Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 2
2 B ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ í- KOSNINGAR 8. APRIL Lýðræði til sölu! Eiginhagsmuna- gæsla þingmanna ísland er fámennt land. Hér býr einsleit þjóð í einu landi. Minni- hlutahópar eru fáir. Við erum flest af sama kynþætti og trúarbrögð hafa ekki valdið umtalsverðum deilum í nær þúsund ár. Á íslandi er lýðræði og flestir eru nokkuð sáttir við það stjórnkerfi. Þau ríki, þar sem trúarbragðastríð, kyn- þáttaátök og þjóðernisdeilur eru viðvarandi, öfunda okkur af þessu friðvænlega ástandi. Skipan mála til Alþingiskosninga ætti því að vera frekar auðleysanleg. Svo virðist þó ekki vera. Allt frá endurreisn Alþingis hafa verið háværar deilur hér á landi um kjördæmakerfið. Kerfið hefur smám saman þróast áfram í málamiðlunum milli þingmanna sem taka meira mið af eigin hag en vitrænni uppbyggingu skynsams kosningakerfis. Enda eru þeir þar að taka ákvarðanir um eigin hag og starfsöryggi. Þess háttar vinnu- brögð leiða sjaldnast til farsælla lausna. Dregið í dilka Það misvægi atkvæða sem inn- byggt er í kerfið er í raun brot á grundvallarmannréttindum. Vest- firðingur hefur í dag þrefalt meira vægi í Alþingiskosningum en Reyk- víkingur eða Reyknesingur. Hvers á ég að gjalda sem Reykvíkingur? Þetta er í hrópandi andstöðu við þá lýðræðis- og mannréttindaþróun sem átt hefur sér stað í heiminum á undanförnum áratugum. Þessi munur virðist því ekki geta verið neinum rökum studdur nema þá Eiríkur Bergmann Einarsson helst þeim að dreifbýl- isbúar séu svo mun merkilegra og skyns- amara fólk en skríll- inn á mölinni að þeir verði að hafa meira vægi til að koma í veg fyrir heimskulegar ákvarðanir þéttbýlis- þingmanna. Gott og vel, ef menn taka þessi rök góð og gild, en þá vil ég fá að vita hver rökin eru fyrir því að Norðlendingur vestra hefur tvöfallt meira vægi en vinur hans í Norðurlands- kjördæmi eystra. Get- ur verið svo mikill munur á þeim að réttlætanlegt sé að annar hafi aðeins hálft atkvæði? Eða eru íbúar Norðurlands eystra allir bara ein- ísland eitt kjördæmi, segir Eiríkur Berg- mann Einarsson, og leiðin er stuðningur við Alþýðuflokkinn. hverjir hálfdrættingar og íbúar höfuðborgarsvæðisins eitthvað mun minna en það? Ef svo er væri líklega réttast að taka vistarböndin upp aftur svo þjóðin lendi ekki öll í sollinum í borginni. Oskiljanlegt kjördæmakerfi Kosningalög hafa mótandi áhrif á það flokkakerfí sem myndast á hverjum stað. Á íslandi hefur kjör- dæmakerfið fætt af sér fjórflokka- kerfið. Kjördæmakerfið hefur í gegnum tíðina verið Framsóknar- flokknum í vil þar sem hann sækir helst fylgi sitt út á landsbyggðina en verið Alþýðuflokknum afar óhagstætt því fylgi hans hefur ver- ið mest í þéttbýlinu. Alþýðuflokkur- inn hefur því verið í fararbroddi þeirra breytinga sem hafa verið í framfaraátt en Framsóknar- flokkurinn staðið gegn þeim. Sein- asta endurskoðun kosningalagana, fyrir utan þá litlu breytingu sem nú varð þegar flakkarinn var festur í Reykjavík, var gerð árið 1987. Þótt aðeins hafi verðið kosið eftir þessum lögum tvisvar sinnum eru þau ekki á vetur setjandi. Sú endur- skoðun mistókst hrapallega. Breyt- ingin var gerð út frá hag þeirra þingmanna sem þá s'átu á þingi. Lagt var upp með það að leiðar- ljósi að einfalda lögin, minnka mis- vægið eftir búsetu og útrýma mis- væginu milli flokkanna. Niðurstað- an varð hins vegar sú að viðhalda bæri misvæginu eftir búsetu en jafna það milli