Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ ____________________________________ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL 1995 B 7 KOSNINGAR 8. APRÍL Gegn fóstureyðingum MÓÐIR Teresa er nafn sem allur heimur- inn þekkir. Þetta er nafn konu sem hefur helgað líf sitt Guði. Auðmýkt, kærleikur og takmarkalaus hlýðni við köllun sína einkennir þessa konu. Guð hefur kallað hana til hjálpar hinum óæskilegu, þeim sem sjúkdómar og menn hafa dæmt saklausa til dauða. Flestar hjálparstofnanir treysta sér ekki til, eða vilja ekki, hjálpa fólki í vissum kringumstæð- um. Ýmist af ótta við banvæna smitsjúkdóma eða af ótta við al- menningsálit. Móðir Teresa hefur í áratugi hjálpað fátækum og holdsveikum í Kalkútta á Indlandi og hún hefur einnig tekið að sér að hjálpa eyðnismituðum. Alla tíð hefur hún barist fyrir rétti allra ófæddra barna til að fá að lifa. „Fóstureyðing er mesti óvinur kærleika og friðar. Hugsum til þess eitt andartak, með þakklæti til foreldra okkar, að þau elskuðu okkur og gáfu okkur þá gleði að fá að lifa. Því að enginn okkar væri hér í dag ef móðir okkar Guðmundur Örn Ragnarsson hefði farið í fóstur- eyðingu.“ Þannig talaði móðir Teresa til heimsins árið 1989 er hún heim- sótti Noreg, en hún hefur hlotið friðar- verðlaun Nóbels. Þúsundir kvenna, sem látið hafa eyða fóstri, þjást af mikilli sektarkennd og skal engan undra. Getur Guð fyrirgef- ið? „Því svo elskaði Guð heiminn að Hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á Hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf“ Jóh 3.16. Jesú Kristi var fórnað á krossi fyrir alla menn. Blóði Hans var úthellt til þess að afmá syndir. Ef þú biður Jesú (talaðu upphátt) um að fýrirgefa þér synd þína, fóstur- eyðingu eða eitthvað annað, og biður Hann um að koma inn í líf þitt sem frelsara þinn og Drottinn, mun Hann gera það á stundinni, um leið og þú hefur sleppt orðinu. Hann mun fyrirgefa þér og frelsa þig, afmá alla sekt þína. Eftir það getur Hann ekki minnst syndar þinnar, hún er ekki til. Það er eitt höfuð- verkefni K-listans, segir Guðmundur Orn Ragnarsson, að stöðva fóstureyð- ingar á íslandi. Þann 8. apríl nk. verður gengið til Alþingiskosninga. í fyrsta sinn á íslandi er boðinn fram kristilegur listi, K-listinn. Þessi framboðslisti lítur á það sem eitt höfðuverkefni sitt að koma til leiðar því að fóstur- eyðingar verði stöðvaðar á íslandi enda er þetta stærsta réttlætisbar- áttumál sem háð hefur verið hér, fyrir börn og mæður og feður, því að það snýst um grundvöllinn að öllum öðrum mannréttindum, rétt- inn til að fá að lifa. Það mun tak- ast að stöðva fóstureyðingar á ís- landi með Guðs hjálp og góðra manna. Ert þú ekki einn þeirra? Greiddu þá K-listanum atkvæði þitt. Höfundur er prestur og skipar 1. sæti K-listans í Reykjaneskjördæmi. Fyrir unga kjósendur LÝÐRÆÐISLEGAR kosningar eru með dýrmætustu réttindum okkar. Þessi réttindi leggja á okkur þá sið- ferðislegu skyldu að taka yfirvegaða af- stöðu til allra þeirra kosta, sem 5 boði eru við kjörborðið. Þegar þangað er komið, eru völdin okkar, og þar mótum við framtíð okkar með vali á mál- efnum og