Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 32
32 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ R AD AUGL YSINGAR Reykvískar húsmæður ath.! Skráning stenduryfir í orlofsferðir sumarsins. Hótel Örk 1.-5. maí. Vestmannaeyjar 18.-21. maí (örfá sæti) Höfn- Vatnajökull 9.-11. júní. Kaupmannahöfn 26.júní-3. júlí (örfá sæti) Portugal- Algarve 13. september og 20. september (laus sæti) Orlofsnefnd húsmæðra. Hverfisgötu 69, sími 12617. Orðsending frá menntamáiaráðu- neytinu varðandi iðnréttindi ísímsmíði. Þeir, sem vilja afla sér iðnréttinda í sím- smíði, skulu sækja um þau til menntamála- ráðuneytisins. Upplýsingar og umsóknareyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu, sími 560 95 60, Félagi íslenskra símamanna, sími 563 65 61 og Félagi tæknifólks í rafiðnaði, sími 568 14 33. Verkakvennafélagið Framsókn Orlofshús sumarið 1995 Byrjað verður mánudaginn 3. apríl að taka á móti umsóknum félagsmanna varðandí dvöl í orlofshúsum félagsins. Þeir sem ekki hafa áður dvalið í húsunum hafa forgang til umsókna 3., 4. og 5. aprfl 1995. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins að Skipholti 50A alla daga. Ath. ekki er tekið á móti umsóknum í síma. Félagið á 3 hús í Ölfusborgum, 1 í Flóka- lundi, 2 á Húsafelli, 1 í Svignaskarði, 1 á Kikjubæjarklausti og íbúð á Akureyri. Einnig er boðið upp á dvöl á Einarsstöðum og llluga- stöðum. Stjórnin. Newman’s Own Styrkurtil líknarmála Newman’s Own fyrirtækið, sem stofnað var af leikaranum góðkunna Paul Newman, aug- lýsir styrk til líknarmála. Newman’s Own framleiðir ýmsar matvörur s.s. örbylgjupoppkorn og spaghettisósur og hefur ágóði af sölunni runnið til líknarmála. Heildverslun Karls K. Karlssonar hf., umboðsaðili Newman’s Own á íslandi, auglýsir hér með eftir umsóknum líknarfélaga um styrkinn. Umsóknum skal skilað til heildverslunar Karls K. Karlssonar hf., Skúlatúni 4, 105 Reykjavík merktar: „Newman’s styrkur" fyrir 20. apríl 1995. Umsóknin skal tilgreina megintilgang og starfsemi félagsins og hvernig fjármununum skuli ráðstafað. Eftirfarandi gögn skulu auk þess fylgja umsókninni: - Vottorð frá heilbrigðisráðuneytinu um að félagið sé rekið eingöngu í góðgerðaskyni. - Síðasti endurskoðaður ársreikningur félagsins. - Bæklingar og annað efni sem lýsir starf- semi félagsins, ef slíkt er fyrirliggjandi. Umsókninni og öllum gögnum henni fylgj- andi skal skila á ensku. KARL K. KARLSSON HFT • ShíUl'mi4 • PlMfltXM » / ^ M 6WU • Irtjte ) (M » ftwi**1 / M> • l t • Til sölu Til sölu er skrifstofuhúsnæði í Borgartúni. Húsnæðið er með öllum nauðsynlegustu þægindum eins og salerni, kaffistofu o.fl. Vinsamlegast sendið tilboð á afgreiðslu Mbl. fyrir 10. apríl 1995 merkt: „NW 7“ ef áhugi er fyrir hendi. Skrifstofuhúsnæði óskast Óska eftir að kaupa 100-300 fm skrifstofu- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Góðar greiðslur í boði fyrir rétta eign. Skilyrði er að inngangur og aðkoma séu snyrtileg. Upplýsingar sendist afgreiðslu Mbl- merktar: „Snyrtilegt - 100-300“. Ift Frá grunnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára barna (þ.e. barna sem fædd eru á árinu 1989) fer fram í skólum borgarinn- ar miðvikudaginn 5. og fimmtudaginn 6. apríl 1995, kl. 15-17 báða dagana. Sex ára börn sem hefja nám í Engjaskóla í haust verða innrituð í Rimaskóla á sama tíma. Það