Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 16
16 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ Tækni og nýjungar hafa komið Áströlum í fremsta flokk vínfram- leiðsluþjóða. Stein- grímur Sigurgeirsson komst hins vegar að því að fyrirtækið sem fastast heldur í fortíð- ina er jafnframt einn athyglisverðasti fram- leiðandi Astralíu. MATUR OG VÍN íl c ? • #** IHATEAU Tahbilk í Goul- burn-dalnum í Viktoríu er fyrirtæki sem gengur þvert á alla þróun í ástr- alskri víngerð. Á meðan flestir framleiðendur keppast við að tölvu- væða og beita nýjustu tækni á öllum stigum víngerðarinnar halda feðg- arnir John og Alistair Purbrick áfram að framleiða vín með sömu aðferðum og í mörgum tilvikum sömu tækjum og notuð hafa verið í rúma öld. Víngerðin hjá Tahbilk, sem er í rúmlega hundrað kílómetra fjar- lægð frá borginni Melbourne, hófst árið 1860, einungis þremur áratug- um eftir að fyrsti hvíti maðurinn steig á þennan hluta jarðarinnar. Fyrirtækið dregur nafn sitt af heiti frumbyggja á staðnum, „tabilk- tabilk", sem þýðir „staður hinna mörgu vatnsbóla". Vínekrur Tahbilk eru þær elstu í_Viktoríu-ríki og þær sjöttu elstu í Ástralíu allri. Samtals eru þær 126 hektarar að stærð en heiidarlandar- eignin er um 1.200 hektarar. Árið 1925 festi maður að nafni Reginald Purbrick kaup á eigninni og sonur hans Eric tók við rekstrin- um árið 1931. Vínekrurnar voru þá í mjög slælegu ástandi og unnu þeir mikið starf við að byggja þær upp á ný. Árið 1955 tók John, son- ur Erics, við og sonur hans, Alista- ir, hefur stjórnað fyrirtækinu og séð um víngerðina frá árinu 1978. TURNINN frá 1860 er eitt af helstu táknum Chateau Tahbilk. Chateau Tahbilk Alistair er jafnframt fyrsti háskólamenntaði víngerðarmaðurinn hjá Tahbilk en faðir hans segir að fram að því hafi menn látið fingur- gómatilfinninguna ráða ferðinni. „Alistair hefur skapað fyrirtækinu þann sess, sem það á skilið. Það er hollt að fá unga og gáfaða menn inn í reksturinn og ég held að framtíð okkar sé mjög björt," segir John. Þeir feðgar segjast ætla að halda fyrirtæk- inu í fjölskyldueign svo lengi sem þeim ehdist ævi til. „Við höfum fengið tilboð frá öllum stóru aðilunum en höfum staðist allar freistingar til þessa," segir Alistair. Ólíkt öðrum áströlskum víngerð- arfyrirtækjum er fátt nýlegt að sjá í Tahbilk enda markviss stefna að staðurinn eigi að minna sem mest á aðstæður um miðbik síðustu ald- ar. Víngerðin sjálf lýtur einnig öðr- Morgunblaðið/Steingrímur FEÐGARNIR Alistair og John Purbrick. skemmu til að skemma ekki heild- armyndina) séu notaðir við gerjun hvítvína eru rauðvínin látin gerjast í opnum viðartunnum, líkt og í mörgum frönskum héruðum. Jafnt tunnurnar, sem vínið gerjast í, og þær, sem það er látið þroskast í á eftir, eru vissulega úr eik en flestar áratuga gamlar. Sumar eru jafnvel rúmlega hundrað ára gamlar. Vín- um lögmálum. Þó að stáltankar gerðin fer fram í kjöllurum Tahbilk (sem eru lokaðir inni í gamalli en gamli kjallarinn frá 1860 er enn í notkun auk „nýja" kjallarans, er byggður var árið 1875. Það er helst að reynt er að halda kjöllurunum svalari en áður var hægt auk þess sem allar kröfur nútímans um hreinlæti eru upp- fylltar. Fyrirtækið er einnig eitt fárra ástralskra fyrirtækja, sem fram- leiða einungis hrein- ræktuð „chateau"-vín, það er allar þrúgur koma einungis frá landareigninni sjálfri. „Þetta gerir það auð- vitað að verkum að við erum alveg háð duttlungum náttúr- unnar. Við getum ekki keypt þrúgur annars staðar frá í slæmu árferði og verðum því alltaf að eiga vara- birgðir á lager. Okkar reynsla er sú að fimmta hvert ár að meðaltali sé slæmt ár," segir Alistair. Annað sérkenni Tahbilk er loks að helsta hvítvínsþrúgan, sem er notuð, er franska þrúgan M"arsanne, sem einnig er notuð í hvítvínum frá Chateauneuf-du-Pape og Herm- TAHBILK notar ekki bara gamlar tunnur. itage. Þó að Marsanne-viður hafí fyrst verið gróðursettur í Tahbilk árið 1860 er núverandi viður frá 1927. Samt sem áður er um elsta Marsanne-vínvið í heimi að ræða. Alls er hjá Tahbilk að fínna 16,5% af öllum Marsanne í heiminum og eru þeir'feðgar því stærsti ræktandi þessarar þrúgu í heiminum. Mars- anne-vínin frá Chateau Tahbilk eru með mest heillandi hvítvínum Ástr- alíu. Ung eru þau létt og fersk en með aldrinum öðlast þau mikla dýpt. Öll vín Tahbilk eru raunar þeim kosti gædd að eldast vel. Cabernet Sauvignon og Shiraz frá 1981 reyndust enn I toppformi og eiga langt eftir. Tahbilk státar einnig af elsta Shiraz/Syrah-vínvið í heimi og