Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 34
34 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ i ROBIN Williams vildi ekki leika hann. Heldur ekki Michael Keaton, Chevy Chase og Bill Murray. Martin Brest vildi ekki leikstýra honum. Heldur ekki Penny Marshall, Frank Oz, Joe Dante og meira að segja Robert Zemeckis þegar fyrst var' leitað til hans. Warner Bros. samdi hann af sér og Columbia Pictures sagði pass. Þetta gerðist á níu árum. Þegar hann kom loks fyrir almenn- ingssjónir varð hann einhver vin- sælasta kvikmyndapersóna frá upphafi og tryggði Tom Hanks, sem ekki hafnaði honum, önnur Óskarsverðlaun sín í röð. Hann heitir auðvitað Forrest Gump og hreppti fimm aðrar Óskarsstyttur. Enginn veit neitt Fólk í Bandaríkjunum hefur ver- ið að spyrja sig að því hvernig það megi vera að mynd um einfeldning frá Suðurríkjunum sem heitir Gump geti orðið ein vinsælasta mynd allra tíma og ekki aðeins vestra heldur um allan heim, en t.d. hafa um 55.000 manns séð myndina á fslandi þegar þetta er skrifað. Það sýnir enn og sannar reglu númer eitt í Hollywood: Eng- inn veit neitt. Það er ekki hægt að sjá fyrirfram hvemig myndir falla í kramið. Fræg er sagan af Gaukshreiðrinu, sem enginn vildi framleiða árum saman en sló eftir- minnilega í gegn, og fleiri dæmi mætti nefna eins og Stjörnustríð og Regnmann. Forrest Gump er ein af þeim. Sagan um Gump er nokkuð lýs- andi fyrir hvernig kaupin gerast í drajimaverksmiðjunni. Hún hófst þann 16. október árið 1985 þar sem Wendy Finerman, aðstoðarforstjóri hjá framleiðslufyrirtæki Steve Tisch innan Warner Bros., sat og hló uppúr, eins manns hljóði að handriti bókar sem væntanleg var í bókabúðirnar og hét Forrest Gump. Sagan náði til hennar eða hún „náði" sögunni og á þeim níu árum sem liðin eru gleyma þeir ekki sem strax „náðu" Gump hverj- ir voru með á nótunum og hverjir ekki. Sagan fór ekki eftir neinum „venjulegum frásagnarreglum," eins og Zemeckis sagði seinna, „sem menn halda að geri myndir einstakar. Það er enginn óþokki í sögunni, engin tímasprengja. Eng- in sprengja um borð í flugvél, ekk- ert af því sem okkur var kennt í kvikmyndaskólanum." Enginn vildi Gump í lok ársins 1985 höfðu Finer- man og Allyn Stewart, varafor- stjóri framleiðsludeildar Warners, fengið réttinn til að kvikmynda Gump og ferðuðust til New Orleans að hitta höfundinn, Winston Groom. Finerman og Stewart sátu seinna fund með þeim ritstjóra Doubleday-bókaútgáfunnar, sem komst yfir útgáfurétt bókarinnar. Hún hét Jacqueline Kennedy On- assis. Groom afhenti fyrstu drög að kvikmyndahandriti en ákveðið var að sleppa ferð Gumps út í geiminn í NASA-geimflaug og besta vini hans, karlkyns órangútuapa að nafni Sue og Gump sjálfur var yddaður úr 120 kílóum og meira en tveimur metrum í venjulega stærð. Fyrstu leikaranöfnin sem komu upp í huga framleiðendanna voru Nick Nolte, John Goodman, Dustin Hoffmai) og skemmtiþátta- stjórnandinn Jay Leno en Chase, Murray, Keaton og Williams fengu handrit send heim til sín og allir höfnuðu hlutverkinu. Enginn leik- stjóri vildi koma nálægt myndinni og yfirmenn Warners voru ekkert yfir sig hrifnir af hugmyndinni. Þannig liðu árin. Finerman hvarf frá Warner yfir til Columbia Pictur: es og Stewart fór til TriStar. í millitíðinni hafði lágt settur Gump- aðdáandi hjá Warner, Kevin Jones, náð talsverðum völdum innan Par- amount-kvikmyndaversins. „Við gátum 'ekki blásið lífi í Gump hjá Warner," er haft eftir Finerman. „Ég ætla að vita hvort ég geti ekki útvegað þér Gump," sagðí hún við Jones. Fyrst reyndi hún við Columbia-kvikmyndaverið en for- stjórinn afþakkaði og Jones sýndi Gump verður Það tók níu ár að fá menn í draumaverk- smiðjunni til að framleiða Forrest Gump, segir Arnaldur Inclriðason, en þegar hún loks fékkst gerð reyndist hún gríðarlega vinsæl og hlóð á sig sex Óskarsverðlaunum. TÆKNIBRELLUR Zemeckis reyndust dýrar en nú græðir hann milljónir á þeim; Gump heilsar uppá Kennedy. veit