Morgunblaðið - 02.04.1995, Page 21

Morgunblaðið - 02.04.1995, Page 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 B 21 far með þeim. Til að samræma ferð- ir fólks og þessara bíla sem eru oftast í vöruflutningum er embætt- ismaður á stoppistöðvum til dæmis á bæjarmörkum og hann gefur fólk- inu sem bíður eftir fari upplýsingar um hvert ferð hinna ýmsu farar- tækja er heitið. Þetta getur verið ansi tafsamt en innflutningur sjö hundruð þúsund kínverskra reið- hjóla hefur bjargað miklu svo aðalf- arkosturinn á þessu tímabili olíu- skortsins er reiðhjólið. Á leið okkar keyrðum við einnig fram úr hestvögnum, sem merktir voru „Taxi“. Einn hestur dró kerru með allt að tólf manns í. Stundum sáum við uxa notaða sem dráttardýr og þá kemur í hugann að Kúbanir gortuðu af því fyrir nokkrum árum að þeir ættu fleiri traktora miðað við fólksfjölda en Frakkar. En hvað gagnar góður traktor ef eldsneytið er ekki til? Þessi fjölbreyttu farar- tæki á leið okkar til höfuðborgarinn- ar töfðu okkur eðlilega, svo rútan sem annars hefði komist á 90 km hraða náði loks að hótelinu okkar eftir þriggja tíma akstur þessa 150 km leið, oft um holótta vegi. Túristalúxus Eftir að hafa sofið úr sér þreyt- una í stóru og góðu loftkældu her- bergi gátum við loks skoðað það umhverfí sem við höfðum valið okk- ur í Havanaborg. Hótelið er í gamla auðmannahverfinu Miramar, ekki langt frá höfninni þar sem Hem- ingway hafði bátinn sinn og fór í flskitúra en skipperinn hans og kokkur býr ennþá í grenndinni. Hann er nú 96 ára gamall og er fyrirmyndin af Antonío í sögunni Eyjar í Straumnum (Islands in the Stream eða Islas en el Golfo). Þessi gamli sjómaður heitir Gregorio Fu- entes, er ekki innfæddur Kúbani en kemur upphaflega frá Kanaríeyjum. Hann er enn ferðafær og ferðamenn fá að hitta hann í Marina Hem- ingway, gömlu höfninni þeirra, sem nú hefur verið kennd við Hem- ingway eins og svo margir aðrir staðir 5 Havana. Hótelið okkar, Comodoro, er við ströndina og var fyrir byltingu 1959 skemmtistaður og danshöll fína fólksins. Á bryggju fyrir framan það lögðu skemmtisnekkjurnar að og fólk steig á land og át og drakk og dansaði. Nú hefur þessu verið breytt í lúxushótel og hingað sækja Kanadamenn - Hollendingarnir, bændurnir okkar góðu, dvöldust þarna líka - við hittum ejnnig Belga, Þjóðveija og Frakka, en eðli- lega enga Bandaríkjamenn því Clintonstjórnin hefur bannað sam- göngur við Kúbu síðan í ágúst. Á göngu um Havanaborg Það er gott að komast „úr kuld- anum“ heima og ráfa um götur Havanaborgar léttklæddur í stutt- buxum og ermalausum bol. Gigtar- skrokkar eins og við ferðalangarnir komast á flug. Margra kílómetra ganga er ekkert mál og okkur hefur alltaf fundist best að skoða borgir fótgangandi. Við þykjum furðufugl- ar hér á hótel Comodoro því við erum líklegast þau einu sem ekki tilheyra neinum hópi, höfum engan leiðsögumann og spyijumst bara fyrir um leikhúsið og hvað sé þar á dagskrá. Það er mjög erfitt að afla sér skriflegra upplýsinga. Vegna papp- írsskorts er okkur sagt að ekki séu gefín út prógrömm í leikhúsunum og ekkert blað finnum við sem seg- ir frá hvað sé um að vera í borg- inni. Fólk bendir okkur á að feta í fótspor Hemingways sem hér bjó í 22 ár og þræða barina. Krárnar sem hann drakk á og staðimir sem hann át á eru inni í gamla hverfinu og eru merktir honum á einhvern hátt, þangað fari ferðamenn fyrst. Við eigum ekki stefnumót við leikhúsfólk fyrr en næsta dag svo við þiggjum þetta ráð og