Morgunblaðið - 02.04.1995, Síða 36

Morgunblaðið - 02.04.1995, Síða 36
36 B SUNNUDAGUR 2. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ > Ókeypis áskrift! Nú býðst þér ókeypis áskrift að Morgunblaðinu á Internetinu í einn mánuð;frá 1. apríl til 1. maí. Tilefnið er að Morgunblaðið er komið á Internetið á sama tíma og dreifing hefst til áskrifenda eða kl. 6 á morgnana. Auk þess sem flokkun efnis hefur verið gerð aðgengilegri fyrir notendur og bandbreidd hefur tvöfaldast. Morgunblaðið er framsækinn miðill sem er í takt við tímann. Blaðið var eitt af fyrstu fyrirtækjunum á íslandi sem kom sér fyrir á Internetinu þar sem um 40 milljónir manna út um allan heim fara um daglega. Þetta framfaraskref Morgunblaðsins gerir þér kleift að nálgast efni blaðsins hvar sem er og hvenær sem er samdægurs. Lesandi í Timbúktú hefur sama möguleika og lesandi í Tókýó eða Reykjavík. Allt sem þarf er tölva og tenging við Internetið. Með þessum nýja möguleika opnast Internet-notendum aðgangur að efni Morgunblaðsins dag hvern auk síðustu 6 útgáfudaga. Áskriftinni fylgir einnig tenging við Gagnasafn Morgunblaðsins sem samanstendur af rúmlega 300.000 fréttum og greinum frá árinu 1987 til dagsins í dag. Ef þú hefur hug á að kynnast Morgunblaðinu á Internetinu veitir Strengur hf. allar nánari upplýsingar í síma 562 4700 eða 587 5000. Þaö kostar ekkert ab slá inn slóöina og skoöa Morgunblaöiö á Internetinu: http://www.strengur.is s http://www.strengur.is Stórhöfða 15, Reykjavík, sími 587-5000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.