Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ SKOÐUN ÞJONAR FRJALS MARKAÐUR SÉRHAGSMUNUM EÐA ÞJÓDARHAGSMUNUM? Sú skoðun hefír komið fram, að þar sem enginn ágreiningur sé lengur um yfírburði markaðarins yfír hinn miðstýrða sósíalisma, ------------------------?----------------------------------------------------------------------------------------------- skrífar Olafur Björnsson, hljóti efhahags- málin að verða minni fyrirferðar en áður í stjórnmálaátökunum sem muni þá í ríkara mæli snúast um menningarmál, velferðar- mál og önnur „mýkri" mál._____ HÉR er um spurningu að ræða sem allt frá því að vlsir til nútíma iðnvæð- ingar og viðskiptahátta hófst hefir verið ofarlega á baugi í öllum umræð- um um þann mikilvæga þátt stjórn- málanna sem efnahagsmálin eru. Hin svokallaða iðnbylting var skammt á veg komin þegar sú gagn- rýni kom fram á hinu kapítalíska hagkerfi, sem byggði á markaðsvið- skiptum, að slíkt kérfi þjónaði fyrst og fremst gróðasjónarmiðum eig- enda framleiðslutækjanna, en ekki hagsmunum hins almenna launþega, sem starfaði í þjónustu eigenda fyrir- tækjanna. Þegar í lok 18. aldar, eða nokkurn veginn samtímis því að áhrifa þeirra tækniframfara sem síð- ar hafa verið nefndar iðnbylting, fer að gæta, kemur fram vísir að sósíal- ískum hugmyndum, sem gagnrýna séreignarskipulagið, sem þjóni að- eins einkahagsmunum. Höfundar slíkra hugmynda benda jafnframt á það að til þess að tryggja það að fyrirtækin séu rekin með hagsmuni heildarinnar fyrir augum, verði hið opinbera að eignast þau og sjá um rekstur þeirra. Það eru því liðnar um það bil tvær aldir síðan átök hófust á fræðilegum grundvelli milli annars vegar þeirra sem aðhylltust frjálsan markað á grundvelli séreignarréttar á fram- leiðslutækjum, og hinna sem töldu miðstýrðan opinberan rekstur fram- leiðslutækjanna þá skipan efnahags- mála sem best myndi tryggja framf- arir og réttlátt þjóðfélag. Fram til stjórnarbyltingarinnar í Rússlandi 1917 voru þessar deilur einvörðungu á fræðilegum grundvelli, því sósíal- ísk þjóðfélög, í nútímaskilningi orðs- ins sósíalismi, voru þá ekki til, en með russnesku byltingunni verða á þessu efni þáttaskil. Tiiraunin mikla með fram- kvæmd sósíalismans Þáttaskilin sem hér var um að ræða voru auðvitað þau, að upp úr rússnesku byltingunni voru teknir upp sósíalískir framleiðsluhættir í hinu víðlenda og fjölmenna rúss- neska ríki. Að vísu átti það sinn aðdraganda að sósíalisma væri kom- ið á. Eftir að borgarastyrjöldinni í Rússlandi lauk 1921-22 urðu um það átök innan kommúnistaflokksins, sem nú hafði fest sig í valdasessi, hvort koma skyldi þegar í stað á sósíalísku efnahagskerfi eða að slá slíku á frest um sinn og bíða þess, að hagstæðari innri og ytri skilyrði sköpuðust fyrir framkvæmd sósíalis- mans. Lenín, sem þá fór með æðstu vóld í Rússlandi, taldi ekki tímabært að teknir yrðu þar upp sósíalískir framleiðsluhættir og tók í árslok 1922 upp hina svokólluðu Nep- stefnu (Nep er skammstöfun fyrir New economic policy), sem segja má að hafi í raun verið endurreisn kapítalismans. Með þessari nýju efnahagsstefnu