Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 20

Morgunblaðið - 02.04.1995, Side 20
20 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ Leiklistarmennirnir Brynja Benediktsdóttir og Erlingur Gíslason voru ó nokkra vikna feróabgi ó Kúbu til að skoða mannlífið og þó um leið leikhúslífið. Hér kemur fyrsta grein Brynju skrifuð fró Havana. AÐ ER sjaldgæft fyrir þá sem vinna í leikhúsi að geta ferð- ast á þessum árstíma, það er að segja á háannatíma leikhús- anna. En þetta er besti ferðamanna- tími þeirra á Kúbu, háveturinn. Á Kúbu er ekki um 4 árstíðir að ræða, heldur tvær; þurrkatímann, október fram í apríl, og regntímann, sem er vorið fram á vetur hjá okkur. Meðalhiti hér á þessum tíma er um 27 stig á celcius. Hitabeltisloftslagið mildast við það að Kúba er eyja, ívið stærri en Island, en öll á lengdina, norðuroddi hennar liggur aðeins 180 km fyrir sunnan Flórída. Við á íslandi ættum að láta þessa eyju skipta okkur nokkru máli, því ef eitthvert tröll hróflaði við afstöðu eyjarinnar og Flórídaskagans, þá skipti það ís- lenska hagsmuni meira en nokkuð annað því þetta hlið, sem þau mynda á Mexíkóflóann, er sá ós sem send- ir okkur Golfstrauminn góða. Þrándur í götu Við ferðalangar lögðum á okkur tveggja daga ferðalag til að komast til Havana, höfuðborgar Kúbu. Vegna viðskiptabanns Bandaríkj- anna urðum við að leggja lykkju á leið okkar, fljúga fyrst til Amster- dam og þaðan með Martin-flugfé- laginu hollenska til Varadero-flug- vallar í nágrenni Havana. í flugvélinni gátum við fylgst með fluginu yfir hafið á sjónvarpsskjá. Flugvélin tók stefnuna vestur frá Amsterdam yfir England, írland og á haf út. Sérkennilegt þótti okkur sem komum frá íslandi deginum áður til Hollands að sjá klukkutím- um saman aðeins tvö lönd á skján- um, ísland og Grænland. Okkur fannst við vera komin næstum heim aftur þennan annan dag á leið okk- ar til Kúbu. Farþegum var tilkynnt að vegna storms væri þessi leið valin og síðan flogið suður með austurströnd Bandaríkjanna, yfir Boston og New York áleiðis til Kúbu. Flugvélin var þéttsetin farþegum frá Evrópubandalagslöndum, sem nú flykkjast til sæluríkis túristanna, Kúbu. Þar er verðlag lægra og túr- isminn ekki staðlaður, en oft er það svo að fátæk lönd bjóða túrtistanum uppá lystisemdir, sem hann getur ekki veitt sér heima hjá sér eða í öðrum velmegandi löndum. Ferðafélagar í flugvélinni, í grennd við sætin okkar, situr hópur karla á okkar aldri. Þetta eru hollenskir bændur um 40 talsins, sennilega í bændaför hugsum við, kannske karlaþing á Kúbu samanber kvennaþingið í Helsinki um árið. Þeir voru hávaða- samir, pínulítið frekir og kumpán- legir, ekki svo lítið íslendingslegir. Sumir þeirra minntu beinlínis í and- litsdráttum og yfirbragði á einn og annan að heiman. Þarna var Þráinn Bertelsson kvikmyndagerðarmaður lifandi kominn og reyndar einnig Þór Vigfússon kennari. Vinur okkar heitinn Valdemar Pálsson frá Akur- eyri átti þama fulltrúa nauðalíkan sér og ein flugfreyjan var afar lík Evu Maríu í Dagsljósi hjá sjónvarp- inu - bara ekki eins lagleg. Einn ákveðinn mun er J>ó að finna á Hollendingum og Islendingum og hann er sá að Hollendingar eru nef- stærri - að einum þriðja giska ég á að meðaltali. En hollensku bændumir vom ekki á leið til sólarstranda Karab- íska hafsins til að sóla sig heldur í verslunarleiðangri. Þeir höfðu samið við Kúbani.um kartöflurækt, jarðir þeirra sjálfra heima í Hollandi voru orðnar of verðmætar til slíkrar ræktunar og nú var ætlunin að líta eftir kartöfluökrunum á Kúbu, en þar fá þeir uppskem þrisvar sinnum á ári. Gætum við ekki einnig átt við- skipti við þetta land sem nú á í mikilli viðskiptakreppu? Viðskipta- bann Bandaríkjanna hefur verið þeim þungur baggi og síðan við- skiptasamningurinn við austan- tjaldsríkin (Comecon) rann út í sandinn 1991 hefur verið hallæri í landinu. Mestur er skortur á olíu sem hefur haft hroðalegar afleiðing- ar og sett þeim stólinn fyrir dymar við alls konar orkufrekar fram- kvæmdir. Strax við komuna til Kúbu sáum við að hér væri markaður fyr- ir okkur íslendinga til að selja okk- ar ágætu málningarvömr. Bílskijóð- urinn sem flutti okkur frá flugvellin- um í Varadero til Havana var ryðg- aður og lakk og málning af honum flögnuð, sama mátti segja um húsin sem við keyrðum fram hjá. Vandræði í borgum og bæjum í landi þjóð- byltingarinnar fundum við engin fátækrahverfi sem úir og grúir af í löndum Suður og Mið-Ameríku, en húsakynnin hér em óhijáleg, í niðumíðslu og ekki viðhaldið. Hér borgar enginn leigu eða kaupir sér þak yfir höfuðið, hér búa allir ókeyp- is og ferðast frítt. Ef manni er úthlutað farartæki til eigin afnot^ vegna starfs síns fær hann skömmtunarseðil uppá 20 lítra af bensíni, bensín fram yfir það verður hann að kaupa á svörtum markaði fyrir tæpan dollara lítrann. Á leið okkar til Havana ókum við fram úr nokkmm vömbílum, á palli þeirra stóð hópur fólks sem var að fara milli staða. Þetta var fólk á leið heim úr vinnu eða annarra er- inda, en hver manneskja getur stöðvað vömbíla og önnur farartæki ríkisins á vissum stöðum og fengið SVÍN i garói. Biörgunarvióleitni fielskyldu i Havanaborg sem Imtwr sér okki neegja k|ötskammt mánaóarins. Á ofri mynd- inni sést svin á borói twristans, som borgar moó dollwrwm. JAFNVEL á Byltingartorg- inw sjálfw i Havanaborg orw rafmagnsstawrar í ólostri. HJÓLRIIDAMINN stytta sér vegalengdir meó þvi aó aó taka reióh|ólastraetó milli borgarhlwta i Havana.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.