Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.04.1995, Blaðsíða 2
2 C SUNNUDAGUR 2. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ 4 Chrysler Stratus sérstak lega stefnt á Evrópumarkað CHRYSLER kynnti síðan hinn nýja Stratus á sýningunni í Genf en hann er eiginlega arftaki Sara- toga og fellur í stærð mitt á milli Chrysler Neon sem kynntur var hérlendis fyrir nokkru og Vision, hins stærsta í flotanum. Þá kynnti Chrysler einnig New Yorker sem er byggður á sama grunni og Vision. Stratus er væntanlegur hingað til lands til kynningar í síðasta lagi um sumarmál. Stratus er teiknaður eftir sömu megin stefnu og Vision þar sem farþegarýmið er teygt fram á lág- an framendann með mjög hallandi framrúðu og afturrúðan á sama hátt toguð eins aftarlega og unnt er án þess að um hlaðbak verði að ræða. Með þessu næst að gera farþegarýmið stærra og virðist það t.d. ekki koma alltof mikið niður á farangursrýminu þótt það mætti vissulega vera ögn stærra. Með þessu móti er Stratus allur ávalur og straumlínulagaður og hinn ásjálegasti bíll. Stratus er 4,76 m langur (Neon er 4,36 m og Vision 5,12 m) og hann vegur 1.350 eða 1.435 kg eftir véla- stærðum. Tvær vélar eru boðnar, tveggja lítra, fjögurra strokka, 16 ventla og 131 hestafl eða 2,5 lítra, sex strokka, 24 ventla og 161 hestafl. Hámarkshraði á að geta orðið 200 STRATUS er mjúklega lagaður á alla kanta og er afturendinn talsvert hærri en lágur framendinn. Morgunblaðið/jt. OLL aðstaða innan dyra er þægileg og virkar vel á væntanlega ökumenn. Bíllinn er væntanlegur hingað til lands á næstunni. og 210 km og eyðslan á jöfnum 90 km hraða 6,4 til 7,4 lítr- ar. Fáanleg er bæði fimm gíra handskipt- ing og sjálfskipting. Með Stratus er Chrysler fyrir- tækið sérstak- lega að stefna á Evrópumarkað og er bílnum ætl- að að ná þar góðri fótfestu út á sérstakt útlit sitt, stærð, hag- kvæmni í rekstri, þægindi og búnað og með góðum öryggisbún- aði en til hans teljast m.a. líknar- belgir fyrir ökumann og framsæt- isfarþega. Forráðamenn Chrysler segja að mikil rækt hafi verið lögð við hvers kyns smáatriði, alls um 300, við hönnun og út- færslu. Eru m.a. nefnd atriði eins og rofinn á rafstýrðu speglastill- ingunni, hvernig hljóðið sé þegar vélarhlíf er lokað og stærð og þyngd kveikjulykils, allt þetta þurfi vandlegrar athugunar við áður en rétti frágangurinn sé fundinn. í Sviss kemur Stratus til með að kosta frá 2,5 milljónum króna og hérlendis er verðbilið 2,1 til 2,9 m. kr. eftir vélum og búnaði. Morgunblaðið/Árni Sæberg KRISTINN Bjarnason, eigandi Ford 1947 vörubíls, undir stýri. bílsins blöstu við. Þá bar að garði Kristin Bjarnason, gamlan Ford- áhugamann sem 18 ára gamall hafði eignast sinn fyrsta Ford- vörubíl. Æ síðan hafði hann heill- ast af þessum bílum og í mörg ár hafði hann haft augastað á fallega Fordinum hjá Brynju. Fór svo að Kristinn bjargaði bílnum frá glötun, flutti hann uppí Star- dal og geymdi þar í 20 ár. Þá var bíllinn fluttur á nýjan leik til Reykjavíkur þar sem hans beið gagnger uppgerð og. Margir fær- ir handverksmenn komu nálægt uppgerðinni og ber þar sérstak- lega að nefna Hjálmtý Sigurðsson sem sandblés húsið, ryðbætti og sprautaði. Ingimundur Benedikts- son og Gunnlaugur Magnússon sáu um tréverkið, Ragnar Jó- hannsson smíðaði grind fýrir pall og sturtu og Pétur Jónsson að- stoðaði við kramið. Uppgerðin var síðan kvikmynduð af Ingólfi Sig- urðssyni og er sú mynd merkileg heimild um góða uppgerð. • Eitt af því sem bílaáhugamenn taka strax eftir þegar þeir skoða þennan glæsilega minnisvarða gamallar verktækni er hvað vélin er þýðgeng. Það sætir undrun hvað þessar