mönnum. Við kjörborðið getur ungt fólk haft veruleg áhrif á lífsskilyrði ungra fjölskyldna næstu árin. Þess vegna er mikil- vægt, að skoða framtíðina í ljósi stefnumála þeirra, sem í framboði eru. Framtíðarsýn ungs fólks ætti að vera afgerandi áhrifavaldur varðandi niðurstöðu kosninganna 8. apríl nk. Hér á eftir eru nokkur atriði sem ég tel skipta máli varðandi hagsmuni ungra kjósenda næstu árin: * Veldu flokk, sem aðeins þjónar hags- munum almennings, en sinnir engum þröngum þrýstihóp- um. * Veldu flokk, sem sér aukna almenna velferð og fleiri íslensk atvinnutækifæri í saniningum við EES, GATT og ESB. * Veldu flokk, sem hefur sýnt getu til að ná fram varanlegri lækkun vaxta, verðbólgu og verð- lags. * Veldu flokk, sem hefur barist og mun beijast fyrir því, að hús- næðismál ungra fjölskyldna verði fjárhagslega viðráðanleg bæði námsmönnum og launþegum. * Veldu flokk, sem verndar jafnan Alþýðuflokknrínn þjónar hagsmunum al- mennings, segir Gunn- ar Ingi Gunnarsson, en ekki þröngsýnum hagsmunahópum. rétt allra gagnvart velferðarþátt- um þjóðfélagsins, þ.e. heilbrigðis- þjónustu, almannatryggingum, menntun og menningu. * Veldu flokk, sem mun alltaf berjast fyrir jöfnuði og réttlæti í íslensku þjóðfélagi. Ef þú ert sammála um það, að ofantalin atriði skipti miklu um lífsskilyrði ungs fólks á Islandi, þá skaltu nýta þinn dýrmæta kosn- ingarétt til að kjósa Alþýðuflokk- inn þann 8. apríl nk. Höfundur er læknir. GunnarIngi Gunnarsson og sömuleiðis eiga þær að lýsa ákveðinni van- þóknun á verknaði. Refsingar eiga líka að gegna ákveðnu já- kvæðu hlutverki en þannig er hægt að stemma stigu við eins- konar faraldri eins og fíkniefnaneysla virðist vera orðin í dag. Vand- inn er fyrst og fremst sá að það sýnist vera of auðvelt að smygla fíkniefnum inn í landið, þrátt fýrir góða við- leitni tollvarða til þess að koma í veg fyrir það. Áhættan er ein- faldlega of lítil, því viðurlög við innflutningi eru of væg og réttar- framkvæmdin ekki nógu skilvirk. Refsing 5-10 ár óskilorðsbundin Það er eðlilegt, í svona alvarleg- um málaflokki, að þeir einstakling- ar sem teknir eru með fíkniefni við komuna til landsins, hljóti dóm inn- an fárra daga og fari síðan í afplán- um í beinu framhaldi af því. Með hliðsjón af alvarleika brotsins, þ.e. að þarna er beinlínis, af fullum ásetningi, verið að flytja fíkniefni inn í landið, ætlað öðr- um til neyslu, væri eðlilegt að jafna þetta brot við tilraun til manndráps. Hæfileg refsing á ekki að vera minni en 5 ár fyrir minniháttar brot en það færi eftir styrk- leika efnisins og síðan 10 ár fyrir meiriháttar brot sem væri fyrir innflutning fíkniefna af harðari gerð. Þarna yrði refsing til þess að gegna jákvæðu hlut- verki því ef áhættan er orðin svona mikil, þá hlýtur það að verða umhugsunarefni fyrir „burðardýr- Eðlilegt er, að ein- staklingar, sem teknir eru með fíkniefni við komuna til landsins, segir Arnþrúður Karlsdóttir, hljóti dóm innan fárra daga. in“, hvort þau fari í innkaupaferð sem gæti endað á Hrauninu eftir 10 ár. Það er enginn vafi að það myndi draga úr fíkniefnavanda hér á landi. Úrbætur í fangelsismálum Hinsvegar er