Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 6
6 B ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Ungi litli - bandprj ónninn - bendiprikið - bendillinn? Hagvöxtur menntunar og menningar HÉR á hjara verald- ar býr þjóð sem um flesta hluti getur deilt - og hefur gaman af. Allir íslendingar eru þó í aðalatriðum sammála um menntamál. Allir vilja mennta sjálfa sig og böm sín og greiða fyrir úr sameiginlegum sjóðum. Þær eru hjáróma raddimar sem vilja jú greiða fyrir sína menntun og sinna, en ekki hennar Jónu f næsta húsi. Slíkar raddir hafa jafnan verið kæfðar af fjöld- anum. Slík nánasarhugsun hefur samt allaf lifnað við þegar kemur að fjárveitingum til menntunar. Það er óþolandi að skólakerfið skuli stöðugt vera í spennitreyju vegna niðurskurðar. Námsfólk Iifir nánast á bón- björgum og kennarar allra skóla- stiga á algjömm lúsarlaunum. Þessu verður að breyta ef við ætl- um ekki að liggja eftir sem vanþró- uð þjóð - varavinnuafl á vergangi. A nýrri öld verður fyrst og síðast spurt um hagvöxt menntunar og menningar hverrar þjóðar. Konur leggja ómæld verðmæti að fót- skör framtíðar Frá upphafí byggðar hér, allt fram á þessa öld, sátu íslensk böm við pilsfald kvenna og lærðu að lesa af bók þar sem bandpijónn móður eða ömmu vísaði veginn. Bandpijónsaðferðin var þeirra tíma tákn. Með skólamenntun kom bendiprikið til sögunnar, og nú em það bendlar á tölvuskjám sem færa fólki fræðslu og upplýsingar á ör- skotsstund - jafnvel heimsálfa á milli. Það vora konur sem áttu og eiga einna stærstan þátt í að kenna nýrri kynslóð munnmæli ýmis, ævintýri og kveðskap, að hún læri og geymi til framtíðar. Þær þurftu þó lengi að beijast fyrir rétti sínum til skólamenntunar. Lagalegt jafnrétti hefur náðst og ungar konur stunda í æ ríkari mæli langskólanám. En æðri menntun skilar ekki auknum laun- um í þeirra hlut. Niðrandi kynjafordómar Aukin menntun kvenna skilar sér auðvitað þúsundfalt aftur til þjóðarinnar. Það verður að beija inn í ráðamenn, með illu eða góðu, að snú- ið verði af braut laun- akúgunar kvenna áður en það hefur þær afleiðingar að þær verða fráhverfar langskólanámi og kennslu. Konur eru og verða aðaluppa- lendur og lærimæður komandi kynslóða. Þá einföldu hagfræði eiga allir að skilja. Þeir niðrandi Við viljum fjárfesta í framtíðinni, segir Elín G. Ólafsdóttir, með bættri skólamenntun. kynjafordómar sem birtast í launakjömm kvenna hafa að und- anfömu endurspeglast í viðhorfi viðsemjenda kennara í kjaradeilu þeirrar stóra kvennastéttar. „Himinninn er að hryiya, hæna mamma" Gamli heimurinn hefur verið að hrynja, það detta brot úr honum, og hann minnkar óðfluga með aukinni tækni og upplýsingaflæði. Eitt er víst, það þýðir ekkert að hlaupa burt eins og Ungi litli í ævintýrinu. Ný öld með enn meiri breytingum en áður verður rannin upp áður en við er litið, og mér er spum: Ætlum við að mennta unga fólkið okkar þannig að því takist sómasamlega að glíma við nýja tíma sem kalla á meiri mennt- un? Þeir sem haldið hafa utan um þessa málaflokka undanfarin ár hafa því miður haft litlu meiri framtíðarsýn eða skilning á um- heiminum en Ungi litli. Harðfylgi kennara og heimska ráðamanna Ég veit að með harðfylgi hafa kennarar á öllum skólastigum, oft við illan leik, búið nemendur undir líf á næstu öld. Ég veit að á öllum skólastigum eru kennarar, nánast með beram höndum, að kynna nemendum nýja tækni, að leggja áherslu á upplýsingaöflun, fróð- leiksfysn, frumkvæði og fijóa, skapandi hugsun. Enginn skyldi ímynda sér að þetta sé létt verk fyrir kennarastéttina eða nemend- ur. Þrátt fyrir fögur fyrirheit og orðagjálfur fyrir kosningar hefur naumt verið skammtað til mennta- og menningarmála hér á landi í áratugi. Kennslutímar, tæknivæð- ing, námsgagnagerð, nýbreytni og nýjar námsbrautir - að ekki sé talað um laun kennara á öllum stigum skólans. Allt er þetta í lág- marki. Lágfóta, gráfóta 21. öldin verður enn byltingar- kenndari en undanfarnar aldir. Iðnbyltingin rauf kyrrstöðu bændasamfélags og gat af sér framleiðslusprengingu, sem aftur varð grundvöllur