Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Samstarf í afgreiðslu á flugvélabensíni OLÍUVERSLUN íslands, Olís, og Skeljungur hafa sameinast um rekstur afgreiðslu á flugvélabensíni á Reykjavíkurflug- velli. Tilgangurinn með þessu samstarfi er hagræðing við ádælingu, en félögin tvö munu halda samningum við sína föstu viðskiptavini og gera tilboð á sínum forsendum, að sögn Ein- ars Benediktssonar, forstjóra Olís. Einar sagði að samstarfið væri svipaðs eðlis og á Keflavíkur- flugvelli, þar sem öll þijú íslensku olíufélögin sameinuðu af- greiðslustöðvar sínar í fyrra og stofnuðu sérstakt fyrirtæki til að sjá um ádælingu á flugvélamar. Á sama hátt hafa af- greiðslustöðvar Olís og Skeljungs á Reykjavíkurflugvelli nú verið sameinaðar og félag stofnað um ádælinguna sem starfar sem verktaki fyrir olíufélögin fyrir fast gjald. „Tilgangurinn með þessu er bara að fækka tækjum og mannskap við að dæla á vélarnar," sagði Einar. Félögin héldu áfram sínum viðskiptasamböndum, en Skeljungur er með samn- ing við innanlandsflug Flugleiða og Olís við íslandsflug. Þeg- ar erlendar flugvélar kæmu væm menn yfirleitt búnir að bóka eldsneyti fyrirfram í gegnum alþjóðleg olíufélög, en Olís er til dæmis með alþjóðlega þjónustu fyrir Texaco og BP. Kjötumboðinu hf. skapaður rekstrargrundvöllur Landsbankinn sem- ur vegna Goða hf. Hagnaður Kjöt- umboðsins 3,6 milljónir Mikið keypt í útgerðarfé- lögum í GÆR voru- skráð viðskipti með hlutabréf fyrir rúmar 32 milljónir króna á Verðbréfaþingi og munaði þar langmest um kaup fyrir 27,5 milljónir í íslenska hlutabréfasjóðn- um hf., sem er um 7% af markaðs- virði sjóðsins. Töluvert hefur verið keypt af hlutabréfum í Síldarvinnslunni hf. á Neskaupstað og Granda hf. í Reykjavík á síðustu dögum, eða sem nam 78% af 53 m.kr. hlutabréfavið- skiptum á Verðbréfaþingi í síðustu viku. í gær voru keypt bréf fyrir tæpar 3 milljónir í Síldarvinnslunni, en á föstudag var keypt fyrir rúmar 12 milljónir. Þá voru líka keypt bréf fyrir tæpar 17 milljónir í Granda. Þingvísitalan var skráð 1098,89 í gær og hefur hækkað um meira en 7% frá áramótum. VIDSIOFnMVINNULÍF Ef þú smellir á VIDSKEPTIAIVINNULÍF færðu allt sem skrifað er um viðskipti í Morgunblaðinu í dag. Prófaðu! http://www.strengur.is BANKASTJÓRN Landsbanka ís- lands staðfesti sl. mánudag samn- ing bankans við íslenskar búvörur hf. og Kjötumboðið hf. um skuld- bindingar þessara aðila við Lands- bankann. Þannig er lokið samn- ingaviðræðum sem hafa staðið undanfarin misseri um framgang mála sem varða fyrirtækið Is- lenskar búvörur sem áður hét Goði hf. Kjötumboðið tók yfir rekstur kjötdreifingar og vinnslu Goða hf. í október 1993 og leigir húsnæði og vélar af eignarhaldsfélaginu íslenskar búvörur hf. sem var áður Goði hf. Kjötumboðið er í eigu 18 sláturleyfishafa. Frá gjaldþroti Miklagarðs hefur Landsbankinn unnið að því að tryggja hag sinn vegna þess er - kjarni málsins! varðaði skuldir og ábyrgðir Goða hf. innan bankans. Eins og komið hefur fram í Morgunblaðinu námu heildarskuldbindingar Goða í Landsbankanum 305 milljónum í lok ágúst 1992. Nú hefur verið frá samningum vegna þessara skuld- bindinga. Þorgeir