tókst Lenín á skömmum tíma að ráða niðurlögum hungursneyðar, sem sigldi í kjölfar borgarastyrjaldarinnar. Eftir lát Leníns 1924 hófust mik- il átök innan Kommúnistaflokksins, bæði um stefnumótun og forystu flokksins. Allir voru að vísu sam- mála um það, að hin efnahagslega þróun myndi leiða til sósíalisma, sem óhjákvæmilega væri þjóðskipulag framtíðarinnar. En mikill ágreining- ur var um það, hvort Sovétríkin gætu komið á fót sósíalisma í kapít- alísku umhverfi eða hvort halda skyldi áfram um sinn þeirri stefnu sem Lenín hafði markað með Nep- stefnunni. Aðalforvigismaður þeirr- ar stefnu var Trotsky, sem hélt því fram að sósíalismi væri óframkvæm- anlegur í einstöku ríki, ef kapítalismi væri enn ríkjandi í öllum þeim lönd- um sem óhjákvæmilegt væri að hafa samskipti við. En eins og kunnugt er beið Trotsky og stefna hans, sem e.t.v. má kalla „hægri" stefnu, ósig- ur í þeirri valdabaráttu sem átti sér stað í Sovétríkjunum eftir lát Len- íns. Það voru Stalín og hans fylgis- menn, sem hrósuðu sigri í þessum átökum og árið 1927 voru þeir orðn- ir fastir í sessi í Sovétríkjunum. Með valdatöku Stalíns má segja að það sem hér hefir verið nefnt „tilraunin mikla með framkvæmd sósíalismans" hefjist. í fyrstu náði sú tilraun aðeins til Sovétríkjanna, en eftir síðari heimsstyrjöld var kom- ið á sósíalisma að sovéskri fyrimynd í nokkrum grannríkjum þeirra, sem voru viðurkennd áhrifasvæði þeirra að styrjöldinni lokinni. Hér verður saga „tilraunarinnar miklu" ekki rakin nánar, enda mun endir þeirrar sögu kunnur flestum þeim, er þennan greinarstúf lesa. Þeim, sem kynnu að hafa áhuga á því að kynna sér hin hagfræðilegu rök fyrir yfirburðum markaðsbú- skapar yfir miðstýrt sósíalískt hag- kerfi, leyfi ég mér að behda á ágæt- ar greinar og erindi um það efni eftir frænda minn, dr. Þorvald Gylfa- son prófessor, auk bókar hans og tveggja erlendra hagfræðinga er kom út í íslenskri þýðingu fyrir síð- ustu jól. Hefír sú bók hlotið alþjóð- lega viðurkenningu sem heimildarrit um það efni, er þar er um fjallað. En hver hafa viðbrögðin orðið við þessu skyndilega hruni hins mið- stýrða sósíalisma í Sovetríkjunum og leppríkjum þeirra? Þessi þróun kom raunar ekki eingöngu formæ- lendum slíks hagkerfis á óvart, held- ur líka andstæðingum þess. Sú kenning, að skynsamleg nýtíng framleiðsluaflanna væri óhugsandi í miðstýrðu sósíölsku hagkerfi er síður en svo ný af nálinni. Hún hafði ver- ið sett fram laust eftir 1920 af hin- um kunna austurríska hagfræðingi, prófessor Ludwig v. Mises. Sumir þeirra hagfræðinga, er töldu sig aðhyllast sósíalisma, viðurkenndu það sjónarmið Mises, að markaður Ólafur Björnsson væri nauðsynleg for- senda samræmingar framleiðslu og þarfa. Einhver kunnasti hag- fræðingur sem slíku hefur haldið fram er Oscar Lange hagfræði- prófessor, sem á 4. og 5. tug aldarinnar var í hópi þekktustu vísinda- manna í sinni grein í Bandaríkjunum. En til mótvægis við kenningar Mises setti hann fram kenningu um markaðs- sósíalisma, þar sem samkeppni milli opin- berra fyrirtækja gæti komið í stað hins einkavædda markaðar og