Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 B 5 KOSNINGAR 8. APRÍL Alþýðuflokkurinn í fararbroddi Flokkur með framtíðarsýn ALÞÝÐUFLOKKURINN geng- ur til þessara kosninga með rót- tækar hugmyndir í farteskinu, hugmyndir sem flokksmenn hafa skilgreint sem framsækna jafnað- armennsku. Hér er ekki um að ræða innantómt orðagjálfur og miðjumoð heldur vel ígrundaða stefnumörkun til framtíðar. And- stæðingar Alþýðuflokksins hafa manna gleggst áttað sig á því að jafnaðarmenn hafa verið aðal frumkvöðlar stærstu umbótamála á íslandi bæði í fortíð og nútíð. Vegna þessa beina nú frambjóð- endur allra flokka spjótum sínum að Alþýðuflokknum, ýmist með því að gera störf hans tortryggileg eða með því að segja að stefnu- mál flokksins séu hreinlega ekki á dagskrá! Ætla kjósendur í þessu landi að láta miðstýrða kremlólóg- íu eða drottnunargjarna einræðis- hyggju valta yfir heilbrigða skyn- semi um hvað megi ræða og hvað ekki. Ég segi nei. Það ber að drepa í dróma allan slíkan hugsunar- hátt. í raun ætti þetta mál eitt og sér að vera næg ástæða til að kjósa Alþýðuflokkinn í komandi kosingum, en fleira kemur til sem ætti að auðvelda mönnum valið. Stöðnunarskeiði snúið í hagvöxt Á nýafstöðnu kjör- tímabili þurftu stjórn- arflokkarnir að takst á við stórvægileg vandamál í hagstjórn- un landsins sem krist- allaðist til að mynda í samdrætti í almennum atvinnurekstri og út- gerð, fjöldagjaldþrot- Magnús Örn um fyrirtækja, slæm- Friðjónsson um rekstrarskilyrðum, aukinni skuldasöfnun erlendis og ofan í kaupið spádómum ASÍ-for- ystunnar um 20 til 25% atvinnu- leysi, ef ekkert yrði að gert. Hafist var handa með markvissum að- gerðum sem miðuðu að hvoru tveggja kröftugum aðhaldsaðgerð- um og að koma atvinnulífinu á réttan kjöl. Vextir voru lækkaðir, verðbólgu svo að segja útrýmt, aðstöðugjald fyrirtækja afnumið og þjóðarsátt gerð um kaup og kjör. Þá náðist fram sparnaður í Hamingjan er á dagskrá! AÐEINS tveimur vikum eftir að Náttúru- lagaflokkur íslands til- kynnti um framboð sitt og jafnlöngu fyrir kosn- ingar mælist hann með 2% fylgi í Reykjavík. Með sömu fylgisaukn- ingu merkir það einn eða tvo þingmenn þann 8. apríl nk. Áríðandi er því að allir stuðnings- menn hans haldi vöku sinni og hvetji þá sem þeir þekkja til að skrifa nú sögu nýs og betri heims með atkvæði sínu. Meðal stefnumála Náttúrulagaflokksins eru náttúrulegar og hagkvæmar lausnir við að leysa vandamál þjóðfé- lagsins áður en þau verða til. Þar á meðal sannprófaðar vitundaraðferðir til að eyða streitu úr þjóðarvitund- inni og leggja grundvöll framfara. Með tilvísun til fjölda rannsókna sem birst hafa í viðurkenndum og þekkt- um vísindatímaritum, teljum við að með slíkum lausnum megi stefna að helmings lækkun skattbyrði, litlum ríkisafskiptum, litlu skattaeftirliti, að viðfangsefni heilbrigðiskerfísins verði forvarnir þ.e. heilbrigði í stað sjúkdóma og viðfangsefni stjórn- valda að auka sköpunarmátt, frelsi og hamingju þegnanna í stað eftirlits og ofstjómunar. Stefnuskráin er studd miklum fjölda vísindarannsókna sem margar hafa birst í þekktum og viðurkennd- um vísindatímaritum og eru unnar