leggjum af stað inn í gömlu Havana. Húsum er ekki haldið við þar, en þessi gamla borg er ótrúlega falleg þó sé að hruni komin, ein sú elsta vestrænna borga. Haft er eftir fyrrum borgar- stjóra, þegar bent var á að hann veitti ekki fjármagni í varðveislu bygginga þessarar gömlu borgar: FÓLKIÐ er afslappaó og elskwlegt. Hér i einni aöalgötunni i míóri borg hangír þvottwr til þerris, en hann er ekki af verri endanwm, hefóartókn, gallabwxwr og wndirkjóll, og allir geta séó aó þessi föt fást aóeins fyrir dollara. HÉR er verió aó slá meó sveójwnni machete og okkwr finnst þeir hafa gleymt aó setja orf á sjálfan Ijáinn. „Hús eru ekki bara fjórir veggir. Hús eru líka hurðarhúnar, læsingar, lampar, innstungur, vatnskranar, klósett, skolprör, allir þessir hlutir sem verður að framleiða í iðnaði og það eru engin tök á að framleiða slíkt á Kúbu núna.“ Rafmagn og vatn er skammtað og tekið af tímabundið eftir hverfum nema hverfunum þar sem sjúkra- húsin og fínu hótelin eru staðsett. Hér vantar sárlega góða iðnað- armenn, rafmagnslínur eru slitnar og á herberginu okkar lekur vatns- kraninn og ekki er hægt að snerta lampana, því þá fær maður straum. Næst ætlum við að taka með okkur skrúijárn og töng. Þó virðist allt vera nýuppgert eða nýbyggt sem ætlað er sem vistarverur ferða- manna, til dæmis nýmálað en máln- ing hefur þá slest á rúður nýju glugganna og á marmaragólfið og ekki hirt um að hreinsa sletturnar burt. Gamla Havana hefur verið út- nefnd af Sameinuðu þjóðunum sem þjóðargersemi og hana á ekki að skemma eða rífa. En á meðan ekk- ert fé fæst til slíkra framkvæmda er húsum haldið frá hruni með ýmsum ráðum, loft og veggir styrkt- ir með viðarröftum og plankar negldir fyrir glugga. Á göngu okkar um borgina taka margir okkur tali. Fólkið er vingjarnlegt, kurteist og glatt. Margir reyna að afla sér doll- ara með að bjóðast til að aka okkur á leiðarenda, fólk býður manni að kaupa Havanavindla eða mynt með mynd af Che Guevara eða eru bara forvitnir og vilja ræða við mann um heima og geyma. Veggspjöld með myndum af Che Guevara, Argent- GREGORIO gamli, kokkwr- inn og skipperinn hans Hemingways, sem gefur feróamönnum lýsingw á eldamennskw sinni og vín- blöndwn fyrir skáldjöfurinn bandariska áówr fyrr. Gregorio þjénaói Hem- ingway árum saman um boró i báfnum Pilar, þegar þeir stundwów stórfiska- veióar saman vió Kúbu- strendwr. ínumanninum sem varð byltingarfé- lagi Kastrós og þjóðhetja þeirra Kúbana, eru víða um borg, en enga mynd sjáum við af Kastró sjálfum því öfugt við aðra herra kommún- istaríkja er honum illa við slíkar helgimyndir af sjálfum sér út um borg og bý. Tvær ungar konur stöðvuðu okkur á göngunni og sögð- ust ekkert vera að selja, bara for- vitnar, vilja vita hvaðan við værum, þær kynntu sig og sýndu okkur skilríki, önnur var doktor í nýrna- sjúkdómum og hin var sjúkraþjálf- ari. Þær sögðu vera mikil vandræði í landi, ekki nóg að borða, skortur á vörum. Sjálfar voru þær vel klæddar og bústnar og glaðlegar. „Enginn borgar skatt, húsnæði er ókeypis, bílar og húsnæði ganga ekki kaupum og sölum, en þó má nú kaupa bíl fyrir dollara. En það er hungur í landinu. Við erum svöng. Það sem skortir fyrst og fremst er fæði og klæði. Ástandið í Havana er líka hættulegt vegna þess að kló- akrör eru öll biluð og vatnsrör leka og tekur langan tíma og mikið fjár- magn að endurnýja. Fólk er dauð- hrætt við sjúkdóma þessu samfara." Okkur datt í hug að Ingibjörg Sólrún yrði ekki lengi að leggja á holræsagjald þessu til bjargar, mætti hún einhveiju ráða. Eftir að hafa talið upp öll þessa vandræði landsmanna sögðu þær: „En Castró er góður, hann er góður, það eru Bandaríkjamenn sem setja okkur stólinn fyrir dyrnar. Evrópulöndin versla við okkur og standa með okkur, en þeim er gert erfitt fyrir eins og öllum öðrum. Skip sem landa eða lesta í kúbanskri höfn sæta sex mánaða hafnbanni í Bandaríkjun- um.