Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 1
JMtorgmtlifafcifei AÐSENDAR GRBNAR PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 BLAÐ Nýrrar hugsunar og nýrra að ferða er þörf í heilbrigðismálum GÓÐ heilbrigðisþjónusta sam- hliða jafnrétti og jafnræði á því sviði hefur verið aðalsmerki ís- lensku þjóðarinnar frá því að hún varð fullvalda og sjálfstæð. Því merki viljum við framsóknarmenn áfram halda á loft. Einkenni íslenska heilbrigðis- kerfisins er að það er aðgengilegt, skilvirkt og ódýrt. Þessi einkenni verður áfram að tryggja. ísland er um miðjuna í röð OECD-landa þegar mæld eru raunveruleg út- gjöld til heilbrigðismála. Lífslíkur íslenskra karla og kvenna eru með því hæsta sem þekkist í heiminum. Hækkandi meðalaldri þjóðarinnar fylgja meiri kröfur til heilbrigðis- kerfísins og þá um leið meiri fjárútlát. Góð heilbrigðisþjónusta kostar mikla peninga. Aðhald, hagræðing og sparnað í heilbrigð- ismálum er sjálfsagt að hafa í huga en til að ná árangri á því sviði er nauðsynlegt að hafa sam- starf um það við heilbrigðisstétt- irnar og heildarsamtök þeirra er þjónustunnar njóta. Lengra verður ekki gengið Skattaálögur í heilbrigðiskerf- inu hafa hækkað svo mikið að ekki verður lengra gengið. Greiðsluþátttaka almennings í lyfjakostnaði hefur aukist úr 18% í 32% og enn eru fyrirhug- aðar hækkanir. Greiðsluþátttaka í sérfræðikostnaði hef- ur aukist úr 16% í 37% á fjórum árum og með tilvísanaskyldu er gert ráð fyrir að þetta hlut- fall fari yfir 40%. Þessu til viðbótar hafa komugjöld á heilsu- gæslustöðvar verið hækkuð um 600 millj- ónir kr. á kjörtímabil- inu. Sá aukni kostnað- ur sem sjúklingar hafa orðið að taka á sig er orðinn um 3 milljarðar á kjörtímabilinu umfram það sem áður var. Nútímastjórnar er þörf Mikilvægt er að koma á fót stýrikerfi í heilbrigðisþjónustunni sem sé byggt á langtíma áætlun- um, tækni og þekkingu nútíma- stjórnunar til að tryggja hámarks- nýtingu fjármuna á sama tíma og þjónusta verði bætt og þess gætt að rótgrónar velferðarhugsjónir víki ekki fyrir skammtímasjón- armiðum. Því verður að hverfa frá handahófskenndum niðurskurði og illa undirbúnum spamaðaraðgerðum. Þess í stað verði stutt kröftuglega við fram- sæknar hugmyndir bæði faglegar og rekstrarlegar til að tryggja sem besta þjónustu og ýtrustu hagkvæmni í heil- brigðiskerfínu. Sú við- horfsbreyting þarf að verða innan sem utan heilbrigðiskerfísins að líta á heilbrigðisþjón- ustuna sem atvinnu- grein sem sé sam- keppnisfær á alþjóða- markaði. í hjartaskurðlækningum, glasa- fijóvgunum og fleiri greinum höf- um við náð gífurlega góðum ár- angri eins og sjá má af alþjóðleg- um samanburði. Því þurfum við að nýta okkur þennan árangur um leið og við hugum að því hvemig við getum nýtt sérstöðu íslands í að leita samstarfs við erlenda að- ila um að koma upp alþjóðlegri gigtar- og krabbameinsrannsókn- arstöð hér á landi. Þjónusta sjúkrahúsa Gera skal þróunaráætlanir fyrir sjúkrahúsin til lengri tíma í stað Koma á á nýju stýri- kerfí í heilbrigðiskerf- inu, að mati Finns Ingólfssonar, til að tryggja hámarksnýt- . ingu fjármuna. tilviljanakenndra vinnubragða. Ekki verði gengið lengra í niður- skurði sem felur í sér aukið álag á starfsfólk og lélegri