Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL1995 B 9 SAMBAND Dana og Svía hefur verið' með ýmsu móti gegnum aldirnar. Danir voru á köflum herraþjóð í Svíþjóð, þar til þeir voru endanlega reknir burtu 1523. Nú stefnir enn í samein- ingu, þó með öðrum hætti verði og ekki undir danskri stjórn. Með Eyrarsundsbrúnni tengjast Sjáland og Skánn og hugmyndin er að byggja í sameiningu öfluga byggð, Eyrarstað, sem laði til sín atvinnulíf og fjár- festingu. Það heyrist jafnvel að þessi vaxt- árbroddur eigi að vera mótvægi við Berlín, þó það hljómi nú kannski í eyrum flestra sem ótæpileg bjartsýni. Til að vega upp á móti þessum kjarna ætla bæjarstjórnir hinn- ar sænsku Helsingjaborgar og dönsku Hels- ingjaeyrar að taka höndum saman. Allt þetta samstarf er auðveldara nú, eftir að bæði löndin eru orðnir meðlimir Evrópusam- bandsins, sem lítur mildum og gjöfulum augum á allt svæðasamstarf. En samspil Sjálendinga og Skánarbúa einkennist ekki aðeins af samstarfi hins opinbera. Innfædd- ir nýta sér einnig nágrennið á hinna ýms- asta hátt. Atvinnuskapandi ölflóð Það tekur aðeins um tuttugu mínútur að sigla með ferjunni milli Helsingjaborgar og Helsingjaeyrar. Þessa stuttu leið nýta margir Svíar sér til að skreppa í verslunar- ferð yfir til Helsingjaeyrar. Þrátt fyrir að gengi sænsku krónunnar hafi lækkað um fjórðung undanfarin ár miðað við hina ffl- efldu dönsku krónu er enn eftirsóknarvert fyrir Svía að versla í Danmörku. Og Hels- ingjaeyri er auðvitað morandi af auglýs- ingaskiltum, sem sérstaklega er beint til Svía. Af þeim getur að lesa hvað það er sem Svíar sækjast sérstaklega eftir. Svarið er ótvírætt áfengi, en einnig er vinsælt að kaupa kjöt og aðrar landbúnaðarvörur, þó hagkvæmni þess hafa minnkað jafnt og þétt undanfarin ár. Sameining landanna tveggja í ESB býður upp á ærna möguleika hvað innflutning á áfengi varðar. Nú mega Svíar til dæmis taka með sér heila fimmtán lítra af öli, þegar þeir fara utan og skreppitúr yfir sundið er auðvitað líka utanlandsferð. Fimmtán lítrar af bjór eru margar flöskur, kassavís af flöskum. Og með því að taka nokkrar ferðir í einu yfir sundið er hægt að byrgja sig ærlega upp. Því má sjá þarna kunningja- og vinahópa, mest karla, með handhæga vagna eða innkaupagrindur und- ir verslunarvörurnar. Svíþjóðarmegin er flöskunum svo rúllað að litlum flutningabíl- um, eða bflum með aftanívagna, því það er skiljanlega ekki hagkvæmt að fara í svona ferð á litlum fólksbílum. Kominn yfir Kaupmannahafnarbréf Sænsk og dönsk hagkvæmnis- sambönd Svíar og Danir geta haft margvíslegt gagn af nágrenn- inu. Svíar fara yfír til Danmerkur til að kaupa ódýrt áfengi. Danir flytja yfír til Svíþjóðar til að komast í skattaparadísina þar. Sigrún Davlðsdóttir rekur hér nokkrar hliðar á samskiptum frændþjóðanna. til Svíþjóðar flæðir bjórinn danski svo yfir Skán og nálæg héruð. Þessi innflutningur hefur síðan skapað vinnu Svíþjóðarmegin. Framtakssamur Dani, búsettur í Málmey, sá sér hér leik á borði með öllum þessum innflutningi og um leið óvænt atvinnutækifæri. Dönsku bjórflöskurnar falla ekki inn í sænska end- urnýtingarkerfið, svo þarna fóru greinilega miklar fjármunir, margar góðar og gildar danskar krónur, í súginn, í formi flaskna, sem Svíarnir hentu bara. Daninn hefúr því gert samning við sænska búðareigendur í Málmey og nágrenni um að