Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 2. APRÍL1995 B 25
J^^^ I ^m m^M i^MMMmw/ \U'\—sI— I ^sll Nv----s/ \/\
^¦^:<:::W-::^
HEILSUGÆSLUSTOÐIN A AKUREYRI
Hjúkrunarfræðingar
Laus deildarstjórastaða
Staða „deildarstjóra 2" við heimahjúkrun á
Heilsugæslustöðinni á Akureyri er laus til
umsóknar. Hér er um að ræða fullt starf frá
1. ágúst nk. eða eftir samkomulagi. Heima-
hjúkrun er í örri þróun. Starfið er krefjandi en
jafnframt gefandi. Deildarstjóri vinnur sjálf-
stætt og hefur með sér faglega mjög hæft
starfsfólk sem veitir einstaklingsbundna hóp-
hjúkrun. Góður starfsandi er ríkjandi.
Umsóknarfrestur er til 21. apríl nk.
Hafið samband við deildarstjóra heimahjúkr-
unar eða hjúkrunarforstjóra og fáið nánari
upplýsingar í síma 96-22311.
Miklirtekju-
möguleikar
Morgunpósturinn er að leita að kraftmiklum
sölumönnum vegna söluherferðar sem
stendur fyrir dyrum. Við erum að leita að
fólki sem hefur áhuga á sölumennsku og
hefur ekkert á móti því að vinna sér inn auka-
tekjur.
Áhugasamir hafi samband við Sveinbjöm, í
síma 552-2211 milli kl. 9 og 17.
Pósturínn
Sérf ræðingur í
fjárstýringu
íslandsbanka hf.
Islandsbanki hf. leitar að hugmyndaríkum og
vel skipulögðum starfsmanni á viðskiptaborð
fjárstýringar.
Fjárstýring íslandsbanka hf. annast fjár-
mögnun bankans annað en innlán, gjald-
eyrisviðskipti, lausafjárstýringu og ávöxtun
lausafjár. Viðskiptaborð deildarinnar sér um
framkvæmd þessara viðskipta sem felast
m.a, í viðskiptum á erlendum millibanka-
markaði, sala og ráðgjöf í gjaldeyrisviðskipt-
um, áhættustýringu bankans á gengis-,
vaxta- og lausafjáráhættu, greiningu á mark-
aðsaðstæðum, ávöxtun markaðsverðbréfa
og lausafjárstöðu bankans.
Starfsumhverfi viðskiptaborðs er spennandi
og ábyrgðarríkt og oft á tíðum streitugjarnt.
Starfsmenn viðskiptaborðs eru í nánum
tengslum við innlendan sem erlenda fjár-
magns- og gjaldeyrismarkaði. Viðskiptasam-
böndin eru víða um heirti og upplýsingaöflun
tengist mörgum aðilum m.a. Reuters og
Telerate.
Leitað er eftir starfsmanni til að sjá um
lausafjárstýringu bankans, ávöxtun lausafjár
og vaxtaáhættu auk annarra verkefna.
Starfsmaðurinn þarf að vera talnaglóggur,
nákvæmur og sjálfstæður í hugsun. Háskóla-
menntun í fjármálum, hagfræði, eða stærð-
fræðigreinum er æskileg auk starfsreynslu á
verðbréfamarkaði eða viðfjármálastjórn. Við-
komandi starfsmaður þarf að hafa gott vald
á enskri tungu auk íslenskunnar.
Fyrir réttan starfsmann er í boði fjölbreytt
og krefjandi starfsumhverfi með margvísleg-
um tækifærum til faglegs og persónulegs
þroska.
Upplýsingar gefa Eggert Á. Sverrisson, for-
stöðumaður fjárstýringar og Ólafur Ásgeirs-
son, deildarstjóri viðskiptaborðs, en umsókn-
um skal skilað til Guðmundar Eiríkssonar,
forstöðumanns starfsmannaþjónustu ís-
landsbanka hf., Ármúla 7, fyrir 18. apríl nk.
Frá Fræðslustjóra
Vesturlands-
umdæmis
Laus er til umsóknar staða skólastjóra við
Andakílsskóla.
Þá eru lausar til umsóknar stöður grunn-
skólakennara við eftirtalda skóla í Vestur-
landsumdæmi:
Grunnskólana Akranesi, Grunnskólann í
Ólafsvík, Heiðarskóla, Leirársveit, kennslu-
greinar; mynd-og handmennt. Grunnskólann
á Hellissandi, Grunnskóla Eyrarsveitar,
Grundarfirði, Grunnskólann í Stykkishólmi,
Grunnskólann í Búðardal; stærðfræði, eðlis-
fræði, sérkennsla. Laugaskóla Sælingsdal,
Dalasýslu.
Umsóknarfrestur er til 1. maí 1995.
Umsóknir skal senda til skólastjóra viðkom-
andi skóla, sem gefur allar nánari upplýs-
ingar.
FræðslustjóriVesturlandsumdæmis.
Skrifstofustarf
SMITH & NORLAND
leitar að starfskrafti til að annast símsvörun,
móttöku gesta, aðstoð við gjaldkera og
tengd störf, milli 13 og 18, alla virka daga.
Góð almenn menntun ásamt góðri fram-
komu, snyrtimennsku og reglusemi er al-
gjört skilyrði. Vegna erlendra samskipta er
enskukunnátta nauðsynleg, einhver pýsku-
kunnátta kæmi sér vel.
