Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 B 7 SKOÐUN skipti við Sovétríkin og leppríki þeirra. En þrátt fyrir það að stjórnmála- baráttan hafi þannig um alllangt skeið snúist um annað en það, hvort efnahagslífið eigi að byggjast á markaði eða miðstýringu, fer ekki hjá því að hin breyttu viðhorf vegna þess að nú er það orðin áþreifanleg staðreynd, að sósíalismi, a.m.k. eins og og hann hefir verið skilgreindur, felur ekki í sér neina lausn þjóðfé- lagslegra vandamála, hafa sín áhrif á allan málflutning fyrir kosningar. Eitt besta dæmið um áhrif hinna beyttu viðhorfa á málflutning stjórn- málaflokkanna fyrir þessar kosning- ar er sú áhersla sem allir stjórnmála- flokkar leggja nú á nauðsyn þess að efla utanríkisviðskipti. Ég minn- ist þess, að þegar unnið var að því fyrir fáeinum áratugum að afnema höft og skömmtun eftirstríðsáranna, þá var því haldið fram, ekki síst af hálfu þeirra er sérstaklega töldu sig bera hag launafólks fyrir brjósti, áð frjáls innflutningur væri fyrst og fremst í þágu heildsalanna en skipti engu máli fyrir hagsmuni eða kjör hins almenna launþega. Biðraðirnar, svarti markaðurinn og annar ófögn- uður sem höftin höfðu í för með sér, átti samkvæmt þessum skoðun- um ekki að hafa nein áhrif á lífskjör eða kaupmátt launa. Nú hefir í þessu efni sérstaklega orðið á veruleg breyting, sem m.a. hefir leitt til þess að sú skoðun hef- ir komið fram, að þar sem enginn ágreiningur sé lengur um yfirburði markaðarins yfir hinn miðstýrða sósíalisma, hljóti efnahagsmálin að verða minni fyrirferðar en áður í stjórnmálaátökunum, sem muni þá í ríkara mæli snúast um menningar- mál, velferðarmál og önnur „mýkri" mál, eins og sumir hafa nefnt það. Þessari þróun ber að mínum dómi að fagna, ef fyrir henni eru raunhæf- ar forsendur, en hvort svo verður, er auðvitað erfitt að spá um. Það má þó telja víst, að átökin milli þeirra, sem aðhylltust frjálsan mark- að á grundvelli einkareksturs og þeirra, sem aðhylltust miðstýrðan sósíalisma, muni ekki í náinni fram- tíð koma upp á borðið. En þar með er ekki sagt að hinn frjálsi markað- ur geti örugglega hrósað sigri um langa framtíð sem hin sjálfsagða skipan viðskiptamála, a.m.k. á slíkt ekki við hér á landi. Að vísu hefi ég ekki orðið þess var í upphafi þeirrar kosningabaráttu, sem nú er að hefjast, að neinar tillögur hafi komið fram um það, að auka beri opinberan rekstur og stækka þannig opinbera geirann í atvinnulífinu. Frjálsa markaðinum virðist því, a.m.k. í nánustu framtíð, ekki stafa nein hætta af sósíalisma í merking- unni þjóðnýtingarstefna og má ólík- legt telja að breyting á því sé yfirvof- andi. En með þessu er það ekki sagt, að við íslendingar getum verið ör- uggir um það, að stjórnmálaþróunin hér innanlands verði því a.m.k. ekki til hindrunar að víð getum notið þeirrar hagkvæmni sem frjáls við- skipti hafa í för með sér. Olafur Ragnar Grímsson, formað- ur Alþýðubandalagsins, hélt þvi fram á dögunum í útvarpsviðtali að opinberi geirinn í íslensku atvinnu- lífi væri minni en í flestum þeim grannlöndum okkar, sem við oftast berum okkur saman við. Eftir því sem ég best