er mjög áríðandi að foreldrar láti inn- rita börnin á þessum tilgreinda tfma vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undirbún- ingsvinnu í skólunum. Til sölu eða leigu um 200 fm húsnæði í vesturbæ Kópavogs. Húsnæðið getur verið algerlega tvískiptan- legt með 2 stórum innkeyrsludyrum. Loft- hæð um 4,5 m. Innréttað sem fiskvinnsluhús með tækjum. Upplýsingar í síma 622160. Til leigu - vel staðsett í Borgarkringlunni TI1 leigu eða sölu 100 fm nettó verslunarhús- næði á fyrstu hæð í Borgarkringlunni, ein besta staðsetning fyrir verslun í Borgar- kringlunni. Upplýsingar í síma 685277. Stýrimannaskólinn íReykjavík 30 rúml. réttindanám hefst mánudaginn 3. aprfl kl. 18.00. Bóklegri kennslu og prófum lokið 5. maí. Slysavarnaskóla, skyndihjálp, lýkur 13. maí. Öllum er heimil þátttaka. Þátttökugjald er kr. 24.000 fyrir 130 kennslu- stundir. Við innritun greiðist kr. 15.000. Prófskírteini þeirra sem luku prófi 18. febr- úar sl. verða afhent í Sjómannaskólanum föstudaginn 7. aprfl nk. kl. 17.00. Upplýsingar í síma 13194. Skólameistari. @Sígild tónlist ________- leiklist Við leitum að húsnæði í miðborg Reykjavíkur fyrir vinnustofu listamanna. Æskileg stærð er ca 80-100 fm. Óinnréttað húsnæði t.d. ris kemur vel til greina. „Skipulögð vinnubrögð11 í vinnu með börnum og unglingum með einhverfu eða aðra málhömlun. Námskeiðið verður haldið í Reykjadal (SLF), Mosfellsdal dagana 8., 9 og 10. maí nk. Fjall- að verður m.a. um TEACCH-líkanið, boð- skipti og atferlismeðferð. Fyrirlesarar Sigrún Hjartard., sérkennari, Sólveig Guðlaugsd., geðhjúkrfræð. og Svanhildur Svavarsd., boð- skiptafr. Námskeiðsgjald er 12.000. Umsókn sendist fyrir 20. apríl nk. til Umsjónarfélags einhverfra, Fellsmúla 26, 108 Rvík. Frá grunnskólum Kópavogs Innritun 6 ára barna (börn fædd 1989) fer fram í grunnskólum Kópavogs miðvikudag 5. og fimmtudag 6. apríl kl. 10.00-12.00 og kl. 13.00-16.00. Innritun skólaskyldra barna og unglinga, sem flytjast milli skólahverfa, flytja í Kópavog og/eða koma úr einkaskólum, fer fram sömu daga kl. 10.00-12.00 og kl. 13.00-15.00 á Skólaskrifstofu Kópavogs, Fannborg 4, s. 41988 og 41863. Skólafulltrúi. Frá Skólaskrifstofu Reykjavíkur Innritun skólaskyldra barna og unglinga sem þurfa að flytjast milli skóla fyrir næsta vetur fer fram í Skólaskrifstofu Reykjavíkur, Tjarn- argötu 12, sími 28544, miðvikudaginrv 5. og fimmtudaginn 6. apríl nk. kl. 10-15 báða dagana. Þetta gildir um þá nemendur sem flytjast til Reykjavíkur eða úr borginni, koma úr einka- skólum eða þurfa að skipta um skóla vegna breytinga á búsetu innan borgarinnar. Það er mjög áríðandi vegna nauðsynlegrar skipulagningar og undirbúningsvinnu að öll börn og unglingar sem svo er ástatt um verði skráð á ofangreindum tíma. Þá nemendahópa sem flytjast í heild milli skóla að loknum 7. bekk þarf ekki að innrita. Rafmagnslyftari með snúningi óskast til kaups. Vinsamlega hringið í síma 588-7600. Óskum eftir að kaupa fasteignir gegn yfirtöku skulda. Landsbyggðin ekki undanskilin. Einnig viljum við kaupa skuldlaus hlutafélag. Upplýsingar í síma 871033. Rafstöð Óska eftir að kaupa 300 kw rafstöð eða stærri. Tilboð sendist blaðinu merkt: „Rafstöð - 17551“ fyrir 6. apríl nk. ásamt nánari upplýs- ingum um verð, búnað, gerð og ástand stöðvarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.