Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 2

Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 2
2 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL .1995 MORGUNBLAÐIÐ I UPPHAFI eru þau ung og eftirvæntíngarfull með 811 bestu spilin á hendi. Síðan kem- ur fyrsta barnið og allt breyt- ist, búið stækkar og sólin skín skærar, en áður en þau geta snúið sér við eru börnin flogin úr hreiðrinu og vinnufélagarn- ir flestir heyra fortíðinni til. En þá eru líka barnabörnin komin til sögunnar og þau hafa ætíð kunnað aðferðir til að skemmta hinum fullorðnu og halda þeim við efnið. Og þegar fjölskyldan er fjarri koma vin- imir og láta ekki sitt eftír liggja þegar stækka þarf eins og einn sumarbústað, svo að þau geti notið náttúrunnar, gróðursett og ræktað áfram garðinn sinn, bara tvö ein. EINN daginn vakna menn og þurfa hvergi að mæta. Allur heimsirts tími er þeirra því nú er komið að starfslokum. Morgunkaff- ið er drukkið í kyrrð og ró, og ekki trufla börnin því að þau eru flogin úr hreiðrinu. Hjónin hafa nú loks tíma hvort fyrir annað eins og þau höfðu í tilhugalífinu forðum. Enn eru það aðrir sem drekka kaffið sitt einir því þeir eiga ekki maka og hafa ef til vill aldrei átt, en hvernig sem hjúskaparstöðu er háttað eru það ákveðin mál sem skjóta upp kollinum við þessi tíma- mót, og snerta þau yfirleitt heilsu og starfsþrek, fjárhag og búsetu, félagsskap og áhugamál. Hjónin Aslaug Guðmundsdóttir og Harald- ur Guðmundsson sem hættu bæði að vinna á 63. afmælisdeginum sín- um, segja frá þeim breytingum sem verða, og hvað það er sem gefur lífinu gildi, þegar menn þurfa ekki lengur að mæta í vinnu. Aslaug og Haraldur búa í einbýl- ishúsi í grónu hverfi í Hafnarfirði og þegar mig ber að garði er Har- aldur að fara með eitt bamabarnið út á róluvöll sem er handan götunn- ar. „Við erum nú ekki dagmömmur," segir Áslaug, „en börnin lána okkur barnabörnin þegar þau halda að okkur leiðist!" „Maður eldist ekki eins skarpt með þessa litlu hvolpa í kringum sig,“ segir Haraldur sposkur. Þau hjónin, sem þurfa nú greini- lega ekki að hafa áhyggjur af aldr- inum, há og grönn og hreystin upp- máluð, hættu að vinna fyrir þremur árum. Haraldur var flugumferðar- stjóri og þeir verða að hætta störf- um 63 ára samkvæmt nýjum reglu- gerðum. Áslaug sem var rannsókn- armaður á Veðurstofunni hætti sama ár og eiginmaðurinn enda þótt hún hefði getað unnið lengur. „Ég ætlaði ekki að hætta um leið og hann, starfslok hans áttu ekkert að hafa áhrif á mig, sjálfstæða konuna!" segir Áslaug. „En svo fannst okkur það leitt að geta ekki gert ýmsa hluti saman því að ég var í vinnu, og eftir nokkra útreikn- inga var sú ákvörðun tekin að hætta um leið og hann.“ Fyrslu dagarnir heima Húsið þeirra er á einni hæð með risi, um 145 fermetrar alls og snúa bjartar stofur út að fallegum garði þar sem há trén hafa fengið að eld- ast í friði. Það er augljóst að á þessum bæ er sífellt verið að dytta að og fegra, og nýlega hefur bláum litum svefnherbergisins verið breytt í fölbleika og hvíta. „Hún vildi nýj- ar gardínur og þá varð ég að mála allt í stíl,“ segir Haraldur með hægð. „Ég er búin að sofa í bláu í fjöru- tíu ár, og nú getur hann bara sofið í bleiku," hvíslar frúin að mér. Haraídur hafði verið flugumferð- arstjóri í 43 ár og hafði gert ráð fyrir því að láta af störfum um sjö- tugt. „Mér fannst það nú hálft í hvoru ástæðulaust að hætta svona snemma þar sem ég var fullfrískur og kunni starfið vel,“ segir hann. „En stundum þegar ég kem við á gamla vinnustaðnum og sé streit- una sem þar ríkir, er ég feginn að vera Iaus.