þeir safni fyr- ir hann flöskunum gegn smávægilegri þóknun, 25 léttvægum sænskum aurum. Hann safnar síðan flöskunum reglulega og flytur þær yfir til Danmerkur, þar sem hann selur þær fyrir þungvægar 1,25 danskar krónur, eða um 13,75 íslenskar. í viðtali í danska útvarpinu nýlega sagði Daninn framtakssami frá þessu, en var ófús á að gefa upp hvað hann þénaði á framtakinu. Af orðum hans mátti þó skilja að upphæðin, sem hann hefði upp úr krafs- inu á mánuði jafngilti ríflega 200 þúsund íslenskum krónum. Aðspurður hvað hann ynni við, sagði hann undrandi að þetta væri auðvitað sín vinna. Skattaflótti En umferðin yfir sundið géngur einnig fyrir sig á annan hátt. Þannig er mál með vexti að dönsk laun eru yfirleitt hærri en sænsk laun, en hins vegar eru sænskir skattar drjúgum lægri, síðan að Svíar gerðu róttæka skattkerfisbreytingu fyrir nokkrum árum. Og hver er þá óskastaðan? Auðvitað að vinna sér inn dönsk laun, en greiða sænska skatta. Þetta hefur orðið til þess að nokkur hópur Dana hefur flutt sig um set yfir til Svfþjóðar og komið sér þar fyr- ir, en haldið afram að vinna í Danmörku. Þar með er þessari kjörstöðu náð. Þeir sem nýta sér þetta tækifæri til hærri tekna eru fyrst og fremst ungt fólk, ekki síst einhleypir karlmenn og einnig barnlaust eldra fólk. Ungu mennirnir ætla sér ekki að setjast að hinu megin við sund- ið, heldur aðeins að hafa þar lögheimili í nokkur ár, meðan þeir vinna sér inn fyrir flottum bíl, kannski Volvo og/eða góðu húsnæði í Kaupmannahöfn. Margir segjast vera í Svíþjóð eins lítið og mögulegt sé. Fjörið sé auðvitað meira í Kaupmannahöfn en smábæ eins og Landskrona, sem er hagkvæmt til búsetu. Og svo eru það líka þeir, sem láta sér nægja sænskt heimilis- fang sem yfírskin.en búa í raun í Kaup- mannahöfn. Auðvitað er svindlað á þessu eins og öðru. Og bæjarfélögin hinu megin við sundið hafa einnig komið auga á þessa gæfulegu landnema. Þau hafa komið sér upp kynn- ingarskrifstofu rétt við aðkomu flugbát- anna í Nýhöfninni og þar geta áhugasam- ir skattaflóttamenn fengið allar nauðsyn- legar upplýsingar, auk aðstoðar við að koma flutningnum í gegn. Það tekur um þrjá daga að útfylla pappíra, fá tilskylda stimpla og blessun yfirvalda á báðum stöð- um og þá eru lágu skattarnir komnir í kring. Einn dag í viku kemur svo starfs- maður sænsku skattstofunnar og reiknar út skatta fyrir Dani, sem hugleiða skatta- flóttann. Og upphæðirnar eru ekki til að fúlsa við og að sjálfsögðu því hærri, sem tekjurn- ar eru hærri. Kona í góðri skrifstofuvinnu hjá hinu opinbera í Kaupmannahöfn, en þó ekki háttsett, hefur um 55 þúsund krón- um íslenskum meira umleikis á mánuði eftir flutninginn. Þetta er bæði það sem hún sparar í skatt, en auk þess er húsaleig- an lægri í Svíþjóð. Að meðaltali reiknar skattstofumaðurinn með að Dani hafi 550-900 þúsundir íslenskra króna meira til umráða á ári með því að búa og greiða skatt í Svíþjóð. Fyrir bæjarfélögin eru dönsku skattgreiðendurnir eins og sending af himnum, því bæjarfélögin fá skattana, en þar sem viðkomandi er venjulega sjúkratryggður á þeim stað, sem hann vinnur sér inn laun sín, þá fá dönsk yfir- völd ánægjuna af að greiða til dæmis sjúkrapening, barna- og foreldragreiðslur og aðrar félagslegar greiðslur til skatta- flóttamannanna. Auk þess sem bæjarfélög- in sænsku aðstoða væntanlega danska nýbúa