flokkanna. Eins og sjá má eru þessi markmið með öllu ósamrýmanleg. Þetta var þó barið í gegn sem varð til þess að kerfið er nú gjörsamlega óskiljanlegt fyrir kjósandann og nú er ljóst að við þurfum að bíða fram á næstu öld þar til hægt verður að kjósa eftir nýju og skynsamara kerfi. Landið allt eitt kjördæmi Ef við viljum koma í veg fyrir sérhagsmunagæslu og kjördæma- pot sem alltaf fylgir kjördæma- skiptingu. Ef við viljum koma á skiljanlegu og gegnsæju kerfi þar sem allir íslendingar eru jafnir og sitja við sama borð þá er aðeins ein leið fær. Það er að fara þá leið sem Alþýðuflokkurinn hefur boðað í nær 70 ár, að gera landið allt að einu kjördæmi. Þá fyrst verða allir íslendingar jafnir. Höfundur er 'stiórnmálafræðinemi og skipar 15. sæti á framboðslista AJþýðuflokksins íReykjavík til Alþingiskosninga. Átak gegn vímuefnum og ofbeldi HVER hefur ekki heyrt um ofbeldi í ein- hverri mynd í fréttum síðustu vikur? Hver þekkir ekki einhvern sem hefur misnotað áfengi eða ánetjast vímuefnum? Hver •þekkir ekki hversu al- varlegt slíkt er - ekki bara fyrir einstakling- inn sjálfan sem lendir í vandræðunum heldur stóran hóp sem tengist málinu á einn eða ann- an hátt. Hversvegna ofbeldi? Eitt er víst að það að skera niður framlög til löggæslu í landinu er ekki vænleg leið til að ráða bót á vandanum. í dag er það þannig að fíkniefnaneytendur á íslandi eru taldir skipta þúsundum en mjög er þó ósljóst hversu há þessi tala er. Heyrst hafa tölur að hér séu á fj'órða hundrað sprautufíklar. Þessir ein- staklingar eru ofurseldir sinni fíkn. Þeir hafa hvorki aðstöðu né líkam- lega heilsu til að vinna fyrir neysl- unni á almennum vinnumarkaði heldur verða þeir að grípa til mis- kunnarlausra aðgerða til að hrein- lega lifa af. Þeir geta ekki hætt nema fá til þess aðstoð. Það eru þessir einstaklingar sem finna sér fórnarlömb á götum úti - brjótast inn og stela - gera yfirleitt allt sem þeir geta til að ná í peninga fyrir eitrinu. Þetta fólk er fársjúkt og sama má raunar segja um nauðgar- ana og þá sem fremja kynferðisaf- brot gagnvart saklausum bðrnum. Sigurbjörg Björgvinsdóttir Oftar en ekki hafa þessir ógæfumenn-ver- ið fórnarlömb svipaðra ógæfumanna og hafa ekki komist yfir þá miklu sálarangist sem glæpurinn hafði á þá sjálfa. Hvað er til ráða? Þegar rætt er um hvað sé til ráða í þess- um efnum er fátt um svör. Það hlýtur þó að koma upp í hugann hvort þyngja eigi dóma °g fylgja þeim betur eftir. Eflaust má ætla að með því að þyngja dóma myndu menn verða hræddari við að fremja glæpinn. Ég tel t.d. að þyngja eigi verulega dóma yfír „sölumönnum dauðans-" en það vil ég gjarnan kalla þá sem eru að bjóða ungum, óhörðnuðum skóla- Hér má engum hlíf a, segir Sigurbjörg Björgvinsdóttir, hér eru svo miklar mannleg- ar tilfínningar í húfí. börnum eiturlyf til að prófa og/eða kaupa. Þessir menn fá alltof væga dóma og einnig landaframleiðendur en komið hefur fram að stærsti við- skiptahópur þeirra er krakkar langt undir lögaldri. Við verðum líka að gera okkur grein fyrir hverjir eru að hagnast á þessum viðskiptum. Það er ólíklegt að það sé neytand- inn sjálfur. Hver sér um innflutn- inginn og markaðssetninguna - eru það fíkniefnaneytendur sjálfir? Varla. Hér þarf að ráðast að rótum vandans. Hér eru augljóslega um- talsverðir peningar sem hvergi koma fram mena í auknum þjóðfé- lagslegum vandræðum og vansæld einstaklinganna. Kynferðisafbrota- menn þarf að skylda í viðeigandi meðferð - en slík meðferðarstofnun