Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 22
22 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL1995 4 MORGUNBLAÐIÐ Byflugna- stungur bæta mein í Vermont í Bandaríkjunum hafa býflugnastungur verið notaðar gegn gigtarsjúkdómum og fleiri kvillum í áraraðir með góðum árangrí. Ingibjörg Sigfúsdóttir kynnti sér þessa starfsemi og gekkst undir stungumeðferð. SNEMMA á síðasta ári las ég viðtal í Morgunblaðinu við Sigurð Guðjónsson smið, sem búsettur er í Vermont í Bandaríkjunum. I þessu . viðtali sagði hann frá gömlum manni, Charles Marz, sem gefið hefði fólki býflugnastungur í lækningaskyni árum saman með góðum árangri. Sigurður bauð íslensk- um MS-sjúklingi að koma og dvelja hjá sér í mánuð, í þeim tilgangi að reyna á lækninga- mátt stungnanna, vegna bata sem komið hefði fram hjámörgum er þjást af slíkum sjúk- dómi þar um slóðir. MS-sjúkdómurinn, eða heila- og mænu- sigg eins og hann er kallaður á íslensku, lýs- ir sér í truflunum frá miðtaugakerfi, sem rakið er til skemmda í taugaslíðrum. Hin hefðbundnu læknavís- indi hafa ekki enn fundið ráð við honum. Mér fannst þetta því afar forvitnilegt, enda hafði ég aldrei áður heyrt á það minnst að flugubit gætu verið til góðs. Þar sem ég hef alllengi verið grunuð um að hafa MS-sjúkdóm ákvað ég að skrifa Sigurði umsvifa- laust. Eg fékk svar innan tveggja vikna frá konunni hans, Önnu Fug- aro, sem sagði að ég væri velkom- in. Þannig hittist á að móðir Önnu, Guðrún Fugaro, var á heimleið, en hún býr í næsta húsi við þau hjónin þar ytra og varð ég henni samferða út. Flugurnar gómaðar Daginn eftir að ég kom út byrj- aði Anna að gefa mér stungur eftir leiðsögn Charles Marz, en hún hef- ur lært af honum undanfarin ár og keypt af honum flugur. Hann rekur býflugnabú og er einn af stærstu hunangsframleiðendum í Vermont. Margir Vermont-búar stunda bý- flugnastungur með hans leiðsögn og fá hjá honum flugur. Þegar handsama á býflugur í þessum ákveðna tilgangi er notuð glerkrukka sem sett hefur verið í ein matskeið af hunangi, ofaná hunangið er sett eínföld bréfþurrka, svo flugurnar drukkni ekki í hun- anginu. Að endingu er svo pappa- hólki úr bréfrúllu stungið ofan í krukkuna. Opi krukkunnar er síðan haldið að útgönguopi á kassanum sem býflugurnar eru ræktaðar í. Ef þær koma ekki strax út er bank- að í kassann, þá verða þær forvitn- ar og fara út til að athuga hvað gangi á. Þegar komnar eru um flmmtíu til hundrað flugur í krukk- una, er lokið sett á, en það hefur verið gatað áður. Þannig má halda þeim á lífi í viku til tíu daga. Þegar stungur eru gefnar er ein fluga tekin úr krukkunni með flísa- töng og sett á þann punkt sem að stinga á. Áður er búið að merkja punktinn á líkamanum og kæla með ís. Kuldinn dregur úr sársauka og sviða fyrst á eftir. Þess má geta að býflugur stinga ekki nema þær verði fyrir áreitni, enda láta þær lífið strax eft- ir að þær hafa stungið. í fyrsta skipti sem meðferð er gefin er stungið einu sinni og síðan beðið í fímmtán mínútur til að sjá hvort vikomandi sýni of- næmisviðbrögð. Til staðar er haft móteit- ur, sem hægt er að Ingibjörg nota ef slíkt gerist. Sigfúsdóttir Charles segir að eng- inn sem hann hafi meðhöndlað hafí sýnt vott af of- næmi fyrir stungunum, þau sextíu ár sem hann hafi stundað þær. Oftast er byrjað með 4-5 stungur í fyrstu meðferð og sjaldnast gefíð meira en 12-15 stungur í einu. Línar þjáningar Mér var sagt að könnun í Banda-. ríkjunum hefðj leitt í ljós að bý- flugnabændur yrðu langlífír og væru að jafnaði hraustari en annað fólk. Því mátti trúa eftir að hafa hitt Charles Marz, hann er níræð- ur, en hefur framgöngu og útlit sem væri hann