Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 10
10 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ MANNLIFSSTRAUMAR tnióaód fpjjsMíd Smanatoadau husin cms konar «njcfló3sprengn-a/ sér (Wgur) ? ?O ?? ? Undir fjallinu IÞÁ veiðistöð kem ég aldregi á gamals aldri, sagði Ketill flat- nefur um ísland í Laxdælu. Eftir þennan vonda vetur hugsa kannski einhverjir svipað og hrylla sig. En var þetta nokkuð verri vetur en ís- lendingar hafa löngum mátt þreyja, nema rétt hlýviðristím- ann á þessari öld. Kannski er það fyrir þetta góðviðrisskeið fram undir 1970 að við virtumst svona illa búin undir hörkuvet- ur, þrátt fyrir allan nútíma út- búnaðinn og tæknina. Ef til vill er þetta aðvörun um nauðsyn- lega viðhorfsbreytingu og end- urskoðun. Eftir veturinn eru auðvitað efst í huga snjóflóðin, mannskæð eða að fólk slapp vel. Fólkið í landinu hrekkur upp af værum blundi. Hvernig stóð á því að við áttuðum okkur ekki á því að hætta býr undir háum fjöllum með bröttum hlíðum? Hvernig gátum við gleymt því? Öll í hóp, þeir sem þar kusu sér bólstað og þrýstu kannski á að byggja einmitt þar og við öll hin, sem ekkert hugsuðum. Þessi hætta hefur læðst að okkur smám saman. Byggð myndaðist ofur eðlilega inni í fjörðum. Bátarnir fóru að leita vars innan við eyrina út í'fjörð- inn. Byggð með útgerð og fisk- verkun myndaðist á eyrinni. Þegar byggðarlagið blómstraði og færði út kvíar var eyrin full- setin og ekki annað byggingar- land en með ströndinni undir fjallinu. í fjörðum er víðast svo mjó ræma milli fjalls og fjöru að byggðin hlýtur að riðlast upp í hlíðina - þar sem yfir gnæfa hengjur og brött hlíð eða gil getur orðið að rennibraut við ákveðnar aðstæður. Lítið annað rými til stækkunar. Nú voru þessar ákveðnu aðstæður og við hrökkvum við. Vorum orðin værukær af því hve sjaldan þær hafa orðið eftir að byggð þand- ist út í fjörðunum, á góðviðris- tímanum. Hvað skal gera? Taka bara áhættuna? Þeir sem taka hana, byggðarlög og/eða ein- staklingar vilja víst ráða því hvar og hvernig þeir búa? Að sjálfsögðu. En þegar menn hafa áttað sig og frá líður hlýtur þetta smám saman að koma fram í tryggingum. Þeir sem kjósa að taka meiri áhættu þurfa að tryggja sig betur. En á meðan verður að hjálpa þeim sem vilja minni áhættu til að flytja sig á hættuminni staði. Getur það ekki fallið inn í stækkun byggðakjarna og sam- einingu byggða? Einkum ættum við kannski að hafa lært hvernig byggja skal eða ekki byggja við slíkar aðstæður, í hlíðinni undir fjall- inu sem hlaðist getur í. Ekki svo þétt að snjór eigi ekki greiða leið milli húsa og ekki ferköntuð hús með hliðinni með stórum gluggum^ þvert með hlíðinni, eins og Ólafur Þórðarson arki- tekt benti á í grein í Mbl. Þá fer flóðið með öllum sínum þunga inn um gluggana og sprengir út húsið. Fyrst heyrði Gárur eftirElínu Pálmadóttur ég þetta hjá sviss- neskum flóðasér- fræðingi í útvarp- inu. Hann sagði að þar væri aðeins leyft með skilyrðum að byggja á slíkum stöðum. Eitt að ekki má hafa glugga á húshliðinni sem snýr að fjallinu. Fyrir þessu höfilm við verið alveg granda- laus og fávís. E.t.v. kjósa ein- hverjir að byrja með að breyta gluggaskipan í húsi