“ - Hvernig voru svo fyrstu dag- amir heima? „Ég held að það sé öðruvísi fyrir vaktavinnufólk að hætta að vinna en fólk sem hefur unnið reglulegan vinnutíma. Ég var vanur því að vera einn heima nokkra daga í senn og því fannst mér ég vera í vakta- vinnufríi fyrstu fjóra dagana. Síðan fannst mér ég vera kominn í veik- indafrí!" Áslaug sem hætti að vinna sjö mánuðum síðar segir að sér hafi þótt það undarlegast að fara á fæt- ur, og geta fengið sér kaffi og dund- að sér án þess að þurfa að mæta nokkurs staðar. „Mér fannst það þó allt í lagi fyrst, en svo fór ég að fá bakþanka og spyrja sjálfa mig hvort ákvörðun mín hafí verið rétt. Þetta kom einkum yfir mig þegar Halli var ekki heima, þá fannst mér ég vera komin á byijunarreit aftur, eins og þegar ég var ein heima með börnin en hann að vinna eða út- rétta.“ „Ég held það skipti líka máli á hvaða árstíma menn hætta að vinna. Ég hætti þegar vorið var að koma og allt að lifna við, en hún að hausti þegar veturinn var fram- undan og minna um að vera,“ seg- ir Haraldur. Létu meta húsið Margt hlýtur að breytast þegar menn hætta að vinna. En hvað halda þau að sé það erfiðasta sem menn glíma við svona í fyrstu? „Við gömlu vinnufélagarnir höf- um aðstöðu í félagsheimili okkar og þar hittumst við alla fimmtu- daga,“ segir Haraldur. „Ég get ekki heyrt á þeim að nein sérstök vandkvæði hafí komið upp við starfslok." „Þið eruð heppnir að geta hist reglulega," segir Áslaug. „En ég held að í byijun vegi það þyngst á metunum hjá flestum að hitta ekki vinnufélagana áfram,“ segir Ás- laug. - Hvenær finnst ykkur að fólk eigi að hætta að vinna? „Ég held að fólk eigi ekki að vinna mikið eftir að sextugsaldri er náð, ef það hefur tök á því fjár- hagslega," segir Haraldur. „Eftir sjötugt dalar oft heilsan hjá mörg- um, það munar um þessi tíu ár og því er mikilvægt að geta notið þeirra. En það verður vissulega mikil breyting á högum fólks þegar það hættir að vinna og munar þá mestu um tekjurnar, sem minnka óneitan- lega. Við flugumferðarstjórar erum með góðan lífeyrissjóð, en samt sem áður veitum við hjónin okkur ekki það sama og við gerðum áður. Þar sem við vissum það ekki fyrir að við mundum hætta svona fljótt gát- um við ekki undirbúið þennan tíma neitt að ráði fjárhagslega." Áslaug, sem er reyndar lærður sjúkraliði, hóf störf á Veðurstofunni 16 ára gömul en tók sér hlé frá störfum til að ala upp börnin og því segist hún ekki fá mikið úr líf- eyrissjóði. Búsetumál verða oft ofarlega á baugi þegar börnin eru farin og margir vilja þá minnka við sig hús- næði. Það virðist vera mjög algengt hér á íslandi og stundum nánast eins og heilög skylda jafnvel þótt húsnæðið hafi ekki verið ýkja stórt sem fólk bjó í fyrir. Erlendis er það algengara að fólk búi í húsum sínum svo lengi sem heilsan leyfir og það hafa þau Áslaug og Haraldur hugs- að sér að gera. „En vitanlega flaug það að okkur eins og öðrum að minnka við okk- ur,“ segir Áslaug. „Fyrir rúmu ári iétum við meta húsið, höfðum þá í huga að kaupa okkur íbúð í blokk og fá nokkrar milljónir greiddar á milli, sem helst átti að nota til að ferðast. Börnin sögðu fátt en barna- bömin settu upp stóra skeifu. Þau hefðu þá ekki getað rölt yfir til okkar eins og þau gera nú.“ „Ég hefði ekki farið nema að ég hefði fengið bílskúr," skýtur Har- aldur inn í. „En þegar við fórum að hugsa málin betur,“ heldur Áslaug áfram, „sáum við að heimsreisur taka fljótt af, kannski nokkrar vikur, en tíminn sem við höldum til hér heima er langur og þá vill maður láta sér líða vel. Við skutum því á frest að selja húsið og það var mikill léttir.