þrjátíu'árum yngri. Þegar hann var fjórtán ára þjáðist hann af liðagigt og reyndi bý- flugnastungur á sjálfum sér. Hann hafði heyrt gamlan mann segja frá því að slíkt gæti verið til góðs. í fyrstu lét hann tvær flugur stinga sig í sitt hvort hné, þar sem verk- irnir voru mestir. Hann ætlaði vart að trúa því þegar hann vaknaði daginn eftir, honum leið svo mikið betur. Þetta var upphafið af öðru og meira. Nú er hann þekktur langt út fyrir sína heimabyggð fyrir að lina þjáningar fólks með býflugn- astungum. Það eru rúm sextíu ár síðan hann fór að gefa fólki stungur með góð- um árangri. Hann krefur engan um greiðslu fyrir hjálpina og segir að læknar hafi að líkindum ekki til- einkað sér þetta vegna þess að þar um slóðir geti hver sem er haft býflugnakassa í bakgarðinum hjá sér og þá sé lítið upp úr því að hafa fjárhagslega. Nokkrir Iæknar senda til hans þá sjúklinga sem ANNA Fugaro með kettlingana sína, sem voru óskaplega hrædd- ir við býflugurnar. ANNA lætur býflugu stinga lækninn í fótinn. Býflugnastungur í lækn- ingaskyni hafa verið þekktar frá örófi alda. Hippokrates, „faðir lækn- isfræðinnar," sagði frá þeim fjögur hundruð árum fyrir Kristsburð. Evrópsk- ir læknar hafa beitt þeim gegn gigt um aldir. Góður árangur við notkun þeirra í Bandaríkjunum á þessari öld bendir til að þær séu enn í fullu gildi. CHARLES Marz er níræður og hefur stundað býflugna- stungur í 60 ár. lyfjameðferð hjálpar ekki, aðallega þá sem þjást af gigt. í þau skipti sem ég fór til hans hitti ég fólk sem sagði mér frá reynslu sinni. Þar á meðal var kona sem sagði að psoriasis væri búið að leika sig grátt, hún sagðist vera búin að leita allra leiða sem þekkt- ust, bæði hefðbundinna og alþýðu- lækninga og ekki fengið neina bót fyrr en eftir býflugnastungurnar hjá Charles, þá hefði henni liðið vel í heilt ár á eftir. Hún sagðist hafa fengið 4-5 stungur annan hvorn dag í tvær vikur. Fyrst hefði verið stungið fyrir aftan bæði eyru, en síðan í sárin þar sem þau hefðu verið verst. Nú væri þetta aftur farið að angra sig og því væri hún að leita til hans aftur, eftir sams- konar meðferð. Charles sýndi mér bréf frá tveim- / 1 ROBERT Venmen læknir vildi kynnast stungunum af eigin raun. ur MS-sjúklingum sem höfðu skrif- að honum til að þakka fyrir með- ferðir og tiunduðu þar ótrúlegan bata. Hann sagðist oftast haga meðferð MS-sjúklinga þannig, að hann gæfí þeim stungur þrisvar í viku í þrjá mánuði. Síðan tvisvar í viku í tvo mánuði og miða þá við 10 til 15 stungur í hvert skipti. í flestum tilfellum væri um bata að ræða, sem entist í mörg ár. Hann styðst við sama kerfí og Kínverjar nota við nálastungur, hann leitar uppi auma bletti á þeim orkubraut- um líkamans sem talið er að hafi mest áhrif á þann sjúkdóm sem fengist er við. Býflugnastungur betri en lyf Charles taldi að stungurnar reyndust betur en lyf þegar um gigt væri að ræða, því öllum gigtar- lyfjum sem hann hefði kynnst fylgdu aukaverkanir. Þau læknuðu ekki sjúkdóminn, slægju aðeins á verkina. Hann sagði stungurnar aftur á móti skaðlausar, það væri hægt að segja að þær kveiktu á varnarkerfi líkamans, þvi blóðrásin ykist ög hiti myndaðist í því svæði sem stungið væri í og ónæmiskerfí líkamans tæki til eðlilegra starfa þegar það yrði fyrir þessari utanað- komandi áreitni. ígerðir út frá bý- flugnastungum sagði hann óþekkt- ar, en vitað væri að býflugur fram- leiddu eitt besta sóttvarnarefni sem völ væri á. Læknirinn var forvitinn Læknir Önnu og Sigurðar, Robert Venman, M.D., var viðstaddur fyrstu skiptin sem ég fékk stungurnar og fylgdist með mér allan tímann sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.