er vínið „Shiraz 1860", besta vín Tahbilk, úr þrúgum af þeim vínvið. Tahbilk-vínin eru hlaðin ávexti og þeirra er hægt að njóta ungra og krafturinn er mikill þrátt fyrir að enginn ný eik komi við sögu. Líklega eru þau einhver frönskustu vínin, sem hægt er að finna í Ástr- alíu. Af einhverjum ástæðum^ eru þau einnig með ódýrari vínum Ástr- alíu og einhver bestu kaup sem hægt er að gera, en því miður fást þau ekki hér á landi. Riesling-vínin komu sérstaklega á óvart í hvítu og Chardonnay-vínin reyndust tölu- vert frábrugðin hinum „ástralska stíl". Þau eru ekki eins smjörfeit og flestir landar þeirra sem hafa gengið í gegnum malolactic-gerjun. FJÖLDI austurlenskra veitinga- staða í Reykjavík hefur marg- faldast á undanförnum árum eins og greinilega má sjá þegar keyrt er um borgina. Ekki er heldur lengur einungis um „kínverska" staði að ræða er byggja matseðil sinn að mestu á djúpsteiktum réttum með súr- sætri sósu. Nú má finna tæ- lenska, japanska og mismun- andi afbrigði kínverskrar mat- argerðar og bjóða margir stað- anna upp á mjög góðan mat miðað við verð. I kringum Laugaveg er að finna helstu austurlandastaði Reykjavíkur og nýleg viðbót í þann flokk er veitingastaðurinn Thailandi á horni Laugavegs og Smiðjustígs. Thailandi er um margt sérstakur staður. í fyrsta lagi er hann tvískiptur. Annars vegar skyndibitahluti í kínverskum „take away" stíl og hins vegar „tælensk mat- stof a" á annarri hæð hússins, sem einungis er opin föstudags- til sunnudagskvöld klukkan 18-22. Það sem f yrst vakti athygli mína á þessum stað er vægast sagt óhefðbundið útlitið. Húsið hefur verið málað í flestum regnbogans Htum og auk þess Vissulega tælandi prýða það alls kyns blikkandi ljós og risaváxin ljósmynd af eigendum staðarins. Við inn- gang matstofunnár hafa verið settir upp tveir gervipálmar (þó að flest blöð þeirra virðast hafa fokið burt einhvern góðviðris- daginn í vetur) og hangir litríkt neon-skilti á milli þeirra. Þegar inn er komið tekur við þröngur stigi upp á loft en í stigaganginum hafa verið hengdar upp fjölmargar yós- myndir frá Tælandi, er eigend- ur staðarins hljóta að hafa tek- ið. Uppi bíður manns hins vegar nýr heimur. Salurinn er klædd- iit' hráum, dökkum viði í hólf og gólf og básar þar sem gest- ir sii ja eru að sama skapi úr viði. Bastgluggatjöld hylja glugga en á veggnum gegnt gluggunum hafa verið málaðir gervigluggar með útsýni yfir tælenskt landslag. Úr hátölur- um koma ýmis hitabeltishh'óð, skordýr og fuglar, vatnsniður og í fjarska má heyra leikna tælenska þjóðlagatónlist. I loft- ið hafa verið festar gervieðlur og fjórar grænmálaðar viftur sjá um að kæla gesti niður. Það eina sem vantar er að hækka hitann upp í þrjátíu gráður og rakastigið upp í um 90% til að kóróna hið suðaustur-asíska andrúmsloft. Tælensk stúlka þjónar til borðs og matseðillinn er ágæt- Iega umfangsmikill. Við ákváð- um að reyna þrjá rétti af handa- hófi, Kjúkling í engifer (1.190 kr.), Nauta-bambus chilly (1.290 kr.) og Hrísgrjónanúðlur með svínakjöti og svartbauna- sósu (980 kr.). Eklu þurfti að bíða mjög lengi eftir matnum og var hann borinn fram með hrísgrjónum og fersku salati. Fylgdu þau skilaboð að ef gestir æsktu eftir meira með- læti ætti bara að láta vita. Kjúklinga- og nautarétturinn brögðuðust afbragðsvel, kjöt og grænmeti hæfilega wok- steikt og sósan góð. Eg var ekki eins hrifin af hrísgrjóna- núðlunum, sem komu í einum klesstum köggli. Það sem helst mætti setja út á er að maturinn hefði mátt vera sterkar krydd- aður. Jafnvel chilly-rétturinn (sem sérstaklega var varað við að væri sterkur) var of mildur fyrir minn smekk og það eina sem vantaði upp á til að um „raunveruleg- an" suðaustur-asískan mat væri að ræða. Væntanlega er þetta gerttilaðkomatil móts við hinn íslenska smekk, en tillitssemin mætti kannski vera örlítið minni. Að minnsta kosti mætti bjóða þeim sem vilja asískan mat vel sterk- an að eiga kost á því. Skammtar voru vel útilátnir og eru þrír réttir á tvær persónur yfirdrifið nóg. Einn réttur á mann ætti að nægja til að seðja flesta. Það er þægilegt andrúmsloft á Thailandi og hin- ar frumlegu innréttingar eru skemmtilegri en hinir leiði- gjörnu plastdrekar og pappírs- ljósakrómir, sem eru uppistaða innréttinga svo margra kína- staða í heiminum. Maturinn er góður og það sem meira er, hann er mjög ódýr. Flestir rétt- ir kosta á bilinu 900-1.200 krón- ur og dýrustu réttirnir eru tveir humarréttir á rúmar nítján hundruð krónur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.