gæti slíkur markaður jafnvel að áliti Langes orðið fullkomnari markaður en sá einkavæddi. Lange var af pólskum ættum og eftir stríð hvarf hann heim til föðurlands síns og gerðist efna- hagsmálaráðherra í ríkisstjórn kommúnistaleiðtogans Gomulka. Ekki mun Lange þó hafa tekist að sannfæra pólsku kommúnistana um ágæti markaðssósíalismans. Sú skoðun mun og almennt ríkj- andi nú meðal hagfræðinga, að markaðssósíalisminn sé ófram- kvæmanlegur, þótt hann geti frá fræðilegu sjónarmiði haft ýmsa kosti. Þeim, sem kynnu að óska eft- ir því að kynna sér þetta efni nán- ar, má benda á ágæta alþýðlega skrifaða grein um markaðssósíal- isma eftir Jónas H. Haralz, en sú grein var birt í Klemenzarbók, safni hagfræðiritgerða, sem út kom fyrir 10 árum í heiðursskyni við Klemenz Tryggvason, fyrrverandi hagstofu- stjóra, sem þá átti sjötugsafmæli. En þó að kenningarnar um mark- aðssósíalisma hafí aldrei átt al- mennu fylgi að fagna meðal hag- fræðinga, hefði mátt telja það ekki óeðlilegt, að deilan um það, hvort markaðssósíalismi sé framkvæman- legur, hefði aftur komið á dagskrá, þegar staðreyndirnar austan járn- tjalds höfðu sýnt fram á það að miðstýrður sósíalismi væri ekki æskilegt hagkerfi. En slíks hefír lítt orðið vart þannig að hin almennu viðbrögð við hruni sovétkerfisins hafa verið þau, af hálfu þeirra er á slíkt hagkerfi trúðu, að einkavæddur frjáls markaður væri eina hagkerfið sem samræmt gæti framleiðslu og þarfir. Ágreiningur gat svo verið um það, hve stór hluti efnahagslífsins þyrfti að vera einkavæddur til þess að skapa forsendur fyrir frjálsum markaði, og í öðru lagi um það hvernig að framkvæmd einkavæð- ingar skyldi standa, ef nauðsynleg væri talin. Einkavæðing og frjáls markaður er vissulega ekki það sama. Það má tvímælalaust finna þess mög dæmi, ekki síst fyrr á tím- um og sumstaðar enn þann dag í dag, að öll mikilvæg framleiðslutæki séu rekin af einkaaðilum, en vegna verndarstefnu og slæmra samgögu- skilyrða er einokun og fákeppni ríkj- andi í þeim mæli að frjáls sam- keppni er e.t.v. fremur undantekning en regla. Þetta breytir þó engu um það að víðtæk einkavæðing er for- senda þess, að um frjálsan markað geti verið að ræða, þótt álitamái geti verið hve stór einkageirinn þurfi að vera til þess að samkeppni geti talist virk. Hagsmunir neytenda eða sér- hagsmunir sfjórnmálaílokka? Fyrir upplausn hinna miðstýrðu, ríkisreknu hagkerfa Sovétríkjanna og leppríkja þeirra var sá málflutningur al- gengur af hálfu þeirra, er aðhylltust þjóðnýt- ingu og sósíalisma, að valið stæði milli tveggja þjóðfélags- gerða. Annars vegar kapítalismans eða markaðsbúskaparins, þar sem ákvarðanir um framleiðslu og rekstur fyrirtækja væru teknar af eigendum þeirra, þar sem driffjöðrin væri eiginhagsmunir þeirra og keppt væri að því að öðlast sem mestan hagnað. Hins vegar væri sósíalisminn eða þjóðnýt- ingarstefnan, þar sem ákvarðanir væru teknar á grundvelli mats á því hvað væri þjóðárheildinni eða al- menningi fyrir bestu. Sá sannleikskjarni er í þessum málflutningi sósíalista, að einkafyr- irtæki, sem framleiða fyrir markað, eru