af ólíkum og ótengdum aðilum við háskóla og rannsóknastofnanir um allan heim. Hver þessara rannsókna er í raun stórfrétt. - Ein tilraunin sem vísað er til, fertugasta og önnur rannsókn á „samstillingarhópum", var unnin í samvinnu fulltrúa 15 bandarískra óháðra háskóla með þátttöku um 5.000 manna, og fór fram í Washing- ton D.C. sumarið 1993. Eins og við aðrar tilraunir var sagt fyrir við hverju mætti búast og reyndar aug- lýst í helstu dagblöðum. Framan- greind nefnd tók saman niðurstöður Aðalheiður Einarsdóttir og lýstu nefndarmenn þeim sem sláandi (t.d. 18% fækkun glæpa). Þó ekki sé nema fyrir þessar rannsóknir er hér augljóslega á ferð- inni annaðhvort stór- kostleg frétt eða stór- kostleg blekking, sem þó væri líka frétt. Samt þegja fjölmiðlamir þynnra hljóði en nokkru sinni. Með lítilli fyrir- höfn geta þeir gengið úr skugga um að allt eru þetta fullgildar rannsóknir og tilraunir sem hafa hlotið stað- festingu og viðurkenn- ingu virtra vísinda- stofnana og rita. Náttúrulagaflokkur íslands býður raunverulegar, sannprófaðar lausnir sem leysa vandamál áður en þau verða til, sem eyða streitu úr þjóðar- vitundinni, efla sköpunarmátt þjóð- N áttúrulagaflokkurínn býður sannprófaðar lausnir, segir Aðalheið- ur Einarsdóttir, sem leysa vandamál áður en þau verða til. arinnar og auka henni bjartsýni og áræði. Skoðanakannanir sýna að við eig- um raunverulegan möguleika til að ná manni inn á þing. Ekki kasta atkvæði þínu á áframhaldandi sóun, árangursleysi og mistök, - kjóstu heldur heilbrigði hamingju og aukinn sköpunarmátt. Mundu að nú loksins getur þitt atkvæði breytt öllu. Kjóstu Náttúrulagaflokkinn, settu x við N þann 8. apríl. heilbrigðisþjónustu upp á einn og hálfan milljarð á kjörtímabil- inu. Sighvatur Björg- vinsson gerði það sem fyrirrennarar hans í starfi höfðu ekki póli- tískt hugrekki til þess að framkvæma. Hann stöðvaði sjálfbæra hækkun ríkisútgjalda í heilbrigðisþjónustu, og náði fram veruleg- um sparnaði í lyfsölu. Þrátt fyrir þessar að- haldsaðgerðir jukust innlagnir á sjúkra- stofnanir. Á sama tíma varð mikil upp- Fylkjum liði um Alþýðu- flokkinn, segir Magnús Orn Friðjónsson, X-A. bygging í byggingu heilsugæslu- stöðva víða um land. Kalla menn þetta ekki árangur. Frumkvæði Alþýðuflokksins Til að renna enn styrkari stoðum undir aukinn hagvöxt og stöðug- leika reri Alþýðuflokkurinn að því öllum árum, einn flokka, að koma í höfn einum hagstæðasta við- skiptasamningi sem gerður hefur verið á síðari árum, samningnum um hið evrópska efnahagssvæði, EES. í tímabundinni andstöðu allra flokka þar sem Alþýðuflokknum var m.a. brigslað um landráð, þeg- ar hæst lét, héit hann hugsjón sinni Höfuadur er húsmóðir og skipar 1. sæti á lista Náttúrulagaflokksins á Reykjunesi. og baráttuþreki óskertu þar til yfir lauk, sannfærður um að þessi samningur yrði þjóðinni til heilla. Ég hygg að á engan sé hallað þó að sagt sé að formaður flokksins, Jón Baldvin Hannibalsson, hafí unnið þrekvirki við samningaborð- ið og skapað þjóðinni meiri auð en nokkurn hefði órað fýrir í upphafí. Samkvæmt upplýsingum Þjóð- hagsstofnunar mun þessi samning- ur einn