Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 4
4 B ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSINIINGAR 8. APRÍL Vaxtarbroddur í at- vinnulífinu - hundruð nýrra starfa hvert ár KREPPT hefur að atvinnulífí og almenn- ingi í landinu síðustu ár með lækkandi tekj- um og vaxandi at- vinnuleysi. Loks nú í byijun þessa árs er þróunin að snúast til betri vegar, fyrirtækin hvert af öðru sýna hagnaðartölur og at- vinnuleysið fer minnk- andi. Þetta gerist auð- vitað ekki af sjálfu sér, fyrirtækin hafa tekið sér tak, eins og marg- sinnis hefur verið lýst í Morgunblaðinu, og nú koma þau sterkari fram og stjómvöld hafa skapað skilyrði fyrir auknum umsvifum þeirra. Hefðbundnu atvinnugreinarnar í landinu hafa mátt þola stöðnun eða samdrátt og ef ekkert annað hefði komið til stæðum við enn frammi fyrir vaxandi vanda. Ein atvinnugrein hefur þróast hratt undanfarin ár og vaxið með undra- verðum hraða, það er ferðaþjónust- an. Ár hvert verða til hundruð nýrra starfa vegna þjónustu við ferðamenn, erlenda og innlenda. Ferðamálastjóri hefur sagt, og byggir á alþjóðlegum kvörðum, að hveijir 45 ferðamenn skapi eitt starf í ferðaþjónustu. Ekki sjálfgefið að ná metárangri Það er hvergi nærri sjálfgefið, að ferðamenn fari um ísland, enn síður sjálfgefið að þeim fjölgi ár frá ári. Það kostar vinnu og fjármuni að fá hingað ferðamenn og síðustu ár hefur verið lagt meira í markaðs- sókn en nokkm sinni fyrr. Fjár- framlög ríkisins til ferðamála voru árið 1990, ef frá eru dregin sérstök framlög samkvæmt ákvörðun Al- þingis til hótela á landsbyggðinni, 63,6 millj. kr. Á síðasta ári voru sambærileg framlög 134,8 millj. kr. og á þessu ári 152,4 millj. kr. Ár- angurinn hefur ekki látið á sér standa. Tæplega 180 þúsund er- lendir ferðamenn komu hingað í fyrra, fleiri en nokkru sinni fýrr, tæplega 200 þúsund ef með eru taldir farþegar skemmtiferðaskipa. Fyrir 10 árum, 1985, komu um 97 þúsund erlendir ferðamenn hingað og 1990 voru þeir tæplega 142 þús- und. 400-500 ný störf Halldór Blöndal samgönguráðherra beitti sér fyrir því, að 100 milljónum króna var á síðasta ári varið til sérstaks söluátaks á helstu ferðamörkuðum okkar og hefur aldrei fýrr verið svo mikið í lagt að auka straum erlendra ferða- manna til landsins. Til átaksins lögðu Flugleiðir hf. 50 millj. kr., samgönguráðuneytið 40 millj. kr. og Framleiðnisjóður landbúnaðar- ins 10 millj. kr. Gjaldeyristekjur af er- lendum ferðamönnum, segir Þórhallur Jós- epsson, jukustum 1900 milljónir 1994. Markmiðið var að auka tekjur af erlendum ferðamönnum um 1.000 millj. kr. á því ári. Það mark- mið náðist og gott betur, erlendum ferðamönnum fjölgaði um 22 þús- und frá árinu áður. Gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum jukust um liðlega 1.900 milljónir króna. 