“ „Það hefði verið hryllilegt að vakna einn morguninn og rata ekki inn á baðherbergið,“ segir Harald- ur. Byggingarárin En hvemig rötuðu þau hvort á annað á sínum tíma? „Við kynntumst í gegnum fjar- rita,“ segir Haraldur. „Ég vann þá á Reykjavíkurflugvelli og hún á Veðurstofunni sem þá var í Sjó- mannaskólanum. Þarna voru send skeyti á milli eins og vera ber, og það kom fyrir að við starfsmenn „spjölluðum“ saman á fjarritanum. Hjá mér hét hún þá AG og ég HG hjá henni.“ „Tækið var misnotað," segir Ás- laug alvarlega. „Ég vissi ekki hvernig AG leit út,“ segir Haraldur, „en síðar voram við kynnt fyrir utan Austurbæjabíó þegar ég var staddur þar ásamt vini mínum sem vann með Áslaugu. Heyrðu Halli, þetta er AG! sagði hann.“ Nánari kynni hófust svo með AG og HG á dansleik árið 1949, og þremur áram. síðar vora þau gift og byijuð að búa. Þá vann Harald- ur á Keflavíkurflugvelli og þau fengu eina af íbúðunum sem starfs- menn flugmálastjórnar höfðu til umráða. „Mér fannst við hafa allt til alls,“ segir Áslaug. „Þetta vora skemmtilegar íbúðir og við þurftum bara að borga hita og rafmagn. Á móti kom að við vorum ansi ein- angruð, gátum ekki farið út af vell- inum til að kaupa inn eða fara í bíó nema að hafa passa.“ Húsið í Hafnarfirði hófu þau að byggja 1956 og fluttu inn tveimur árum seinna. Þá voru þijú elstu börnin fædd, Guðmundur, sem er flugumferðarstjóri og býr lengst frá þeim eða í Mosfellsbæ, Þorgeir sem er flugmaður og Helga sem er hús- móðir, en þau búa í sama hverfi og foreldrarnir. Yngsti sonurinn, Haukur, sem er sálfræðingur, kom nokkru síðar í heiminn, og býr hann einnig í Hafnarfirði. Alls era barna- börnin ellefu og eitt barnabarna- barn leit dagsins ljós fyrir tveiinur árum. „Það var ekki síður erfitt að byggja á þeim árum en núna,“ seg- ir Haraldur. „Fyrstu árin var skuldabyrðin svipuð og hún er hjá fólki nú, en svo var það verðbólgan sem minnkaði lánin. Kaupið mitt dugði ekki og því tók ég alla þá aukavinnu sem ég gat. Eg var til dæmis í „skuldafangelsi" hjá múraranum mínum, varð að hand- langa hjá honum í tvö ár á eftir! Fyrstu árin áttum við engan bíl og utanlandsferðir voru ekki inni í myndinni.“ „Endar náðu nú ekki alltaf sam- an en við höfðum það gott miðað við marga aðra,“ segir Áslaug. „Að vísu fékk maður aðeins magapínu þegar það þurfti að kaupa afmælis- gjafir og þess háttar, en mér fannst við ekki þurfa að láta neitt á móti okkur. Við fóram oft með börnin í útilegur og áttum góðar stundir." Vinir skipta máli Þau hafa nú búið í húsinu sínu í 37 ár og verið gift í 43 ár. Nær hálf öld i hjónabandi er langur tími og ekki ýkja algengt nú til dags að fólk haldi svo lengi saman. - Hafíð þið aldrei orðið leið hvort á öðru? „Jú, en aldrei lengi,“ segir Ás- laug. „Það væri fjarstæða að segja að þetta hafí alla tíð verið yndis- legt. En það er eitt að vera í góðu hjónabandi meðan bömin eru lítil, og annað þegar þau eru farin. Það reynir mest á hjónabandið þegar hjónin hafa aðeins hvort annað.“ „Barnabörnin hafa þá komið í veg fyrir að þú yrðir leið á mér?“ segir Haraldur. „Bamabörnin koma og fara,“ ségir Áslaug. „Fyrst eftir að við hættum að vinna hafði ég áhyggjur af því að tillitssemin yrði of mikil. Að hann yrði kannski leiður þegar ég færi eitthvert og öfugt, og svo mundi það enda með því að hvoragt færi neitt. En þótt hjón séu sam- hent verða þau að gera það sem þau vilja, hvort um sig. Þau mega ekki binda hvort annað, báðir aðilar verða að leyfa hinu að losna. Ég var nú að þusa heilmikið um þetta um daginn, Halli, en þú hlustaðir nú ekkert of vel.“ „Ég var bara að lesa.“ „Ég vil fá glaðan karl heim,“ heldur frúin áfram. „Og ég vil vera glöð með mínum karli. Við verðum að taka tillit hvort til annars, - og aðallega að láta mig ráða.“ - Farið þið nokkurn tíma í fýlu? „Við gerðum það, en við erum hætt því, nennum því ekki lengur," SJÁ BLS. 4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.