ekki góðgerðarfyrirtæki. Ef svo væri, myndi það sjálfsagt eiga við enn í dag, sem haft var eftir Karli Marx fyrir meira en hundrað árum, að slík fyrirtæki mundu tæpast eiga sér langa lífdaga á markaðinum. Hitt er hinsvegar rangt, að þeir sem stjórna opinberum fyrirtækjum, séu algerlega óháðir öllum sérhags- munum og taki ákvarðanir sínar ein- vörðungu á grundvelli þess, sem þeir telja þjóðarhagsmuni. í því sam- bandi ber í fyrsta lagi að gera sér það Ijóst, að þó að þeir sem hér eiga hlut að máli, kunni að vera allir af vilja gerðir til þess að þjóna í störfum sínum svokölluðum þjóðarhagsmun- um, er það engan veginn auðvelt að finna nothæfan mælikvarða, sem hægt sé að fara eftir í því efni. Fá orð eru meira notuð í stjórnmálabar- áttunni en orðið þjóðarhagsmunir og allir vilja reyna að telja fólki trú um að þeir og þeirra flokksmenn séu þeir einu sem dómbærir séu á það hvað séu þjóðarhagsmunir. Enda reynist það gjarnan svo að ef skyggnst er undir yfirborðið er því ekki að heilsa, að þessir stjórnmála- garpar þekki neina töfraformúlu, sem hægt sé að nota sem mæli- kvarða á það, hvað séu þjóðarhags- munir, heldur eru það einhverjir miklu þrengri sérhagsmunir, sem fyrir brjósti eru bornir. Þá verður i öðru lagi að gera sér það ljóst að þeir sem opinberum fyr- irtækjum stjórna eru ekki kosnir af almenningi til slíkra starfa, heldur skipaðir í þau af leiðtogum þeirra stjórnmálaflokka sem með völdin fara. Það er því eðlilegt, að þeir sérhagsmunir, sem þessir forstjórar opinberra fyrirtækja bera einkum fyrir brjósti, séu hagsmunir flokks- ins sem þeir eiga að þakka að þeir gegna sínu trúnaðarstarfi. í þessu felst ekki, að því sé haldið fram að íslensku stjórnmálaflokkarnir séu allir sem einn einskonar mafíur sem einblíni á sérhagsmuni flokksins og forystu hans, þó að slíkt heiti kunni að eiga við um einræðisflokka, bæði þá sem kenndir eru við hægri og vinstri stefnu, svo sem fasista og kommúnista. Það væri t.d. fráleitt að haida því fram, að bankastjórar ríkisbankanna, þótt ráðnir séu að vísu af pólitískum bankaráðum, vilji aldrei lána öðrum fyrirtækjum og einstaklingum en þeim sem styðja þeirra flokk. Ég hefi unnið með mörgum þessara bankastjóra og öðrum, sem annast hafa ýmiskonar fyrirgreiðslur á vegum hins opinbera og man ég ekki undantekningu frá því, að þar hafi verið um mikla heið- ursmenn að ræða og á þetta við óháð því í umboði hvaða stjórnmála- flokka þessir menn störfuðu. Þetta breytir þó engu um það að þeir, sem skipaðir eru pólitískt til þess að taka ákvaðanir um lánveit- ingar og aðrar úthlutanir efnahags- legra gæða, eru háðir þrýstingi frá þeim stjórnmálaöflum sem þá hafa ráðið til starfa og samkværat öllu eðli mannlegra samskipta fer ekki hjá því að undan þeim þrýstingi er stundum látið. Hér er um að ræða mikilvægan þátt skýringa á hinum stórfelldu afskriftum ríkisbankanna íslensku á útlánum sínum á síðustu árum. Það er auðvitað ekki svo að skilja að ekki geti orðið töp í einkarekstri, bæði í banka'rekstri og rekstri ann- arra fyrirtækja. En með ólíkindum má telja, að þau töp séu