Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.04.1995, Blaðsíða 8
8 B ÞRIÐJUDAGUR 4. APRÍL1995 MORGUNBLAÐIÐ KOSNINGAR 8. APRÍL Syndaregistur R-listans o g kosningar nú R-LISTINN Reykjavík hefur reynt að hafa áhrif á lands- málapólitíkina með því að valda fjaðrafoki með upplognum ásök- unum á tiltekna for- ystumenn Sjálfstæðis- flokksins í borgar- stjóm. Er þar átt við leikaraskapinn um hina margumræddu „skýrslu" Ingu Jónu Þórðardóttur. Þetta lítilmannlega bragð er auðvitað framkvæmt einmitt núna vegna þess að kosningar standa fyrir dyrum. Þetta er auðvit- að ekkert annað en pólitískt vind- högg. Og talandi um högg, þá má minna á að þama er reitt til höggs vegna þess að aðildarflokkar R-list- ans eiga undir högg að sækja í komandi alþingiskosningum vegna sundurlyndis og átaka innan og milli flokkanna, og óttast þeir að ríða ekki feitum hesti frá kosning- unum. Örvænting þeirra leynir sér ekki. Aftur á móti nýtur Sjálfstæð- isflokkurinn mikils meðbyrs. Þótt kannanir sýni að R-listinn er kolfall- inn í Reykjavík aðeins rúmu hálfu ári frá því að hann sveik sig inn á kjósendur með yfírboðum, hverra bakreikninga við eram nú að fá í hausinn, þá segja þessir vinstri menn í drýldni sinni: „í fyrra tókum við borgina, nú tökum við lands- stjórnina". Þessi afstaða tel ég að lýsi alvarlegu vanmati á greind, þekkingu og skynsemi hins al- menna kjósanda á íslandi. Útdráttur úr syndaregistri R-listinn hefur gefíð tóninn með að nota sveitarstjómarmálefni til að hafa áhrif á landsmál, og það raunar með einkar lágkúralegum hætti. En það má vissulega líta á fleira en það sem þeir kjósa að varpa fram. Syndaregistrið er orðið langt og ljótt á hinum þó svo stutta valdatíma þeirra, eða frá því snemma sumars í fyrra. Við getum nefnt „klósettskattinn" illræmda, eða holræsagjaldið. Þar vora teknar áunnar og væntanlegar launahækk- anir hins almenna manns í borginni. Illa unnin fjárhagsáætlun þeirra mun reynast okkur þung í skauti. Málflutningur þeirra við afgreiðslu hennar var með endemum. Þetta er jú eitt stærsta mál hverrar sveitar- stjórnar, þ.e. gerð Ijár- hagsáætlunar. Á fund- um þar um var haft í frammi fíflaskapur og ósmekklegt grín í garð sjálfstæðismanna (og þar með allra Reykvík- inga í raun, því málið er mikilvægt) að sjálfstæðismenn fundu sig knúna til til að mótmæla svo fáheyrðri hegðan, ósæmandi borgarstjóm Reykjavíkur. Heil- brigðisgjaldið er dæmi um ýmsa bakreikninga sem þeir hafa sent Reykvíkingum. Þeir hafa fellt niður heimgreiðslur til foreldra 500 bama í Reykjavík. Þeir hafa lengt boðleið- ir í stjómkerfí borgarinnar og fjölg- Nú er þitt tækifæri til að senda þessum vinstri flokkum tóninn. Það geturðu gert með því, segir Leo Ingason, að nýta atkvæði þitt vel í kosningunum framund- an, kjósa X-D. að embættismönnum. Þeir halda sérstakan aðstoðarmann borgar- stjóra, sem mun verða borguranum dýr, og annar var fenginn til að gera stjómsýsluúttekt sem er til einskins. Það má nefna stöðumæla- skattinn sem er afar ósanngjam og órökréttur. Þeir hafa skorið niður framlög til atvinnumála, aukið ýms- ar álögur á borgarbúa. Þá hafa verið settar nýjar reglur um félags- málastofnun þar sem fólk er raun fælt frá því að leita sér vinnu. Styrkir geta jafnvel numið ráð- herralaunum. Sjálfstæðisflokkur- inn, flokkur allra stétta, hefur alltaf lagt áherslu á félagslega aðstoð og að það beri að styðja vel við þá sem við erfíðleika eiga að etja af ein- hveijum ástæðum. Það