Morgunblaðið - 05.04.1995, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Heilbrigðisráðherra breytir reglugerð um tilvísanir
Tilvísun ekki skilyrði fyrir
að TR greiði rannsóknir
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FRÁ blaðamannafundi heilbrígðisráðherra. Ólafur Ólafsson land-
læknir, Sighvatur Björgvinsson og Guðjón Magnússon, skrífstofu-
stjóri í heilbrigðisráðuneytinu.
SIGHVATUR Björgvinsson, heil-
brigðis- og tryggingaráðherra, hef-
ur ákveðið að rannsóknir á rann-
sóknastofum verði greiddar af
sjúkratryggingum þó viðkomandi
læknir, sem ákveður rannsóknina,
vinni ekki samkvæmt samningi við
Tryggingastofnun ríkisins. Eftir
breytinguna mun því Trygginga-
stofnun greiða allar rannsóknir sem
læknir ákveður hjá rannsóknaraðila
sem er á samningi við Trygginga-
stofnun og tilvísun er ekki lengur
skilyrði fyrir að stofnunin greiði
rannsóknir sem læknir ákveður.
Sighvatur Björgvinsson, heilbrigð-
isráðherra, segir að hann hafi tekið
þessa ákvörðun til að gæta hags-
muna sjúklinga.
Heilbrigðisráðherra tók þessa
ákvörðun að höfðu samráði við
landlækni, heimilislækna, sér-
fræðilækna og hópa sjúklinga. Á
blaðamannafundi þar sem ákvörð-
unin var kynnt sagði hann að
óformlegar viðræður hefðu átt sér
stað við sérfræðilækna að undan-
förnu með milligöngu landlæknis
um hugsanlegar breytingar á til-
vísanakerfínu. Þar hefðu ýmsar
hugmyndir komið upp en svar fé-
lags sérfræðinga hafí verið að það
„ÞAÐ ER greinilegt að ráðherrann
er núna að reyna að bjarga andlit-
inu fyrir kosningar," sagði Sigurður
Bjömsson, formaður Sérfræðinga-
félags íslenskra lækna, þegar breyt-
ingar Sighvats Björgvinssonar heil-
brigðisráðherra á reglugerð um til-
vísanakerfið voru bomar undir
hann.
Lausn þegar Sighvatur fer frá
„Þetta er hins vegar sáralítil breyt-
ing á því sem við höfum verið að
gagnrýna og þessir 320 læknar,
sem hafa sagt upp samningum við
Tryggingastofnun, munu ekki
skipta um skoðun við þetta,“ sagði
Sigurður og sagði að eftir stæði að
kerfí Sighvats mundi valda almenn-
væri ekki tilbúið til viðræðna nema
reglugerðin um tilvísunarkerfíð
yrði dregin til baka. Það myndi
hann ekki gera. Hins vegar vildi
hann með þessari breytingu gera
það sem honum væri mögulegt til
að tryggja réttindi sjúklinganna.
Hann gæti ekki tryggt sjúklingum
það að ríkið tæki þátt í greiðslum
til læknis sem ekki vildi vinna fyr-
ir heilbrigðiskerfið, því það væri
ingi öryggisleysi og svipta fólk
tryggingarétti.
„Það er ljóst að það fínnst engin
lausn á þessu máli fyrr en þessi
ráðherra fer frá og við getum samið
við nýjan heilbrigðisráðherra eða þá
ákvörðun læknisins sjálfs að vinna
ekki samkvæmt tilvísunarkerfinu.
Það eina sem hann gæti gert væri
að reyna að tryggja hagsmuni
sjúklinga þessa læknis með því að
ákveða að ríkið tæki þátt í þeim
kostnaði sem væri samfara þeim
rannsóknum sem hann ákvæði.
Sighvatur sagði að ýmislegt
annað hefði verið rætt við sérfræð-
inga. Til dæmis hefði hann boðist
að nýtt alþingi og ný ríkisstjóm tek-
ur i taumana," sagði Sigurður. Hann
sagði að við ráðherranum hefði blas-
að undanfarið að stuðningur við
hann í málinu færi þverrandi innan
ríkisstjómarinnar og flestir stjóm-
til að sérfræðigreinarnar yrðu
teknar inn í áföngum og einnig að
þeir hefðu aðild að daglegri skoðun
á áhrifum kerfisins, bæði faglegum
áhrifum með landlækni og kostn-
aðarlegum áhrifum í samvinnu við
hagfræðistofnun Háskóla íslands.
„Þessu hafna þeir öllu saman og
koma alltaf með það sama upp
aftur og aftur að þeir séu ekki
reiðubúnir til viðræðna við mig
nema ég dragi allt heila kerfið til
baka og það geri ég ekki,“ sagði
Sighvatur.
Öllum sérfræðingum skrifað
Hann sagði að í framhaldi af
þessu myndi hann skrifa hveijum
sérfræðingi fyrir sig, kynna þeim
þessar breytingar og gefa þeim
kost á að koma aftur inn á samning
við Tryggingastofnun fyrir 1. júní.
Ef þeir neiti því geti hann ekkert
við því gert, en hann sé hins vegar
búinn að tryggja hag sjúklinga eins
vel og hann geti. Hann geti ekki
breytt þeirri ákvörðun sérfræðings-
ins að neita að vinna fyrir kerfíð,
en hann geti séð til þess að allar
rannsóknir sem sjúklingurinn kann
að gangast undir njóti stuðnings
hins opinbera.
málamenn hefðu lýst andstöðu við
vinnubrögð hans og hugmyndir um
breytingar á heilbrigðiskerfinu í and-
stöðu við læknana sem ætlað væri
að veita þjónustuna.
