Morgunblaðið - 02.04.1995, Page 11

Morgunblaðið - 02.04.1995, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 B 11 MANNLÍFSSTRAUMAR SIÐFRÆÐlÆr hamingjcm háb þakklcetinuf Innra ogytra þakkketi FERMIIUGARTILBOÐ Af\% AFSLÁTTUR /U a/golfsettum Heilt sett frá kr. 17.500.- og hálft sett frá kr. 8.750,- S: 91-651402 \ Póstverslunin Nesberg - Strandgötu 28 - Hafnarfirði (hs: 98-33575) Dundurtilboð á 3ja mánaða kortum 9.800,- Tílboöiö gildir til 1 5. apríl Tilboöíö gildir til 1 5. apríl RÆKTIN TÆKIASAtUR • ÞOLHMI ■ l|OSABIKKIR FROSTASKJÓLI 6 • SÍMI: 551 2815 & 551 2355 Tilboðsda ar STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður Lindar um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til framhaldsnáms erlendis á næsta skólaári, 1995-1996. Veittur verður einn styrkur að upphæð kr. 500.000. Verður þetta ijórða úthlutun sjóðsins. Umsóknir, með upplýsingum um námsferil og framtíðar- áform, sendist fyrir 15. maí nk. til formanns sjóðsins: Erlendar Einarssonar, Selvogsgrunni 27, 104 Reykjavík. nKRISTALL Faxafeni v/Suöurlandsbraut Sími 684020 FKRISTALL Kringlunni Sími 689955 ÞAKKLÆTIÐ er afar mikilvægt í mannlegum samskiptum. Þakklæti er tilfínning gagnvart hagnaði eða stöðu og ályktun um að einhver annar sé ábyrgur fyrir því. Við finn- um fyrir þakklæti vegna þess sem við höfum, heppni okkar eða góð- semi annarra. Það hlýtur því að vera mikilvægt í lífínu að kunna að þakka. ÞAKKLÆTI er beint gagnvart þeim sem gefur en gjöfín getur verið hvaðeina; landið, peningar, vinarvottur, samúð, orð, aðstoð, samvera, virðing o.fl. Manneskja getur upplifað þakklætistilfínn- inguna gagnvart því að vera Islend- ingur, eiga börn og hafa vinnu og hæfileika. Tilfinn- eftir Gunnor ingin getur verið Hersvein almenn gagnvart lífinu og hún getur líka beinst að guði. Það er jafnvel hægt að þakka erfiðleikana eftir á vegna þess að þeir leiddu til þroska og skilnings. Þakklæti er jákvætt viðhorf gagnvart því sem við öðlumst. Það er skilyrðislaust jákvæði hugans. Það er gagnvart þægilegum og vel þegnum gjöfum. Gjöfín krefst þess einungis að hún sé þegin og þakk- lætistilfinningunni fylgir þrá til að þakka. Allt sem þarf eru orðin „takk fyrir“. Þakklæti má skipa í tvo megin- flokka. 1) Þakkæti gagnvart því sem við erum, eigum, höfum og því sem við verðum ekki fyrir. Þetta felst í því kunna að bera kennsl á það sem virðist sjálfsagt og læra að meta það mikils; lífið, heilsuna, æskuna, ellina, frelsið, makann, börnin og vinnuna. Þakklætið er nefnilega nátengt hamingjunni. Sá sem kemur auga á gildi þess sem hann hefur nú þegar, kemst ekki hjá því að fínna fyrir hamingjunni. 2) Þakklæti gagnvart því sem aðr- ir menn láta okkur í té. Hér er um að ræða hjálpsemi annarra gagn- vart því sem okkur skortir. Þetta eru gjafir af tiltekinni stærð og gerð, greiðar, þjónusta, viðurkenningar, góð orð, samúð o.fl. Þakklæti öðlast gildi þegar það er sýnt. Við get- um tjáð þökk okkar, flutt hana, eða fært þeim sem hefur sýnt sinn vildarhug í anda eða verki. Þakklæti er sýnt gagnvart þeim sem gerir greiða af fúsum og frjálsum vilja. Það er á hans valdi hvort hann læt- ur það af hendi sem okkur vantar. Hann verður ekki sóttur til saka þó hann rétti ekki hjálparhönd. Þakklætið hefur ekki gildi nema það sé flutt af heilum hug, ástsamlega, innilega, hjartanlega. Það er tengt náungakærleikan- um. Okkur verður að fínnast til um það sem gefið hefur verið og við látum það í ljós — í það minnsta með þakkar- auga. Þakklæti má samt sýna í einrúmi því við getum þakkað ýmislegt sem við sleppum við. Það má hrósa happi og fýllast fögnuði yfír að sleppa vel frá einhveiju. Slíkt þakk- læti beinist oftlega gagnvart æðri máttarvöldum. Manneskja getur beðið guð og gefið honum svo dýrð- ina með því að þakka honum fyrir. Hér er þakklætið tengt fögnuði eða feginleika fyrir að hafa t.d. ekki meitt sig eða að heilsan sé enn góð þrátt fyrir allt. Þakklæti er annars vegar innri upplifun og hins vegar ytri tjáning. En því miður hafa ekki allir lært að þakka. Sumum finnst svo eðli- legt að hafa það sem þeir búa við og að þiggja frá öðrum, að það hvarflar ekki að þeim að þakka. Þeir upplifa hvorki innra þakklæti né færa öðrum þakkir fyrir góðvilj- ann. Það er líka mjög ólíklegt að þeir geti fundið til hamingju. Þeir falla nefnilega undir athugasemd Schopenhauers um eftirfarandi til- hneigingu manna: „Við komum ekki auga á það besta í lífinu, heilsuna fyrr en við erum orðin heilsulaus, æskuna fyrr en á gam- GAMLI maðurinn og barnabarnið" e. Ghirlandaio (1480). als aldri og frelsið fyrr en í ánauð.“ Sumir kunna aðeins að gefa en ekki að þiggja. Það veitir þeim gleði að gefa þeim sem skortir og taka við þakklætisorðum en upplifa óþægindatilfínningu þegar aðrir gefa þeim. Þeir vilja fremur líða skort en að þiggja aðstoð. Þeir leyfa ekki öðrum að hjálpa sér og beinlín- is banna það. Með þessu eru þeir í raun að stela ánægjunni frá öðrum sem það veitir að aðstoða. Þetta er óþarfa stolt og jafnvel eigingirni sem hefur hamlandi áhrif á ham- ingjusamt líferni. Aðrir kunna einungis að þiggja en ekki að gefa. Þeir geta því að- eins upplifað aðra hlið þakklætistil- finningarinnar. Þeir taka við og eru ánægðir með náungakærleik ann- arra en geta því miður ekki komið auga á skort ýmissa samborgara sinna sem þeir gætu uppfyllt. Þeir líta á sig sjálfa sem þiggjendur og sjá enga leið til að leggja hönd á plóginn. Ef þeir geta ekki veitt öðrum hamingju þá geta þeir því miður ekki orðið sæmilega ham- ingjusamir sjálfir. Guð elskar nefni- lega glaðan gjafara. Speki: Þakklæti er að kunna að gefa og þiggja og sýna gleði yfír hvorutveggja. ítölsk hjólaborð, speglar og blómasúlur í miklu úrvali. Lampar yfir 100 gerðir Asgarður á Eyrarbakka Tilboð óskast Upplýsingar í símum 91 -28329 og 98-31120. - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.