er ein af hugsjónum hans. Hann vill líka laða fram með einum eða öðram hætti það sem I hveijum einstaklingi býr. En þetta klúður með félagsmála- stofnunina verður til ills, og kostn- aðurinn auðvitað sóttur í þinn vasa samborgari góður! Sem dæmi um önnur mistök og vafasöm mál má nefna aðförina að bamaspítalanum og Geysishússmálið sem veldur verulegum áhyggjum. Fleira hafa þeir „afrekað". Þitt tækifæri Nú hefur R-listinn gefíð tóninn varðandi víxláhrif milli borgarmál- efna Reykjavíkur og landsmála vegna komandi kosninga. „skýrslu- málið" og „tókuin borgina í fyrra, tökum landið í ár“ er það sem þeir hafa fram að færa. Svo sljóir og blindir era þeir þó, að þeir bera þetta á torg, tala drýldnir yfír okk- ur, iýðnum, en taka ekki eftir því sjálfír að þeir standa með buxurnar niður um sig. Nú er þitt tækifæri til að senda þessum vinstri flokkum tóninn. Það geturðu gert með því að nýta atkvæði þitt vel í kosning- unum framundan, kjósa X-D. Með því getur þú, samborgari góður, sent þín skilaboð. Veram okkur þess meðvitandi að við hljótum að gera sömu kröfu til þess fólks sem til forystu er valið, hvort sem það er á vettvangi landsmála eða sveitarstjómarmála. Þetta era mikil ábyrgðarstörf og við hljótum að velja þá sem samhentastir era, hafa sýnt mestan árangur og við treyst- um best. Við þurfum sterka ríkis- stjórn til að geta haldið áfram á hinni réttu braut. Það er einföld staðreynd að hún verður ekki mynd- uð án Sjálfstæðisflokksins. Til að tryggja það þarf hann að fá vera- lega góða kosningu nú. Höfundur er cand. mag. í sagnfræði og bókasafnsfræði- og upplýsingafræðingur. Leo Ingason Athugasemd við grein Unnar Stefánsdóttur í MORGUNBLAÐ- INU 30. mars sl. er grein undir yfirskrift- inni „Matarkarfa Jóns Baldvins", eftir Unni Stefánsdóttur fram- bjóðanda Framsóknar- flokksins á Reykjanesi. Þar fjallar greinarhöf- undur um skýrslu Hag- fræðistoftiunar Háskóla íslands, um hugsanleg- an ávinning ESB-aðild: ar á matvælaverð. í greininni segir m.a.: „Sérstakt sjónarspil var sett upp á fundi Neyt- endasamtakanna í vet- ur vegna útkomu skýrslunnar og hefur formaður þeirra samtaka síðan dyggilega kyijað undir þennan söng.“ Vissulega tekur konsningabar- átta á sig ýmsar myndir og of oft leyfa frambjóðendur sér að halla réttu máli. Ekki kannast undir- ritaður við neinn fund á vegum Neytendasam- takanna um það efni sem Unnur ræðir um í grein sinni ög ekki kannast ég heldur við að hafa tjáð mig einu einasta orði um um- rædda skýrslu. Ef Unn- ur hefur misskilið eitt- hvað, þarf hún ekki að fara út fyrir flokksbúð- ir sínar til að fá málið skýrt, því á lista Fram- sóknarflokksins á Reykjanesi, þar sem Unnur er í fjórða sæti, situr einnig stjórnarmaður í Neyt- endasamtökunum í þriðja sæti, Drífa Sigfúsdóttir. Einnig getur Unnur leitað upplýsinga hjá vara- formanni Neytendasamtakanna, Unnur Stefánsdóttir hallar réttu máli, segir Jóhannes Gunnars- son, sem ráðleggur henni að kynna sér málin áður en fullyrð- ingar eru fram settar. Þuríði Jónsdóttur, um fundi á vegum Neytendasamtakanna, en Þuríður skipar fimmta sæti lista sama flokks í Reykjavík. Það getur nefnilega oft verið árangursríkara að leita upplýs- inga um mál áður en búin er til saga um þau. Höfundur er formaður Neytendammtakanna. Jóhannes Gunnarsson EES - raunveruleg útflutningsleið FYRIR nokkrum misserum stóðu harðar deilur í þjóðfélaginu um aðild íslands að evr- ópska efnahagssvæð- inu. Fjölmargir þing- menn