og sér skila þjóðarbúinu allt að 6 milljörðum þegar fram í sækir. Bættur hagur með altækum aðgerðum en ekki kukli i samninga og laun Formanni flokksins hefur verið borið það á brýn að hugsa um of um utanríkismálefni en huga lítt að kjörum landsmanna. En þegar menn sjá þessi mál í samhengi er vandfundinn sá stjómmálamaður sem hefur með jafn altækum að- gerðum náð fram eins glæsilegum árangri til bættra lífskjara í land- inu. ísland í samfélagi þjóðanna Enn hefjum við sókn til nýrra landvinninga. Með því að setja aðildarumsókn að Evrópusam- bandinu á oddinn, með óskorað forræði þjóðarinnar yfír auðlindum sjávar innan íslenskrar efnahags- lögsögu, gefst landsmönnum tæki- færi til að brýna flokkinn til enn frekari dáða á þessu sviði. Reynsla annarra þjóða s.s. frænda okkar Dana á Evrópusambandsaðild hef- ur leitt til minnkandi atvinnuleysis og aukins hagvaxtar umfram það sem önnur Norðurlönd geta státað af. Hafa Danir glatað forræði sínu yfir landi og þjóð? Nei! Aldeilis ekki. Þeir hafa hins vegar reynst kænni en frændur þeirra í norður- álfu og vitað sem er að í utanrík- is- og varnarmálum, landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum eiga öll lýð- fijáls ríki sömu hagsmuna að gæta enda liggja þræðir þjóða víða sam- an. Allt tal um afsal fullveldis og sölu lands og sjávar er hræðsluá- róður sem ekki gengur upp. Haftastefna er úrelt fyrirbrigði ísland er ekki eyland og engu háð, við nærumst á samskiptum við aðrar þjóðir. Tollamúrar og viðskiptahindranir hvers konar hafa lengi haldið niðri lífskjörum á íslandi, takmarkað athafnafrelsi dugmikilla manna og skapað hátt verðlag innanlands. Engin trygg- ing er fyrir því að íslendingar geti óhindrað komið afurðum sínum á markað erlendis, það sanna að- gerðir Frakka á sl. sumri, þrátt fyrir EES-samninginn. En sem fullgildir aðilar að ESB fáum við hindrunarlausan aðgang fyrir allar okkar framleiðsluafurðir, niðurfeil- ingu allra tolla, stórlækkað verð á matvörum til neytenda, ríflega styrki til bænda og aukna mögu- leika á sviði mennta- og menning- armála. Langtímahagsmunir í stað hentistefnu Okkur hefur ávallt farnast best í nánu samstarfi við önnur þjóð- ríki, hins vegar hafa utanríkis- samningar hvort heldur þeir hafa heitið EFTA, EES eða NATÓ ávallt mætt harðri andstöðu úr- tölumanna sem sjá skrattann í hveiju homi. Alþýðuflokkurinn hefur ávallt verið á undan samtíð sinni í stefnumörkun, sett lang- tímahagsmuni þjóðarinnar ofar skammtímasjónarmiðum sem bet- ur hefðu fallið til vinsælda. Það brýtur jafnan á frumkvöðlum sem ryðja nýja braut til framtíðar. Við kveinkum okkur hins vegar ekki. Við höfum áður haft á réttu að standa, þegar aðrir sögðu annað. Svo mun einnig verða nú. Fylkjum liði um Alþýðuflokkinn í komandi kosningum og sköpum ungu fólki bjartari framtíð. X-A. Höfundur er formaður Alþýðuflokksfélags ísafjarðar. Aldraðir þurfa öryggi og fjölbreytta valkosti HLUTFALL aldr- aðra í íslensku þjóðfé- lagi fer sífellt vaxandi. Það er ánægjulegt að vita til þess að þessi hópur er við mun betri heilsu en aldraðir voru fyrir nokkrum áratug- um. Þess vegna er at- orka, vinnugeta