“ „En hvernig komist þið af,“ spyijum við, „úr því að mánaðar- matarskammturinn samkvæmt skömmtunarseðlunum dugar ekki nema í tuttugu daga, við lásum um að jafnvel Kastró viðurkenndi það.“ „Bændur hafa leyfi til að setja hluta af framleiðslu sinni á fijálsan mark- að og þar er hægt að kaupa það sem á vantar ef menn eiga fyrir því. Síðan eru verslanir þar sem hægt er að kaupa matvörur og lúx- usvörur fyrir dollara. Þá er að fá á svörtum markaði eða frá fjölskyld- um erlendis. I Bandaríkjunum býr 10. hver Kúbani og þeir sendu marg- ir dollara mánaðarlega. En nú hefur harðnað í ári því frá því í ágúst hefur Clinton bannað að senda pen- inga til Kúbu, áður var hveijum leyfilegt að senda allt að 100 doll- ara á mánuði. En það fínnast útveg- ir. Peningar eru nú sendir gegnum Kanada, Mexíkó eða Evrópulönd. Hér hefur myndast stéttaskipting sem hugsjónamennirnir hafa varla hugsað sér í upphafi. Þeir sem eiga dollara og þeir sem ekki hafa tök á að eignast dollara. Við menntafólkið verðum verst úti, því við stundum ekki svarta markaðinn eins og þeir sem eru í túrismanum. En mamma mín er hætt að vinna, konur fara 55 ára gamlar á eftirlaun og karlar um sextugt, mamma ræktar græn- meti og ávexti í garðinum okkar, þar eru bananatré og eitt mangó- tré.“ Við frá köldu íslandi undrumst matarskort í landi þar sem allt vex, hér fer hiti varla niður fyrir 26 gráð- ur og heitast verður um 32 stig. En vinkonur okkar segja að öll áhersla hafí verið lögð á sykurrækt og stórbúskap í ræktun banana og sídrusávaxta þegar landið hóf við- skiptasamninginn við Austan- tjaldsblokkina Comecon uppúr 1972. Áður hafi verið byijað á sjálfs- þurftarbúskap en hann lagður niður um það leyti, einnig mjólkurfram- leiðslu hætt og mjólkurduft keypt frá Austur-Þýskalandi í staðinn. Skrúðgarðageitur I þessari andrá heyrum við jarm- að í götunni þarna í sjálfu sendiráða- hverfinu. Vinkonur okkar leiða okk- ur uppað garðshliði einnar villunnar og þar fyrir utan sjáum við nokkrar geitur við gamlan gosbrunn. „Sumir hafa svín og hænsni í görðum sínum núna, en það kostar líka dollara, við verðum að verja þessar skepnur sjúkdómum og sprauta þær fyrir ýmsum kvillum. Kjötið á svarta markaði er dýrt og þeir sem ekki láta sér nægja hrísgijón og svartar baunir, sem er undirstöðumáltíð samkvæmt skömmtunarseðli, reyna í görðum sínum sjálfþurftarbúskap til kjötframleiðslu. Örfáir reyna við grænmetisrækt, en við hitabeltisfólk í borgum kunnum ekki á slíkt, höf- um ekki þurft að hafa fyrir slíku, við viljum heldur rækta blóm og skrautrunna í görðum okkar, en neyðin kennir naktri konu að spinna." Eftir að hafa kvatt þessar skraf- hreifnu vinkonur okkar fengum við okkur í svanginn á stað ætluðum túristum og þar vantaði ekki kræs- ingarnar. Með vondri samvisku gæddum við okkur á risahumri og nautasteik og fengum í eftirrétt ijómaís, algert lostæti skreyttan lit- skrúðugum og safaríkum ávöxtum hitabeltisins, ávöxtum sem við úr norðrinu höfðum aldrei áður augum litið og kunnum ekki nafnið á. Okk- ur var hugsað til „svöngu mennta- kvennanna" sem við höfðum ný- kvatt og eina huggun okkar var þó að við værum að skaffa gjaldeyri þessu fólki í landi þjóðbyltingarinn- ar. Vinkonur okkar höfðu lagt ríka áherslu á að þrátt fyrir ástandið nú væri það ekki líkt því sem foreldrar þeirra hefðu upplifað fyrir byltingu. Þær væru báðar hámenntaðar og það hefði ekki kostað foreldrana grænan eyri. Doktorinn okkar var biksvört en hin hvít en hér í þessu landi virðast samskipti hvítra, svartra og múlatta eða kynblend- inga vera fullkomlega áreynslulaus. 