Hér er um að ræða gott framtíðarstarf fyrir
einstakling, sem hentar að vinna þennan "
vinnutíma frá kl. 13-18.
Góð laun eru í boði fyrir réttan einstakling.
Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar
fást á skrifstofu Guðna Jónssonar, Háteigs-
vegi 7, og skal umsóknum skilað á sama
stað fyrir 6. apríl.
GUÐNT TÓNSSON
RÁÐGTÖF & RÁÐNINGARÞTÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 62 13 22
Lausstörf
Fyrirtæki í ferðaþjónustu (111) óskar að
ráða gjaldkera til starfa sem fyrst. Krafist
er góðrar tungumálakunnáttu ásamt starfs-
reynslu. Viðkomandi þarf að geta unnið mjög
sjálfstætt og undir álagi.
Fjölmiðlafyrirtæki (125) óskar að ráða skrif-
stofumann til að annast fjölbreytt og krefj-
andi skrifstofustarf. Góð bókhaldskunnátta
og færni í Excel er skilyrði. Æskilegur aldur
er 25-35 ára.
Þjónustufyrirtæki (110) óskar að ráða full-
trúa forstjóra til starfa sem fyrst. Lögð er
áhersla á tungumálakunnáttu, tólvukunnáttu
(Excel) og hæfileika til að starfa sjálfstætt.
Háskólamenntun æskileg. Æskilegur aldur
25-35 ára.
Upplýsingar veitir Katrín S. Óladóttir.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir
ásamt mynd til Ráðningaþjónustu Hag-
vangs hf. á eyðublöðum sem liggja frammi
á skrifstofu okkar merkt númeri viðkomandi
starfs fyrir 10. apríl nk.
Hagvangurhf
Skeifunni 19
Reykjavík
Sími 813666
Ráðningarþjónusta
Rekstrarráðgjöf
Skoðanakannanir
Lyfjaviðskipti
Lyfjafræðingur eða starfsmaður með við-
skiptamenntun á háskólastigi og reynslu af
lyfjaviðskiptum óskast til starfa fyrir sam-
starfsráð sjúkrahúsa í Reykjavík. Ráðninga-
tími er frá 1. maí nk. eða eftir samkomu-
lagi. Starfssviðið er að samhæfa lyfjainnkaup
og lyfjaframboð á sjúkrahúsunum svo og
þjónustu sjúkrahúsapótekanna og fleira sem
að lyfjamálum lýtur. Umsóknum ber að skila
til skrifstofu Ríkisspítala, Rauðarárstíg 31
eða skrifstofu Borgarspítalans fyrir 19. apríl
nk. merkt: Samstarfsráð sjúkrahúsa.
Upplýsingar veitir ritari samstarfsráðsins í
S. 5602330 (5601000).
Sölufulltrúar
Á höfuðborgarsvæðinu fullt starf. Á lands-
byggðinni hlutastarf. Tilvalið fyrir bæjarfulltrúa,
vaktavinnufólk, húsmæður eða kennara.
Um er að ræða rótgróið fyrirtæki sem vill
ráða 4-6 sölufulltrúa. Viðkomandi þurfa að:
A. Geta unnið sjálfstætt.
B. Vera á aldrinum 35-55 ára.
C. Koma vel fyrir og hafa reynslu af sam-
skiptum við fólk.
D. Æskilegt er að viðkomandi hafi einhverja
reynslu í sölumennsku.
E. Hafa bíl til umráða.
Starfið gengur út á að selja ákveðna þjón-
ustu og þjónusta ákveðið skipulagt svæði.
Mjög miklirtekjumöguleikar. Framtíðarstarf.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir
7. apríl merktar: „S - 10".
Frá Fræðslustjóra
Norðurlandsumdæmis vestra
Lausar stödur við
grunnskóla á
Norðurlandi vestra
Umsóknarf restur er til 26. apríl 1995
Stöður grunnskólakennara við:
Grunnskóla Siglufjarðar,
almenn kennsla, sérkennsla og handmennt.
Gagnfræðaskóla Sauðárkróks;
almenn kennsla, sérkennsla v/sérdeild,
handmennt og danska.
Barnaskóla Staðarhrepps V-Hún.;
almenn kennsla (2/3).
Laugarbakkaskóla;
almenn kennsla, enska, náttúrufræði, hann-
yrðir og heimilisfræði.
Grunnskólann HVammstanga;
almenn kennsla (3 stöður).
Vesturhópsskóla; almenn kennsla.
Húnavallaskóla;
almenn kennsla og handmennt.
Grunnskólann Blönduósi;
almenn kennsla, mynd- og handmennt.
Höfðaskóla Skagaströnd;
almenn kennsla, íþróttir og sérkennsla.
Steinsstaðaskóla;
almenn kennsla, danska, enska og smíðar.
Grunnskóla Rípurhrepps;
almenn kennsla (2/3).
Grunnskóla Akrahrepps; aímenn kennsla.
Grunnskólann Hofsósi;
almenn kennsla, sérkennsla, íþróttir og
handmennt.
Sólgarðaskóla, Fljótum;
almenn kennsla
Upplýsingar um lausar stöður gefa skóla-
stjórar skólanna og fræðslustjóri umdæmis-
ins.
Umsóknir skulu sendar skólastjóra viðkom-
andi skóla.
Fræðslustjóri Norðurlandsumdæmis vestra,
Kvennaskólanum, 540 Blönduósi.
Símar: 95-24209 og 95-24369.