B. Hlöðversson, stjórn- arformaður Kjötumboðsins, sagð- ist í samtali við Morgunblaðið vera mjög ánægður með lok mála. „Goði lenti í verulegum vandræð- um í kjölfar Miklagarðshremming- anna. Þau tvö ár sem liðin eru hafa farið í að reyna að finna lausn sem hentaði báðum aðilum, fyrir- tækinu og bankanum, best. Þau mál eru nú leyst auk þess sem samningurinn við Landsbankann skapar Kjötumboðinu grundvöll til áframhaldandi reksturs og fram- sækni á sínu sviði,“ sagði Þorgeir. NOKKRIR hluthafar í Lyíjaverslun íslands hf. undir forystu Jóns Þor- steins Gunnarssonar, rekstrarhag- fræðings, hafa hafið samstarf til að standa vörð um hagsmuni sína í fé- laginu. Þessi hópur óskaði í gær í auglýs- ingu eftir að komast í samband við aðra hluthafa í félaginu sem hefðu m.a. áhuga á að vinna að því mark- miði að hámarka verðgildi hlutafjár til lengri tíma. Jón Þorsteinn hyggst gefa kost á sér til stjórnarkjörs á aðalfundi félagsins sem haldinn verð- ur í lok apríl. Þar munu fulltrúar hinna fjölmörgu nýju eigenda félags- ins leysa af hólmi fulltrúa ríkisins í stjóminni. Eignaraðild að Lyfjaverslun ís- lands er mjög dreifð þar sem ríkið seldi sín hlutabréf í mjög smáum skömmtum á sl. ári. Hver aðili átti einungis kost á að kaupa bréf fyrir 250 þúsund krónur að hámarki. Þorgeir sagði ennfremur að þrátt fyrir óvissu undanfarinna missera hafi farið fram umfangs- mikil endurskipulagning á rekstri Kjötumboðsins með framtíðar- skipuleg í huga. „Nú getum við alfarið snúið okkur að því að byggja starfið upp í samstarfí'við sláturleyfishafa. Það eru mörg verkefni framundan og það er gott að þurfa ekki að vera í vörn á meðan tekist er á við þau.“ 1.800 milljóna velta Velta Kjötumboðsins 1994, á fyrsta heila starfsári fyrirtækisins, var 1.8Ö8 milljónir króna. Hagnað- ur fyrir skatta var 5,4 milljónir en 3,6 milljónir eftir reiknaðar tekjuskatt. Eignir Kjötumboðsinsskv. efna- hagsreikningi voru í árslok 1994 394 milljónir. 374 milljónir voru í veltuflármunum, þar af 316 millj- ónir í viðskiptakröfum og víxlum. Skuldir félagsins námu samtals 316 milljónum. Þar af voru 313 milljónir skammtímaskuldir. Hlut- afé Kjötumboðsins er 70 milljónir. Jón Þorsteinn sagði í samtali við Morgunblaðið að vegna þess hversu dreifð hlutafjáreignin væri í félaginu gætu hluthafar einungis komist þar til áhrifa með því að mynda einhvem hóp um stjórnarframboð. Þannig gætu þeir haft áhrif á gang mála og veitt stjómendum æskilegt aðhald en markmiðið væri að hámarka arð- semi hlutafjárins. „Viðbrögð hluthafa hafa verið góð og margir hafa lýst yfir ánægju sinni með þetta framtak. Þrátt fyrir að félagið hafi sýnt góðan rekstur á síðustu misserum þá hlýtur það að fara í gegnum ákveðna síu til að standast kröfur sem gerðar eru til einkafyrirtækja." Jón Þorsteinn sagðist leggja áherslu á að hluthafahópurinn tengd- ist ekki á nokkurn hátt öðrum lyfja- fyrirtækjum eða hópum sem kynnu að vilja komast til áhrifa í Lyfjaversl- uninni. I éssSrtÞrmwiÞi Japanar mynda stærsta banka heims Tokyo. Reuter. MITSUBISHI-banki og Bank of Tokyo (BOT) hafa greint frá skil- málum samnings um sameiningu þeirra í stærsta banka heims - „“The