aldrei hvaða mola maður fær. Þetta var jólin 1992. Sonnenfeld datt útúr myndinni þegar ákveðið var að gera fram- hald Addamsfjölskyldunnar. Hann fékk tilboð sem hann gat ekki hafn- að, þrefalt hærra kaup, en Sonnen- feld vildi gera báðar myndirnar og reyndi að fá Gump frestað um eitt ár. Finerman hafði beðið í átta ár og var ekki til viðtals um frekari frestun. Hún sendi Zemeckis hand- ritið og í þetta sinn samþykkti hann að leikstýra. Zemeckis er tæknifrík (Aftur til framtíðar, Hver skellti skuldinni á Kobba kanínu?) og sagði yfirmönn- um Paramount frá þeirri hugmynd sinni að nota tæknibrellufyrirtækið Industrial Light & Magic til að setja Gump í beint samband við sögufrægar persónur. Áður en Zemeckis settist í leikstjórastólinn var kostnaðurinn áætlaður undir 40 milljónum dollara. Tæknibrell- urnar hans kostuðu meira og Par- amountstjórnin var ekki tilbúin að setja mikið meira í myndina. Hún bætti fimm milljónum við. Það nægði ekki. I millitíðinni réði Zemeckis í hlut- verk Jennyar. Jodie Foster hafnaði hlutverkinu og Demi Moore og Nicole Kidman voru einn- ig inni í myndinni þegar Zemeckis valdi til tölulega óþekkta leikkonu hlutverkið, Robin Wright. % Zemeckis og Hanks fá prósentur Kostnaðurinn vegna tækni- brellnanna hækkaði sífellt en meiri peningur fékkst ekki í myndina. Framleiðendurnir komu með þá málamiðlun að Zemeckis og Hanks og fleiri úr Gumpliðinu létu hluta launa sinna í myndina og fengju í staðinn prósentur af ágóðanum. Einnig var gerð tilraun til að fá annað kvikmyndaver með í fram- leiðsluna en ekkert þeirra sýndi áhuga. Launalækkunarleiðin var farin og nú sitja Zemeckis og Hanks að milljóna dollara gulln- ámu. Á endanum fðr kostnaðurinn upp í 55 milljónir dollara og Para- mountliðið ærðist. Það neitaði að greiða 20.000 dollara partý þegar tökum lauk eins og venja er svo Hanks og Zemeckis ásamt öðrum borguðu (Paramount endurgreiddi þeim seinna). Yfirmenn Para- mounts róuðust þegar, tveimur dögum eftir að Hanks hreppti Ósk- arinn fyrir leik sinn í Fíladelfílu, þeir sáu Forrest Gump í end- anlegri mynd. Það sem síðar gerðist er skráð á spjöld kvikmyndasögunnar. Myndin tók inn meira en 300 millj- ónir dollara í Bandaríkjunum ein- um og hreppti sex óskarsverð- laun. Níu ára barátta við Holly- woodveldin hafðu borgað sig. Þótt fáir hefðu haft trú á því í byrjun reyndist einfeldningurinn Gump sannkallaður happa- i'% fengur. Eða eins og Gump mundi sjálfur segja: Bíómyndir eru eins og konfektkassi, maður veit aldrei hvaða mola maður fær. Heimildir: Premiere oJl. FAIR höfðu trú á þessum manni frá Suðurríkjun- um; Hanks í hlut- verki Gumps. „NÁÐI" strax Gump; Hanks með Óskarinn. HAFÐI trú á Gump; Zemeckis með Óskarinn. toppunum hjá Paramount bókina. Þeir hrifust strax af sögunni og spurðu hvort þeir hjá Warner væru tilbúnir að láta hana af hendi. Kostnaður upp á milljón dollara hafði safnast í kringum Gump hjá kvikrnyndaverinu og þeir vildu fá milljónína til baka. Paramount bauð handrit að hasarmynd sem hét „Executíve Decision" og 400.000 dollara og samningar náð- ust. Þegar Gump var kominn til Paramount fór boltinn loks að rúlla. Hanks náði Gump Paramount vildi að Barry Sonn- enfeld Ieikstýrði myndinni en hann hafði gert Addamsfjölskylduna, sem vegnað hafði vel í miðasöl- unni. Hann lét Tom Hanks hafa söguna og Hanks hringdi um hæl og sagðist vilja taka þátt í myndinni. Nýr handrits- höfundur, Eric Roth, var fenginn í verkið og hann fékk hugmyndina að því að setja Gump á garðbekk við strætóstoppistöð og rekja magnaða sögu sína fólki sem sett- ist hjá honum. Roth hafði þessa byggingu úr Litla stóra risanum. Einnig bætti hann við kafla sem lýsti fundi Gumps og Elvis svo eitt- hvað sé nefnt, breytti örlögum Jennyar, kærustu Gumps, og breytti samtölunum mjög mikið en hélt frægustu samlíkingu bók- arinnar og vörumerki Gumps: Lífið er eins og konfektkassi, maður

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.