló. Ragnheiður Jðnsdottir Tungumál: islenska, enska Blaðsíðufiöldi: 32 Verð: 1.600 Ragnheiður Jónsdóttir (f. 1933) er löngu kunn sem ein af okkar frémstu grafíklistakonum, en á undanförnum árum hefur hún ekki síður verið að hasla sér völl sem teiknari og hefur um nokkurt skeið aðallega fengist við hið viðkvæma efni, viðarkol. Á sýningu á Kjarvals- Btöðum í febrúar 1994 sýndi Ragn- heiður stór verk sem eru langt frá því að vera „hefðbundnar teikning- ar" heldur eiga þau margt sameig- inlegt með rómantísku landslags- málverki. I sýningarskrá, sem gefin var út af þessu tilefni, ritar Halldór Björn Runólfsson grein um list Ragnheiðar. RÝMI/TÍMI i verkum Errðs Tungumál: islenska Blaðsiðuf jöldi: 73 Verð: 1.200 Þessi bók inniheldur fræðilega grein um list Errós eftir Gunnar B. Kvaran, auk fjölda mynda af verkum Iistamannsins og skýringa á þeim. Grein þessi er hluti af rit- gerð sem upphaflega var skrifuð á frönsku á árunum 1981-1982 og birtist hún i Skírni árið 1985. September Seplem Tungumál: islenska Blaósiðuf jöldi: 80 Verð: 1.200 Upphaf listsýninga á vegum samtaka sem kenndu sig við sept- ember má rekja allt til ársins 1947 en þá munu samtökin hafa verið stofnuð. Félagar samtakanna voru þá: Jóhannes Jóhannesson, Kjartan Guðjónsson, Kristján Davíðsson, Valtýr Pétursson, Þorvaldur Skúla- son, Sigurjón Ólafsson, Nína Tryggvadóttir, Snorri Arinbjarnar- son, Gunnlaugur Scheving og Tove Ólafsson. Þar að auki sýndu ýmsir aðrir þekktir myndlistarmenn með hópnum í skemmri tíma svo sem Ásmundur Sveinsson og Sigurður Guðmundsson. Frá árinu 1952— 1974 varð hlé á samsýningum þessa hóps en margir þeirra sem hófðu talist til hans stofnuðu þá sýningar- hópinn Septem og stóð sá hópur að listsýningum árlega til ársins 1990. Þessi sýningarskrá var gerð í tilefni af síðustu sýningunni, sem hópurinn stóð að saman, en var hún haldin á Kjarvalsstöðum árið 1990. Hún hefur að geyma ítarlega grein um sögu og list Septem hópsins eftir Ólaf Kvaran, félaga hans auk úrvals vandaðra litmynda af verk- um þeirra. Sigurður Árni Sigurðsson Tungumái: islenska og enska. Blaðsiðufiöldi: 32 Verð: 1.600 Sigurður Árni Sigurðsson var með sýningu í Vestursal Kjarvals- staða frá 6.9.-11.9. 1994. Þessi sýningarskrá, sem Hildigunnur Gunnarsdóttir hannaði hefur að geyma fjölda litmynda af verkum listamannsins auk greinar um list Sigurðar Árna eftir hinn kunna, franska gagnrýnanda Bernard Marcadé. Sigurður Árni Sigurðsson hefur verið búsettur í París uhdan- farin ár og hafa verk hans vakið athygli þar og víðar í Evrópu. „SKÚLPTÚR/SKÚLPTÚR/ SKÚLPTÚR" Tungumái: islénska og enska BlaðsiðufiSldi:147 Verð: 2.500 Þessi viðamikla sýningarskrá, hönnuð af Birgi Andréssyni, er prýdd fjölda litmynda af öllum verk- unum á sýningunni ásamt upplýs- ingum um listamennina. Þar að auki eru þar að finna greinar eftir þá Gunnar B. Kvaran, Gunnar Árnason, Halldór B. Runólfsson ög Ólaf Gíslason. Sðtveig Aðalsteinsdðtlir Tungumól: islenska, enska Blaðsiðuf jöldi: 32 Verð: 1.600 Sólveig Aðalsteinsdóttir er fædd í Reykjavík 1955. Hún stundaði list- nám á íslandi, í Bandaríkjunum og í Hollandi. Á Kjarvalsstöðum var haldin sýning á skúlptúrum Sólveig- ar í febrúar 1994. Bókin er innbundin, hönnuð af Birgi Andréssyni og inniheldur grein um listakonuna eftir Ólaf Gísiason auk fjölda litmynda af verkunum á sýningunni. SÚM 1965-1972 Tungumál: islenska, enska Blaðsiðufi8ldi:176 Verð: 2.500 Þessi bók var gerð í tilefni af samnefndri sýningu árið 1989. Þar er að finna ítarlega úttekt á starf- semi SÚM hópsins sem var hópur framsækinna listamanna er hafði mikil áhrif á viðhorf til myndlistar á 7. áratugnum. Formála skrifar Gunnar B. Kvaran, og þar að auki eru greinar eftir þá Olaf Gíslason, Guðberg Bergsson og Halldór Björn Runólfsson, svo og viðtöl við lista- mennina Jón Gunnar Árnason, Sig- urjón Jóhannsson, Hrein Friðfinn- son, Sigurð Guðmundsson, Magnús Tómasson, Þórð Ben Sveinsson og Kristján Guðmundsson. Um hönnun sá Birgir Andrésson. Svava B jörnsdóttir, sýningarskró. Tungumál: íslenska, enska. Blaðsíðuf iöldi: 34 Verð: 1.600 Svava Björnsdóttir var valinn borgarlistamaður 1990. Stórir, óhlutbundnir skúlptúrar, sem hún mótar úr pappír, hafa vakið at- hygli. Þessi sýningarskrá, sem var hönnuð af Birgi Andréssyni, var gerð yfír sýningu sem var haldin í apríl-maí 1993 með litmyndum og grein eftir Gunnar B. Kvaran. YOKO ONO - Insound/ Inslruclure Tungumál: enska, íslenska Blaðsióuf jöldi: 39 Verð: 1.200 Þessi sýningarskrá var gefín út af Sonia Henie og Niels Onstad safninu í Ósló vegna farandsýning- ar á verkum Yoko Ono um Norður- lönd á árunum 1990-91. Sýningin var haldin á Kjarvalsstöðum 1991 undir yfírskriftinni Peace! eða Frið- ur!. Sýningarskráin hefur að geyma grein um listsköpun Yoko Ono eftir Inu Blom, myiidir af verkum Yoko auk útskýringa á þeim, hóð, smá- sögur, greinar og ýmsar hugrenn- ingar listakonunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.