velferðarkerfis nútímans. Allt eru þetta smámunir miðað við það sem koma skal. Enn fleiri múrar munu falla, heimurinn verður einn markaður hvað varðar viðskipti, menntun og menningu. Ekkert þýðir fyrir fólk framtíðar að ætla að mennta sig í eitt skipti fyrir öll. Stöðugt þarf að horfa til fleiri átta. Við þurfum að horfast í augu við næstu öld með fyrir- hyggju: með eflingu andans - auk- inni menntun og menningu. Við eigum að mæta 21. öldinni með framsýni að leiðarljósi. Við verðum að bera gæfu til að standa saman um aukna fjárfestingu í skóla- menntun framtíðar. Bandpijónn og bendiprik era liðin tíð. Við Kvennalistakonur viljum endurskoðun menntamála á íslandi með þetta að leiðarljósi. Við viljum fjárfesta í framtíðinni með bættri skólamenntun og góðum launum kennara, og standa við það fyrir- heit á Alþingi. Við viljum hlýða kalli framtíðar; trúa á fýrirboðana og ekki láta skjóta okkur íslend- ingum ref fyrir rass í samkeppni komandi tíma. Við viljum ekki verða étin með húð og hári eins og Ungi litli sem lét plata sig í holu lágfótu og komst þaðan aldr- ei aftur. Hann skildi ekki þótt hann sæi það með augunum og heyrði það með eyrunum. Höfundur er aðstoðarskólastjóri og skipar 7. sæti & Kvennalistanum í Ileykjavík. Elín G. Ólafsdóttir Feluleikur Al- þýðubandalagsins HÉR Á landi hefur frá árinu 1930 verið starfandi stjómmála- flokkur, sem stefnt hefur að því ljóst og leynt að koma á þjóðskipu- lagi, sem byggist á hugmynda- fræði Karls Marx og lærisveina hans. í upp- hafi gengu menn hreint til verks og köll- uðu flokkinn Komm- únistaflokk íslands, en þegar ljóst var að nafnið og tengsl við Sovétríkin fældu kjós- endur frá, var ráðist í nafnabreytingu. Það gerðist árið 1938 með stofnun Sameiningar- flokks Alþýðu — Sós- íalistaflokksins. Síðan hefur feluleikurinn haldið áfram og flokk- urinn hefur skipt um nafn með reglulegu millibili, að því er virðist í þeim tilgangi að fela upprunann og slá ryki í augu kjósenda. Óháðir eða ekki Nýjasti þátturinn í þessum felu- leik hófst í vetur þegar tilkynnt var að í vor yrðu G-listamir vítt Nafngiftin „óháðir“ er mótsagnakennd, segir Þórður Þórarinsson, enda er erfitt að sjá hvemig menn, sem kjósa að bjóða fram í kosningum í bandalagi við stjómmálaflokk, geta talist óháðir. og breitt um landið ekki á vegum Alþýðubandalagsins, heldur Al- þýðubandalagsins og óháðra. Og til að undirstrika þessi „merku tímamót" var fenginn á G-Iistann í Reykjavík verkalýðsrekandi, sem að vísu hafði ekki verið yfírlýstur stuðningsmaður Alþýðubandalags- ins, en hefur hins vegar á undan- fömum áram stutt málstað þess í stóru og smáu. Þessi eini maður var „óháða aflið", sem valdi að þessu sinni að beijast með Alþýðu- bandalaginu. Nú er það ekki svo, að samein- ing þessara tveggja „hópa“, Al- þýðubandalagsins og „óháðra", hafi breytt miklu um stefnu G-listanna. Þeir leggja höfuðáherslu á „útflutningsleið" sína, sem samþykkt var í Alþýðubandalaginu áður en „óháðir" gerðu við það kosn- ingabandalag. Það virðist því sem þeir síðamefndu séu all- háðir Alþýðubanda- laginu málefnalega. Nafngiftin „óháðir" er þar fyrir utan heldur mótsagnakennd, þvi erfitt er að sjá hvemig þeir era óháðir, sem kjósa að bjóða fram í kosningum í bandalagi við stjóm- málaflokk. Fortíðarstefna „kosningabandalagsins" Þetta nýja afl í íslenskum stjóm- málum, kosningabandalag Alþýðu- bandalagsins og „óháðra“, virðist ekki bjóða upp á nýstárlega stefnu. Miðað við það, sem fram hefur komið, er ætlunin að auka ríkisút- gjöld um 10 til 12 milljarða króna og það hefði auðvitað í för með sér hærri skatta og aukin erlend lán. Þessu til viðbótar á svo að stofna hina og þessa „nýsköpunar- sjóði“, sem stjómmálamenn hyggj- ast nota til að styrkja fyrirtæki, sem þeim era þóknanleg. Allt eru þetta hefðbundnar for- tíðarlausnir vinstri manna, sem Alþýðubandalagið hefur alltof oft fengið tækifæri til að framfylgja í ríkisstjórnum, með slæmum áhrif- um á efnahag fyrirtækja og heim- ila í landinu. Það er brýnasta mál kjósenda í kosningunum að koma í veg fyrir að sú saga verði