Morgunblaðið - 02.04.1995, Síða 1

Morgunblaðið - 02.04.1995, Síða 1
HANDSKIPTUR TWINGO OG AUÐVELDURIMEÐFORUM - FORD 1947 VORU- BÍLL BRYNJU - STRATUS FYRIR EVRÓPUMARKAÐ - SÉRFRÓÐIR AFSKRIFA RAFMAGNSBILA í BRÁÐ - CATERPILLAR YONAST EFTIR BATA Á ÍSLANDI sjóváWIalmennar Kringlunni 5 - sími 569-2500 Corolla Special Series, sérbunir lúxusbilar á einstöku tilboðsverði. <S> TOYOTA Tákn um gaeði Morgunblaðið/Kristinn TOYOTA með gallabuxnainnréttingu er óneitanlega með nokk- uð sérstöku yfirbragði. Fóru 12 buxur í klæðninguna og á henni eru alls 18 vasar! Aösóknarmet og nærri 100 bílar seldir SÝNINGIN tókst framar öllum vonum og okkur skilst að slegið hafi verið aðsóknarmet í Perlunni því þangað komu kringum 9 þús- und manns á sunnudeginum og 4-6 þúsund á laugardag og við höfum alls selt nærri 100 bíla, segir Loftur Ágústsson hjá Toy- ota-umboðinu í samtali við Morg- unblaðið. Sýndir voru jeppar, fólksbílar, aukahlutir og flagg- skiptið Lexus LS 400, glæsivagn sem kostar kringum 8 milljónir króna. Lexus vakti mikinn áhuga sýn- ingargesta rétt eins og hann gerði á bílasýningunni í Genf á dögunum en nú er hann kominn í endur- bættri gerð. Þá dró tilboð Toyota á Corolla bílunum undir heitinu Special Series einnig að sér mikla athygli og flestir bílarnir sem seld- ust voru úr þeirri fjölskyldu. Co- rolla þriggja hurða hlaðbakur er boðinn á kr. 1.239 þúsund krónur, fimm dyra á 1.264 þúsund og stall- bakurinn á 1.324 þúsund krónur. Þessir bílar eru búnir Si innrétt- ingu með hæðarstillingu á öku- mannssæti, samlæsingum og geislaspilara með þjófavörn og verða áfram í boði meðan birgðir endast. Meðan á sýningunni stóð voru pantaðir um 45 bílar og í framhaldi af henni hefur annar eins fjöldi af bílum verið seldur þannig að alls hefur sýningin leitt af sér nærri 100 bíla sölu. Nú um helgina er Toyota sýning í Vestmannaeyjum og um næstu helgi verður flotinn sýndur á Selfossi. ■ LEXUS var sýndur í fyrsta sinn á íslandi. Salo BMW eykst vegna efnahagsbatans SALA BMW jókst 1994 vegna efna- hagsbatans samkvæmt tilkynningu frá fyrirtækinu og framleiðsla Ro- vers hefur aukizt síðan það fyrirtæki var keypt af Bretum í fyrra. Sala samsteypunnar 1994 jókst í 42,1 milljarð marka úr 29 milljörðum 1993 - en án Rovers í 32 milljarða marka. Framleiðsla bíla og vélhjóla fór yfir eina milljón og starfsmönnum fjölgaði í rúmlega 100.000. Aukin alþjóðaviðskipti stuðluðu einnig að aukinni sölu. Til þess að anna eftirspum varð að vinna á laug- ardögum og jóladagana. Einnig var starfað með fullUm af- köstum hjá Rover framleiðslan þar jót um 16% þannig Morgunblaðið/Kristinn að hún varð eins mikil og 1989. Hagnaður BMW 1994 var sagður „viðunandi," en tölur verða ekki birt- ar fyrr en í marzlok. Þýzk markaftshluttieild 13% Samtímis tilkynntu samtök þýzka bílaiðnaðarins, VDA, að bifreiða- framleiðsla Þjóðveija heima og er- lendis hefði aukizt um 7.2% í 6.47 milljónir 1994 — þannig að hlutdeild Þjóðverja á heimsmarkaði er 13%. BMW framleiddi 942,400 bíla að Rover meðtöldum, en 573,100 að Rover undanskildum, miðað við 532,960 1993. Framleidd voru 44,430, vélhjól miðað við 36,990 1993. Gert er ráð fyrir aukinni fram- leiðslu og sölu 1995. BMW segir að gróska í Bandaríkj- unum hafi náð hámarki, greinilegt sé að eftirspurn í Japan aukist og að nýskráningum fjölgi einnig í Evr- ópu. Nýir skattar íþyngi hins vegar bílaiðnaði í Þýzkalandi. ■ HJÁ BMW umboðinu, Bifreið- m og landbúnaðarvélum, getur nú að líta best búna fjórhjóladrifna BMW langbakinn sem fluttur hefur verið til landsins, BMW 525ixt en hann er með 192 hestafla, sex strokka og 24 ventla vél. Grunnverð bilsins er tæpar 4,4 milljónir króna og með aukabúnað- inum er verðið rúmar 5,7 milljónir en hann er helst- ur: Leðurinnrétting, tölvu- stýrð sjálfskipting, hljómkerfi, fjarstýrðar samlæsingar, hraða- festir, sætahitun að framan, úti- hitamælir, þokuljós, sportfelgur og þannig mætti áfram telja. ■ Búnaður fyrir syf jaða ökumenn TOYOTA hefur kynnt tækninýjung sem er ætlað að draga úr þeirri hættu að ökumenn sofni undir stýri. Um er að ræða rafeindabúnað sem skynjar ástand ökumanns og sendir frá sér rafboð ef svefnhöfgi sígur á hann undir stýri. Flestir ökumenn hafa einhvern tíma orðið fyrir því að dotta undir stýri en vaknað upp tímanlega til þess að afstýra slysi. Með búnaðin- um frá Toyota ætti þeim tilvikurrí að fækka þar sem syfjaðir ökumenn verða valdir að óhöppum. Bílllnn stöftvaftur af tölvu NEMI sem skynjar vitundará- stand ökumanns er í armbandi á úlnlið hans. FYRSTA og annað stig við- vörunarbúnaðarins. í fyrstu gefur hann frá sér hljóð en dugi það ekki til hristir hann sæti ökumannsins. Vökuástand ökumanns er mælt með nema í armbandi sem fest er á úlnlið ökumanns. Neminn mælir púls ökumannsins. Upplýsingamar fara síðan í tölvu sem er búin for- riti til að greina vitundarástand ökumannsins. Falli það niður fyrir tilgreind mörk sendir tölvan viðvör- un til ökumannsins. Viðvörunarbúnaðurinn hefur inn- byggða þrenns konar svörun. Við fyrstu svörun gefur tölvan frá sér hljóð sem varar ökumanninn við því að hann sé að verða of syfjaður til að stjóma bifreið og þyrfti að hætta akstri og hvíla sig. Aukist syfja ökumanns enn setur tölvan af stað búnað í sæti hans sem skekur sætið til og gerir honum með því viðvart að hann sé of syfjaður til að aka bíl. Virði ökumaðurinn tvær fyrri viðvarirnar að vettugi og haldi vit- undarástand hans áfram að minnka sér tölvan um að stöðva bílinn sjálf- virkt. Lykiiatriðið í búnaðinum er sá að með honum er ökumanni gert við- vart um eigið vitundarástand og að hann sé ófær um að aka bíl vegna syfju. Honum er í raun ráðlagt að stöðva bílinn og hvílast í stað þess að reyna að halda sér vakandi og aka áfram í þreytuástandi og taka áhættu í umferðinni. ■

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.