þjónustu við sjúklingana. Frekari hagræðing verður að byggjast á þátttöku alls starfsfólks á öllum sviðum innan sjúkrahúsanna þar sem sívirk gæðaþróun verður höfð að leiðar- ljósi. Rekstrarlega og faglega stjóm- un skal tengja þannig að hvert svið eða deild verði gerð ábyrg fyrir eigin rekstri. Hægt verði að umbuna starfsfólki fyrir aukin af- köst og árangur í starfí. Sjálf- stæði einstakra rekstrareininga skal aukið og í þeim tilgangi skal sjúkrahúsum gert kleift að kaupa aðfengna þjónustu þar sem hún fæst skilvirkust og ódýrast. Komið verði á markvissri verka- skiptingu milli sjúkrahúsanna þar Finnur Ingólfsson sem áhersla verði lögð á afmörkun verkefna, samnýtingu tækja, bún- aðar, húsnæðis og sérfræðiþjón- ustu þeirra. Fj árhagsáætlunum og greiðslu- fyrirkomulagi stóra sjúkrahúsanna verði breytt þannig að ljóst verði hvar einstök læknisverk verði unn- in hagkvæmast hvort heldur út frá faglegum, þjónustulegum eða rekstrarlegum forsendum. Þjónusta utan sjúkrahúsa Byggja skal upp faglegt innra eftirlit og gæðaþróunarkerfí í allri þjónustu utan sjúkrahúsa sem sé skilvirkara en nú er og leggi aukna áherslu á fagleg gæði og hafí ýtrastu hagkvæmni að markmiði. Þykir rétt að greiðslur til lækna, bæði í heilsugæslu og á sérfræði- stofum, tengist slíku eftirliti þann- ig að tryggt verði að boðskipti milli þessara aðila verði með eðli- legum hætti þannig að hagsmunir sjúklinganna séu tryggðir. Heilsugæslan verði grunneining í íslenska heilbrigðiskerfinu. Sú þjónusta sem heilsugæslustöðvar veita á sviði heilsuvemdar verði einstaklingum ávallt að kostnaðar- lausu. Aukin áhersla verði lögð á for- vamarstarf og hvatningu til heil- brigðs lífernis á öllum sviðum heil- brigðisþjónustunnar svo og í skól- um og innan íþrótta- og æskulýðs- hreyfíngarinnar. Heilsuverndarstöðin í Reykjavík verði gerð að miðstöð forvama og heilsuverndarstarfs í landinu. Höfundur er alþingismaður Framsóknarflokksins í Rcykjavík. Ahyggjulaust ævikvöld Guðmundur Hallvarðsson innbyrðis R-listans í borgarstjóm Reykjavíkur og þeirra sem að undanfömu hafa látið þessi mál til sín taka með uppbyggingu hjúkrunarheimilanna Skjóls og Eirar. Vegna þess hafa orðið nokkrar tafír á byggingu nýs hjúkrunarheimilis. Von- andi er þó lausn í sjón- máli. Þeir sem sinna málefnum aldraðra mega ekki undir neinum kringumstæðum missa sjónar á markmiðinu, þ.e. að tryggja öldruðum áhyggjulaust ævikvöld. Það má ekki gerast að gott málefni líði fyrir ilur um aukaatriði. EITT aðalmarkmið Sjálfstæðisflokksins í öldrunarþjónustu er að hinn aldni einstaklingur haldi reisn sinni og þátt- töku í mannlegu lífí til hinstu stundar. Á síðari tímum hefír verið lögð áhersla á að efla unga sem aldna til sjálfs- bjargar. Til þess eru ýmsar leiðir. Sjálfsagt og eðlilegt er að efla heimaþjón- ustu við aldraða, svo sem mjög hefir verið rætt, og efla hana með þeim hætti að þeir sem komnir eru til aldurs og vilja búa heima eigi þess kost í lengstu lög. Til þess að svo megi verða og að aldraðir búi við nauðsynlegt öryggi þarf einkum tvennt að koma til: I fyrsta lagi þarf að efla öldrunarlækningadeild Borg- arspítalans þannig að þegar veikindi beija að dyrum eigi aldraðir þar vísa spítalavist um stundar sakir uns