sambærileg við töp í ríkisrekstri. Þetta leiðir ekki af því, að þeir sem stjórna opin- berum fyrirtækjum þurfi að vera verri og óábyrgari menn en þeir sem einkafyrirtækjum stjórna, heldur hinu, að afkoma þeirra, sem einka- fyrirtæki reka, er því háð að þau séu rekin með hagnaði, en það á ekki við um opinberu fyrirtækin. Þar er öryggi þeirra sem fyrirtækjunum stjórna komið undir því að þeir séu í náðinni hjá þeim stjórnmálaöflum, sem þeir þjóna. í báðum tilvikum er vissulega um að ræða þjónustu við sérhagsmuni. En til þess að sá sem stundar atvinnurekstur á frjáls- um markaði geti hagnast og tryggt þannig afkomu sína og fjölskyldu sinnar, þarf hann að þjóna viðskipta- vinum sínum betur eða a.m.k. jafn vel og keppinautar hans á markaðin- um. Munurinn á markaðsbúskapun- um og miðstýrðum opinberum rekstri er því sá, að í fyrra tilvikinu er það þjónustan við neytendur, sem máli skiptir fyrir afkomu fyrirtækj- anna, en í síðara tilvikinu er það efling hins pólitíska valds sem situr í fyrirrúmi sem markmið. Hér er um að ræða mikilvægt atriði skýringarinnar á þeim mikla mun sem er á lífskjörum í þeim lönd- um sem búa við einkavæddan mark- aðsbúskap og miðstýrðan sósíalisma. Svo að ég vitni aftur í prófessor Þorvald Gylf ason taldi hann að kaup- máttur tekna í Sovétríkjunum hefði um það leyti sem þau hrundu verið Vie af því, sem var í hinum kapítal- ísku iðnvæddu ríkjum. Þetta verður ekki nema að hluta skýrt með minni framleiðslu í Sovétríkjunum, heldur hinu, að þar sat það markmið, að bæta hag neytandans, algerlega á hakanum. Á vissum sviðum, svo sem geimrannsóknum og framleiðslu kjarnorkuvopna, voru þau hinsvegar í fremstu röð iðnvæddra ríkja. Með öðrum orðum, það var herinn og völd og álit Kommúnistaflokksins sem sat í algeru fyrirrúmi fyrir því að fullnægja þörfum neytendanna. Er deilan um markað eða miðstýringu kosningamál? Hér er um spurningu að ræða sem ég tel mig aðeins að mjög takmörk- uðu Ieyti hafa aðstöðu til að fjalla um, þar sem það hvað kosið er um verður fyrst og fremst háð ákvörð- unum þeirra stjórnmálaflokka og samtaka, sem bjóða fram við kosn- ingar þær, sem nú fara í hönd. Eins og kunnugt er hafa stórviðburðir gerst á kjörtímabilinu á því sviði sem hér er um að ræða, þar sem endan- legt hrun hins sovéska stjórnkerfís átti sér ekki stað fyrr en í árslok 1993. En þó við förum lengra aftur í tímann, jafnvel nokkra áratugi, hefir deilan um markaðsbúskap eða sósíalisma haft meiri óbein en bein áhrif á það sem stjórnmálabaráttan snerist um. Stafar þetta af því, að allt frá því að Kommúnistaflokkur- inn sameinaðist, eftir 8 ára tilvist, hluta af Alþýðuflokknum í árslok' 1938, var það skoðun forystumanna hins nýja flokks, er nú nefndist Sós- íalistaflokkurinn, að framkvæmd sósíalisma í merkingunni víðtæk þjóðnýting framleiðslutækjanna væri ekki dægurmál, heldur yrði hún að bíða hagstæðari innri og ytri skilyrða. Áhersla var því lögð á önn- ur mál, svo sem baráttu gegn þátt- töku í varnarsamstarfi Vesturlanda, jöfnun tekjuskiptingar og aukin við-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.