við að flytja sig um set, bjóða þau upp á ódýrt húsnæði í húsum, sem annars standa auð. Flóttamannastraumurihn er enn sem komið er ekki mjög sýnilegur. Á Stór-Kaup- inhafnarsvæðinu búa 1,5 milljónir og þeir sem fluttu yfir til Landskrona síðastliðið ár voru um 200 talsins. Tölurnar eru því ekki sérlega skelfilegar fyrir dönsk yfír- völd. Hins vegar búast ýmsir við að þegar Eyrarsundsbrúin verði loksins orðin að veruleika verði hún óspart notuð af skatta- flóttafólki. Hvort svo verður skal ósagt lát- ið, en freistingin er fyrir hendi. Og dönsk skattayfirvöld geta lítið aðhafst. Eitt er að reyna að sjá fyrir misnotkun á einstökum skattareglum og stoppa í þau göt. Annað er að stoppa flótta yfir í annað land. Þó Danir hafi í fyrra gert ýtarlega skattkerfís- breytingu, sem lækkaði skattana ofurlítið, þá eru einstaka danskir stjórnmálamenn í borgaralegu herbúðunum aftur farnir að skrafa um skattalækkun í Danaveldi. Skat- taflóttinn gæti verið ein af röksemdunum, ekki síst af því að Kaupmannahafnarsvæð- ið er svo illa statt að bæjarfélögin þar mega illa við að missa góða skattgreiðend- Spánn Af sérstökum ástæðum er til sölu 4ra herb. lúxus sérbýli viö hreinustu strönd Spánar, Mar Menor. Er tilbúiö tií afhendingar strax. Frábært fyrir félagasamtöfe, samhentar fjölskyldur eöa einstaklinga. Svæðíð er í mikilli uppbyggingu - íslendingum fjölgar ört. Fyrirspurnir sendist afgreiðslu Mbl. merktar: „Spánn- 11660". Diners Club korthafar og söluaðilar athugið Frá og með /. apríl mun Póstgíróstofan taka vib þjónustu Diners Club af Islandsbanka. Frá jbe/'m tíma hættir Islandsbanki skráningu á sölunótum Diners Club. Frá og með 7. maí nk. verbur ekki hægt ao greiba kortareikninga frá Diners Club í Islands- banka, eins og verib hefur. Jafnframt leggst nibur bein skuldfærsla á reikning korthafa i Islandsbanka og ekki verbur hægt ab taka út reibufé í bankanum með Diners Club greibslu- kortum. Frá sama tíma verbur greibslumiblun til söluabila hætt. ISLAN DSBAN Kl HOTELIÐ 9 SMA HJEM Vlka í Kaupmannahöfn með eigin baðherbergi og salerni, sjónvarpi, bar, ísskáp og morgunmat, sameigin- legu nýtísku eldhúsi og þvottahúsi. Allt innréttaö í fallegum byggingum. Njóttu lúxus-gistingar á lágu verði viö 0sterport st. Við byggjum á því aö leigja út herbergi til lengri tíma. Skrifstofan er opin daglega kl. 9-17. Verð fyrir herbergi: Eins manns...............2.058 dkr. á viku. Elns manns..................385 dkr. á dag. Tveggja manna.........2.765 dkr. á viku. Tveggja manna............485 dkr. á dag. Morgunverður er innifalinn í verðinu. Hótel— fbú6ir meö séreldhúsi, baðherbergi og salerni og aögangi að þvottahúsi. Eins herbergis íbúö, sem rúmar einn, 2.058 dkr. á viku. Eins herbergis íbúö, sem rúmar tvo, 2.765 dkr. á viku. Eins manns íbúð m/eldunaraöstööu, sem rúmar tvo, 2.989 dkr. á viku. Tveggja herbergja ibúð. Verð á viku 3.486 dkr. Tveggja herbergja íbúö. Hótel-íbúð sem rúmar fjóra. Verð á viku 3.990 dkr. Morgunmatur er ekki innifalinn. f okkar rekstri: Tagensvej 43, Thorsgade 99-103, 2200 Kobenhavn N, 2ja herbergja hótel—tbúöir sem rúma þrjá. Með sturtuklefa............2.198dkr. 3ja herbergja................3.990 dkr. HOTEL 9 SMÁ H JEM, Classengade 40, DK-2100 Kobenhavn O. Sfmi (00 45) 35 26 16 47. Fax (00 45) 35 43 17 84.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.