gömlu „flathead V-8 vélar voru hljóðlátar og í góðu jafnvægi, þannig að vart heyrist hvort þær eru í gangi. Vélar þess- ar voru 239 kúbiktommur og skiluðu 100 hestöflum, oggengu jafn þýtt hvort sem þær voru í fulllesta vörubíl á leið norður yfir heiðar eða í yfirbyggðri rútu í langferð með 25 manns um borð og hlaðnar farangri. Þeir bflar sem öðrum fremur einkenndu eft- irstríðsárin voru vinnuhestar sem þessir sem óku um malarborna vegi landsins án þess að mögla og mörkuðu um leið upphaf nú- tíma samgangna á íslandi. . ■ Om Sigurðsson Ford 1947 vörubíll Brynju ÁRIÐ 1913 birtist á íslandi sú bílategund sem átti eftir að sanna betur en nokkur önnur ágæti þess fararskjóta sem leysa skyldi hest- inn af hólmi sem þarfasti þjónn- inn. Hér var á ferðinni bíll fram- leiddur af brautryðjandanum Henry Ford sem fyrstur gerði bíl- inn að þeirri almannaeign sem hann er i dag. Fordbílar streymdu til landsins á árunum eftir fyrra stríð og voru vörubílar þar í mikl- um meirihluta, enda iðnbylting hafin á íslandi og þörf fyrir mikil- virk atvinnutæki. Eftir seinna stríð komu til landsins fjölmargir vörubílar af Ford-gerð og fór einn þeirra í þjónustu járnvöru- verslunarinnar Brynju við Lauga- veginn. YfirburAlr Ford Henry Ford fæddist í Springfí- eld í Bandaríkjunum árið 1863. Rúmlegar þrítugur setti hann saman sinn fýrsta bíl sem líktist að mörgu leyti f|'ögurra hjóla reið- hjóli. Eftir það var vegurinn varð- aður til mikilsvirkrar bflafram- leiðslu, grýttur í fyrstu enda Henry skapmikill maður og erfíð- ur í öllu samstarfí. Árið 1903 hófst framleiðsla Fordbfla, en það er ekki fyrr en með tilkomu T- Fordsins árið 1908 sem fjölda- framleiðsla hefst og þá einkum fyrir tilstilli færibandsins. Yfír- burðir Ford í bandarískri bíla- framleiðslu urðu slíkir á næstu árum að á meðan framleiddir voru sex Ford- ar, rann einungis einn Chevrolet af færi bandinu hjá Gen- eral Motors. í júnímánuði 1913 flutti Sveinn Odds- son prentari opinn T-Ford blæjubíl til ís- lands frá Vestur- heimi, en þessi bíll átti eftir að ryðja brautina fyr- ir ört vaxandi straum bíla til landsins. í september sama ár kom svo annar Ford og skömmu síðar fyrsti Overlandinn, en sú tegund átti eftir að veita Fordin- um harða samkeppni á næstu árum. Sveinn varð fyrsti umboðs- maður fyrir Ford á ís- landi, en þegar hann flutt- ist vestur um haf árið Margir komu nálægt endurgerð bílsins Árið 1947 festi járnvöruversl- unin Brynja við Laugaveginn í Reykjavík kaup á nýjum Ford- vörubíl. Var hann sérpantaður með einföldum dekkjum að aftan svo hann slyppi inn í portið þar sem glerslípunin var til húsa. Næstu 20 árin flutti bíllinn allt það sem til þurfti fyrir fyrirtækið, enda voru hinir þriggja tonna vörubílar einkar hentugir í verk- efni fyrir meðalstór fyrirtæki sem staðsett voru í þröngum götum og portum eins og Brynja. Þegar starfsdegi vörubílsins lauk fyrir rúmum aldarfjórðungi var hann seldur til ungra manna sem hugðust gera honum gott en ekki fór betur en svo að vélin frostsprakk og döpur endalok FORDINN kom aftur á götuna fyrir þremur árum, þá jafngóður sem nýr. BÍLLINN var sérpantaður með einföldum dekkjum að aftan svo hann slyppi inn í portið þar sem glerslípunin var til húsa. Myndin er tekin árið 1950. FORNBÍLAR Á ÍSLANDI 6 1915 komst umboðið í hendur Páls Stefánssonar. Strax árið 1913 var farið að nota Fordana í leiguakstur og þegar Ford-vöru- bílamir tóku að berast til landsins var oftar en ekki smíðað á þá boddý til fólksflutninga. Árið 1945 voru 1.200 bflar af Ford- gerð á íslandi, þar af 750 vörubíl- ar. -1“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.