Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 4

Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 4
4 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ segir Áslaug. „ En blessuð vertu, ég rauk upp hér áður fyrr og skellti hurðum.“ „Þú þegir kannski í korter núna,“ segir Haraldur íhugandi eins og það hafi verið mælt vísindalega. Hamingjan er mikið undir heils- unni og góða skapinu komin, segja þau. Bæði eru þau göngugarpar sem njóta þess að vera úti, hvorugt þeirra hefur reykt og þau segjast borða hollan mat, án þess þó að vera mikið að hugsa um það. Har- aldur fékk kransæðastíflu fyrir fjórtán árum, en slapp vel frá þeirri raun og er nú stálhraustur eins og eiginkonan sem aldrei hefur kennt sér nokkurs mein. BARA „En það sem skiptir hvað mestu máli er fjölskyldan og vinimir," segja þau. „Við erum svo heppin að hafa börnin nálægt okkur og þau eru svo miklir vinir okkar, bömin og bamabörnin." En þótt fjölskyldan sé mikilvæg- ust segja þau að ekki megi gleyma því hversu stóm hlutverki vinimir gegna. Haraldur er frá Akranesi og Áslaug frá Reykjavík og því þekktu þau ekki marga þegar þau fluttust til Hafnarfjarðar, en fóru fljótlega með öðmm hjónum á fund hjá eldri skátum, St. Georgsgildi, eins og það er nefnt. „Þessi félagsskapur hefur fært okkur bestu vinina. Vináttan þróað- ist smám saman og nú er þetta allgóðurhjónahópur sem hittist, fer út saman eða í ferðalög. Sumir segja að það sé nóg að eiga fjöl- skylduna og börnin, en við teljum að vinimir skipti ekki síður máli.“ . Þau hjónin eru ekki aðeins í fé- lagsskap eldri skáta, bæði em þau í félögum hvort um sig og sækja fundi kannski oft í viku. Það má því segja að ómeðvitað hafi þau undirbúið félagslegu hlið- ina þótt þau telji að fyrr hefði mátt huga að fjárhagshliðinni. Áhugamálin Þau segja að ósjálfráð verka- skipting ríki innan heimilisins, en hvað um sameiginleg áhugamál? „Við áttum engin sameiginleg áhugamál þegar við byijuðum að vera saman, þá höfðum við bara áhuga hvort á öðm,“ segir Áslaug. „Við emm ekkert lík, og mjög ólík í skapi. Hann er svo yfirvegaður og rólegur og honum vinnst allt svo vel, sama hvað hann tekur sér fyr- ir hendur.“ - En hvernig er hún? spyr ég Harald. „Hún er svo óskaplega miklu hressari en ég. Hún er opin persónu- leiki og á auðvelt með að rabba við fólk, sem er kannski ekki mín sterka hlið. Svo er hún snögg upp og snögg niður. Við bætum hvort annað upp.“ íþróttir vom helstu áhugamál Áslaugar þegar hún var yngri, en flugvélar vom líf og yndi Haralds og tók hann einkaflugmannspróf á sínum tíma. En nú hefur hann snú- ið sér að öðm. Eftir áramótin fór hann að læra útskurð hjá Náms- flokkunum og segist sjá eftir því að hafa ekki byijað fyrr. „Hann er alltaf með hamar og nagla og er iðinn eins og maurarn- ir,“ segir Áslaug. „Ég hef aldrei séð hann liggja fyrir uppi í sófa, ég kæmi hlaupandi með hitamæli ef það gerðist. Ég hef líka alltaf í nógu að snú- ast hér heima. Oft hef ég verið að hugsa um að bæta einhveiju við mig í ensku eða þýsku, en ég er föst í þeim hugsunarhætti að finnast ég alltaf þurfa að gera eitt- hvað að gagni.“ Sumarbústaðurinn í Skorradal er þó sameiginlegt áhugamál. Hann var 18 fermetrar þegar þau keyptu hann fyrir mörgum ámm en er nú rúmir 40 fermetrar, og verður ekki stækkaður meir að sögn Haralds. „Þar er kyrrðin geypileg og oft erum við ein í dalnum. Utiveran gefur okkur mikið. Við höfum verið að gróðursetja og fömm í langar göngur.“ - Ferðist þið til útlanda líka? „Já við höfum ferðast víða,“ seg- ir Haraldur. „En núorðið viljum við alls ekki fara burt af landinu frá því í maí og fram í september. Okkur finnst það algjör tíma- eyðsla." - Hvar og hvenær eigið þið mestu gleðistundir ykkar saman? „Eftir að Halli hætti að vinna hefur hann leyst af flugradíómenn úti á Iandi og við því þurft _að aka til hinna ýmsu staða,“ segir Áslaug. „Þá höfum við ekið í rólegheitum, haft með okkur nesti og áð á falleg- um stöðum. Bestu stundirnar eigum við saman þegar við sitjum í laut og hlustum á fuglana, bara tvö ein.