töldu fátt jafn mikilvægt og að koma í veg fyrir að íslending- ar tækju þátt í EES. Alþýðuflokkurinn ruddi brautina, og Jón Bald- vin sætti hörðu ámæli fyrir atorku sína í mál- inu. í dag er staðan gerbreytt. Næstum allir era nú sammála um hversu mikilvægt EES hefur reynst fyrir sjávarútveginn, og þar með þjóðina. Þjóðhagsstofnun metur það svo, að ávinningur okkar af EES nemi 2,5-3 milljörðum á ári, og sú upp- hæð muni aukast í sex milljarða á næstu áram, þegar samningurinn kemur til framkvæmda. Ahrif á sjávarútveg Áþreifanlegustu áhrifín af samn- ingnum um EES felast í lækkun tolla á sjávarafurðir. Þegar hann verður kominn til framkvæmda að fullu, þá munu um 96% af tollum á sjávarafurðum verða horfin. Dæmin eru mýmörg: Tollar á saltfíski sem vora 16-20% féllu niður vegna EES. Sömuleiðis tollar á ferskum flökum, sem voru 18%. Áhrifín komu sam- stundis í ljós: verðmæti útfluttra saltfiskflaka jókst á síðasta ári um meira en 30%, og á ferskum flökum yfír 20%. Ný tækifæri hafa skapast I vöruþróun á fiskafurðum, sem fyr- irtækin munu nýta sér á næstu áram. Aðild okkar að EES hefur leitt til þess, að útflutningur á óunnum fiski hefur dregist stórlega saman. Full- vinnsla hefur stóraukist í landinu, og við sköpum nú meiri verðmæti fyrir minni afla. Það sem mest er um vert: vegna samningsins hafa fleiri störf flust inn í landið. Tækifæri, sem áður vora lokuð, hafa nú opnast, bæði fyrir litla og stóra framleiðendur. Sem dæmi má nefna, að árangursríkt starf SÍF í Nord Morue í Frakklandi hefði ekki náðst án aðildar íslands að EES. En það opnast fleiri leiðir, en þær sem liggja einvörðungu um farvegi sjávarútvegsins. Samstarf Flugleiða og SAS hefði til dæmis ekki orðið að veruleika nema vegna evrópska efnahagssvæðisins. Áhrif á vinnumarkað Andstæðingar EES héldu því fram, að þátt- taka íslands myndi leiða til þess, að hingað streymdu atvinnuleys- ingjar frá Evrópu. En hver er raunveraleik- inn: Á síðastliðnu ári fluttu hingað til lands 482 ríkisborgarar frá EES-löndunum. Á sama tíma fiuttu hins vegar 2.303 íslending- ar til sömu landa. Full- yrðingar andstæðinga samningsins um EES um að erlent vinnuafl myndi flykkj- ast til íslands hafa því ekki reynst eiga við rök að styðjast. Staðreyndin er sú, að aðild okkar Aðild okkar að EES hefur dregið úr atvinnu- leysi, segir Lúðvík Bergvinsson. Hún hefur skapað ný störf við fullvinnslu. að EES hefur dregið úr atvinnu- leysi; hún hefur skapað ný störf við fullvinnslu vegna þess að gamlir tollamúrar hurfu með aðildinni. Þröngsýni Samningurinn um evrópska efna- hagssvæðið er því raunveraleg út- flutningsleið. Sighvatur Bjarnason, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar í Eyjum, orðaði það svo í við- tali við Alþýðublaðið: „Það er enginn spurning að EES samningurinn er mjög góður fyrir sjávarútveginn. “ Framsóknarflokkurinn, sem kveðst bera hagsmuni greinarinnar fyrir bijósti, þorði þó ekki að styðja EES á Alþingi. Alþýðubandalagið, sem byggir kosningabaráttu sína á „útflutningsleiðinni“, greiddi at- kvæði gegn hinni raunverulegu út- flutningsleið á Alþingi. Framsýni Jóns Baldvins og styrk- ur Alþýðuflokksins skilar nú millj- örðum í þjóðarbúið gegnum EES. Þarf frekari vitna við um hveijir duga atvinnulífínu best? Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Aiþýðuflokksins á Suðurlandi. Lúðvík Bergvinsson Kjósum Mörð Árrmson þingmann Reykvíkinga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.