heilsan kemst í lag á ný. í öðru lagi þarf pláss á hjúkrunarheimli að vera fyrir hendi séu veikindi langvarandi. Þessir tveir þættir verða að vera til staðar. Enn skortir hér í Reykjavík rými íyrir a.m.k. 120 manns til þess að hjúkrunarrými fyrir aldraða sé í sæmilegu horfí. Nú hafa orðið nokkr- ar deilur milli núverandi meirihluta Annað mál í þessu sambandi er einnig mjög brýnt, þ.e. að í heilbrigð- isráðuneytinu séu endurskoðuð ákvæði varðandi byggingar og stað- setningu heimila fyrir aldraða. Það er fráleitt, eins og nú er, að bygging- ar dvalarheimila taki mið af þörfínni kjördæmaskipt. Svo dæmi sé tekið af þéttbýlinu hér á suðvesturhomi landsins, þá er ekki eðlilegt að draga í þessu tilliti óyfirstíganleg mörk milli Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis. Ég bendi á að á Hrafnistuheimilunum dvelja fjölda margir sem alla ævi hafa átt heima í öðrum landshlutum. Það eru ekki eingöngu Reykvíkingar sem dvelja á Hrafnistu í Reykjavík né heldur eingöngu fólk úr Reykjanes- kjördæmi sem býr á Hrafnistu í Hafn- arfírði. Á báðum þessum dvalarheim- ilum er fólk víðsvegar af landinu. Við Hrafnistu í Hafnarfírði væri mjög hagstætt að byggja hjúkrunarheimili fyrir 90 vistmenn. Það tæki stuttan tíma og í Hrafnistu er fyrir allur þjón- ustukjami slíks heimilis. Þrátt fyrir Markmiðið er, segir Guðmundur Hall- varðsson, að hinir öldr- uðu 1 þjóðfélaginu geti búið við reisn og öryggi. það telja menn að málið gangi ekki upp vegna furðulegra ákvæða heil- brigðisráðuneytisins um slík heimili. Þau eigi hvað sem á dynur að vera réttu megin við línuna. Ef byggð yrði hjúkrunardeild við Hrafnistu í Hafn- arfírði myndi það skekkja myndina gagnvart hjúkrunarrýmafjölda kjör- dæmaskipt. Yfir slík smáborgarasjón- arsmið verða menn að komast til þess að uppbygging dvalar- og hjúkr- unarheimila fái eðlilegan framgang. í þessu máli sem öðram verður heil- brigð skynsemi að ráða. Höfundur er þingm aður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavíkurkjördæmi Oháðir, Alþýðu- bandalagið og öryggismálin EINS OG kunnugt er hefur Alþýðu- bandalagið haldið sig við hina fornu og trénuðu stefnu sína í varnar- og öryggis- málum þjóðarinnar sem byggir á því að kyija úrelt slagorð um ísland úr NATO og herinn burt. Ríkin í Mið- og Austur-Evrópu, þ.m.t. baltnesku ríkin, leggja nú flest hver mikla áherslu á að fá aðild að Atlantshafs- bandalaginu vegna þess að þau telja að þannig sé vamarhagsmunum þeirra best Hver er stefna óháðra, spyr Geir H. Haarde, gagnvart aðild íslands að NATO? borgið. Aðildin að NATO sé sú besta trygging fyrir öryggi þeiira sem völ er á. Á meðan ber Al- þýðubandalagið á ís- landi höfðinu við steininn og neitar að hverfa frá úreltri stefnu sinni. En hið nýja kosningabanda- lag þess og svokall- aðra óháðra hefur ekki gert almennilega hreint fyrir sínum dyram í þessu máli. Því er eðlilegt að spurt sé: Hver er stefna óháðra gagnvart aðild ís- lands að NATO? Er það sama gamla slagorðastefna Alþýðu- bandalagsins eða má búast við einhveiju nútímalegra úr herbúð- um óháðra? Höfundur er alþingismaður og skipar 4. sæti á framboðsiista Sjálfstæðisflokksins í Rcykjavik. Geir H. Haarde

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.