sínu og setja í garðinn hól til að kljúfa snjóinn. Það hefur semsagt sett að þjóðinni hroll. Ekki verða látnir kallaðir til lífs eða tilfinn- ingalegur skaði einstaklinga af máður, en hljótum við nú ekki að gera okkur grein fyrir því að kalsamt er á þessari eyju norður undir Norðurpól? Það er víst kalsamt víðar. „Frægð færir alltaf einmana- leika - velgengni er jafn ísköld og einmanaleg og Norðurpóll- inn," skrifaði rithöfundurinn frægi Vicki Baum. Hafði reynslu af því að vera á toppn- um, eftir að hafa klifið upp metorðastigann. Þessa dagana eru margir á íslandi á klifri í þeim stiga, komnir mislangt, en allir sennilega jafn ákveðnir í að komast a.m.k. eitthvað áleið- is. Nú á síðasta spretti kosn- ingabaráttu eru kjósendur að hamast við að átta sig á hvern- ig hver frambjóðandi kemur fyrir og hlusta eftir því sem hann hefur að bjóða. Kynning- arnar svo tíðar að varla geta áhugasamir farið út að kvöldi. Verða" að standa vaktina við útvarp og sjónvarp og lesa blaðaskrif frambjóðenda. Það getur reynst býsna strembið, flokkaflóran svo stór. Fulltrúar stjórnarflokkanna tveir og a.m.k. 5 á móti frá stjórnarand- stöðuflokkum. Svo þarf að fylgj- ast býsna vel með til að vita hver er hvað og hvur er hvurs. Þegar málefnaþátturinn um skóla og menningarmál var í sjónvarpssal kom ég að yngri kjósendum sem sátu við og spurðu fyrir hvern þessi eða hinn væri. Maður þurfti að hugsa sig um. Svavar Gestsson auðvitað fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins. Svanfríð- ur Jónasdóttir, líka fyrrverandi formaður Alþýðubandalagsins, nú líklega fulltrúi Jóhönnu- flokksins. Hjálmar Árnason fyrrum formaður Alþýðubanda- lagsfélagsins í Sandgerði, lík- lega nú fulltrúi Framsóknar- flokksins. Þá Guðný Guðbjörns- dóttir, í gamla daga hélt maður að hún væri í Alþýðubandalag- inu, en hún er Kvennalistakona. Þá hló liðið unga og sagði: „En stjórnarliðarnir, eru þeir þá ekki líka fyrrum allaballar?" Jú, raunar. Jón Baldvin fyrrverandi formaður Félags Alþýðubanda- lagsins í Reykjavík. Varla verð- ur Ólafur G. Einarsson þó sak- aður um vinstri tilhneigingar. Héðinn stóð einn. Er það furða þótt flækist fyrir ungu fðlki að átta sig á grundvallarskoðun- um, bakgrunni og núverandi stöðu frambjóðenda. TÆIiNl/Fór Einstein eftir Michelsonf Misskilningur í vísindasögunni SPURNINGIN að ofan segir venjulegum lesanda lítið. Hver var Mich- elson? (Hver var Einstein?) Þegar Einstein var eitt sinn snemma á tíman- um á milli stríða á nokkurra mánaða fyrirlestrarferð um Bandaríkin, var hann ekki þekktari en eftirfarandi saga ber vitni: Þegar að síðasta fyrir- lestrinum kom, sagði Einstein við bílstjórann: „Nú hefurðu setið þrjátíu sinnum sama fyrirlesturinn minn og kannt hann utan að. Nú heldur þú fyrirlesturinn og ég sit á þínum stað með bílstjórahúfuna." Ekki þarf að taka fram að mönnum fannst mikið til um lærdóm fyrirlesarans. Á eftir var spurt spurninga utan úr sal. Við hverri spurningu sagði fyrir- ' lesarinn: „Þetta er svo létt spurning að ég held að ég láti bílstjórann minn um að svara þessu." Svör bílstjórans þóttu afar lærð einnig, og mönnum fannst enn meir en áður til um fyrirlesarann sem hafði