Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 B 3 _________________KOSNIMGAR 8- APRIL „Þeir fögnuðu mikið 1 Brussel“ FYRRIGREIN 1. FYRIR skömmu greindu frétta- menn Ríkisútvarpsins og Stöðvar 2 frá sérstökum fögnuði ráðamanna Evrópusambandsins (ESB) í Bruss- el. Astæðan fyrir fögnuðinum var synjun Jóns Baldvins við málaleitan Kanadamanna um stuðning í fisk- veiðideilu þeirra við ESB. íslendingar vita vel um hvað þessi deila snýst. Það er ekki svo ýkja langt síðan að þeir sjálfir háðu harðvftuga baráttu fyrir fiskimiðum sínum. Ástandið á fískimiðum Kanada- manna er afskaplega ískyggilegt. Það er búið að gjöreyða þorskstofn- inum og nú er gengið mjög á grá- lúðustofninn, en grálúðan er næst- þýðingarmesta fískitegundin á slóð- unum við Nýfundnaland. Til er fjöl- þjóðastofnun sem fjallar um físk- veiðar utan 200 mílna landhelgi á Norðvestur-Atlantshafi (NAFO). Þessi stofnun ákvað fyrir ekki löngu mjög takmarkaðar veiðar á grálúðu og úthlutaði ESB kvóta, 3.400 tonnum. ESB harðneitaði þessari ákvörð- un og úthlutaði sjálfu sér margfalt stærri kvóta. Þá hófst grálúðustríð- ið (samanber þorskastríð okkar ís- lendinga). Á vettvang komu togarar frá Spáni og fleiri ríkjum ESB (sam- anber togarana frá Bretlandi sem komu á okkar fískimið). Kanadamenn tóku einn spænsk- an togara að veiðum á Miklabanka, fluttu til hafnar og rannsökuðu bæði afla og veiðarfæri hans. í ljós kom að mikill hluti aflans var á stærð við lófa manns og möskvar veiðarfær- anna voru miklu smærri en lög gera ráð fýrir og auk þess voru þau klædd með pokum. ESB mótmælti töku togarans og sendi her- skip á vettvang. Kanadamenn leituðu eftir stuðningi íslend- inga og Jón Baldvin synjaði þeirri málaleitan, tók af- stöðu með ESB. Og ráðamenn í Brussel fögnuðu mikið. Það var mikið ólán, seg- ir Haukur Helgason í fyrri grein sinni, að ísland skyldi gerast aðili að EES. 2. Það var mikið ólán að ísland skyldi gerast aðili að Evrópska efnahagssvæðinu (EES), þá var brotið blað í sögu þjóðarinnar. Um aldir hafði þjóðin lotið er- lendu valdi, en þegar Fjölnismenn komu til sögunnar á fyrri hluta síðustu aldar, hófst fyrir alvöru baráttan fyrir frelsi hennar. Svo sem allir vita lauk þessari baráttu með stofnun lýðveldisins 17. júní 1944. íslenska þjóðin var fullvalda og sjálfstæð. Með samningnum um EES afsöluðum við okkur hluta af fullveld- inu, sjálfstæði þjóðar- innar var skert. í 2. grein stjórnar- skrár okkar segir svo: _ „Alþingi og forseti íslands fara saman með löggjafarvaldið. Forseti og önnur stjórnvöld samkvæmt stjórnarskrá þessari og öðrum landslögum fara með framkvæmda- valdið. Dómendur fara með dóms- valdið." Vegna samningsins við EES kemur þriðji aðilinn inn í myndina í sambandi við löggjafarvaldið. Þessi þriðji aðili er Evrópusamband- ið. Nú er það svo að Alþingi verður að afgreiða lög, reglur og tilskipan- ir sambandsins. Þannig samþykktu stjórnarsinnar á síðasta þingi u.þ.b. 40 lög sem sett höfðu verið einhliða af sambandinu úti í Brussel. Hið sama er að segja um dóms- málin. Með EES-samningnum var íslenskt dómsvald skert. í vissum tilskildum málum verðum við ís- lendingar að hlíta úrskurðum EES- dómstólsins. Sem dæmi má nefna að einmitt í næsta mánuði verður_ að breyta lögunum um einkasölu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, ella verði íslandi stefnt fyrir EES-dómstólinn fyrir brot á EES-samningnum. Af þessu sem nú var sagt er ljóst að þeir 31 alþingismenn sem greiddu samningnum atkvæði, brutu stjórnarskrá íslenska ríkisins og rufu þarmeð eiðstaf þann sem sérhver alþingismaður undirritar við upphaf setu á Alþingi. 