endur- tekin. Þess vegna þurfa kjósendur að sniðganga G-listana, og um leið að vara sig á þeim flokkum, sem líklegastir era til að bjóða Alþýðu- bandalagsmönnum sæti við ríkis- stjómarborðið. Þar er um að ræða þá flokka, sem kenna sig við fé- lagshyggju, en það er eins og kunnugt er íslenskun á heitinu sósíalismi. Höfundur er formaður Heimdallar, F.u.s. íReykjavík. Þórður Þórarinsson Ætlar þú að kjósa um menntamál? ÞAR sem ég tilheyri þeim fjölmenna hópi sem kallast námsmenn fékk ég inn um bréfa- lúguna hjá mér um daginn Stúdentablaðið. Þetta tölublað var til- einkað átakinu „Kjós- um um menntamál" sem flestar ef ekki all- ar námsmannahreyf- ingar á landinu standa að. Þar er ungt fólk hvatt til þess að taka afstöðu í kosningunum til Alþingis þann 8. apríl með tilliti til stefnu stjómmála- flokkanna í mennta- málum. Þetta fínnst mér ákaflega athyglisverð hvatning og verð að skoða hana nánar. Yfirboð eða raunveruleiki Fyrir kosningar vill það brenna við að ýmsir stjómmálamenn lofi öllu fögru til að laða að sér kjósend- ur. Þær kosningar sem nú standa fyrir dyram era ekkert öðravísi hvað það varðar. Frambjóðendur ýmissa flokka keppast við að yfir- bjóða hver annan í hin- um ýmsu málaflokk- um, þar með talið menntamálum. Aukin framlög til. mennta- mála svo milljörðum skiptir eru ekki vanda- málið hjá sumum áður en talíð hefur verið upp úr kjörkössunum. Ef forsvarsmenn náms- mannahreyfinganna eru að hvetja sína fé- lagsmenn til að taka afstöðu til stjómmála- flokka eftir því hver býður mesta peninga inn í menntakerfið fyr- ir kosningar tel ég þá vera á alvarlegum villigötum. Hvernig bætum við menntakerfið? Menntun er mikilvæg, um það er ekki deilt. En hvernig bætum við menntakerfíð? Grundvöllurinn fyrir bættu menntakerfi er stöðugt efnahagslíf; lág verðbólga, lágir vextir, aukinn hagvöxtur og halla- laus ríkisrekstur. Aðeins við slíkar aðstæður er hægt að hlúa að mennt- Grundvöllurinn fyrir bættu menntakerfí, segir Elsa B. Valsdótt- ir, er stöðugt efna- hagslíf, lág verðbólga, lágir vextir, aukinn hagvöxtur og halla- laus ríkisrekstur. un í landinu og öðram þeim þáttum sem saman mynda það velferðar- þjóðfélag sem við búum í. Besta menntastefnan er því sú stefna sem boðar stöðugleika í efnahagslífinu. Ef forsvarsmenn námsmannahreyf- inganna era að hvetja félagsmenn sína til að taka afstöðu til stjóm- málaflokka eftir því hver þeirra getur og vill búa til slíkt umhverfí tel ég þá vera á réttri leið - leiðinni og betri menntun og betra Islandi. Höfundur er háskólanemi og situr í stjóm Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna íReykjavík. ÞAÐ ER almennt viðurkennt að fíkniefnaneysla ungmenna, með öll- um þeim hörmungum sem af henni leiða, er eitt mesta böl nútíma sam- félags. Frá nágrannalöndunum þekkjum við að fíkniefnavandi er gríðarlegur og hér á landi vex vandamálið með degi hveijum. Þessi staðreynd kallar á róttækar aðgerðir yfirvalda. Breyting á rétt- arframkvæmd og hertari viðurlög er óhjákvæmilegt úrræði. „Burðardýrin“ tekin Það er staðreynd að þeir einstak- lingar sem verða uppvísir að því að smygla fíkniefnum jnn í landið era alla jafnan úrskurðaðir í gæslu- varðhald í nokkrar vikur meðan málið er rannsakað. Er þá leitast við að finna fleiri aðila sem tengj- ast málinu, jafnvel fiármögnuna- raðila, því oft era þetta aðeins „burðardýr" sem tekin eru en það era þeir aðilar sem fara erlendis til þess að ná í fíkniefnasendingu fyrir aðra. Að rannsókn lokinni er þess- um einstaklingum sleppt og þeir ganga lausir þar til dómur er upp kveðinn og oft getur liðið langur tími þama á milli. Dæmin sanna að þessir sömu einstaklingar koma sér úr landi í millitíðinni og þegar að dómsuppkvaðningu er komið era viðkomandi horfnir sporlaust. Þessu þarf að breyta. Of lítil áhætta Sem kunnugt er hafa refsingar verið til, í ýmsu formi, frá upphafí mannlegs samfélags. Refsingar eiga að vera öðrum til viðvörunar Elsa B. Valsdóttir Innflutningnr á fíkniefnum Breyting á réttarframkvæmd o g harðari viðurlög

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.