og fé- lagsleg þörf aldraðra í flestum tilvikum mikil og góð fram eftir öllum aldri. En þeir eru líka margir aldraðir sem eiga við sjúkdóma að stríða, bæði almenna sjúkdóma og sjúkdóma sem fylgja öldrun. Lára Margrét Ragnarsdóttir Sveigjanleiki við starfslok Óskir eldra fólks um starfslok eru mjög mismunandi. Eftir að at- vinnuleysi gerði vart við sig hér- lendis hafa heyrst fleiri raddir um að gera eigi starfslok möguleg þeg- ar um sextugsaldurinn. Aðrir lifa fyrir vinnu sína og mega ekki til þess hugsa að hætta starfi um sjö- tugt. Því ber að skoða vel hvernig koma megi til móts við mismunandi óskir og þarfir eldri borgara í þessu efni. Fullnægjandi lausnir munu skila okkur ánægðari og heilbrigð- ari einstaklingum. Fjölbreyttir valkostir Vegna þess hve þarfir eldra fólks í samfélaginu eru mismunandi er brýnt að því bjóðist sem fjölbreytt- astir kostir. Sjálfstæðisflokkurinn telur sem dæmi að aldraðir eigi að hafa val um það hvort þeir vilji búa í eigin húsnæði svo lengi sem kostur er, hvort heldur á heim- ilum sínum eða í þeim nýju sambýlisformum sem þróast hafa á und- anfömum ámm, eða að þeir vilji njóta þjónustu öldrunarheimila. Samræming þjónustunnar Hins vegar er nauð- synlegt að hafa góða og samræmda þjón- ustu við aldraða þegar þörf krefur. Aldraðir eiga að hafa greiðan aðgang að heimilis- hjálp og heimahjúkrun. Sú þjónusta er hag- gefur öldruðum aukna til að dvelja lengur kvæm og möguleika heima. Hins vegar er bráðnauðsyn- legt að samræma betur þessa tvo þætti, heimilishjálp og heimahjúkr- un. Slíkt verður ekki gert nema yfirstjórn þeirra verði á einni hendi. Hjúkrunardeildir skapa öryggi Til að auka á öryggi aldraðra verður að vera unnt að tryggja þeim vistun á hjúkrunardeildum, þegar þörf krefur. Of margir hafa að óþörfu orðið fastir sjúklingar hjúkrunardeilda, þar sem þeir eða þeirra nánustu hafa ekki talið tryggt að þeir fái aftur pláss ef til útskriftar komi. Það verður því að veita fólki þá tryggingu, að þótt það búi heima og fái þar þjónustu, þá standi hjúkrunarheimilin þeim opin þegar á þarf að halda. Ástæðan fyrir þessu óöryggi er skortur á hjúkrunarrými fyrir aldr- aða, einkanlega í Reykjavík. í dag Félagsstarf aldraðra í Reykjavík er með mikl- um blóma. Lára Mar- grét Ragnarsdóttir segir að þar geti allir fundið eitthvað við sitt hæfi, þótt sumir kjósi fremur að stunda fé- lagsstörf í blönduðum aldurshópum. skortir u.þ.b. 200 rúm til þess að unnt verði að fullnægja þörfinni. Því eru hjúkrunarheimili/deildir brýnasta verkefni öldrunarþjón- ustunnar í Reykjavík. Félagsstarf aldraðra í Reykjavík er með miklum blóma. Þar má segja að allir geti fundið eitthvað við sitt hæfi, þótt sumir kjósi fremur að stunda félagsstörf í blönduðum ald- urshópum. Framtíðarverkefnin Þau framtíðarverkefni sem næst okkur standa eru því: * fjölbreytni og samræming þjón- ustu við aldraða * sveigjanleiki gagnvart starfslok- um - og síðast en ekki síst full- nægjandi framboð á hjúkrunar- rými. Höfundur er alþingismaður og skipar 6. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins / Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.