svo lærðan einkabílstjóra. MICHELSON eyddi verulegum hluta ævi sinnar í að mæla hreyfingu jarðar út frá ákveðnu sjónarmiði: Menn vissu að ljósið var öldur. Löngu áður höfðu legið fyrir mmmmmmmm ótal sannanir þess. Lítum á dæmi um tvo báta. Ef öldur vatnsins fara með t.a.m. 4 m/s, og bátarnir með 1 m/s í stefnu með og móti öldunum, fara þær hjá bát- unum tveimur eftir Egil Egilsson með 5 m/s og með 3 m/s. Nú erum við öll á einum báti, sem er jörðin, og við vitum hvernig hreyfist á hringferð um sólina. Sé ljósið öldur vanalegrar gerðar, ætti það að fara hraðar hjá okkur móti hreyfistefnu jarðar en með henni, sbr. bátana. Michelson mistókst að mæla þenn- an hraðamun, en það er flókin saga. Mælitölur hans voru ekki fjarri því að vera ómarktækar, og deila stóð um hvort svo væri. Alllengi hölluð- ust menn að því að hann hefði mælt mismunandi ljóshraða með og á móti hreyfistefnu jarðar. Það er ekki fyrr en áratugum seinna að tölfræðigreining mæligagna sýnir að hann hefði engan hraða- mun mælt. Þetta er í samræmi við afstæðiskenningu Einsteins. Túlkun sögunnar Þessi merku fræði fjalla um upp- hafið að afstæðiskenningunni. Al- geng er rangtúlkun á þá veru manna á meðal, að Einstein hafi byggt kenningu sína á tilraun Michelson. Það er fjarri lagi. Af- stæðiskenningin fjallar m.a. um það sama og tilraunin, og byggist á því, að ljósið fari framhjá okkur með ákveðnum hraða, 300.000 km/s, hvernig sem við hreyfum okkur. Sbr. hið gagnstæða um mismunandi ölduhraða framhjá bátunum. Einstein var vel að sér, og mun hafa vitað af tilraun Michelsons. Hins vegar var hugsanagangur ALBERT EINSTEIN hans óháður þessu og risti miklu dýpra. Segja má að hugsun hans hafi verið (þáverandi) endahnútur riðinn á þróunarþráð mannkyns í átt frá sjálflægri hugsun. Hann krefst þess að útbreiðsla ljóss sé ekki flóknara fyrirbrigði séð frá einum himinhnetti en öðrum. Jörð- in, sólkerfið eða eitthvað annað er jafngott viðmið þegar lýsa á lög- málum efnisheimsins. Eitt þess er kom Einstein á slóðina var hið vel þekkta fyrirbrigði span í leiðara. Það fer einungis eftir breytingu segulsviðs, en ekki því hvort sú breyting stafar af hreyfíngu leiðar- ans eða öðru. Þetta verður svo til að hin byltingarkennda ritgerð hans í Zeitschrift fiir Physik frá 1905, sem setur fram sértæku af- stæðiskenninguna, heitir hinum hógværa titli: „Um rafkrafta hluta á hreyfingu." Michelson-tilraunin réð semsé engum úrslitum, eins og oft heyrist sett fram. Jafnvel hafa afar lærðir menn hér á íslandi heyrst halda þeirri skoðun fram opinberlega, og því ekki að furða þótt þessi skoðun vaði uppi í skólakerfinu. SAGNFRÆDI//Vilja karlar ekki taka ábyrgd á kynlífi sínuf Pétur, sterarnirog krækiherjaeistu PÉTUR Pétursson læknir er búinn að mala andstæðingana í steramálinu. Landlæknir hefur hamast með honum og við óbreyttir erum sannfærðir um að sterar séu hið versta eitur, enda man ég ekki betur en að Mara- dona fengi tveggja ára bann (eða var það bara til eins árs) fyrir að hressa sig á kókaíni en Ben Johnson var hins vegar gerður burtrækur úr heimi íþróttanna fyrir að nota stera. Þegar mesti móðurinn var runninn af íþróttaaforustunni sá hún sig