veit hefir hann í þessu efni rétt fyrir sér. Stærð einkageir- ans í atvinnulífinu ætti því út af fyrir sig ekki að vera því til hindrun- ar að hér geti þrifist frjáls markað- ur. En hér verður að gera sér það ljóst, að það er ekki einvörðungu stærð einkageirans, sem er forsenda fyrir frjálsum markaði, heldur, og það ekki síður hitt, að ákveðnir þættir viðskiptalífsins séu einkav- æddir. Það virðist ekki lengur um það ágreiningur hér á landi að fram- leiðsla venjulegs neysluvarnings og framleiðslutækja eigi að vera í hönd- um einkafyrirtækja. En öðru máli gegnir um verð og framboð annarra aðfanga til framleiðslunnar, svo sem vinnuafls og lánsfjár. Hér eru marg- ir, ef ekki flestir, þeirrar skoðunar, að vegna þess hve launahlutföll og vextir ráða miklu um tekjuskipting- una í þjóðfélaginu, geti ríkisvaldið ekki láíið þessa miklvægu þætti efnahagslífsins afskiptalausa. Um þetta er varla meiriháttar ágreiningur, en fyrir því má ekki loka augunum, að ef ríkið skoðar það sem sitt hlutverk að ákvarða verð á þessum mikilvægustu aðföng- um framleiðslustarfseminnar, hlýtur það um leið að ráða vöruverðinu, svo að þá hefir verið horfið á vit allsherj- ar þjóðnýtingar eða sósíalisma. Nú er það að vísu svo, að því er vinnu- laun snertir, sem nær alls staðar eru hinn stærsti einstaki þáttur vöru- verðsins og launahlutföllin því mjög mikilvægur þáttur tekjuskiptingar- innar, að fáir munu vera þeirrar skoðunar að þau eigi beinlínis að ákvarðast af ríkisvaldinu, þótt það geti leitast við að hafa á þau meiri eða minni áhrif. Þ6 að vinnumarkaðurinn geti að vísu óvíða talist frjáls markaður, þá er það svo hér á landi sem í öðrum vestrænum lýðræðisríkjum, að það er talið sjálfsagt sem meginregla að aðilar vinnumarkaðarins semji sín á milli um kaup og kjör, þannig að bein íhlutun ríkisvaldsins á þá samn- inga komiaðeins til greina í neyðar- tilfellum. Áhrif ríkisvaldsins á launa- hlutföll verða því einkum af óbeinum toga, auk þess sem samningar þess við eigin starfsemi geta vitanlega haft sín áhrif. Þá eru það peningamálin og stjórn þeirra, sem alltaf hljóta að vera ein- hver mikilvægasti þáttur efnahags- starfseminnar. Allt frá því að banka- starfsemi hófst hér á landi undir lok síðustu aldar hefir sú starfsemi í raun verið þjóðnýtt og rekin á vegum opinberra aðila. íslandsbanki, sem stofnaður var í byrjun aldarinnar af erlendum hluthöfum, var að vísu frá lögfræðilegu sjónarmiði séð einka- banki, en í raun höfðu hinir erlendu hluthafar allt frá upphafi starfsemi bankans mjög lítil áhrif á rekstur hans og stjórn. Þar voru það í raun íslensk stjórnvöld sem öllu réðu. Fyrsti einkabankinn, sem í raun hefir verið starfræktur sem slíkur, er hinn nýi íslandsbanki, en enn sem komið er a.m.k. ræður hann aðeins óverulegum hluta lánamarkaðarins í heild. Hér verður látið nægja að vísa til þess, sem sagt hefir verið hér að framan um áhrif þess á efnahagsleg- ar framfarir hér á landi að lána- og peningamarkaðurinn er og hefir ver- ið þjóðnýttur og miðstýrður. Það hefir tæpast haft jákvæð áhrif á efnahagsiegar framfarir, að þrýst- ingur hefir verið á þá sem