95% þeirrar fjölgunar sem varð á komum erlendra ferðamanna 1994 var frá þeim löndum sem átakið náði til og er áætlað að tekjuauki af þeirri ijölgun hafi numið a.m.k. 1.500 millj. króna. Þannig hafa þessar 100 milljónir króna skilað sér fimmtánfalt til baka og miðað við að hvetjir 45 ferðamenn skapi eitt starf, þá hefur þetta markaðs- átak leitt til þess að 400-500 ný störf hafí orðið til í ferðaþjónustu á síðasta ári. Uppbygging um allt landið Þessi störf verða til um allt land- ið og á fjölmörgum sviðum sem tengjast þjónustu við ferðamenn. Þannig verður til hálft starf á einum stað, þriðjungur annars staðar, á enn öðrum stað þijú störf o.s.frv. Bændur hafa snúið sér að ferða- þjónustu sem aukagetu eða aðal- starfi, einyrkjafyrirtæki hafa sprottið upp hvarvetna um landið og fjölskyldufyrirtæki og auðvitað hafa minni og stærri fyrirtæki sem fyrir voru einnig notið góðs af vext- inum. Engin önnur atvinnugrein leggur jafn mikið af mörkum til að styrkja byggðimar í landinu. Samgönguráðherra gekkst einnig fyrir því, að á síðasta ári voru íslend- ingar hvattir til að ferðast um eigið land með átaksverkefninu „ísland - sækjum það heim.“ Kannanir á ár- angri leiddu í ljós, að átakið stuðlaði að umtalsverðri aukningu á ferða- lögum Íslendinga innanlands. Þau ferðalög skapa einnig störf og styrkja þannig stöðu einstaklinga og fyrirtækja í ferðaþjónustu. Marg- ir njóta góðs af: Leigubílstjórar, starfsfólk í veitingahúsum og ágisti- stöðum, bensínafgreiðslumenn og aðrir starfsmenn olíufélaganna, starfsmenn flugfélaga, bflaleiga, rútubflafyrirtælqa og svo mætti lengi telja. Arðbær fjárfesting Á þessu ári verður haldið áfram átaksverkefni til landkynningar er- lendis og er því ætlað að auka ferða- mannastraum hingað til lands utan háannatíma. Til þess er varið 30 millj. króna af hálfu samgönguráðu- neytis. Við sjáum af árangri síðustu ára, að beint samhengi er á milli þess hve miklum fjármunum er var- ið til landkynningar og tekna af ferðaþjónustu. Landkynning og önn- ur kynningarstarfsemi er arðbær fjárfesting og því er sérstaklega mikilvægt nú, þegar við íslendingar þurfum svo mjög á nýsköpun að halda í atvinnulífinu, að áfram verði haldið á þeirri braut sem Halldór Blöndal samgönguráðherra hefur markað og rutt. Höfundur er aðstoðarmaður samgönguráðherra. Þórhallur Jósepsson Stokkum upp launakerfið GAMLA flokkakerf- ið hefur í raun gefist upp við að jafna hér eigna- og tekjuskipt- inguna. Þess vegna hefur hreyfing fólks- ins, Þjóðvaki, orðið til, hreyfmg sem krefst sanngjarnrar skipting- ar þjóðarauðsins, hreyfing sem bendir á leiðir til nýrra sóknar- færra í atvinnulífínu og til átaks í mannrétt- inda-, siðvæðingar- og j afnréttismálum. Aukum framleiðni Við þurfum að bijót- ast útúr þeim vítahring sem kjara- málin eru komin í. Það er eitthvað mikið að í okkar þjóðfélagi, þegar láglaunafólk færi ekki meira fyrir vinnu sína en sem nokkurn veginn samsvarar atvinnuleysisbótum, enda er ísland auglýst sem Singap- ore norðursins til að laða að erlenda fjárfesta vegna lítils launakostnað- ar. Þetta fyrirkomulag brýtur niður sjálfstraust og sjálfsvirðingu fólks sem ekki á einu sinni fyrir brýnustu nauð- þurftum. Við vitum að stöðugleiki síðustu missera býggist fyrst og fremst á framlagi launafólks, sem tekið hefur á sig byrðar, m.a. mikla skattatil- færslu frá atvinnulíf- inu. Það hefur skapað atvinnuvegunum ný sóknarfæri, aukið hagnað þeirra og minnkað skuldir. Við hljótum því að gera þá kröfu til atvinnulífsins að framleiðni aukist, sem er