Bank of Tokyo-Mitsubishi Ltd“ - fyrir 1. apríl 1996. Eignir nýja bankans nema 837 milljörðum dollara. Kauphallasérfræðingar og bankamenn segja að samruninn sé hagstæður hluthöfum BOT með tilliti til núverandi verðs hluta- bréfa. Tasuku Takagaki, núverandi forstjóri BOT, verður forstjóri hins nýja banka, en Tsuneo Wakai, núverandi forstjóri Mitsubishi- banka, verður stjórnarformaður. Þeir sögðu blaðamönnum eftir und- irritun greinargerðar um samein- inguna að eitt hlutabréf í BOT jafngilti 0.8 í Mitsubishi. Japanskur sérfræðingur sagði að samkvæmt samningsskilmálun- um jafngiltu 105 BOT-hlutabréf 80 Mitsubishi-hlutabréfum, en samkvæmt núverandi verði hluta- bréfa í bönkunum væri hlutfallið 100 á móti 67. Þegar skýrt var frá samkomu- laginu um sameiningu bankanna 28. marz kostuðu hlutabréf í Mitsubishi 2,150 jen, en 3. apríl hafði verðið lækkað í 1,950 jen. Hlutabréf í BOT lækkuðu úr 1,400 jenum í 1,320 á sama tíma. Óvissa um stöðugleika Sérfræðingar sögðu lækkunina stafa af veikri stöðu á mörkuðum vegna hækkunar jensins og óviásu um stöðugleika fjárhagskerfísins í Japan, en ekki af ugg um fram- tíðarhorfur nýja bankans. Þeir telja erfitt að meta áhrif sameiningar banka með 400 milljarða jena eða 4.65 milljarða dollara rekstrar- hagnað af bankaviðskiptum einum saman — hinn mesta í heimi. Gert er ráð fyrir að nýi bankinn veiti innan við 16% bankalána í Japan og standi fyrir um 3.1% markaðsfjármögnunar hlutabréfa í kauphöllinni í Tokyo. Búizt hefur verið við sameining- unni í nokkur ár og sérfræðingar telja hana góðs viti. BOT er í fremstu röð alþjóðabanka, en talið er að hann standi höllum fæti inn- anlands. Mitsubishi stendur traust- um fótum innanlands, en stendur ekki vel á alþjóðavettvangi. 11 Atvinnumálafulltrúinn íHafnarfirði Vesturgötu 11-13, 220 Hafnarfj. Sími 91-53444/486. Fax 91-652308. ******* Hafnarfjörður Atvinnurekendur í Hafnarfirði - Fundarboð Kynningarfundur á Fjóröu Rammaáætlun ESB Hugmynd að stofnun félags atvinnurekenda í Hafnarfirði Fundurinn verður haldinn í Hraunholti, Dalshrauni 15, í dag, miðvikudaginn 5. apríl, kl. 14-17 og er haldinn að frumkvæði atvinnumálanefndar Hafnarfjarðar og Kynningarmiðstöðvar Evrópurannsókna. Fundarstjóri verðurÁrmann Eiríksson, atvinnumálafulltrúi Hafnarfjarðar. Dagskrá 14.00-14.15 Inngangur.......Magnús.Gunnarsson, formaður atvinnumálan. og bæjarráðs Hfj. 14.15-14.35 Ávarp...........ÓlafurG. Einarsson menntamálaráðherra. 14.35-14.50 Almenn kynning á Fjórðu Rammaáætlun ESB og Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna(KER)....Orri Hlöðversson starfsmaður KER. 14.50- 15.20 Iðnaðar-og efnistækniáætlun ESB.. Hallgrímur Jónasson, framkv.stj. Iðntæknistofnun. 15.20-15.50 Landbúnaðar- og fisk- veiðiáætiun ESB.Hörður Jónsson yfirverkfr., Rannsóknarráð íslands. 15.50- 16.10 Kaffihlé 16.10-16.30 Ávarp........... Síghvatur Björgvínsson, iðnaðar- og viðskíptaráðh. 16.30-17.00 Önnur mál Atvinnumálanefnd Hafnarfjarðar Kynningarmiðstöð Evrópurannsókna. Lyfjaverslun íslands hf. Hluthafar efna til samstarfs t { i i t t. i i,- {• » I » ft L I ft l í I t I I V
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.