það svo að íslensk fangelsi eru í dag ekki í stakk búin ti! þess að taka við breytingu sem þessari. Það hefur sýnt sig að dóm- stólar eru mun skilvirkari eftir dóm- stólabreytinguna 1991 og hefur dómum fjölgað um 30% á sl. 5 árum. Samt sem áður hefur afbrotum fjölgað og þau hafa einnig tekið á sig alvarlegri mynd en áður. Þess vegna þarf að endurskoða réttar- framkvæmdina almennt þó svo að breytingar varðandi refsingar vegna fíkniefnainnflutnings séu af- ar brýnar. Það er því nauðsynlegt að fjölga fangelsisplássum og mætti t.d. setja á stofn fangelsi sem tæki sérstaklega tillit til aldurs og teg- undar afbrota þar sem hægt væri að veita áfengis- og fíkniefnameð- ferð og sömuleiðis menntun. Höfundur er fyrrverandi lögreglumaður m.a. í fíknicfna deild, skipar 3. sæti á lista Framsóknarflokksins í Rcykjavík fyrir alþingiskosningarnar. Arnþrúður Karlsdóttir Útrýmum ofbeldinu! FYRIR rúmum áratug var mikil umræða meðal kvenna um stöðu þeirra í samfélaginu. Fannst mörg- um ýmsu ábótavant og að taka þyrfti til höndum. Margvíslegt mis- rétti var rætt: launa- misrétti, kvennafæð í stjórnunarstöðum, skortur á leikskóla- rýmum, og ofbeldi gegn konum, svo að fátt eitt sé nefnt. Allt eru þetta viðurkennd- ar staðreyndir í dag, enda hafa verið gerðar ótal kannanir og rann- sóknir því til staðfest- ingar. Það er líka við- urkennt að ofbeldi gegn konum er gró- fasta birtingarform kvennakúgunar, og því óhjákvæmilegur hluti umræðunnar um kvenfrelsi og jafnrétti. Stofnun kvennaathvarfs Sumarið 1982 kom saman hópur kvenna, þverpólitískur, sem hafði það að markmiði að opna umræð- una um heimilisofbeldi og að stofna kvennaathvarf, þar sem þolendur ofbeldis gætu leitað skjóls. Á þess- um tíma héldu reyndar margir að heimilisofbeldi væri bara til í út- löndum. Strax og umræðan var komin í gang, voru viðtökur al- mennings þó góðar. Greinilegt var, þrátt fyrir þögninga, að margir þekktu til heimilisofbeldis. Með samstilltu átaki tókst að koma á fót kvennaathvarfi í Reykjavík. Enginn spyr lengur hvort heimil- isofbeldi sé til. Enginn spyr lengur hvort það geti verið að konum sé nauðgað. Enginn spyr lengur hvort það geti virkilega verið að börnum sé misþyrmt kynferðislega. Því miður eru þetta alltof blákaldar staðreyndir sem sannaðar hafa verið tölulega ár eftir ár. Þó eru þær tölur eflaust bara toppurinn á ísjakanum. Ofbeldi - smánarblettur. sem við verðum að viðurkenna En það var aðeins fyrsta skrefið að opna umræðuna og gera þær ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að plástra sárin. Endanlegt markmið okkar hlýtur að vera að útrýma ofbeldinu. Það er nauðsyn- legt að gera sér grein fyrir því að ofbeldi gegn konum og börnum er ekki einkamál þeirra sem í því lenda. Þetta er þjóðfélagslegt mein sem fyrirfinnst í öllum stéttum, og sem allar konur og öll börn geta orðið fyrir. Því ber að meðhöndla það sem slíkt. Það hljómar raunar undarlega í þessu sambandi að segja „geta orðið fyrir“ eða „lent í“, rétt eins og um sé að ræða náttúruhamfarir eða slys þar sem gerandinn er náttúruöflin eða eitt- hvað annað ámóta óskilgreinanlegt og óviðráðanlegt. Á bak við hvern