með því lægsta sem þekkist í Evrópu, og að ha- græðing og endurskipulagning í fyrirtækjum nái til yfirbyggingar og stjórnunarkostnaðar en byiji ekki og endi á gólfinu hjá lægst launaða fólkinu. Hækkum lægstu laun Þjóðvaki, hreyfing fólksins, vill uppstokkun á launakerfinu. Við vilj- um byija hjá hinu opinbera með Við viljum gera launa- kerfið sýnilegt, segir Páll Halldórsson, og með kerfisbundnu starfsmati hækka lægstu laun. því að gera launakerfið sýnilegt, þannig að allar heildarlaunagreiðsl- ur og fríðindi verði felld inn í launa- taxtana, sem og að koma á kerfis- bundnu starfsmati, með það að markmiði að hækka lægstu launin. Það er sú leið sem Jóhanna Sigurð- ardóttir lagði til og fékk samþykkta á Alþingi, en fjármálaráðherra hef- ur ekki komið í framkvæmd. Uppstokkun á launakerfinu verð- ur forgangsverkefni Þjóðvaka við sjtórnarmyndun félagshyggju- aflanna að loknum næstu kosning- um. Höfundur er 8. maður á lista Pjóðvaka íReykjavík. Páli Halldórsson. Sighvat til ATVR Á SÍÐUSTU árum hefur ótrúleg niðurrifsstarfsemi átt sér stað í heilbrigðiskerfi þjóðarinnar. Helstu spamaðaraðgerðir stjómvalda hafa beinst að niðurskurði til stóra sjúkrahúsanna á Reykjavíkur- svæðinu og aukinni greiðslubyrði sjúklinga í lyfja- og lækniskostn- aði. Hæpin niðurskurðarrök Lyfjakostnaður sjúkra hefur verið stóraukinn í flestum flokkum lyfja, og er Tryggingastofnun með öllu hætt að taka þátt í kostnaði vegna sýklalyfjanotk- unar landsmanna. Borið var við að neysla lyfja væri meiri en í nágrannalöndunum, en slík rök era grannt hugsuð, því ekki er gefíð að tíðni sjúk- dóma sé hér sú sama og í öðram löndum. Ef spamaður næst fram með þessum hætti er annað tveggja rétt: að misnotkun eigi sér stað, eða að fólk sem þarf á lyfjum að halda fái þau ekki. Ef hið fyrra er rétt, er rangt að ráðast að sjúklingum, því söku- dólgurinn er sá sem skrifar upp á lyfið. Hið rétta væri þá að veita læknum aukið aðhald. Ef hið síð- ara reynist rétt, er hætta á að sjúk- dómar sem væra læknanlegir með nokkurra daga sýklalyfjakúr, verði langvinnir. Þetta yrði þjóðinni dýr- Kvennalistinn telur að tilvísunarkerfið bitni sérstaklega illa á kon- um, segir Sjöfn Kristj- ánsdóttír. Þær eru eini þjóðfélagshópurinn sem leitar hraustur til sér- fræðings. keypt þegar til langs tíma er Iitið. Það sem skiptir þó mestu máli er að lífi og starfsþreki viðkomandi einstaklinga er stefnt í hættu. Ein- föld eyrnabólga getur leitt til heyrnarleysis. Kvennalistinn mót- mælir þessum skammsýnu aðgerð- um sem munu kosta komandi kyn- slóðir ómælda þjáningu og kostn- að, auk þess sem þær mismuna sjúklingahópum. Það er t.d. ódýr- ara að fá hjartasjúkdóm en astma. Ekki sparaðist nóg. Var þá tek- ið til við að þyngja enn fjárhags- byrðar sjúkra með stórhækkuðum gjöldum fyrir læknisþjónustu í formi hlutfallsgreiðslna. í heil- brigðiskerfi þar sem verð er mis- munandi fyrir mismunandi þjón- ustu hljóta hlutfallsgreiðslur að koma misilla niður á sjúklingum eftir sjúkdómum. Þetta kerfi er því í eðli sínu óréttlátt. Það er t.d. mun dýrara fyrir sjúkling að fá magasár en hjartasjúkdóm. Þessu misrétti mótmælir Kvennalistinn og leggur til að