bönkunum hafa stjórnað, að láta pólitíska hags- muni ráða meiru um það hvernig lánsfénu er ráðstafað en arðbæris- sjónarmiðið. Hér skal að lokum á það drepið, að einhverjir þeirra, sem nú eru að komast í kosningaham, munu vilja gera þá athugasemd við það, sem hér hefir verið sagt um þjónkun þeirra, sem opinberum stofnunum, ekki síst lánastofnunum, stýra, við pólitíska sérhagsmuni, að slíkt kunni að eínhverju meira eða minna leyti að eiga við um fortíðina, en benda jafnframt á það, að nú séu komnar til skjalanna hreyfingar, sem hafi það á stefnuskrá sinni, að uppræta pólitíska spillingu í opinber- um rekstri. Fái þær hreyfingar nægjanlegan stuðing gefi það tilefni til meiri bjartsýni en áður hefur ver- ið tilefni til um framvinduna í þessu efni. Vitanlega er pólitísk spilling vandamál hér á landi eins og annars staðar, þó að ég hafi ekki notað það orð um þjónkun við pólitíska sér- hagsmuni sem hér hefir verið rædd. Uppræting pólitískrar spillingar er vissulega gott mál og það er fjarri mér að telja hvern þann, sem slíkt boðar, hræsnara, þó sá hinn sami sé mér persónulega ókunnur. En svo mjög sem ég hefi áður vorkennt þeim, sem þrýst hefir verið til þess að veita lán eða aðra fyrirgreiðslu í pólitískum tilgangi til verkefna sem þeir ekki höfðu trú á, verða þeir enn vorkunnarverðari þegar farið verður að toga í þá frá tveimur hliðum, ¦ annars vegar forvígismönnum pólití- skra sérhagsmuna og hins vegar siðapostulunum, sem krefjast þess að sérhagsmunirnir, sem þeim á sín- um tíma var treyst til að þjóna, verði látnir lönd og leið. Höfundur er hagfræðingur og prófessor við Háskóla íslands. VIGTARMENN Námskeið til löggiidingar vigtarmanna verður haldið á ísafirði dagana 10., 11. og 12. apríl nk., á Akureyri dagana 24., 25. og 26. apríl nk. og í Reykjavík dagana 2., 3. og 4. maí nk. ef næg þátttaka fæst!!! Námskeiðið stendur yfir í 3 daga og lýkur með prófi. Skráning þátttakenda og allar nánari upplýsingar í síma 568-1122 ^ Löggildingarstofan flSAMI\IINGAR<« Mýtt og betra innkaupakerfi til sparnaðar í iiiiikaupuiii opinberra stofnana RAMMABAMHIHOAR SVaMIHWVS Einfaldleikinn í fyrírrumi Rammasamningakerfi Ríkiskaupa er nýtt, einfalt og áhrifaríkt tæki til sparnaðar í innkaupum opinberra stofnana. Fjárliagsleg hagkvæmni Kerfið er nýjung í þjónustu Ríkis- kaupa. Ríkiskaup framkvæma útboð.og gera rammasamninga á sem flestum sviðum vöru- og þjónustu og leitast þannig við að tryggja viðskiptavinum sínum bestu fáanlegu kjör á markaðnum hverju sinni. Val milli seljenda í dag eru til staðar rammasamningar um ritföng og skrifstofuvörur, prentun, umslög, ljósritunarvélar og ljósritunarpappír, rekstrarvörur fyrir tölvur, hjólbarða, hreinlætispappír, hreinlætisefni, plastvörur, ljósaperur o.m.fl. Forsvarsmenn opin- berra stofnana eru hvattir til að hafa samband við Ríkiskaup og afla sér frekari upplýsinga um þetta nýja kerfi. í vsamræmi við lög og reglnr \£5/ RIKISKAUP II t h n n < le i l a aranaril U t b o & s k i I a á r a n g r / BORGARTÚNI 7, 105 REYKJAVÍK SÍMI 91-26844, BRÉFASÍMI 91-626739

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.