er ekki til hér á landi í dag. Það þarf að veita þolendum slíkra voða- verka mun meiri aðstoð en gert er þannig að næsta kynslóð verði ekki fórnarlömb þeirra sem eru þolendur í dag. Pólitískur vitfi Stjórnmál snúast um fólk og til að taka á þessu máli þarf pólitískan vilja. Það þarf að efla forvarnar- starf og taka markvissara á þessum málum en gert er í dag. Hér má engum hlífa - hér eru svo miklar mannlegar tilfinningar í húfi. í þessu máli þarf almenningur að vera vel vakandi. Foreldrar verða að sýna málinu skilning ef koma mætti í veg fyrir að börnin þeirra verði fórnarlömb. Framsóknarmenn hafa vilja til að ráðast að rótum vandans. Á lista flokksins á Reykja- nesí eru einstaklingar sem hafa sýnt að þeir þora að hafa sjálfstæð- ar skoðanir. Við munum gera átak gegn vímuefnaneyslu og ofbeldi í hverskonar mynd fáum við til þess pólitískan styrk. Þú átt leikinn í kosningunum 8. apríl. Höfundur skipar 6. sætiá lista framsókaarmanna á Reykjanesi. Hvað hefur áunn- ist í ríkisfjármál- um og hvernig á að halda því? ER RIKISSTJÓRN Davíðs Odds- sonar tók við völdum í apríl 1991 blasti ekki við fögur sjón í ríkisfjár- málum. Gífurlegar erlendar skuldir, hallinn á ríkissjóði var þrefalt meiri en ráð hafði verið fyrir gert og eftir- spurn ríkisins eftir lánsfé var gífur- leg. Eftir langt tímabil óráðsíu var kominn tími til breytinga sem kröfð- ust áræðni og ekki síst þess að hugs- að væri til lengri tíma á kostnað þeirra skammtímasjónarmiða er allt- of lengi höfðu einkennt ríkisfjármál- in. Árangurinn af þess- ari stefnubreytingu er nú að líta dagsins ljós. En í hverju felst ár- angurinn? I fyrsta lagi er verð- bólga nú í fyrsta sinn frá stofnun lýðveldisins undir 5 prósent fjögur ár í röð, þ.e. 1992 til 1995. Nú erum við líka í fyrsta sinn að greiða niður erlendar skuldir. Atvinnuleysi fer minnk- andi og vextir hafa lækkað. Ríkisútgjöld hafa lækkað um 8,5% á kjörtímabilinu og hefur engri ríkisstjórn tekist það áður þrátt fyrir fögur fyrirheit margra þeirra. A kjörtímabilinu hafaskattar lækkað um 2 milljarða en síðasta vinstri stjórn hækkaði skatta um 11 millj- arða. Fyrir ungt fólk skiptir mestu máli að erlend skuldasöfnun hefur verið stöðvuð, ríkissjóðshallinn hefur minnkað og ríkisútgjöld lækkað. Allt hefur þetta dregið úr þrýstingi á stjórnvöld um að auka skattheimtu Varðveitum efnahags- batann og stöðugleik- ann, segir Arnar Jóns- son, með því að kjósa Sj álfstæðisflokkinn. sem gerir ríkissjóð færari um að taka á skuldavandanum. Ungt fólk á því mikið undir því að sú stefna sem um leið hefur ráðið í ríkisfjármálum standi, en það gerist ekki nema með Sjálfstæðisflokkinn við stjómvölinn. Býður sá best er býður mest? Kosningastefnuskrár vinstri flokk- anna hafa nú séð dagsins ljós og hver þeirra felur í sér umtalsverðan útgjaldaauka fyrir ríkissjóð. Lætur nærri að Kvennalisti, Alþýðubanda- lag, Framsóknarflokkur, Alþýðu- flokkur og Þjóðvaki lofí hver á bilinu 8-10 miljarða útgjaldaaukningu rík- issjóðs, án þess að gert sé ráð fyrir þvi að miklar tekjur komi á móti. Við verðum að líta til þess að þetta ber sterkan keim af yfírboðum sem ekki hæfa ábyrgum stjórnmálamönn- um. Meginástæða þessara yfirboða er augljóslega sá glundroði sem orð- inn er á vinstri væng stjórnmálanna eftir myndun Þjóðvaka. Sjálfstæðis- flokkurinn er eini flokkurinn sem lofar ekki stórkostlegum útgjöldum til ýmissa hópa þjóðfélagsins. Hann byggir á reynslu, festu og ábyrgð og ekki síst því sem skiptir