mun lægri fasta- gjöld verði tekin upp fyrir læknis- þjónustu. Átthagabundnir sjúklingar Síðasta óheillaverk Sighvatar er svo tilvísanakerfið. Ráðherra byggir rök sín á reynslu landa sem era vel þekkt fyrir slæma heil- brigðisþjónustu. Sannleikurinn er hins vegar sá að íslendingar búa við ódýra, skilvirka hágæða sér- fræðiþjónustu — líklega besta kerfi veraldar. Búið er að færa rök fyrir þessu, en ráðherra ætlar gegn skynsemisrökum að þvinga tilvís- anakerfið í gegn án samráðs við sérfræðinga og þjóðina. Kvenna- listinn mótmælir slíkum gerræðis- ákvörðunum', sem munu átthaga- binda sjúklinga hjá ákveðnum heimilislækni og gera þeim erfitt að leita til sérfræðinga. Kvenna- listinn telur ennfremur að tilvís- anakerfið muni bitna sérstaklega illa á konum, þar sem þær era eini þjóðfélagshópurinn sem hraustur leitar reglulega til sérfræð- inga. En sem kunnugt er hafa heimilislæknar margir hug á að taka þessa þjónustu að sér. Þessu mótmæla konur auðvitað. Lágmarksþjónusta reynist framtíðinni dýr Niðurskurðurinn á spítölum Reykjavíkur er kominn iangt yfir öll velsæmismörk. Þjónusta við sjúklinga er komin í algjört lág- mark, biðlistar lengj- ast og stórhætta er á að vísinda- rannsóknir leggist af. Slikar að- gerðir kunna að skila sparnaði á uppgjöri heilbrigðisráðuneytisins við næstu fjárlög, en munu reyn- ast þjóðfélaginu og framtíðinni dýrar. Margir sem bíða eftir inn- lögn eru frá vinnu á meðan, sumir verða veikari á meðan á biðinni stendur. Kvennalistinn mótmælir þeirri skammsýni sem einkennir slíkar aðgerðir og telur þennan dýra spamað stefna heilbrigði þjóðarinnar í hættu. Borið er við að við höfum ekki efni á velferðarkerfinu. Það er hreinlega ekki rétt! Þetta er spurn- ing um að forgangsráða við íjár- lagagerð. Af hverju er vega- og gangagerð sett ofar velferð fólks- ins í landinu? Hvaða gagn er að vegum ef engir eru eftir til að aka á þeim? Af nógu er að taka. Talið er að 10 milljarðar tapist ár hvert vegna skattsvika og ekki eru fjár- magnstekjur skattlagðar. 10 millj- arðar fara árlega í kostnað vegna slysa. Þessu þarf að breyta með auknum forvörnum. Kvennalist- inn hefur ætíð lagt mikla áherslu á forvarnir sem aðferð til sparnað- ar. Verðhækkanir og skömmtunarseðlar Ofantaldar aðgerðir hafa valdið sjúkum ómældum skaða. í sið- menntuðum, félagslega þroskuð- um þjóðféjögum eiga sjúkir ekki að þurfa að huga að fjárhag sínum áður en þeir leita til læknis. Flest- ir hafa auk þess greitt sinn hlut til samfélagsins og ættu því að vera tryggðir. Að mati Kvennalist- ans hefur ríkisstjómin fótum troð- ið sjálfsögð og áunnin réttindi þjóðarinnar. Aðgerðir Sighvatar hafa allar beinst að því að minnka notkun á velferðarkerfinu, fyrst með því að hækka verðið og síðan með útgáfu skömmtunarseðla. Þetta á auðvit- að illa við í velferðarkerfinu, sem ætti að byggja á samábyrgð og mannúð. Kraftar Sighvatar myndu hins vegar njóta sín vel við sölu eiturefna eins og áfengis og tób- aks. Legg ég því til að hann verði næsti forstjóri ÁTVR, þjóðinni til heilla. Höfundur er læknir og skipar 8. sæti Kvennalistans / Reykjavík. Sjöfn Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.