Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ ÓMAR, bróðir Önnu, færir til skilrúm í býflugnakassanum. ég var þar. Honum lék forvitni á að vita hvemig stungur virkuðu á hann sjálfan og lét stinga sig í bólg- inn ökkla, en hann hafði misstigið sig stuttu áður. Hann lagaðist í ökk- lanum en sagði að það gerðist nú venjulega með tímanúm hvort sem væri. Aðspurður um hvernig stæði á áhuga hans á býflugnastungum sagði hann það vera af því að einn af sjúklingum hans, með MS-sjúk- dóm, hafði fengið undraverðan bata af þeim og ekki hafí verið hægt að véfengja að það væri stungunum að þakka. Eftir að hafa fylgst með fleiri sjúklingum með aðra sjúkdóma eftir slíka meðferð sagðist hann frekar hvetja fólk en letja til að reyna þær, ef aðrar meðferðir hefðu ekki komið að gagni. Hjá mér kom ekki fram bati af þeim 95 stungum sem ég fékk þenn- an mánuð sem ég dvaldi þarna. Charles taldi að ég þyrfti margra mánaða meðferð og ekki væri útséð fyrr en eftir 3.000 stuiigur hvort þær kæmu mér að gagni. Einhver gæti spurt: Var þetta sárt? Því verð ég að svara játandi, en það var mjög misjafnt eftir því hvar stungið var. Sársaukinn var mestur þar sem lítið hold var undir, en mikið bæri- legri ef stungið var í vöðva og kælt vel á undan. Eftir það sem ég sá og heyrði um bata fólks sem beint mátti þakka býflugna- stungnameðferð vil ég að lokum segja: Flest er einstaklingsbundið og enginn veit fyrr en reynt hefur hvort þessi eða hin meðferðin hjálp- ar honum. Þess vegna er vert að athuga alla möguleika. Greinarhöfundur hcfur til hings tíma kynnt sér aJþýðulækningar. Býflugnaræktun Á MEÐAN ég dvaldi í Vermont byijuðu Anna og Sigurður að rækta býflugur og fékk ég þvi nasasjón af þvi hvernig farið er að við slíka búgrein. Þau ieit- uðu til manns sem er býflugna- ræktandi, hann seldi þeim eitt bú með tveimur drottningum. Umrætt bú er viðarkassi sem er um 40x40 cm í þvermál og um 25 cm hár. í honum er oft- ast komið fyrir 10 piötum úr býflugnavaxi, sem Látnar eru standa lóðrétt og festar í kass- ann með viðarrönd, sem sett er efst á hveija vaxplötu. Flugurnar timgast hratt og verður því að fjölga kössunum ört og er það gert með því að taka lokið af og bæta öðrum eins, en botnlausum, ofan á. Þegar kassinn er til staðar flytja flugurnar sig og koma sér upp nýrri drottningu. Að- eins ein drottning er í hverju flugusamfélagi og sér hún um að klekja út nýjum einstakling- um. Síðan skipta þær með sér verkum. Sumar eru heimavinn- andi og fara ekki út úr kassan- um, en hinar fara út og safna hunangi. Ekki veit ég hvort jafnréttislög þekkjast í slíku samfélagi, en er í fljótu bragði er ekki útlit fyrir að svo sé, þvi það klekjast ekki út nema kven- flugur og gæti það kannski verið skýringin á þvi að býflug- ur eru sagðar með starfsöm- ustu dýrum sem vitað er um. Einn morguninn, stuttu eftir að flugurnar komu, varð uppi fótur og fit, því stór, svartur blettur sást á næsta tré þar sem kassanum hafði verið komið fyrir. Anna áttaði sig strax á hvað var að gerast. Flugurnar voru gengnar úr vistinni. Velt var vöngum yfir þvi hvernig hægt væri að iokka þær aftur inn í kassann, en áður en iausn fannst á þvi máli flaug drottn- ingin með friðu fðruneyti á braut. Býflugnaræktandinn sagði þeim að hafa ekki áhyggj- ur af þessu, því drottningin yfirgæfi aldrei búið nema drottningarlirfa væri eftir, þannig að önnur klektist út tií að halda stofninum við. Trúiegt er að flestum sé kunnugt um afurðir býflugnanna, sem fyrst og fremst er hunangið, en einn- ig er unnið töluvert úr vaxinu, t.d. kerti og skilrúmin í ræktun- arkassana eins og áður er nefnt og á undanförnum árum hefur aukist framleiðsla náttúrulyfja sem unnin eru úr propoiiis, sem er sýklaeyðandi efni er býflug- ur framleiða og nota sjálfar sem sóttvörn. SUNNUDAGUR 2. APRÍL1995 B 23 HEFUR ÞÚ FENGIÐ IÐGJALDAYFIRUTIÐ? Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sent sjóðfélögum yfirlit yfir móttekin iðgjöld á tímabilinu 1. september 1994 til 28. febrúar 1995. Ekki er óeðlilegt að greiðslur fyrir mánuðina desember 1994 til febrúar 1995 vanti á yfirlitið. Hafir þú ekki fengið yfirlit, en dregið hafi verið af launum þínum í Lífeyrissjóð verzlunarmanna, eða ef launaseðlum ber ekki saman við yfirlitið, þá vinsam- legast hafið samband við innheimtudeild sjóðsins hið allra fyrsta og eigi síðar en 1. maí nk. Verði vanskil á greiðslum iðgjalda í lífeyrissjóð geta dýrmæt réttindi glatast: ELLILÍFEYRIR-ÖRORKULÍFEYRIR-MAKALÍFEYRIR-BARNALÍFEYRIR GÆTTU RÉTTAR ÞÍNS! í lögum um ábyrgðarsjóð launa segir meðal annars: Til þess að iðgjöld launþega njóti ábyrgðar ábyrgðarsjóðs launa vegna gjaldþrota skulu launþegar innan 60 daga frá dagsetningu yfirlits ganga úr skugga um skil vinnuveitenda til viðkomandi lífeyrissjóðs. Séu vanskil á iðgjöldum skal launþegi innan sömu tímamarka leggja lífeyrissjóði til afrit launaseðla fyrir það tímabil sem er í vanskilum. Komi athugasemd ekki fram frá launþega er viðkomandi lífeyrissjóður einungis ábyrgur fyrir réttindum á grund- velli iðgjalda þessara að því marki sem þau fást greidd, enda hafi lífeyrissjóðnum ekki verið kunnugt um iðgjaldakröfuna. W LÍFEYRISSJÓDUR VERZLUNARMANNA HÚSI VERSLUNARINNAR, 4. HÆÐ, 103 REYKJAVÍK, SKRIFSTOFA SJÓÐSINS ER OPIN FRÁ KL. 9.00-17.00. SÍMI 581 4033, FAX 568 5092. ORÐABÆKURNAR óPÝRftR íslensk ensk ordobók °ÖMsk Olelionory TÍiííÍ TliBÖfi **k jlensk 'slensk e*sk * °rdObók Donsk islensk íslensk dönsk ordnbók rromiL islensk íslensk frönsk ordobók íslensk íslensk þýsk orðabók íslensk úfensk ífölsk orðabók Spænsk íslensk tslensk orðabók Ódýrar og góðar orðabækur fyrir skólann. á skrifstofuna og í ferðalagið ORÐABÓKAÚTGÁFAN O, V, w J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.