3. Jón Baldvin var aðalhvatamaður þess að ísland gerðist aðili að EES og nú er orðið ljóst að hann leit á þá samningsgerð sem mikilvægan áfanga á leiðinni inn í Evrópusam- bandið. Til þess að ná þessu setta marki hefur hann einskis svifíst, hann hefur beitt brögðum og blekking- um, án þess að depla auga hefur hann æ ofan í æ logið að þjóðinni og samstarfsmönnum sínum. Þar sem hann var utanríkisráð- herra í fyrrverandi ríkisstjórn Stein- gríms Hermannssonar var eðlilegt að hann yrði oddamaður í samn- inganefnd íslands þegar viðræður fóru fram á milli EFTA-ríkjanna og ríkja Efnahagsbandalagsins. En maðurinn fór offari, gerði of mikið upp á eindæmi og svo fór að ráðherrar Framsóknar og Alþýðu- bandalagsins gengu frá sérstakri samþykkt í nóvember 1989, um að honum bæri skylda til að hafa náið samráð við samráðherra sína og utanríkismálanefnd. Orðrétt sagði í samþykktinni: „... að náið sam- starf verði haft innan ríkisstjórnar- innar og við utanríkismálanefnd á öllum stigum málsins." Jón Baldvin skellti skolleyrum við þessari samþykkt og hélt áfram að leika lausum hala, sótti jafnvel í sig veðrið og lagði til að hann fengi ótakmarkað umboð til samn- inga. Þá loksins spyrnti meirihluti ríkisstjórnarinnar við fæti og synj- aði þessari málaleitan. Þá sneri Jón Baldvin við blaðinu og hóf leynilegar viðræður við Dav- íð Oddsson um myndun nýrrar ríkis- stjórnar ef Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn fengju meirihluta í kosningum til Alþingis 1991. Jóni Baldvin var ljóst að ráðherrar Sjálf- stæðisflokksins yrðu lausari í taumi — enda varð sú raunin. Fimm dögum eftir að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar var mynduð fékk Jón Baldvin fullt og ótakmarkað umboð til samninga. Það er eftirtektarvert að þing- menn Alþýðuflokksins deildu mjög um það eftir kosningarnar 1991, hvort halda ætti áfram samstarfí við Framsókn og Alþýðubandalagið eða mynda ríkisstjórn með Sjálf- stæðisflokknum. Tillaga Jóns Bald- vins var samþykkt með eins at- kvæðis meirihluta og þetta eina atkvæði var atkvæði Jóhönnu Sig- urðardóttur. Höfundur er hagfræðingvr og félagi i Alþýðubandalaginu. Haukur Helgason Jákvæð og trúverðug jafnaðarstefna STÓR hluti þjóðar- innar er í leit að já- kvæðu framfaraafli, sem hefur trúverðuga jafnaðarstefnu að leið- arljósi. í nýlegri skoð- anakönnun kemur fram að 70% þjóðarinnar vilja sjá sameiningu félags- hyggjuflokkana. Slík þróun hefur orðið í stúdentapólitík við Há- skóla íslands og í kosn- ingum til borgarstjórn- ar í Reykjavík. Með þessum hætti hafa unn- ist sætir sigrar. Marka- lína í stjórnmálum framtíðarinnar verður að liggja á milli sérhagsmuna og heildarhagsmuna. Nauðsynlegt er að hafna valdakerfum gömlu flokk- ana. Þannig að hreinn trúnaður ríki milli samvisku kjósenda og lýðræð- islegs stjórnmálaafls. Ekki má tak- Þjóðvaki er jákvætt framfaraafl, segir Gunnlaugur Olafsson, með jafnaðarstefnu að leiðarljósi. marka sig við sjónarhól atvinnurek- enda, líkt og Sjálfstæðisflokkurinn gerir, ekki samvinnuhreyfingar eins og Framsóknarflokkurinn, ekki verkalýðshreyfingar eins og Alþýðu- bandalagið, ekki annars kynsins líkt og Kvennalistinn gerir og ekki Evr- ópusambandsins, eins og Alþýðu- flokkurinn gerir. Nauðsynlegt er að fá stjórnmálaafl sem tekur tillit til allra litbrigða samfélagsins og bygg- ir á víðtækri heildarsýn. Svar við aðstæðum Þjóðvaki hefur valið sér kjörorð- in; Trúnaður - velferð - velmegun. Mörg þau valdakerfi sem félags- hyggjuöflin hafa byggt upp hafa trénað innan frá, hugsjónaglóðir hafa kulnað. Þannig hefur sam- vinnuhreyfing og verkalýðshreyfíng á margan hátt þróast yfir í að verða steinrunnin nátttröll, sem byggja ekki lengur á félags- legri virkni umbjóðenda sinna og skapara. Mikl- ar breytingar hafa orð- ið í alþjóðastjórnmál- um. Kaldastríðságrein- ingur er úr sögunni. Alþjóðleg hugmynda- fræði, hörð fijálshyggja eða sósíalismi eiga ekki upp á pallborðið hjá al- menningi. Á sama tima hefur orðið