um hönd og náðaði Johnson en hann átti sér ekki viðreisnar von eftir þetta. HVERFUM ögn iiftar í tímann og rifjum upp Ólympíuleikana 1912. Þá var fræknasti íþróttamað- ur leikanna, indíáninn Jim Thorpe, sviptur verðlaunum sínum þegar uppvíst varð að hann hafði þegið nokkra dollara fyrir að spila hornabolta. Nú þykir ekkert til- tökumál þótt að ,. , ólympíustjörnur fí,Jon þiggi milljónir fyr- Hioltoson í. * ; ,-, 1 ir að vera til. Þetta er ekki sambærilegt, munu Péturssinnar æpa að mér (og hugsa; aulinn þinn). Því ætla ég að mót- mæla (ég á við fyrri staðhæfing- una) og reyna að rökstyðja hér á eftir. Sagnfræðingar gera sér oft tíð- rætt um tíðaranda og hversu erfitt er að skynja hann áratugum eða öidum síðar. Eitt einkenna þessa tíðaranda er að upp rísi sannfæring í samfélaginu sem er ekki nokkur leið að útskýra með rökum, jafnvel ekki á meðan hún er að verða til, hvað þá árum og áratugum síðar. Leyfið mér að taka dæmi úr sam- tímanum. Það er nokkuð sama við hvern er rætt hér á Akureyri, allir eru sammála um að Halldór Blön- dal hafi staðið sig vel sem ráðherra landbúnaðar. Ég hef þessa sann- færingu líka en get ekki með nokkru móti rökstutt hana frekar en aðrir sem ég hef spurt út í þetta. Svona er tíðarandinn. Það skyldi þó aldrei gegna sama máli um sterafárið. Nei, það er frá- leitt, segja Pétur og landlæknir, og benda á ótímabær dauðsföll íþrótta- manna, er má rekja til steraneyslu og lítil eistu undir vaxtarræktar- mönnum. Nú vita þeir það betur en ég læknarnir að það er margt sem getur orðið okkur mönnum að aldurtila. Það er jafnvel hægt að drepa sig á vítamínáti. Mergurinn málsins er sá að ofneysla er alltaf óholl, það liggur í orðunum. Vörpum öðru ljósi yfír vandann. I síðasta febrúar-tölublaði Scientific American gat að lesa grein um sögu stera og steranotkunar eftir tvo prófessora við viðurkennda háskóla í Þýskalandi og Bandaríkjunum. Þeir félagar fullyrða meðal annars að Ben Johnson — og takið nú eft- ir — hafi tekið minna magn af ana- bolicsterum en Alþjóðaheilbrigðis- málastofnunin átti síðar eftir að segja að óhætt væri fyrir karlmenn að gleypa vildu þeir forðast að gera konur ófrískar er þeir komu nærri. BEN JOHNSON varð gerður brottrækur úr íþróttaheimin- um vegna steranotkunar. Þessi niðurstaða var gerð heyrin- kunn árið 1990. Hvað skyldu nú kvennaskóla- stúlkur segja þegar rennur upp fyr- ir þeim að p-pillan á sér tvíbura er hæfir karlmönnum? Þeir vita það líka, Pétur og land- læknir, að sterar eru' og hafa verið mikið notaðir til lækninga. Og hvað skyldu þeir segja um þær framtíðar- horfur er áðurnefhdir prófessorar velta upp, að ef til vill muni það ferli að eídast verða meðhöndlað í náinni framtíð sem hörgulsjúkdóm- ur? Og þá verði sterar og steranotk- un álitin álíka sjálfsögð og vítamín- át er í dag. Hvað munu þá íþrótta- fræðingar segja, hvernig mun þeim ganga að skilja sterafár ofanverðr- ar 20. aldar? Getur það hugsast að afkomend- ur okkar muni horfa til baka og hrista höfuðið yfir því ofstæki okk- ar að ráðast að Ben Johnson, á sama hátt og við blöskruðumst yfir meðferðinni á Jim Thorpe forðum?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.