Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 14
14 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ KVIKMYNDIR Hverjar eru ncestu myndir Altmansf Sýnd á næstunni; Hoffman í „Outbreak." 50.000 höfðu séð Konunginn ALLS höfðu um 50.000 manns séð Disney- teiknimyndina Konung ljón- anna í Sambíóunum eftir síð- ustu helgi. Þá sáu 5.000 manns spennumyndina Banvænan ieik með Sean Connery fyrstu sýningarhelgina, 21.000 höfðu séð Afhjúpun, 7.000 Gettu betur, 3.500 Táldreg- inn, 18.000 Viðtal við vamp- íruna og 22.000 Leon eftir Luc Besson. Næstu myndir Sambíó- anna eru m.a. „Richie Rich“ og „Outbreak" með Dustin Hoffman, sem sýndar verða um páskana, „Miami Rapsody", „Low Down Dirty Sharne", „Boys on the Side“ með Whoopi Goldberg, „The Puppetmasters" með Donald Sutherland og barnamyndin André, sem fjallar um sel. í sumar eru væntanlegar í Sambíóin myndir eins og „Die Hard 3“ og „Batman Forever." ALLIR vilja Forrest Gump; Robert Altman við tökur. Kansasborg ROBERT Altman er mjög í fréttum eftir að Lagerfeld fékk dæmt lögbann á myndina hans, Smellpassar eða „Pret-a- porter", í Þýskalandi. Hún gekk lítið í Bandaríkjunum, berst við Lagerfeld í Evrópu og sjálfur er Altman ekkert of ánægð- ur með útkomuna og segir myndina„mistök“. HANN kennir engum um nema sjálfum sér. Hann ætlaði að gera fransk- an farsa. „Eg var að reyna við Feydeau," er haft eftir honum. Síð- ast þegar hann gerði farsa hét hann „Bey- ond Therapy" eftir Arnald og var ak- Indriðason vondur. En Altman hef- ur í nógu að snúast. Hann verður sjötugur á árinu og ein af næstu þremur myndum hans er framhald meistara- verksins „Short Cuts“ eða Klippt og skorið. Fyrst ætlar hann þó að gera mynd sem hann kallar Kansasborg. Kansas er fæð- ingarborg leikstjórans og myndin gerist á tveimur dög- um á meðal jassara, pólitík- usa og glæpamanna í borg- inni á fjórða áratugnum. Jennifer Jason Leigh fer með hlutverk verkakonu sem ræn- ir Kim Basinger í veikburða tilraun til að fá smákrimma lausan. Harry Belafonte leik- ur borgarstjórann, sem kall- aður er Sjaldséður, og fjöldi þekktra aukaleikara kemur við sögu. „Ég á eftir að skemmta mér dægilega við gerð hennar," er haft eftir Altman en tökur hefjast þann 18. þessa mánaðar, „vegna þess að ég get gert hana nákvæmlega eins og ég vil hafa hana. Hún kostar ekki mikið. Ég er ekki að stela peningum neins," segir hann og kvartar undan markaðs- fræðingunum sem séu á hæl- unum á honum en hafa ekki náð honum ennþá.„„Þeir vilja aðeins það sem gert hefur verið áður,“ segir hann. „Þeir vilja allir Forrest Gump.“ x Frakkar eru borgunar- menn Kansasborgar enda hefur Altman ekki alltaf ver- ið í náðinni í Hollywood (strax árið 1968 rak mógúll- inn Jack Warner hann per- sónulega vegna þess að „bjáninn lét tvo leikara tala í einu“). Borgin sem hann ætlar að lýsa í myndinni er syndum spillt bæli þar sem kynþáttafordómar vaða uppi og jassinn dunar til morguns. Bófarnir fá jafnvel áheyrn hjá Roosevelt forseta og fjór- ir eru drepnir á kosningadag- inn, sem myndin lýsir. „Og það eru aðeins forkosning- arnar." Hann segir að þetta geti orðið ágætis bíómynd en hann segir að söguþráður hafi aldrei verið hans sterka hlið. „Rammi myndarinar - lýsingin á borgarlífinu - er næstum því mikilvægari en myndin sem verður innan í rammanum." Hinar tvær myndirnar sem Altman ætlar að gera eru „More Short Cuts“ eða Meira klippt og skorið, sem hann byggir á fleiri sögum Raym- ond Carvers og síðan Englar í Ameríku eftir tveimur sviðs- verkum Tony Kushners. Alt- man hefur blómstrað á efri árum og þótt hann ráði kannski ekki