fjölmiðla- bylting, þannig að for- sendur lýðræðis hafa á margan hátt breyst. Þegar fólk gerir sér grein fyrir því að það getur ekki treyst á valdakerfí gömlu flokkana eða al- þjóðlegar stefnur í stjómmálum, en vill leggja sitt af mörkum til að tryggja réttlæti og mannúð í samfé- laginu, er lykilatriði að trúnaður ríki milli kjósenda og frambjóðenda. Það verður að vera hægt að treysta því að flokkarnir semji sig ekki frá lof- orðum sínum. Heilindi Þjóðvaka hafa birst í því að lýsa yfir að stefnt sé á félagshyggjustjórn. Á þeirri for- sendu útilokar Þjóðvaki ríkisstjórn- arþátttöku með Sjálfstæðisflokkn- um. Velferð - velmegun Þjóðvaki leggur samhliða áherslu á velferð og velmegun. Oft hefur þessum hugtökum verið teflt fram í hvoru í sínu lagi. Þannig hafa ver- ið gerðar kröfur til ríkisins, án þess að huga að atvinnulífinu eða útfærsl- um í skattakerfinu til að tryggja fjár- magn til opinberrar þjónustu. í þess- um málum þarf að fara saman skipu- lagshyggja í bland við nægjanlegt svigrúm fyrir einstaklinga að hrinda ýmsum nýsköpunarverkefnum í framkvæmd. Auka verður skilning hjá stjómendum fyrirtækja að þeim beri að taka þátt í samneyslunni í sama hlutfalli og einstaklingar. Fráfarandi ríkisstjórn hefur fært skattbyrði fyrirtækja yfír á lág- launa- og meðaltekju launafólk. Til að tryggja að allir taki í sama hlut- falli þátt kostnaði velferðarkerfísins þarf að koma á fjármagnstekju- skatti og stóreignaskatti. Einnig er það alkunna að einstaklingar með umfangsmikinn rekstur geta á skattaskýrslum komið út með svo til engar tekjur. Nauðsynlegt er að gera stórátak í slíkum skattsvikum. I lífeyrismálum þarf að gera miklar úrbætur. Þannig ber að tryggja t.d. húsmæðrum lífeyrisréttindi, en nú- verandi kerfi veitir þeim engan rétt, en hálaunahópum margfaldan lífeyri á við aðra. Ferðaþjónusta er vaxtarbroddur í íslensku atvinnulífí. Líkt og í öðrum nýjum atvinnuvegum þarf að gæta þess að fara ekki of geyst og að fara ekki út í óyfirvegaðar fjárfest- ingar. Laxeldið fór eins og það fór af því ekki var lögð áhersla á rann- sóknar- og þróunarþáttinn. Auka þarf verulega markaðsrannsóknir í ferðaþjónustu til að gera ráðgjöf í ferðaþjónustunni markvissari, þann- ig að græðgi og skyndigróðahug- myndir verði ekki ferðaþjónustunni að bráð. Í því sambandi er ekki átt við að koma á boðum og bönnum, heldur að einstaklingar geti gengið að upplýsingum um hvað það er sem ferðamenn eru að sækjast eftir, hvort nægjanlegt framboð sé af gistirými á tilteknu svæði o.s.frv. Koma verður í gegn langþráðri lögg- jöf um rekstur upplýsingamiðstöðva. Þorri þjóðarinnar á þann draum að fella meirihluta núverandi ríkis- stjórnar. Það er markmið númer eitt. Framsóknarflokkurinn gefur upp mjög misvísandi skilaboð hvort hann vill starfa í félagshyggjustjóm eða hægri stjórn. Markmið númer tvö er að gera kröfu um skýrar línur. Ef Framsóknarflokkurinn heldur öllu opnu, verða þeir sem vilja félags- hyggjustjórn að kjósa annan flokk. Að geta valið ríkisstjórn er mikil- vægara fyrir kjósendur en valið milli einstakra félagshyggjuflokka. Höfundur er lífeðlisfræðingur og skipar 4. sæti á lista Þjóðvaka & Austurlandi. Gunnlaugur Ólafsson Allt úngt fólk sem liefur áhuga á stjórnmálum og málefnalcgum skoðanaskiptum er hvatt hl að íjölmenna á fund með Friðriki Sophussyni. ■ Hvernig gerum við Island samkeppnisfært á 21. öld? ■ Verður framtíð ungs fólks veðsett? ■ Hvernig verða næg atvinnutækifæri sköpuð fyrir ungt fólk? ■ Hvernig á að framfylgja stefnunni um húsnæði fyrir alla? ■ Mun ísland ganga í Evrópusambandið? ■ Getur ný menntastefna bætt menntun? Bolungarvík Víkurbær þriðjudaginn 4. apríl kl. 20:30 Akraies Langisandur miðvikudaginn 5. apríl kl. 20:30 m kVÖ/ BETRA ÍSLAND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.