Sigurður sagði að sérfræðingar
hefðu hrakið öll rök Sighvats um
spamað af tilvísanakerfí en þetta
mál væri enn ein sönnun þess hve
hroðvirknisleg vinnubrögð hefðu
verið viðhöfð í heilbrigðisráðuneyt-
inu í þessu máli; vinnubrögð sem
ekki væru sæmandi íslensku stjóm-
valdi. Þannig hefðu sérfræðingar
t.a.m. komist að því í gær að ráð-
herra hefði haldið uppi árásum á
vandaða útreikninga hagfræðings
félagsins án þess að hafa skýrslu
hans undir höndum.
Tölvunefnd endur- |
nýjar starfsleyfi
Reiknistofunnar
Bannað að
skrá greidd- .
arskuldirí- »
vanskilaskrá
TÖLVUNEFND hefur endurnýjað
starfsleyfí Reiknistofunnar hf í
Hafnarfirði til þess að annast
söfnun og skráningu upplýsinga
sem varða fjárhagsmálefni og
lánstraust manna, svonefndan |
Svartan lista, en sett ýmis hert
skilyrði um það hvemig og hvaða *
upplýsingar megi birta um skulda- i
stöðu aðila.
Þar á meðal má ekki skrá í
vanskilaskrá skuldir sem sannað
er að greiddar hafa verið við út-
gáfu ritsins.
Á svarta listann eftir
tveggja vikna viðvörun
Framvegis má Reiknistofan r
ekki birta nafn tiltekins aðila í )
riti sínu, sem gengur undir nafn- |
inu Svarti listinn, nema þeim að-
ila hafí áður verið veittur a.m.k.
tveggja vikna frestur til að gera
athugasemdir við skráninguna.
Þá daga sem fresturinn stendur
er Reiknistofunni skylt að hafa
starfsstöð sína opna frá 9-17
hvern virkan dag og veita kvört-
unum viðtöku. J
Lágmark 200 I
þúsund krónur |
Þá má aðeins skrá upplýsingar
um skuldara skv. uppkveðnum
dómum eða árituðum stefnum þar
sem hver skuld nemur a.m.k. 200
þúsund krónum að höfuðstóli.
Skrá má öll árangurslaus fjámám,
gjaldþrotaskipti og nauðungarsöl-
ur en aðeins fjámám með árangri
ef ijárhæð skuldar er a.m.k. 200
þúsund krónur.
Loks er sett það skilyrði að ef i
aðili sem fengið hefur tilkynningu
um að nafn hans verði skráð í
vanskilaskrá sýni Reiknistofunni
fram á að hann hafí greitt viðkom-
andi skuld eða komið henni í skil
sé óheimilt að taka nafn hans á
skrána.
Sigurður Björnsson, formaður Sérfræðíngafélags lækna
Reyna að bjarga
andlitínu fyrir
kosningar
BLÓMAVAL bauð fólki í gær-
kvöldi að fylgjast með fagfólki
gera páskaskreytingar. Að sögn
Kristins Einarssonar sölustjóra
voru yfir 150 í húsinu og kom-
ust færri að en vildu. Hann sagði
að skreytingameistararnir Gitte
Nielsen, Hjördís Jónsdóttir og
Michael Jörgensen hefðu sýnt
Skreytt fyrir
páskana
gestum hvernig þeir gætu beitt
hugmyndaflugi við skreytingar,
hvernig nota mætti birkigreinar
og páskaliljur, gert iifandi
skreytingar og þurrskreyting-
ar. Þá voru gefnar hugmyndir
um veisluborð með sérstaka
áherslu á fermingar. Hann
sagði að fólk hefði mikinn
áhuga á skreytingum og spurn-
ingum hefði rignt yfir meistar-
ana.
Læknar Heimilislæknastöðvarinnar hf. álykta |
Hverfandi
kostnaðarauki
af tilvísanakerfi
STJÓRN Heimilislæknastöðvarinnar
hf. hefur sent frá sér ályktun vegna
þess álits Sérfræðingafélags ís-
lenskra lækna að kostnaðarauki
muni fylgja væntanlegu tilvísana-
kerfí vegna aukinnar aðsóknar til
heimilislækna.
Heimilislæknastöðin hf. hefur
rekið heilsugæslustöð frá árinu 1986
og borið fjárhagslega ábyrgð á
rekstrinum samkvæmt samningi við
hið opinbera. Stöðin annast nú rekst-
ur einnar af níu heilsugæslustöðvum
Reykjavíkurborgar, Heilsugæsluna
Lágmúla, og veitir heimilislækna-
hjálp um tíu þúsund manns.
í ályktuninni segir meðal annars:
„Að gefnu tilefni vill stjórn stöðvar-
innar lýsa yfir því, að óhætt sé að
fullyrða að umræddur kostnaðarauki
verði hverfandi, ef þá nokkur. Svo
sannfærð er stjómin í þessu máli
að hún er reiðubúin að tryggja og
bera fulla fjárhagslega ábyrgð á því
að kostnaður við rekstur stöðvarinn-
ar verði alveg óbreyttur á árinu
1996 miðað við yfirstandandi fjár-
lagaár. Er stjórnin þeirrar skoðunar,
að áætlanir heilbrigðisráðuneytisins
um sparnað með tilvísunarkerfí séu
raunhæfar."