mestu fyrir okkur sem erum ung í dag, lít- ur til lengri tfma en næstu fjögurra ára. Það er ábyrgðarlaust að lofa útgjöldum án þess að benda á leiðir til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Skatt- ar eða lán eru einu færu leiðirnar til að auka tekjur ríkissjóðs og eng- inn vinstri flokkanna ér tilbúinn til þess að segja hvaða leið hann ætlar að fara. Sumir þeirra nefna þó frek- ari hátekjuskatt og fjármagnstekju- skatt sem mögulega tekjuöflun en slíkar breytingar munu fyrst og síð- Arnar Jónsson ast hitta fyrir ungt barnafólk í hús- næðiskaupum. Nýskipan í ríkisrekstri Ríkisstjórn Davíðs Oddssonar er stjórn ráðdeildar sem gengur til verka sinna af ábyrgð og stefnir að því að tryggja langtíma hagsmuni ríkisstofnana frekar en að horfa, eins qg er svo freistandi, til skemmri tíma. Útboðsstefna ríkisstjórnarinnar hefur skilað því, að á aðeins tveimur árum hefur tekist að láta útboð ná til 50% af aðföngum ríkisstofnana. Hafin er tilraun með notkun þjónustusamninga þar sem frelsi stofnana til þess að gera betur og njóta þess sjálfar er tryggt. Með samanburði á árangri stofnana myndast hvati til að gera enn betur. Hófsöm þjónustugjöld hafa verið innleidd til þess að auka kostnað- arvitund bæði þeirra sem nota og veita opinbera þjónustu. í þjóðfélagi framtíð- skiptir samkeppnishæfni annnar miklu máli. Framleiðni hjá hinu opin- bera á íslandi hefur verið alltof lág og þarf að aukast svo við getum orðið samkeppnishæf við aðrar vel menntaðar þjóðir. Sú staðreynd að ríkisvaldið er mjög stór hluti af ís- lenska efnahagslífmu gerir það nauð- synlégt að ríkið sé ekki undanskilið í því að auka sína framleiðni. Fyrstu nauðsynlegu undirbúningsskrefin hafa verið tekin af núverandi ríkis- stjórn. Við sem munum byggja þjóð- félag framtíðarinnar verðum að tryggja að frekari skref verði tekin á sviði nýskipunar í ríkisrekstri. Almenningur skynjar efnahagsbatann Miklu skiptir að almenningur er nú farinn að skynja efnahagsbatann. Þannig hefur það komið í ljós í könn- un sem framkvæmd var af Gallup að um 60% aðspurðra töldu að af- koma þeirra yrði betri árið 1995 en 1994. Sambærileg könnun sem fram- kvæmd var árið 1993 benti til þess að um 40% íslendinga teldu að árið 1994 yrði betra en árið 1993. Nú standa kjósendur frammi fyrir einföldu vali. Ef þeir vilja stöðugleika og framfarir kjósa þeir Sjálfstæðis- flokkinn og tryggja honum þar með áframhaldandi lykilhlutverk í stjórn- un þjóðfélagsins. En ef þeir kjósa til vinstri þá er ljóst að þeir hafa frem- ur kosið margflokka vinstri stjórn en þann farsæla stöðugleika sem nú ríkir. Áfram ber að halda á þessari braut sem hefur verið mörkuð á liðnu kjör- tímabili og verkefnin eru ærin. Þann- ig hefur stjórn Sambands ungra sjálfstæðismanna skorað á stjórnvöld að framkvæma svokallaða kynslóða- reikninga fyrir ísland. í slíkum reikn- ingum fælist mat á langtímaskuld- bindingum hins opinbera og því hvaða áhrif þær skuldbindingar myndu hafa á þörf fyrir skattahækk- anir. Hagsmunir ungs fólks eru þeir að slík langtímasjónarmið fái ráðið ríkjum því ríkissjóðshalli í dag getur ekki falið í sér annað en skattheimtu á morgun. Því hvetjum við allt ungt fólk sem er sammála um að vernda beri þann árangur sem að ofan er lýst að fylkja sér um Sjálfstæðis- flokkinn þann 8. apríl svo að framtíð- in verði okkar en ekki bundin af skuldaklafa þeirra er gengu á undan okkur. Höfundur er stiórnsýslufræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.