51 prósent þjóðarinnar eru múlatt- ar, hvítir eru um 37%, svartir 11% og gulir 1%. Indíánar fínnast ekki lengur, þeim var að mestu útrýmt á 16. og 17. öld. Þeir gulu eru af- komendur Kínveija sem fluttir voru inn á nýlendutímanum. Við ljúkum þessari göngu okkar á Medió-kránni, barnum hans Hem- ingways, og kaupum okkur Mojíto, rommdrykk blandaðan ananassafa, en ofan í glasið er troðið myntublöð- um sem hanga enn á greinum, þau eru bæði til skrauts og bragðbætis. Seinna komst ég að því að þær fæla burt frá manni moskítóflugurn- ar sem ekki er vanþörf á. Alls stað- ar er fólk að selja hluti, stutterma- boli með myndum af Che Guevara, hugsjónamanninum sem ætlaði ekki bara að breyta heiminum, heldur eðli mannsins. Castró gerði þennan byltingarfélaga sinn að ríkisbanka- stjóra á Kúbu og þá ætluðu þeir jafnvel að leggja niður peninga, fólk tæki bara úr verslunum það sem það þyrfti til lífsviðurværis og græðgi og hamstur væri úr sögunni þegar allir hefðu til hnífs og skeið- ar. En eins og allir vita tókst þeim ekki að breyta eðli mannsins og í þessu landi þar sem allir fá mennt- unina ókeypis og ólæsi er úr sög- unni, virðist létt að stela af birgðum rikisins, það er næstum orðin íþrótt eins og hjá okkur á dögum herset- unnar þegar við nutum hergóss af birgðum Breta og Bandaríkja- manna. Oft hópaðust að okkur krakka- hópar sem báðu um dollar, tyggjó eða súkkulaði. Þau voru ekki eins og betlarar sem maður rekst á víða í Suður-Evrópu, þessir krakkar voru þrifleg með fallegar tennur og í hreinum fötum, en þau vildu kom- ast i dollarabúðirnar og kaupa mun- aðarvöru og sælgæti sem ekki er á matseðli þeirra daglega. Manana Á morgun ætlum við að hitta leik- húsfólk að máli og reyna að komast til botns í ástandinu hér, hvers eðlis er þessi neyð eða sultur sem okkur er sagt að fólk búi við. Okkur virð- ist að lífið hér hljóti að vera svo auðvelt. Landrými nóg, veðurfar einstaklega gott og allt sprettur. Meira segja skjóta girðingarstaur- arnir rótum. Fólk er að myndast við að girða garða sína og tún og þriðji hver staur að minnsta kosti skýtur rótum og ber laufgaða sprota. Ánn- ars staðar eru kaktusar notaðir í gerði en þá verður að hefta umfang gerðanna með landbúnaðarverkfær- inu machete, sem er sveðja með handfangi. Þetta handverkfæri nota þeir í hvað sem er, í sykurskurðinn, slá tún og hefta illgresið og höggva upp kókoshneturnar. Fyrst þegar við sáum mann bogra úti á túni og slá gras með machete kom okkur í hug að þeir væru bara búnir að finna upp ljáinn en ekki orfið. Húsnæði almennings hér er væg- ast sagt íburðarlítið og óvandaðar byggingar að okkar áliti, en fólk er lítið inni, ekki þarf að hýsa skepn- urnar, ekki þarf að heyja, ekki þarf að hita upp húsin eða loftkæla, ekki þarf að eyða i hlífðarföt. Hvað er að? Verður almenningur virkilega svona algerlega afskiptalaus í landi kommúnismans eða er hitabeltinu einu um að kenna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.