“ Liffsreglan Nú eiga þau hjónin langan og góðan starfsferil að baki og því eðlilegt að spyija hveiju þau eru nú stoltust af þegar þau líta til baka? Þau verða bæði hugsi þegar svo stórt er spurt, en svo segir Aslaug: „Ég er stoltust af því að hafa kom- ið börnunum mínum til manns.“ „Það sama gildir um mig,“ segir Haraldur. „Einhvern veginn finnst mér ég ekki vera stoltur af neinu öðru.“ Svo horfir hann á konu sína og segir kíminn: Kannski er ég líka stoltur af því að þú skulir aldrei hafa rokið frá mér.“ „Já, ég veit ekki hvort maður á að vera stoltur af hjónabandinu, við höfum kannski verið svona heppin," segir Áslaug og er nú greinilega sokkin niður í heimspekilegar hug- leiðingar. - Hafið þið átt ykkur einhveija lífsreglu? „Já, hún er sú að koma fram við aðra eins og við viljum að þeir komi fram við okkur. Og við höfum reynt að þræla því inn í börnin okkar.“ „Hvað ráðleggið þið nú fólki sem er að hætta að vinna núna? „Fyrst og fremst að hafa nóg fyrir stafni," segir Haraldur. „Ef menn eiga sér ekki áhugamál þegar þeir hætta störfum, verða þeir að ná sér í þau. Finna eitthvað sem þeim finnst skemmtilegt að gera. Síðan er um að gera að hugsa vel um heilsuna, líta tilveruna jákvæð- um augum og hafa gott samband við fjölskyldu og vini.“ „Já, þetta gengur ekki lengur," segir Áslaug. „Nú geri ég eitthvað spennandi næsta vetur, bíðum nú við, hvað finnst mér skemmtilegt?" Meðan reynt er að finna lausn á því máli mænir lítill glókollur á þau, nýkominn inn af róluvellinum, og er meira en tilbúinn í allt sem heitið gæti skemmtilegt. Heilsa og heilbrigði í Perlunni 30. mars - 2. apríl Komdu á stórkostlega heilsusýningu í Perlunni þar sem á dagskrá verður: Forvarnir gegn sjúkdómum. Ókeypis rannsóknir á sýningargestum. Kynning á vítamínum og bœtieínum. Kynning á hollu matarœði. Heilsa og hreyfing. Frceðsla írá séríróðum í sýningarbásum. Fyrirlestrar í íundarsal. Opnunartímar verða: Fimmtudag ....30. marskl. 17.30-21.00 Föstudag......31. marskl. 16.00-20.00 Laugardag..... 1. aprfl kl. 13.00-18.00 Sunnudag...... 2. apríl kl. 13.00-18.00 P E R L A N AÐALFUNDUR SÍF HF. Aðalfundur Sölusambands ísl. fiskframleiðenda hf. fyrir áriö 1994 verður haldinn í Súlnasal Hótels Sögu föstudaginn 21. apríl 1995 og hefst kl. 14.00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf skv. grein 4.03 í samþykktum félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins til samræmis við lög nr. 2/1995 um hlutafélög. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Fundargögn og atkvæðaseðlar verða afhent á skrifstofu SÍF hf., Aðalstræti 6, Reykjavík, miðvikudaginn 19. apríl milli kl. 9 og 16 og föstudaginn 21. apríl milli kl. 9 og 12. Um kvöldið verður haldið aðalfundarhóf fyrir hluthafa og gesti þeirra í Súlnasal Hótels Sögu og hefst hófiö kl. 20.00. Húsið veröur opnað kl. 19.30. Aögöngumiöar á hófiö verða seldir á skrifstofu SÍF og á aöalfundinum. .Stjórn SÍF hf. Notaðir gámar á góðu verði ✓ Odýr og þægileg geymsla Margar gerðir af notuðum gámum til sölu eða leigu. Venjulegir stálgámar, frystigámar, hálfgámar, einangraðir gámar, opnir o.fl. Gámur getur verið ódýr og hentug lausn á ýmsum geymslu- vandamálum, t.d. fyrir byggingastarfsemi, fiskverkendur, flutningabílstjóra, bændur og hvers konar aðra atvinnustarfsemi. Einnig fyrir tómstundastarf, t.d. við sumarbústaði, golfvelli, hestamennsku o.fl. Gámar þurfa ekki að stinga í stúf við umhverfið; það er hægt að fella þá inní landslag, mála og skreyta á ýmsan hátt. Leigjum einnig út vinnuskúra og innréttaða gáma til lengri eða skemri tíma. HAFNARBAKKI v/Suðurhöfnina, Hafnarfirði, sími 565 2733, fax 565 2735.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.