harmleik af þessu tagi stendur auðvitað mannlegur gerandi, í langflestum tilfellum karlmaður. Það virðist vera erfitt að horfast í augu við þá staðreynd, jafnvel fyrir okkur konur sem unnið hafa við þessi mál um langa hríð. Við tölum gjarnan um að svo og svo margar konur hafi þurft að flýja með svo og svo mörg börn í kvennaathvarfið, í stað þess að segja að svo og svo margir karlar hafi beitt ofbeldi. Á sama hátt tölum við um að svo og svb mörg- um konum hafi verið nauðgað í stað þess að þetta margir karlar hafi nauðgað konum, og að svo og svo mörg börn hafi orðið fyrir kynferðislegri misnotkun, í stað þess að þetta margir karlar hafi misþyrmt börnum sínum, stjúp- bömum eða öðrum bömum kyn- ferðislega. Það er í sjálfu sér ekkert skrýtið að okkur skuli fínnast erfíðara að skilgreina gerendur en þolendur. Allar tengj- umst við körlum sterk- um böndum á einn eða annan hátt. Þeir eru feður okkar, eigin- menn, og synir. Of- beldið er hins vegar smánarblettur á karl- kyninu, sem þeir þurfa að horfast í augu við og vinna gegn eins og konur hafa verið að gera. Reyndar er hóp- ur karla innan jafnrétt- isráðs þegar farinn að ræða ábyrgð karla á kynbræðram sínum og aðgerðir gegn ofbeldi. Er það vel. Barátta Kvennalistans gegn ofbeldi í stefnuskrá Kvennalistans er að finna ítarlegan kafla um ofbeldi Nú er kominn tími til að við öll, konur og karlar, segir Kristín Blöndal, leggjumst á eitt og útrýmum þeim smánarbletti á þjóðinni sem ofbeldi gegn konum og börnum er. gegn konum og börnum, sem og tillögur til úrbóta. Það er nauðsyn- legt að bæta stöðu kvenna og barna gagnvart réttarkerfinu. Til þess era ýmis úrræði sem sum hver kalla á lagabreytingar. Öðrum má ná með aukinni fræðslu, bæði til handa almenningi og fagfólki, s.s. lögmönnum, löggæslumönn- um, og annarra sem starfa innan réttarkerfísins. Mikilvægast er að viðhorfín breytist og að tekið verði á þessum afbrotum í samræmi við alvarleika þeirra. í dag er þessu mjög svo ábótavant, því dómar fyrir ofbeldisverk era alltof fáir og vægir. Markviss fræðsla þarf að fara fram á öllum skólastigum, að sjálf- sögðu í samræmi við aldur og þroska nemenda. Á leikskólastigi má t.d. leggja áherslu á friðarapp- eldi, eins og reyndar hefur víða verið gert mjög markvisst. í grann- skólum hlýtur athyglin einnig að beinast að friðsamlegum samskipt- um og því að ofbeldi sé aldrei rétt- lætanlegt. í framhaldsskólum get- ur svo farið fram beinni fræðsla um ofbeldi og áhrif þess á þá ein- staklinga sem fyrir því verða. Tökum höndum saman og útrýmum ofbeldinu! Það er réttur hvers einstaklings að fá að lifa frjáls, og eiga mögu- leika á því að tjá sig, njóta sín, og blómstra. Fyrir 12 áram tókst konum með samstilltu átaki að stofna kvennaathvarf. Nú er kom- inn tími til að við öll, konur og karlar, leggjumst á eitt og útrým- um þeim smánarbletti á þjóðinni sem ofbeldi gegn konum og börn- um er. Með samstilltu átaki er hægt að gera kraftaverk! Höfundur er myndlistarkona, ein af stofnendum Samtaka um kvennaathvarf, ogskipar‘25. sæti á Kvennalistanum í Reykjavík. Kristín Blöndal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.