við farsa búa slíkir galdrar í honum að fáu verður til jafnað. BORGARSTJÓRI í vanda; Pacino og Cusack í „City Hall“. Athyglisverð norsk mynd er nú í vinnslu þar sem tveir valinkunnir Hollywood-leikarar fara með aðalhlutverk, þeir Cliff Robertson og Robert Mitc- hum, ásamt Erland Josep- hson og Espen Skjönberg. Leikstjóri er Leidulv Risan. Myndin heitir Sólseturs- drengirnir eða Samningur- inn eftir því hvort enska eða norska heitið er notað og segir af fjórum rosknum læknum sem halda saman til Heidelberg í Þýskalandi að standa við samkomulag er þeir gerðu á námsárum sínum fyrir stríð. Með aðal- kvenhlutverkið fer Hanna Schygulla. Myndinni er lýst sem gamandrama en leikstjór- inn Risan og handritshöf- undurinn, Arthur Johansen að nafni, hafa unnið í hand- ritinu í sex ár. Áætlað er að frumsýna myndina í Noregi í september nk. HOLLYWOOD í Noregl; Robertson, Josephson, Mitchum og Skjönberg ásamt leikstjóranum Risan. Norsk mynd um vinskap Al Pacino í Ráðhúsinu Nýjasta mynd Ai Pacinos heitir „City Hall“ eða Ráðhúsið, en það er pólitísk- ur tryllir með Pacino í hlut- verki borgarstjórans í New York og John Cusack í hlut- verki mannsins sem rann- sakar hvort borgarstjórinn sé viðriðinn morð. Leikstjóri er Harold Bec- ker en síðast þegar hann og Pacino unnu saman gerðu þeir „Sea of Love“. Með önnur hlutverk fara Bridget Fonda, Martin Landau og Danny Aiello, framleiðandi er Castle Rock og handrits- höfundur Bo Goldman, sem síðast skrifaði aðra Pacino- mynd, Konuilm eða „Scent of a Woman“. Cusack hefur ekkert nema gott að segja um A1 og eftir lýsingum hans að dæma er stórleikarinn hrein- asti engill að vinna með. ■ KVIKMYND er í und- irbúningi um ævi hinnar goðsagnakenndu kvik- myndastjörnu Marlene Dietrich og mun Uma Thurman leika hana. Myndin er byggð á ævi- sögu leikkonunnar sem dóttir hennar, Maria Riva, skráði en franski leikstjórinn Louis Malle mun leikstýra eftir hand- riti John Guare. ■ FYRST Keanu Reeves tókst það hvers vegna þá ekki Johnny Depp? Ke- anu er orðinn eftirsóttasti spennumyndaleikari kvik- [Yilk myndanna og nú hyggst Depp fylgja í fótspor hans og leika í nýjasta trylli John Badhams, „Nick of Time“. í myndinni leikur hann föður ungrar stúlku sem reynir að bjarga henni úr höndum mannræn- ingja. Tökur hefjast í apríl. ■ ÞEIR félagar John Travolta (annar mjög eft- irsóttur þessa dagana) og Christian Slater leika saman í nýrri spennumynd sem heitir „Broken Arrow“ flugmenn sem reyna hvað þeir geta að stöðva kjarnorkusprengju er skotið hefur verið í loft- ið í ógáti. Leikstjóri er Hong Kong - hetjan John Woo og framleiðandi er Mark Gordon sem einnig framleiddi Leifturhraða (þ.e. „Speed“). I bíó FREGNIR hafa borist af því að Sódóma, Reykja- vík, gamanmynd Óskars Jón- assonar, hafí fengið einkunn- ina A í myndabandagagnrýni í bandaríska skemmtiiðnað- arblaðinu Entertainment We- ekly. Það eru gleðileg tíðindi, en ljóst var frá upphafi að myndin mundi spjara sig vel erlendis, því gamansemin í henni hentar ágætlega til út- flutnings, þótt hún geri út á alíslenska smákrimmaflóru. Ástæðan er einkum sú að nú ríða húsum í Hollywood heimskra manna ráð. Draumaverksmiðjan sendir frá sér hveija gamanmyndina á fætur annarri þar sem heimskan er fyrirrúmi, en einhver vinsælasta myndin það sem af er árinu vestra heitir einmitt Heimskur og heimskari og skartar Jim Carrey í aðalhlutverki, sem orðinn er stórstjarna í gegn- um heimsku myndirnar. Sódóma Reykjavík smellp- assar í heimskuhúmorinn og þykir greinilega ein af þeim bestu á þessu sviði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.